Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987. Svona gerum við. Magnús piparsveinn aðstoðar Önnu. 1 l Texti Þorsteinn J. Vilhjálmsson DV-myndir Kristján Ari 1 1 Tveir sjómenn í Þorlákshöfn líta hvor á annan. Þeir hrista hausinn eins og þeir hafi vitað þetta allan tímann. Fjórir piparsveinar úr pláss- inu að leggja upp með ungfrú Suðurland og ungfrú ísland. Hvað ætli þær svo sem kunni til almennrar útivinnu hugsa þeir augljóslega. Svipurinn er þannig. Annar kveikir sér í pípu. Hinn lygnir aftur augun- um eins og hann sé að lifa sig inn í biómynd. Hann á örugglega af- ruglara. Samt er þetta veiðiferð í alvör- unni. Svona reynsluferð til að vita hvort settlegum gestum Hótel Arkar í nágrannabænum Hveragerði sé ekki óhætt. Flestir um borð spenna á sig vesti. Landfestar eru leystar. Allt er í stakasta lagi. Ennþá að minnsta kosti. Saman á Ibiza Ungfrú Suðurland, Fjóla Grétars- dóttir, tekur sig ágætlega út i rauðu sjóvesti við grænan vindjakka og bláar æfingabuxur. Anna Margrét er aftur á móti í gallajakka, galla- buxum og brúnum stígvélum úr rúskinni. Eins og það skipti ein- hverju máli. Piparsveinninn Magnús Guðmundsson er til dæmis í galla- buxum og blárri dúnúlpu. Það er nefnilega dálítið hráslagalegt veður. Báturinn tekur djúpar dýfur eins og ekki er sagt á sjómannamáli. Skip- stjórinn kallar þetta golu. „Við förum hérna rétt út fyrir og reynum," segir Gunnar Óskarsson sem er eins konar leiðsögumaður og auðvitað piparsveinn. Hann spáir því að aflinn verði mest þorskur og karfi. „Kannski eitthvað meira,“ bætir hann við en telur það samt ólíklegt miðað við aðstæður. Hinir piparsveinarnir um borð eru bræður, Gissur og Jón Baldurssynir. Allir eru úr Piparsveinafélagi Þorlákshafnar. „Þetta er auðvitað eins og hver annar félagskapur," útskýra þeir, „nema hvað kvenfólk er réttlaust með öllu. Það er í lögum.“ Anna Margrét þrætir fyrir hönd kynsystra sinna. Hún hitti þessa pilta á sólar- strönd á Ibiza fyrir tveim árum. „Við vorum öll á sama tíma úti og urðum strax mestu mátar. Það var ógleym- anleg ferð.“ Fjóla feimin Fjóla Grétarsdóttir er kannski dá- lítið feimin. Hún þekkir eiginlega engan í hópnum nema Önnu og svo auðvitað Gunnar. Þau vinna saman á Örkinni. „Það var eiginlega enginn fyrirvari á þessu. Gunni spurði mig í gær hvort ég vildi ekki koma með og ég sló til,“ segir Fjóla sem játar jafnframt að hún sé ekki ýkja sjó- hraust. Hún er ættuð úr Ölfusi. En hvað um að fara í sjóstanga- veiði með nokkrum piltum sem hún þekkir ekki neitt, bara sisona. „Ég hef aldrei sé þá áður,“ viðurkennir hún. „En mér líst bara vel á þessa stráka. Ég hef engar áhyggjur. Það er líka örugglega gaman að veiða á stöng. Það skiptir ekki öllu hverjir veiðifélagarnir eru.“ Gamanið er einmitt um það bil að byrja. Gissur og Magnús athuga veiðstangirnar. Skipstjórinn drepur á vélinni. Þeir kasta fyrir borð en ná ekki botni. Straumurinn er líkast til of þungur. Um leið og þeir draga inn kemur karfi upp á yfirborðið, pikkfastur á einum önglinum. Magn- ús losar hann og hendir honum umsvifalaust fyrir borð. „Förum lengra," segir Gunnar. Brjálað veður Anna Margrét er eins og heima .hjá sér meðal vinanna. Hún hefur áður verið á sjó. „Ég var í sumarvinnu í Eyjum fyrir nokkrum árum. Þá fór ég í vikutúr með vinkonu minni með togaranum Surtsey,“ „sem nú heitir Stokksey og er gerður út frá Stokks- eyri,“ skýtur Jón inn í. Hann var vélstjóri um borð í hittifyrra eða árið þar áður. „Skiptir engu,“ heldur Anna áfram. „Nema hvað að í þrjá daga af sex gátum við lítið aðhafst vegna sjóveiki. Það var brjálað veð- ur og varla stætt á dekkinu. Það litla sem við gerðum var að mjaka okkur inn í eldhús og reyna að hjálpa kokk- inum.“ Piparsveinarnir hlæja. Þeir segja sögur af umræddum kokki og kaf- teini sem var á sama bát. Allir hlæja. Öldurnar hefur lægt ef eitthvað er og skipstjórinn stoppar aftur. „Jæja, prófum hér,“ segir Gunnar og réttir Fjólu veiðistöng. Magnús lætur Önnu Margréti fá eina. Bræðurnir taka sinn hvora og kasta líka. Þorskurinn andar „Hvort ég kunni eitthvað að veiða?“ Gissur glottir að spurning- unni og hirðir auðvitað ekki um að svara. Það kemur upp úr dúrnum að hann hefur verið sjómaður í tuttugu ár. Gissur og Jón bróðir hans eru báðir á togara frá Þorlákshöfn, sem stýrimaður og vélstjóri. Sá togari hefur reyndar aðeins stoppað í Þor- lákshöfn í einn sólahring frá því hann var keyptur. Það er önnur saga,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.