Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð I lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Einokun Pósts og síma Allir geta væntanlega skilið að Póstur og sími þurfi að hækka sín þjónustugjöld í samræmi við verðlags- þróun. Hins vegar er það einkennilegt pukur að hringla og hræra í gjaldskránni á þann hátt að neytendur þurfi á kennslustund að halda til að fá upplýsingar um breyt- ingarnar. Þar að auki er sjaldnast gengið hreint til verks og símaþjónustan hækkuð jafnt heldur hafa for- svarsmenn stofnunarinnar lagt það í vana sinn að útskýra allar hækkanir á gjaldskrám sínum sem meðal- talshækkanir eða til jöfnunar og þannig gefið í skyn að hækkanir séu alls ekki hækkanir heldur til hagræðis. Nú hefur Póstur og Sími enn einu sinni hækkað ýmsa þætti símaþjónustunnar og meðal annars eru gerð- ar breytingar á skrefatalningu innanbæjarsímtala á kvöldin og um helgar. Þessar breytingar, sem tóku gildi fyrsta júlí síðastliðinn, hafa komið ýmsum spánskt fyrir sjónir og borgarráð Reykjavíkur hefur óskað eftir fundi milli borgaryfirvalda annars vegar og símamálayfir- valda hins vegar til þess aðallega að fá vitneskju um hvers eðlis hækkanirnar séu. Borgarráð vill fyrir hönd Reykvíkinga fá það fram hvort rétt sé að með breyting- unum á skrefatalningunni sé verið að mismuna Reykvíkingum og ganga á svig við loforð sem gefin voru á sínum tíma þegar skrefatalningin var tekin upp. Þetta eru ánægjuleg viðbrögð hjá borgaryfirvöldum. Þau eiga auðvitað að taka upp hanskann fyrir borg- arbúa þegar jafnmikilvæg opinber þjónusta á í hlut sem hefur uppi meintar fyrirætlanir um aukin útgjöld borg- arbúa án þess að þau gangi jafnt yfir alla aðra. Neyt- endasamtökin hafa oft verið á verði undir slíkum kringumstæðum en þegar gengið er á rétt og hagsmuni Reykvíkinga sérstaklega er það sjálfsögð skylda borgar- stjórnar að taka á því máli. Þetta er allt eðlilegt. En hitt er engan veginn eðli- legt að sveitarstjórnir og neytendur almennt þurfi á fundahöldum að halda til að fá réttar upplýsingar og útskýringar á auknum þjónustugjöldum opinberra stofnana. Póstur og sími er að vísu ríkisrekin einokun- arstofnun sem leyfir sér ýmislegt í skjóli einokunarinn- ar. En hún er ekki ein í heiminum og henni á ekki lengur að líðast að gera hvað sem er upp á sitt eindæmi rétt eins og öðrum komi það ekki við. Sér í lagi ekki þegar neytendur þurfa að borga brúsann. Ef Póstur og sími og þau stjórnvöld, sem leggja bless- un sína yfir tillögur um hækkanir á þjónustugjöldum, kvarta undan erfiðum fjárhag og leggja til hækkun gjalda til að standa undir auknum útgjöldum má minna á að ríkissjóður hefur haft stofnunina að féþúfu. Undan- farin tvö ár hafa umtalsverðar fjárhæðir, sem aflað er með lántökum og neytendagjöldum í þágu Pósts og síma, runnið beint í ríkiskassann. Það er löngu orðið tímabært að Póstur og sími verði einkavæddur, ýmiss konar þjónusta á hans vegum boð- in út og hagsmunir símnotenda hafðir í fyrirrúmi í stað opinberrar stjórnunar og misnotkunar ríkisvaldsins. Símnotendur eiga að geta fylgst með rekstrinum fyrir opnum tjöldum og