Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987. 9 Skaut á Madonnu með Miklar skemmdir urðu á teikningu eftir Leonardo da Vinci í listasafni breska ríkisins í London í síðustu viku, þegar skotið var á myndina af styttri haglabyssu. Teikningin sýnir Maríu mey með Jesúbamið og heilaga önnu með Jóhannes skírara. Skotið lenti rétt fyrir neðan barm Maríu og skildi eftir sig gat sem er um sex tommur í þvermál. Maðurinn, sem var atvinnulaus og gat litlar skýringar gefið á framferði sínu, verður látinn sæta geðrannsókn. Um þúsund lögreglumenn reknir úr starfi Nær eitt þúsund lögreglumenn hafa verið reknir úr starfi sínu í sovétlýð- veldinu Kazakhstan fyrir að hafa misnotað völd sln. Skýrt var frú þessu í dagblaði í lýðveldinu í gær. Sagði dagblaðið að alls hefðu níu hundruð og fjörutíu lögreglumenn verið reknir á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Var þeim gefið að sök að hafa hylmt yfir með glæpamönnum, handtekið fólk ólöglega, barið fanga og ekki sinnt kvörtunum frá almenningi. Ráðist á bHPreiðir diplómata á HaHI Erlendir diplómatar kvörtuðu yfir því í gær að ráðist hefði verið á bifreið- ir þeirra þrátt fyrir að þær væru greinilega merktar sendiráðum. Heföu bifreiðimar orðið fyiir barðmu á hópum mótmælenda í verkföllum þeim sem gengið hafa yfir Haiti undanfama daga Um áttatíu og fimm prósent Haitibúa eru ólæs og geta því ekki lesið númeraspjöld þau er gefa til kynna að bifreiðir séu á vegum erlendra sendi- manna. Diplómatamir sögðust hins vegair einnig hafa haft fána og aðrar merkingar á bifreiðunum. Um tíu þúsund stúdentar efhdu til mótmæla gegn ríkisstjóm Haiti á mánu- dag. Há dánartíðni fhimbyggja í fangelsum Sérstök nefhd þriggja ástralskra dómara hefur fengið það verkefhi að rannsaka einkennilega háa og hækkandi dánartíðni frumbyggja í fangelsum landsins. Marcus Einfeld dómari, sem er formaður nefhdarinnar, sagði í útvarpsvið- tali í gær að á síðustu sjö mánuðum heföu að minnsta kosti fimmtán ástralskir frumbyggjar látist í fangakleftun i landinu og flestir þeirra heföu fundist hengdir í klefunum. Sagði dómarinn ennfremur að frumbyggjar væru hnepptir í fangelsi fyrir mun minni sakir en aðrir Ástralir. Opinberar tölur sýna að sjöundi hver fangi í Ástralíu er frumbyggi þótt þeir séu aðeins tiu prósent af íbúum úlfunnar, 160 þúsund af sextán milljónum. Einfeld sagði að nefhdin myndi athuga sérstaklega hvort um einhverja fordóma gegn frumbyggjum væri að ræða í dómskerfi Ástraliu, meðal lög- reglu landsins og annarra stofnana sem fara með lög og rétt í landinu. Einfeld er forseti mannréttindanefndar Ástralíu. Toshiba gerir tilboð í vamarmálaverkefni Japanska stórfyrirtækið Toshiba, aem nýverið lenti í miklum deilum við bandarísk stjómvöld vegna sölu dótturfyrirtækis þess á háþróuðum tækni- búnaði til málmiðnaðar til Sovétríkjanna, sækist nú eftir samningum við bandariska vamarmálaráðuneytið um sölu á tölvubúnaði til þess. í síðasta mánuði stöðvaði bandaríska varnarmálaráðuneytið kaup á bún- aði frá Toshiba vegna sölunnar til Sovétríkjanna og nú í vikunni neyddist fyrirtækið til þess að birta auglýsingar í mörgxtm helstu dagblöðum Banda- ríkjanna þar sem beðist var afsökunar á sölunni. Haft er eftir heimildum í Washington að Bandaríkjamenn séu nú reiðubún- ir til að fyrirgefa Toshiba og kaupa af þeim tölvubúnaðinn, ef til vill vegna þess að hann mun vera sá besti sem er á markaði í dag. Utlönd Hóta hermdarverkum gegn Frökkum og Bandaríkjamönnum Klerkar úr röðum shita, vopnaðir sovéskum rifflum, tóku í gær þátt i mótmæla- göngu í Baalbeck í Libanon. Þúsundir reiðra múhameðstrúarmanna hrópuðu þar slagorð gegn Frökkum og Bandarikjamönnum og hétu að beita hermdar- verkum gegn borgurum þessara landa. simamynd Reuter Múhameðstrúar harðlínumenn í Lí- banon, sem hliðhollir eru írönum, hótuðu í gær að beita hermdarverkum gegn frönskum og bandarískum borg- urum vegna afstöðu ríkjanna tveggja gagnvart íran. Efht var til