Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987. 17 jafnvel skondnari en sú sem sögð var af áhöfninni á Stokksey. Jón verður fyrst var. Hann dregur inn smáan þorsk, losar hann og renn- ir aftur. Litlu síðar er kippt í hjá Önnu og svo hjá Fjólu. Miðað við viðvaninga eru þær furðu yfirvegað- ar. Þær draga línuna rólega inn og og lyfta stöngunum. Þær svigna und- an þunganum. Ekki er laust við spennu í loftinu sem vindurinn þó rífur jafnóðum með sér út í buskann. Það er Anna Margrét sem er á undan að draga inn annan þorsk. Hann er vænni en sá sem Jón fékk. „Hjálpiði mér að lyfta honum upp, hann er svo þungur,“ biður hún pip- arsveinana sem rétta hjálparhönd. Magnús losar þorskinn af önglinum. „Hann andar,“ segir Anna hlæjandi og ýtir við honum með tánni. Hún er ánægð með fenginn. „Ég ætla að eiga hann.“ í haust. Eiginlega plötur. Tvær fjög- urra laga plötur. Mamma hans Magnúsar er þegar búin að semja fáein lög.“ Lýst eftir Önnu En hvað skyldi annars vera með þessa vináttu piparsveinanna við fegurðardrottningu Islands, utan Ibizaferð fyrir tveim árum? „Jú, sjáðu, Anna er núna orðinn fullgild- ur meðlimur í hópnum. Við reynum að fá hana með þegar eitthvað skemmtilegt er að gerast. Það er bara erfitt að ná í hana. Við auglýst- um meira að segja eftir henni í útvarpinu um síðustu helgi.“ Hvern- ig, fegurðardrottning ófundin... ? „Nei, nei, bara: Anna Margrét, hafðu samband við okkur strax. Við vildum ólmir fá hana með í þessa reynslu- ferð. Hún er ein úr vinahópnum." Já, en þessi vinátta við viður- Fjólu þorskur bætist von bráðar við aflann. Þrem þorskum hefur ver- ið landað. Ekki svo slæm byrjun. Áð vísu hefðu fiskarnir líklega sloppið ef um löglega möskvastærð hefði verið að ræða og einn karfi er farinn fyrir borð. Sjóskíði og plötur Vélin er gangsett á ný og haldið örlítið lengra út. Enn er töluverður öldugangur á mælikvarða land- krabba. „Gola eða kaldi,“ segir skipstjórinn aftur háðslega. Ung- frúrnar segjast varla taka eftir veðrinu og ölduganginum. Þá hlýtur að vera gaman. 1 næstu köstum ruglast saman tvær línur og einhver missir þorsk af einskæru áhugaleysi. kennda piparsveina úr Þorlákshöfn. Anna, stenst þetta? „Já, hvers vegna ekki?“ spyr Ánna Margrét á móti. „Við erum bestu vinir. Hittumst í mat annað veifið og svoleiðis. Allt í mesta bróðerni. Þetta er skemmtileg- ur félagsskapur." Miðað við aðstæður Og veiðiklúbbur Piparsveinafé- lagsins hefur þar með tekið til starfa. Hópurinn hefði ef til vill mátt fiska meira. En áhugasömum gestum Hót- el Arkar er allavega óhætt í sjó- stangaveiði á þessum slóðum. Það er fullreynt. Fjórir piparsveinar og fegurðardrottningar íslands og Suð- urlands eru bara stolt miðað við efni og aðstæður. Þrem þorskum og ein- Allar línur úti. Tveir þorskar á leiðinni. Einn ufsi er það eina sem fer upp í bátinn. Aðstæður til sjóstangaveiði eru líklega ekki sem bestar. Ekkert gengur. Enginn nennir svona hangsi. Skipstjórinn snýr bátnum við og stefnir til hafnar. „Þetta var hvort eð er bara reynsluferð," segja pipar- sveinarnir og yppta öxlum kæruleys- islega. Þeir stinga upp á alvöruveiði- ferð við betra tækifæri. Gissur krefst þess að hafa sjóskíði með. Þeir hafa reyndar líka ýmislegt annað á prjón- unum. „Við ætlum að gefa út plötu um ufsa er snarað upp á Herjólfs- bryggju í Þorlákshöfn. Svo er aflinn myndaður ásamt hópnum um leið og sólin brýst fram milli skýjanna. Ann- ar sjómannanna i höfninni er enn að aðhafast eitthvað í bát þar nærri. Hann lítur upp dálitla stund og held- ur svo áfram að rjátla við ekki neitt. Hann er annars hugar á svipinn. Mamma hans Magnúsar tekur bet- ur á móti veiðimönnunum. „Þeir eru svo fjörugir og lifandi þessir strák- ar,“ segir hún og brosir að uppátæk- inu. Enginn spyr um aflann. UMBOÐS- & HEILDVERZLUN BÍLDSHÖFÐA 16, P.O. BOX 8016,128 REYKJAVÍK, SÍMI687550 ,vr Æ Einnig fáanlegt meö hnetum 5 Fyrír þá sem vilja tryggja sér eitthvað reglu- lega ferskt i upphafi og lok sumaríeyfisins er Norræna góður kostur. Hún er nýtískuleg far- þega- og bílferja sem siglir frá Seyðisfirði alla fimmtudaga í júní, júlí og ágúst og hefur við- komu í höfnum Færeyja, Noregs, Danmerkur og Hjaltiandseyja. Að sigla f fríið og taka bílinn með er kjörið tækifærí fyrír þá sem vilja njóta sumarfrísins meðal grannþjóða okkar. Þvi ekki að flýta sér hægt og njóta dvalarinn- ar um borð. Þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi, s.s. veitingastaði, bari, fríhöfn, kvik- myndasýningar, leiksvæði fyrír börn og m.fl. Einnig vilja margir njóta þess að sitja út á dekki og láta hressandi sjávarloftið leika um sig. Já, sigling með Norrænu er sannaríega ferskur og nútfmalegur ferðamáti. Siglið í fríið og takið bflinn með

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.