stjórnendur þessarar þjónustu eiga að vera undir aðhaldi og eftirliti þeirra sem þjónustunn- ar njóta. Hækkanir á símaþjónustu eru ekki einkamál örfárra manna í kerfinu. Viðbrögð borgaryfirvalda eru lofsverð í þessu máli. En betur má ef duga skal. Neytendur eiga að hrinda þessu einokunarnáttrölli af stallinum. Ellert B. Schram „Við sölu ætti að miða stærð íbúða við séreignarflatarmál. Kaupendur leita fyrst og fremst eftir rými í séreign en meta sameignina minna.“ „alþýðustaðair Kaupendur fasteigna eiga að ganga eftir þvi að fá gefnar upp rétt- ar stærðir á þeim íbúðum sem boðnar eru til sölu. Nýr staðall um stærðarmælingar bygginga hefur verið tekinn í notkun. Samkvæmt honum eru fermetrar íbúða skil- greindir á einfaldan og skýran hátt. Ef vísað er til hans vita kaupendur nákvæmlega hver stærð eignanna er. Til skamms tíma hefur munað ótrúlega miklu á stærðum íbúða allt eftir þvi hver gefur þær upp. I þess- ari grein er tekið dæmi sem skýrir hvað átt er við. Stærðir íbúða í fasteignavið- skiptum Á hverju ári kaupa nokkur þúsund fjölskyldur íbúðarhúsnæði hér á landi. Þetta fólk á heimtingu á að fá greinargóðar upplýsingar um stærð þeirra íbúða sem eru boðnar til sölu. Það er hins vegar undir hælinn lagt hvaða stærðir eru skráð- ar í auglýsingum dagblaða og söluskrár fasteignasala. Á auglýst- um stærðum getur munað ótrúlega miklu eftir því hvemig þær em til komnar. Fasteignasalar eiga hér ekki alla sök. Opinberar stærðar- mælingar íbúðarhúsnæðis vom á reiki. Fasteignasalar áttu því erfitt um vik að meta réttmæti uppgefinna stærða. Þeir tóku oftast þær stærðir trúanlegar sem seljendur gáfu upp. Hingað til hefur hlutdeild íbúða í sameign oftast verið reiknuð með í auglýstum stærðum. Menn hafa þó teygt sig enn lengra. Þess em dæmi að í flatarmáli íbúða hafi verið reikn- aðar yfirbyggðar svalir og ómann- geng ris. Stundum er talinn með gólfflötur sem þriggja ára gamalt bam gæti ekki staðið upprétt á. Nauösyn á samræmingu Nú hafa verið samræmdar aðferðir við stærðarmælingar íbúða svo auð- velt er að ganga úr skugga um að flatarmál sé rétt tilgreint við sölu. Iðntæknistofnun kynnti nýlega stað- al um stærðarmælingar bygginga. Nú er því auðvelt að taka af öll tví- mæli um stærð húsnæðis. Kaupandi íbúðar getur einfaldlega krafist þess að fá skráða í kaupsamning stærð hennar og reiknað eftir ákvæðum staðalsins. Staðallinn ber auðkennið ÍST 50. Hann er ekki ætlaður takmörkuðum hópi tæknimanna heldur mætti nefiia hann „alþýðustaðal". Höfund- ar hans höfðu að leiðarljósi að staðallinn væri aðgengilegur fyrir almenning. Staðladeild Iðntækni- stofnunar hefur gefið út litprentaðan bækling sem hefur að geyma leið- beiningar og reikmdæmi við staðal- inn. Margar myndir eru í bæklingnum til skýringar. Hvaö eru fermetrar? Samkvæmt staðlinum má gefa upp tvær stærðir sem flatarmál íbúðar. KjaUaiinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur Annars vegar er innanmál íbúðar- innar. Sá gólfflötur nefhist séreign- arflatarmál. Hins vegar er hlutdeild íbúðarinnar í sameign tekin með í flatarmálinu. Það er nefnt skiptiflat- armál. Rými