mikilla mótmælaaðgerða í bænum Baalbeck í Líbanon í gær og í þeim beindist heift manna einkum að Frökkum. Meðal mótmælenda voru að minnsta kosti þrjú hundruð vopn- aðir Hizbollah hermenn í bardaga- klæðum. Mótmælendur báru íranska fánann og myndir af Khomeini, leið- toga íran. Mótmælendur hrópuðu ógnanir til Frakka og hvöttu Chirac forsætisráð- herra til þess að koma Mitterrand, forseta Frakklands, í skilning um að hermdarverkamenn væri alls staðar að finna. Til Bandaríkjamanna voru skilaboð þeirra augljós þvi að þeir hrópuðu: „Þið ógnið okkur með herskipum ykk- ar á flóanum en munið grafir land- gönguliðanna ykkar í Líbanon". I októbermánuði 1983 drápu múham- eðstrúarmenn, sem hliðhollir eru íran, meira en þrjú hundruð bandaríska iandgönguliða og franska hermenn með því að aka vörubifreið, sem hlað- in var sprengiefni, á bækistöðvar þeirra í Beirút. Frakkar hafa hert öryggisgæslu við stofnanir sínar í Beirút. Embættis- menn sendiráðs þeirra þar segjast halda áfram störfum eins og venjulega en fara varlegar en áður. Sjö Frakkar eru meðal þeirra tutt- ugu og níu útlendinga sem saknað er og talið er að hafi verið rænt í Líban- on. 2000 blæðarar eyðnismitaðir Ásgeir Eggertssan, DV, Miinchen: I Vestur-Þýskalandi eru nú hafnar rannsóknir á því hvers vegna um tvö þúsund blæðarar hér í landi eru smit- aðir af eyðni. Athyglin beinist helst að stjómanda heilbrigðisyfirvalda í Vestur-Berlín. Á hann að hafa tekið gallaðar innfluttar blóðgjafir of seint úr umferð. Afleið- ingamar urðu þær að um tvö þúsund af hinum sex þúsund blæðurum i Vest- ur-Þýskalandi smituðust af eyðni. Heilbrigðisyfirvöld leggja áherslu á að þau hafi skipað fyrir um rannsókn á blóðgjöfúm þann 1. október 1985 og þar með verið fyrsta landið í heiminum til þess. Smitunin á hins vegar að hafa átt sér stað fyrir þann tíma. Aldarafmæli frægs föðurlandssvikara Bjöig Eva Eiiendsdóttir, DV, Osló: Á laugardaginn vom hundrað ár lið- in frá fæðingu Vidkun Quislings, frægasta norska föðurlandssvikarans í seinni heimsstyrjöldinni. Nýnasistar í Noregi höfðu boðað til samkomu af þessu tilefni til þess að heiðra minningu Quislings en þeir líta á hann sem hetju sem óverðskuldað hefur fengið einkunn sögunnar fyrir landráð. Quisling var dæmdur til dauða og skotinn árið 1945 í Osló. Hann var jarðsettur í Gjerpen kirkjugarðinum i Þelamörk og einmitt þar áttu hátíða- höldin að fara fram. Mikill fjöldi blaðamanna og ljós- myndara vom mættir á staðinn við leiði Quislings en einungis örfáir nýn- asistar komu að grafreitnum með blóm á leiðið. Sumir þeirra vom ljósmyn- daðir og einn þeirra heilsaði að nasistasið framan í kvikmyndatöku- vélamar. Þegar hann sá upptökuna í sjónvarpinu varð honum svo mikið um að hann hótaði að sprengja legstein Quislings í loft upp. Síðar var komið að honum þar sem hann hafði komið fyrir sprengju á leiðinu. Burt séð frá þessu bar ekkert til tíðinda á aldaraf- mæli eins frægasta manns Noregssög- unnar. Nvnasistamir hafa stundum látið til sín taka á síðustu árum, einkum í sam- bandi við flóttamenn og gyðinga búsetta i Noregi. í ár hefur verið frem- ur hljótt um hreyfinguna og afmælis- hátíðin varð ekki til þess að gefa þeim neinn bvr undir vængi eins og sumir höföu óttast. Flestir fjölmiðlar i Noregi rifja upp sögu Quislings á þessum tímamótum, allt frá því að hann fæddist í lítilli sveit i Þelamörk. Quisling tók völdin í Noregi á stríðsárunum og reyndi að stýra landinu í náinni samvinnu við Hitler. Stjóm þessi var alla tíð hötuð af meirihluta Norðmanna. I tilefni aldarafmælis nasistans Quislings hefur saga hans verið rifjuð upp i norskum fjölmiðlum að undanförnu. HATUNI 6A SlMI (91)24420 ASEA Cylinda þvottavélar^sænskar og sérstakar Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun, vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis- gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! 3%. iFOniX

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.