Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987.
7
Nýtt, glæsi-
legt hótel tekur
til starfa
Nýlega var nýtt hótel, Hótel Þórs-
hamar, opnað hér í Vestmannaeyj-
um. Hótelið hefur verið í smíðum
undanfarin ár og er nú íúllbúið bæði
að utan og innan. Það er fyrirtækið
H; Sigurmundsson hf., sem er f]öl-
skyldufyrirtæki, sem á og rekur
hótelið. Heiðmundur Sigurmunds-
son er aðaleigandi og Jóhann sonur
hans verður hótelstjóri. Boðið er upp
á gistingu í eins og tveggja manna
herbergjum ásamt morgunmat en
rekstur veitingasalar heíst um mán-
aðamótin ágúst september.
Við opnunina var gestum boðið
að skoða hótelið sem er á allan hátt
hið glæsilegasta. I því eru 16 her-
bergi og tvær svítur. Öll eru herberg-
in með sjónvarpi, ísskáp, síma ásamt
snyrtingu og eru innréttingar, sem
allar eru íslenskar, mjög smekkleg-
ar.
Heiðmundur flutti stutt ávarp og-
þakkaði öllum þeim sem veitt hefðu
sér og fjölskyldu sinni aðstoð við að
koma upp þessari byggingu. Hótelið
stendur við Vestmannabraut og er
byggt á grunni Nýjabíós, sem féll i
gosinu 1973. Ólafur Á. Kristjánsson,
fyrrverandi bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum, teiknaði húsið en um
innanhússhönnun sá Siguijón Páls-
son. Valur Andersen byggingameist-
ari sá um uppsteypu, Þorsteinn
Þorsteinsson allar raflagnir, Ólafur
og Kristmann múrverk, Miðstöðin,
Sigursteinn Marinósson, um hita-
lagnir, Trésmiðja Erlendar Péturs-
sonar smíðaði allar innihurðir og
Trésmiðjan Börkur, Vestmannaeyj-
um, útihurðir og fleira.
Byggingameistari yfir allri smíði
og uppsetningu innanhúss var Ágúst
Halldórsson.
Með tilkomu Hótel Þórshamars
er bætt úr brýnni þörf fyrir hótehými
hér í Vestmannaeyjum, sérstaklega
yfir ferðamannatímann.
Fréttir
Nú er verið að slá upp átta húsum á Ólafsfirði; sex íbúða raðhúsi og einu parhúsi. Þessir snikkarar sjá meðal
annarra um verkið. Þeir heita Gústaf Ómarsson, Geir Hörður Ágústsson og Klemens Jónsson. DV-mynd JGH
DV á Ólafsfirði:
Skíði smíðar raðhús
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri;
„Það er nóg að gera hjá trésmiðum
hér á Ólafsfirði," sögðu snikkaramir
Gústaf Ómarsson, Geir Hörður
Ágústsson og Klemens Jónsson en
þeir vinna við að slá upp sex íbúða
raðhúsi og parhúsi við hliðina, einu
nýbyggingunum á Ólafsfirði.
Þeir segjast vinna tíu tíma á dag.
Smíðamar hefjast kl. hálfátta á
morgnana og lýkur klukkan hálfsex
á daginn.
Annars heitir meistarinn, sem reis-
ir húsin, Vigfús Skíðdal. Ólafsfirð-
ingar kalla hann Skíða og segja
jafnan raðhúsin hans Skíða.
^ Ökuleikni BFÖ-DV:
Ovæntur gestur mætti á Hólmavík
Góður árangur í kvennariðli
meðan vélin var að athafna sig en um
leið og hún fór í loftið hófst keppnin
aftur af fullum krafti.
Hjólreiðakeppnin
Frekar fámennt var í hjólreiða-
keppninni enda veðrið ekki sem best,
nokkur rigning. Mun það vera í fyrsta
sinn í langan tíma sem Hólmvíkingar
sjá rigningu og fögnuðu margir þeirri
tilbreytingu. Ekki vom starfsmenn
ökuleikninnar eins ánægðir með væt-
una og hefðu kosið áfi-amhaldandi
góðviðri sem ríkt hefur á Hólmavík.
