Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987. Útlönd Hafa fundið sextán stríðsglæpamenn Bresk stjómvöld skýrðu frá því í gœr að sextán stríðsglæpamenn, úr röð- um þýskra nasista, heföu fundist á Bretlandseyjum. Hefur tekist að finna heimilisfang þeirra allra og talið fullvíst að þeir séu enn á lífi. Talsmaður breska innanríkisráðuneytisins sagði í gær að fyrstu upplýsing- ar um sjö af nasistunum fjrrverandi heföu borist frá sjónvarpsstöð, en upplýsingar um níu þeirra heföu komið upprunalega frá stofiiun Simon Wiesenthal, gyðingsins sem lengst allra hefur elt stríðsglæpamenn nasista úr síðari heimsstyrjöldinni. Talsmaðurinn sagði að sjónvarpsstöðin heföi upprunalega gefið upp nöfn þrjátíu og fjögurra manna. Sex þeirra eru taldir látnir. Iisti sjónvarpsstöðvarinnar var settin: saman í tengslum við sjónvarpsþátt um stríðsglæpamenn nasista en þátturinn verður frumsýndur síðar í þessari viku. Flestir þeir sem á listanum em störfuðu í sveitum nasista á svæðum sem nú tilheyra Sovétríkjunum. Afneitar ásökunum um pyntingar Manuel Antonio Noriega, yfirmaður hers og lögreglu Panama, gaf í gær út yfirlýsingu þar sem hann hafiiar öEum ásökunum um að þeir sem staðið hafa í mótmælum gegn ríkisstjóm landsins hafi orðið fyrir andlegum og lík* amlegum pyntingum í fangelsum. Sagði Noriega að andlegur og líkamlegur réttur allra stjómmálafanga í landinu hefði verið virtur. Asakanir á hendur Noriega vom hins vegar endurteknar í gær, bæði af leiðtogum rómversk kaþólsku kirkjunnar í Panama, svo og forseta mannrétt- indanefhdar þar. Meira en þrjú hundmð manns vom handteknir þann tíunda júlí, þegar öryggissveitir hers og lögreglu beittu valdi til að leysa upp mótmælafimd í höfuðborg landsins. Vom öryggissveitimar að framfylgja banni við opin- berum mótmælum. Fangamir þrjú hundmð vom náðaðir, eftir að hafa dvalið í fangelsi þrjár nætur. Eftir að þeir sluppu hafa margir fangamir skýrt opinberlega frá því að þeir hafi verið pyntaðir og barðir, auk þess sem aðstæður í fangelsinu hafi allar verið hinar verstu. Að vera stoltur af Bandaríkjunum Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefur í stjómartíð sinni lagt mikla áherslu á að gera Bandaríkjamenn að nýju stolta af þjóð og landi. I því skyni hefúr hann stofhað sérstakan verðlaunasjóð sem úr em veitt verðlaun til þeirra sem sýna óvenjulegt stolt af Bandaríkjunum eða gera eitthvað sem gqtur gert aðra landa þeirra stolta af landinu. I gær vom verðlaun veitt úr sjóðnum og vakti það athygli að með forsetan- um við voitinguna vom tveir kvikmyndaleikarar. Þeir Clint. Eastwood, sem nú er orðinn borgarstjóri og Lou Gossett yngri, sem er blökkumaður. Báðir þessir leikarar hafa öðlast frægð fyrir leik í hlutverkum varða laganna sem stundum sjást ekki fyrir ákafri leit sinni að réttlæti. Aquino lögbindur úthlutun landiýmis Corazon Aquino, forseti Filippseyja, undirritaði í gær nýja löggjöf, þar sem ákveðnar em umfengsmiklar breytingar á dreifingu landnæðis til nýtingar á eyjunum. Samkvæmt lögum þessum verður miklu landrými úthlutað til smábænda, að sögn talsmanns forsetans. Auk þess að taka til lands sem á em ræktuð hrísgrjón og kom, land sem ekki er nýtt í dag og land í eigu ríkisins, ná lög þessi til plantekra sera á er ræktaður sykur og kókóshnetur, að sögn talsmannsins. Aquino hét þessum úrbótum fyrir fátæka smábændur eyjanna þegar hún kom til valda á síðasta ári. Hefur þessi nýja löggjöf valdið miklum mótmæl- um og deilum, einkum það ákvæði sem takmarkar landeign hvers einstakl- ings við sjö hektara. Að sögn ijölmiðla í Manila hefur Aquino þurft að fara yfir nærri þrjátíu mismunandi útgáfúr af löggjöf þessari á síðustu dögum, en hún varð að ljúka setningu laganna áður en þing landsins kemur saman í næstu viku, Þingið mun svipta hana einræðisvaldi sínu. Löggjöf þessari er ætlað að leysa vanda 2.5 milljóna landlausra smábænda á Filippseyjum en alls mun um 5.4 milljónum hektara lands verða skipt mdh þeirra.