Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987. 31 Knattspyma unglinga KENNARAR Kennara vantar að Grunnskólanum Hellu nk. skólaár. Meðal kennslugreina: Kennsla yngri barna, íslenska og handmennt. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 99-5943 eða formaður skólanefndar i síma 99-8452. Auðvelt hjá SeKyssingum Oæmigert atvik í leik Leiknis og Selfoss. Sóknarmaður Selfyssinga í marktækifæri en markvörður Leiknis bjargar með góðu úthlaupi. DV-mynd Þorsteinn Auðólfur gegn slökum Breiðhyltingum Selfyssingar áttu ekki í miklum erfið- leikum með að sigra Leiknismenn í B-riðli 3. flokks á þriðjudagskvöldið. Selfossliðið skoraði þrívegis án þess að Breiðhyltingum tækist að svara fyrir sig. Sigurður Fannar Guðmundsson skoraði tvívegis með stuttu millibili á upphafsmínútunum og voru bæði mörkin gerð með skalla. Á 30. mínútu leit þriðja skallamarkið dagsins ljós þegar Grímur Sigurðsson, fyrirliði Sel- foss, sendi knöttinn með fallegri kollspymu í net Leiknismanna. Sig- urður Fannar fékk gullið tækifæri til að bæta fjórða markinu við þegar dæmd var vítaspyma á Leikni en skot hans hitti ekki markið. í síðari hálf- leik héldu yfirburðir gestanna áfram en markvörður Leiknis bjargaði oft á meistaralegan hátt frá Selfyssingum. Kjartan Gunnarsson var bestur Sel- fyssinga í leiknum og þeir Sigurður Fannar og Grímur Sigurðsson áttu einnig góðan leik. Liðið er á toppi rið- ilsins ásamt Breiðabliki en þessi lið mætast á þriðjudag og verður það hreinn úrslitaleikur. Lið Leiknis átti frekar dapran dag en liðið getur leikið mun betur en í þessum leik. Liðið hef- ur komið á óvart í bikarkeppninni og slegið út bæði Val og KR en í íslands- mótinu sjálfu hefúr liðið átt mjög erfitt uppdráttar. Kjartan Bjömsson og Jó- hann Hjálmarsson vom bestu menn liðsins að þessu sinni. -RR Týr og KA sigurvegarar á ESSO-mótinu á Akureyri ESSO-mót 5. flokks í mini-knatt- spymu var haldið á Akureyri á dögunum. Alls tóku 16 lið þátt í keppninni en bæði var leikið í A og B liðum. Leikið var í tveimur riðlum og síðan í úrslitakeppni. í keppni A liða fóm Týrarar frá frá Vestmanna- eyjum með sigur af hólmi en KA sigraði í B liðs keppninni. Umboðsmenn ESSO á Akureyri gáfu glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Lokastaðan á mótinu varð A lið : þessi: Týr 3 2 1 0 4-2 5 Stjaman 3 . 2 0 1 6-4 4 Völsungur .... 3 0 2 1 3-4 2 Þór Ak 3 0 1 2 4-7 1 Blið: KA 3 3 0 0 6-1 6 Stjarnan 3 1 0 2 6-6 2 Týr 3 1 0 2 5-6 2 Fylkir 3 1 0 2 2-6 2 -RR Umsjón: Róbert Róbertsson KA-strákarnir sem unnu B liðs keppnina á ESSO-mótinu. A lið Týs sem sigraði á ESSO-mótinu á Akureyri. Innkaupastofnun rikisins f.h. Rikisspitala óskar eftir tilboöum i vöruflutninga fyrir Gunnars- holtshæliö á Rangárvöllum á tímabilinu 01.09.87-31.08.88. Um er aö ræöa 5.200 tonna flutning og er ársakstur áætlaöur um 60.000 km. Lágmarksstærö bifreiðar er 12 tonn. Útboösgögn veröa seld á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, á kr. 500,- eintakiö. Tilboð verða opnuö á sama staö fimmtudaginn 6. ágúst 1987 kl. 11.00 f.h. INNKAUMSTOFNIIN RÍKISINS BORGARTÚáH 7 SIMI 36844 • POSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Útboð Efnisvinnsla 1987 og 1988 í ísafjarðardjúpi og Strandasýslu Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Heildarmagn 40.000 m3 og fer efnisvinnslan fram á sjö stöðum. Verki skal lokið 10. júlí 1988. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerð ríkisins á Isafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 13. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 27. júlí 1987. Vegamálastjóri Útigrill á sprenghlægilegu verði. Aðeins kr. 5.590,- Shoprite. Grillkol 2,27 kg, aðeins 139,- kr. Úrvalskjöt. á grillið. Gott vöruval. Grensáskjör Grensásvegi 46 Sími: 36740. Trail Boss fjórhjól, árg. ’87 til sölu á afsláttarverði. Afslátturínn gildir til 15. júlí. Verð aðeins kr. 133.000.- Polaris-umboðið í Reykjavík Skeifan 9 • Símar 91-31615 og 91-31815. Sala * Vidgerðir ★ Þjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.