i fjölbýlishúsum má skipta í séreign og sameign. Afnot eigenda af sameign hússins eru mun takmarkaðri en af séreign. Bygging- arkostnaður hvers fermetra í sam- eign er auk þess minni en í séreign. Af þessu má marka að gólfflötur í sameign verður ekki lagður að jöfriu við gólfflöt í séreign. Það er því rök- rétt í staðlinum að greina á milli stærða eftir því hvort sameign er talin með í fermetrastærð íbúða eða ekki. Við sölu ætti að miða stærð íbúða við séreignarflatarmál. Kaup- endur leita fyrst og fremst eftir rými í séreign en meta sameignina minna. Þá er það mikill kostur að séreign- arflatarmál íbúða er skráð í Fast- eignaskrá svo kaupendur geta sannreynt þær upplýsingar sem gefiiar eru. Þriggja herbergja íbúð í Hlíð- unum Nýlega reiknaði greinarhöfrmdur út flatarmál risíbúðar í Hlíðahverfi í Reykjavík. Þeir reikningar sýna að þegar ekki er beitt samræmdum mælingum er unnt að búa til reikni- reglur sem gefa hreint ótrúlegar stærðir. íbúðin, sem um ræðir, er í risi sambýlishúss. Hún er að hluta undir súð. Yfir íbúðinni er geymslu- ris með litla lofthæð. Til þess að komast í það þarf að nota lausan stiga og fara upp um lúgu. Flatar- málið var reiknað eftir fjórum reglum. Fyrst var fundið séreignar- flatarmál og skiptiflatarmál sam- kvæmt staðlinum. Síðan var stærðin reiknuð eftir reglu sem margir hafa notað við mat á risíbúðum sem sett- ar eru í sölu. Að lokum er tíndur til allur flötur sem með nokkrum rök- um gæti talist til gólfflatar. Þess þekkjast dæmi að stærðir íbúða, sér- staklega í gömlum borgarhverfum, hafi verið auglýstar samkvæmt henni. Samanburður á þessum stærðum sýnir ótrúlegan mun. Dæmið sýnir að þegar menn leggja sig fram geta þeir „reiknað" stærðir sem eru meira en tvöfalt séreignar- flatarmál íbúðarinnar. Ólíkirfermetrar Stærðimar í töflunni eru fundnar eins og lýst er hér á eftir: Séreignarflatarmál íbúðarinnar er allur gólfflötur innan veggja hennar með salarhæð 1,80 metra eða meira. Salarhæð er mæld frá gólfi upp á þak. Skiptiflatarmál hennar er séreign- arflatarmálið að viðbættum hluta í sameign. „Algeng regla“ er skilgreind á þann hátt að reiknaður er með flötur sem hefur meiri salarhæð en 1,20 metra. Til viðbótar kemur hlutdeild í sameign og flatarmál geymsluriss yfir íbúðinni. „öfgareglan“ gengur eins langt og mögulegt er að ímynda sér til að fá íbúðina sem stærsta. Allur flötur efetu plötu hússins er reiknaður með hver sem lofthæðin er. Sama máli gegnir um geymslurisið. Hlutdeild í sameign er einnig reiknuð með. Þótt ótrúlegt kunni að virðast hefur mátt lesa í auglýsingum stærðir sem svara til „öfgareglunnar". Stefán Ingólfsson „Iðntæknistofnun kynnti nýlega staðal um stærðarmælingar bygginga. Nú er auðvelt að taka af öll tvímæli um stærð húsnæðis. Kaupandi íbúðar getur einfaldlega krafist þess að fá skráða í kaupsamning stærð reiknaða eftir ákvæðum staðalsins.“ Stærðir risíbúðar-tafla 'Séreignarflatarmál skv. ÍST 50 76,3 ferm 100% Skiptiflatarmál skv. ÍST 50 94,1 ferm 123% „Algeng“ regla 122,6 ferm 161% Öfgaregla 174,2 ferm 228%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.