þ Olíuskipið Bridgeton var fyrsta skipið frá Kuwait sem endurskráð var í Bandarikjunum. Það hefur nú lagt af stað áleiðis inn á Persaflóa ásamt öðru endurskráðu skipi, Gas Prince. Skipin njóta verndar bandariskra herskipa. Simamynd Reuter Olíuskipin logð af stað undir flotavernd Leið skipanna frá austurströnd Sameinuðu arabísku furstadæmanna til Kuwait. Tvö olíuskip frá Kuwait, sem endur- skráð hafa verið í Bandaríkjunum og sigla því undir bandarískum fána, lögðu í morgun af stað áleiðis inn á Persaflóa undir vernd bandaríska flot- ans. Með olíuskipunum eru að minnsta kosti tvö bandarísk herskip. Olíuskipin tvö eru Bridgeton og Gas Prince. Að sögn heimilda lagði Bridge- ton af stað frá austurströnd Samein- uðu arabísku fúrstadæmanna um klukkan fiögur í morgun og Gas Prince um klukkustundu síðar. Búist var við að það tæki skipin um fimm klukkustundir að komast inn í Hormuz-sund þannig að þau hafa lík- lega siglt inn í sundið um klukkan níu í morgun. Um klukkustund tekur að sigla gegn um sundið. íranir hafe hótað að sökkva banda- rísku herskipunum sem fylgja olíu- skipunum og talið er að þeir hafi komið fyrir kínverskum silkiorms- eldflaugum við sundið til þess að beita gegn þeim. Caspar Weinberger, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að bandarísku herskipin væm reiðubúin til að hrinda hvaða árás sem Iranir kynnu að gera á herskipin eða olíu- skipin á þessari fimm hundmð og fimmtíu mílna siglingu til Kuwait. Þessar aðgerðir Bandaríkjastjómar hafa verið gagmýndar mikið, bæði heima fyrir og erlendis. Em þær taldar skapa hættu á að Bandaríkjamenn dragist inn í átökin milli íran og Irak. Iranir hafa ráðist mikið á skip frá Kuwait undanfarið vegna þess stuðn- ings sem stjómvöld í Kuwait sýna írökum í stríði þeirra við íran. í gær lýstu Frakkar því yftr að þeir myndu veita frönskum skipum, sem sigla um Persaflóa, flotavemd. Er þessi ákvörðun tekin í ljósi deilna Frakk- lands og íran sem náðu hámarki sínu í lok síðustu viku þegar stjómmála- sambandi ríkjanna var slitið. Þá hafa Bretar skýrt frá því að her- skipum þeirra á Persaflóa, sem ætlað er að vemda bresk skip þar, hafi verið fyrirskipað að svara í sömu mynt ef á þau verður ráðist. Bandaríkjamenn höfiiuðu í gær beiðni Sovétríkjanna um viðræður um ástandið á Persaflóa. Sögðu Banda- ríkjamenn að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna væri réttur vettvangur fyrir slíkar umræður. Segir North fiara með rangt mál Starfsmaður Hvíta hússins, Robert Earl, hefur við yfirheyrslur sagt að fyrrum yfirmaður sinn, Oliver North, hafi ekki farið með rétt mál er hann greindi frá heimsókn embættismanna dómsmálaráðuneytisins. Segir Earl að þremur dögum áður en North var rekinn hafi hann verið í skrifstofu Norths þegar menn frá dómsmálaráðuneytinu hafi komið þangað samkvæmt skipun Meese dómsmálaráðherra. North sagði við yfirheyrslumar að hann hefði sjálfúr rætt við mennina og eyðilagt skjöl að þeim viðstöddum en dómsmálaráðuneytið segir hann fara með ósannindi. Að sögn Earls fóru mennimir til að snæða hádegis- verð er North kom á skrifstofuna. Á meðan þeir vom fjarverandi segir Earl John Poindexter var hress þrátt fyrir ákúrurnar í lok yfirheyrslnanna í gær. Símamynd Reuter North hafa sett skjöl í pappírstætar- ann. Hann hafi síðan verið farinn þegar embættismennimir snem aftur. Yfirheyrslunum yfir John Poindext* er, fyrrum öiyggisráðgjafa Reagans, lauk í gær og hlaut Poindexter bæði ávítur og faðmlög. Var hann ávítaður fyrir að hafa skaðað forsetann með því að halda leyndri fyrir honum pen- ingatilfærslu til kontraskæruliða í Nicaragua. Forsetinn heföi orðið fyrir stjómmálalegum álitshnekki þegar hann var að tjá sig um málið án þess að vita allar aðstæður. Eftir tíu mín- útna ákúrur frá öðrum formanni rannsóknamefhdarinnar var Po- indexter síðan faðmaður í bak og fyrir af eiginkonu sinni sem var viðstödd yfirheyrslumar honum til stuðnings.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.