Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987. 11 Átti þijátfu og sex konur, bætti sex við Þrjátíu og fimm ára gamall söngvari M Cameroun, Mongo Faya að nafin, gekk nýlega í hjónaband með sex konum í einu. Faya átti þrjátíu og sex konur fyrir. Faya gekk að eiga konumar við borgaralega athöfn. Að sögn dagblaða í Cameroun búa konumar íjörutíu og tvær, sem allar em 20 til 24 ára gamlar, í sátt og samlyndi undir sama þaki. Söngvarinn á tuttugu og átta böm, það elsta níu ára gamalt. indónesíumenn íhuga kaup á kjamorkuveri Indónesíumenn vega nú kosti þess og galla að festa kaup á kjamorkuveri en þeir hafa fengið tilboð um ver frá fimm löndum, að því er ráðherra náma- og orkumála í landinu skýrði fiá í gær. Sagði ráðherrann umhverfismál vega þungt í umfjöllun stjómvalda um málið. Hann sagði nauðsynlegt að ákvarða hvort þörf væri kjamorku því þótt orkuframleiðsla væri næg í landinu í dag mætti reikna með að árið 2000 yrði orkuþörf orðin þreföld á við það sem nú er. { skýrslu frá bandariskum aðilum er því haldið fram að Indónesía, sem nú flýtur út raesta olíu af öllum Asiuríkjum, muni verða orðin innfiytjandi á olíu fyrir aldamót.f Sonur Frakklandsforseta í bílslysi á Spáni Gilbert Mitterrand, sonur Francois Mitterrand, forseta Frakklands, lenti í gær ásamt fjölskyldu sinni í bifreiðarslysi í borginni Gerona á Spáni. Gilbert og dætur hans tvær, Pascale og Justine, meiddust mikið i slysinu sem varð með þeim hætti að bifreið þeirra skall framan á annarri fólks- bifreið. ökumaður hinnar bifreiðarinnar beið bana. Gert var að sárum þeirra á sjúkrahúsi en síðan var gefin heimild til þess að þau héldu flugleiðis heim til Frakklands. Eiginmaðurinn lifír á bónbjorgum Leikkonan Joan Collins, sem er jafiifræg fyrir karlamál sín og leik sinn í sjónvarpsþáttunum Dynasty, bar í gær vitni fyrir rétti í skilnaðarmáli sínu gegn Peter Holm, sænska eiginmanninum, sem hún fékk sig fiillsadda af íýrr á þessu ári. Collins lét fyrir skömmu bera Holm út úr húsi þeirra og segist hann nú lifa á bónbjörgum. Hann hefitr reynt að fylgja Collins eftir á ferðura hennar og þá staðið þar sem hún gæti séð hann, með spjöld, þar sem hann biður hana um að vera sér góð og örlát. Kveðst hann hfa sem næst á bónbjörgura og fer fram á áttatíu þúsund dollara í framfærslueyri á mánuði frá Collins. Dálkahöfundar í Bandaríkjunum hafa tekið til þess að Holm virðist ekki mikil karlremba né vefjist stoltið neitt fyrir honum. Öryggismálum áfátt í elsta kjamorkuverinu Yfirstjóm elsta kjamorkuvers Bretlands hefiir fengið fyrirmæli um að öryggiskerfi versins þarfiúst gagngerra endurbóta ef það eigi að halda áfram starfsemi sinni fram á næsta áratug. Ríkisstofnun sú sem fer með öryggismál í kjamorkuverum lagði fram kröf- ur um úrbætur á seytján atriðum. Kjamorkuverið er orðið tuttugu og fimm ára gamalt. Talsmenn öryggiseftirhtsins segja að það þurfi að fa staðfestingu á ýmsum úrbótum í öryggiskerfi versins, þar á meðal þrýstikerfi þess, áður en verinu verður veitt áframhaldandi starfeleyfi. Talið er að viðgerðimar muni kosta allt að tíu milljónir sterlingspimda eða um sex hundmð miUjónir íslenskra króna. Utlönd Geta beitt kjarnorku- vopnum gegn helstu höfuðborgum Araba •,•* t , i rv.f.. L_ Antalua Tímaritið Intemational Defense Review skýrði frá því í gær að ísraels- menn hefðu gert tilraunir með meðal- drægar eldflaugar, sem geta borið kjamorkuvopn frá ísrael til höfuð- borga allra helstu arabaríkja. Tilraun- ir ísraela tókust vel. Tímaritið, sem sérhæfirsig í umfjöll- un um vamarmál, hefur eftir banda- rískum heimildum að flaugin, sem var af Jericho-gerð, hafi dregið liðlega átta hundruð kílómetra, sem er tvöföld sú vegalengd sem slíkar flaugar hafa komist til þessa. Að flugi loknu lenti flaugin í Miðjarðarhafinu. Segir tímaritið að bandarískum sér- fræðingum hafi þótt tilraunir þessar athyglisverðar, einkum með tilliti til þess að þær staðfesta að nú, eða í náinni framtíð, muni ísraelar geta skotið kjamorkuvopnum á höfuð- borgir allra helstu ríkja sem þeim em óvinveitt. Dragi flaugamar átta hundmð og tuttugu kílómetra geta þær borið sprengjur til Beirút, Damaskus, Am- man og Kairó. Höfuöborgir flestra ríkja sem óvinveitt eru Israelum eru innan átta hundruð kílómetra frá landinu Heldur strikinu í stjóm- armyndunartilraunum Giovanni Goria, formaöur kristilegra demókrata, ræðir viö fréttamenn. Simamynd Reuter Giovanni Goria, formaður flokks kristilegra demókrata á Ítalíu, sem nú fer með stjómarmyndunarumboð i landinu, hélt mikilvægan fund með sósíalistaflokki landsins og sagði þar að nauðsynlegt væri að fimm mánaða stjómarkreppa í landinu færi nú að taka enda. Goria, sem nú hefur reynt í viku að mynda ríkisstjóm, sagði fréttariturum að hann hygðist nú herða tilraunir sínar þar sem ýmis vandamál landsins gætu ekki beðið mikið lengur eftir ríkisstjóm sem gæti tekist á við þau. Ítalía hefur í raun verið án virkrar ríkisstjómar frá því þriðja mars þegar bitrar deilur milli sósíahsta og kristi- legra demókrata felldu samsteypu- stjóm fimm flokka undir forystu leiðtoga sósíalista, Bettino Craxi. Stjómarkreppan leiddi til kosninga í síðasta mánuði þar sem bæði kristi- legir demókratar og sósíalistar styrktu stöðu sína en lítið hefur þó miðað í átt að því að lægja deilur þeirra. Sósíalistar hafa reynst erfiðir í stjómarmyndunarviðræðum nú og hafa meðal annars mótmælt efnahags- steftiu Goria harðlega. Er þó tahð líklegt nú að Goria takist að brúa bil- ið milli flokkanna tveggja og eftir fundinn í gær sagði Craxi að töluverð- ur árangur hefði náðst. Metsölu- bækur á ensku vikulega í flugi. titlar af tímaritum frá USA. Allt að 80 °/( afsláttur af O spennandi lesefni á ensku í vasabroti SdftAHÚSIO sfm?68-67-808

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.