Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987. Fréttir Jón Loftsson, skógarvörður á Hallormsstað, bendir Skúla Magnússyni, starfs- manni Vinnueftirlitsins, á banvænan áverka sem eitt tréð hefur hlotið við grjótflug frá sprengingu vegavinnumanna. Ef vel er að gáð má sjá hvernig kubbast hefur ofan af sumum trjánum. DV-mynd GVA Milljónatjón á trjám í Atlavík? Gera má ráð fyrir því að verktakar fyrir Vegagerðina hafi valdið milljóna- tjóni á trjám þegar þeir voru að sprengja úr kletti sem er við veginn fyrir ofan Atlavík. í vor og sumar hefur verið unnið að vegaframkvæmdum í Hallormsstaðar- skógi en stefnt er að því að malbika þar aðalveginn á næsta vori. 1 lok maí var unnið að því að sprengja úr fyrr- nefndum kletti með þeim óskemmti- legu afleiðingum að sprengjumottan tókst á loft ásamt miklu magni af grjóti sem rigndi yfir Atlavík ofan- verða. Söluskáli og fangabús, sem eru í ví- kinni, urðu fyrir þónokkrum skemmd- um af völdum grjótflugsins en tilfinnanlegast er tjónið á tuttugu til þrjátíu ára gömlu lerki sem náð hafði um sjö metra meðalhæð. „Við erum enn ekki búnir að gera okkur grein fyrir því hve mörg tré hafa drepist enda voru trén laufguð þegar óhappið henti,“ sagði Jón Lofts- son, skógarvörður á Hallormsstað. Samkvæmt lögregluskýrslu um óhappið munu tré hafa skemmst á ein- um hektara skóglendis en Jón gat þess að meðalfjöldi trjáa af þessari stærð á einum hektara kynnu að vera um fimmtán hundruð. Hann taldi þó fremur ólíklegt að svo mörg tré hefðu drepist en þau væru engu að síður nokkur hundruð. „Þetta hefur enn ekki verið metið,“ sagði Jón. „Við munum sennilega fá óviðkomandi aðila til að meta tjónið en það er hins vegar alls ekki augljóst mál hvemig ber að meta tjón af þessu tagi.“ Jón gat þess að þegar Eyrarvegurinn hefði verið lagður yfir skógarreit við Vaðlaheiði fyrir nokkrum árum hefðu trén verið þannig metin að gengið hefði verið út frá markaðsverði garð- trjáplantna hverju sinni og sú tala margfölduð með tilliti til hæðar trjánna. Ef þessi fyrsta nálgunarregla verður lögð til grundvallar mun láta nærri að metri af lerkinu kosti þúsund krón- ur þannig að hvert meðaltré kosti um sjö þúsund krónur. Fimmtán hundruð tré myndu þá kosta tíu og hálfa millj- ón. Þess ber þó að geta að sennilega eru dauðu trén færri en fimmtán hundruð og svo ber að hafa það í huga að það liggur enn ekki ljóst fyrir út frá hvað forsendum verður gengið í matinu. KGK Búist við miklum fjölda gesta - í einstakri veðurblíðu Siguröur Már Jánæan, DV, HúsavQc 19. landsmót UMFÍ fór af stað með miklum glæsibrag í einstöku blíð- viðri á Húsavík í gær. Veðurblíðan var slík að menn sem til þekkja sögð- ust ekki muna aðra eins blíðu síðan á landsmótinu á Laugarvatni árið 1965. Alls munu um 1500 keppendur, alls staðar af landinu, vera mættir hingað til Húsavíkur en mótið fer fram um allan kaupstaðinn sem er í hátíðarskrúða. Búist er við að minnsta kosti 10 þúsund manns á landsmótið að þessu sinni. Mótið var sett í gærkvöldi en við setninguna flutti Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, ávarp. Keppni hófst í morgun Dagskrá landsmótsins hófst í morgun klukkan níu með keppni í knattspymu og stendur hún óslitið til klukkan 22.10 í kvöld en þá hefj- ast dansleikir í íþróttahöllinni og félagsheimilinu. A morgun hefst keppnin klukkan hálfin'u og stendur óslitið fram á kvöld. Síðan verður dansað í félagsheimilinu frá klukkan tíu. DV-myndir JGH Á víkingaleikunum var keppt i bíladrætti og vakti þessi grein mikla athygli áhorfenda. landsmót UMFI á Húsavík: „Slæmt að Jón Páll skyldi ekki vera með“ - sagði Geoff Capes sem sigraði í víkingakeppninni Það vantaði ekki átökin þegar togast var á með þeim hætti sem þessi mynd sýnir. Sguiður Már Jánasan, DV, Húsavflc „Ég er mjög ánægður með mótið og keppnina í heild. Skipulag allt er til mikillar fyrirmyndar en það spillti óneitanlega fyrir að Jón Páll Sigmarsson skyldi ekki geta verið með,“ sagði breski kraftajöt- unninn, Geoff Capes, í samtali við DV en hann sigraði með miklum yfirburðum í víkingakeppninni á landsmótinu á Húsavík í gær. í víkingakeppninni náðu Bretar að vinna tvöfald- an sigur þvi landi Capes, Mark Higgins, varð í öðru sæti. Síðari keppnisdagur vfkingakeppninnar var í gær og þá var keppt í Þórshamarskasti, lóðak- asti og bátadrætti. Capes sigraði í Þórshamars- og lóðakasti en Jón Páll Sigmarsson, sem keppti sem gestur í Þórshamarskastinu átti lengsta kastið við gífurlegan fögnuð áhorfenda. Hjalti Ursus Ámason varð í þriðja sæti eftir mjög harða baráttu við Higgins en Seyðfirðingurinn sterki, Magnús Ver Magnússon, sem reyndar var langléttastur kepp- enda, „aðeins" 120 kíló, varð í fjórða sæti en sigraði í bátadrættinum. Keppni „tröllanna" vakti mikla kátínu meðal mótsgesta og kunnu keppendur greinilega vel að meta athyglina enda sannir sjómenn þar á ferð. Jón Páll Sigmarsson í góðra vina hópi á landsmóti ungmennafélag- anna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.