Sigurvegari í yngri flokknum var
Gauti Már Þórðarson en í eldri riðli
sigraði Sigurður Gunnar Ragnarsson.
Verðlaun í reiðhjólakeppninni gaf
reiðhjólaverslunin Fálkinn hf. en
Fálkinn gefur einnig vandað reiðhjól
sem dregið verður um meðal keppenda
í eldri riðli í haust. Þá gefur Fálkinn
utanlandsferð í yngri riðli, en tveir
keppendur munu fara sem fulltrúar
íslands í norrænni hjólreiðakeppni til
Svíþjóðar í haust.
í ökuleikninni voru tveir gefendur,
það voru Pool stofan á Hólmavík og
KSH á Hólmavík sem gáfu verðlaunin.
EG.
PER UTAMUÚ MA-D CCMÁ Rl lUIMft
Góð á veggi og ennþá betri á þök
Frábær ending: Mörg dæmi um endingu frá 1966-1987= 21 AR Flagnar ekki - Mikið teygjuþol - Fæst í 18 litum Er þetta ekki rétta mólningin? SMIÐSBÚÐ BYGGINGAVÖRUVERSLUN Sigurður Pálsson byggingameistari Garðatorgi 1, Garðabæ, sími 656300
Enn heldur ökuleikni Bindindisfé-
lags ökumanna og DV áfram. Sl.
fimmtudagskvöld var keppnin haldin
á Hólmavík. Er það 16. keppnin í sum-
ar. Nú hefa milli 2 og 300 ökumenn
tekið þátt í ökuleikninni og er það
aðeins minna en í fyrra og er fækkun-
in nær eingöngu í kvennariðli, en um
20% keppenda eru í kvennariðli á
móti 33 % í fyrra.
Góður árangur í kvennariðli
Á Hólmavík var árangurinn mjög
góður í kvennariðli og sú sem sigraði
ökuleiknina þar er nú í 5. sæti yfir
landið og er það Guðbjörg Hauks-
dóttir. Hún ók Daihatsu Charade og
fékk 260 refsistig. í öðru sæti varð
Margrét Bjamadóttir með 300 refei-
stig. Þriðja varð Ásdís Jónsdóttir með
310 refeistig.
Karlariðillinn spennandi
Miklar sviptingar voru í karlariðli
og varð ekki ljóst fyrr en í lokin hver
myndi sigra. Oft munaði aðeins einni'
sekúndu á keppendum og voru það
ýmist umferðarspumingamar eða vill-
ur í brautinni sem gerðu mönnum
erfitt fyrir.
Langbestum árangri náði Þröstur
Hreinsson á Toyota Corolla. Hann
fékk aðeins 168 refeistig og hlaut því
gullið að þessu sinni. Sá er silfrið hlaut
var Guðmundur Magnússon á Toyota
Tercel með 179 refeistig. Guðmundur
sigraði þessa keppni í fyrra á Hólma-
vík enda ömggur ökumaður. í þriðja
sæti varð Lýður Hákonarson og fékk
hann 221 refeistig. Enginn þessara
ökumanna var með besta tímann í
brautinni. Það var hins vegar Oskar
Torfason. Óskar rétt missti af verð-
launasæti því hann var með 222
refsistig. En þar sem Óskar fékk besta
tímann í brautinni fékk hann frá Casio
umboðinu forláta Casio úr.
Óvæntur gestur
Keppnin á Hólmavík fór fram á flug-
vellinum. Þegar keppni var að verða
hálfhuð kom flugvél frá Amarflugi til
lendingar. Menn höföu það á orði við
flugstjórann þegar hann steig út úr
vélinni- hvort hann myndi ekki rerrna
í gegnum brautina á flugvélinni og
heföi hann gert það ef verið hefði aft-
urábakgír á Twin Ottemum.
Það hefði þá verið í fyrsta sinn sem
flugvél tæki þátt í ökuleikni. Hins
vegar varð að gera hlé á keppninni