Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987. íþróttir • Bernd Schúster. Úrvmsum attum • En berast nýjar fréttir af v- þýska vandræðabaminu Bernd Schuster. Nú hefúr hann ákveðið að skrifa ekki undir margra ára samning við Barcelóna en í stað- inn ætlar hann að skrifa undir árs samning. „Samningur minn gildir í eitt ár í viðbót og þá get ég farið til hvaða liðs sem er án nokkurs gjalds.“ Femandez Nunez, forseti Barcel- óna, brást reiður við þessum ummælum og sagði: „Schúster leikur ekki framar í treyju Barcel- óna.“ Schúster, sem nú er 27 ára, virð- ist ætla að ganga illa að festa rætur hjá nokkru liði en eins og kunnugt er þá á hann einnig í útistöðum við v-þýska landsliðið og hefúr ekki leikið með því síðan 1984. • Havelange, forseti FIFA (Al- þjóða knattspymusambandsins), hefur sagt að hann muni ekki styðja tilboð Kanada um að halda leikana ásamt Bandaríkjamönnum 1994. Ásamt þeim hafa Chile, Mo- rokkó og Brasilía boðið í leikana og þykir mörgum líklegt að Brasil- ía fái þá enda er það heimaland Havelange og hafa þeir ekki fengið leikana síðan 1954. • Daniel Passarella, sem var fyrirliði Argentínumanna þegar þeir urðu heimsmeistarar 1978, hefur nú gefið út þá yfirlýsingu að hann ætli að hætta eftir næsta keppnistímabil. Passarella lenti í slæmu máli á síðasta vetri þegar hann sparkaði í boltadreng þegar honum fannst hann ekki sýna nógu snögg viðbrögð. Hann mun leika með Inter Mílanó áfram. -SMJ Hvað gera Leiftiirs- menn gegn íslands- meisturum Fram? 8-liða úrslitin í Mjólkurbikamum hefjast í kvöld TVeir leikir verða í bikarkeppni KSf, Mjólkurbikamum, í kvöld. Þá mætast Leiftur og Fram annars vegar og Þór og ÍBK hins vegar. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvemig íslandsmeisturum Fram gengur gegn „spútnikliði" Leifturs en frábært gengi þeirra Ólafsfirðinga er eitt af því sem hvað mest hefur komið á óvart það sem af er sumri en ef fram heldur sem horfir þá blasir 1. deildin við þeim. Þá gætu 4 lið af Norðurlandi orðið í 1. deild sem er þróun er enginn hefði treyst sér að spá fyrir nokkrum árum. Hinn leikurinn í kvöld vekur ekki síð- ur athygli því þar mætast Þórsarar sem hafa verið í miklum ham að und- anfómu og Keflvíkingar sem á mánudag ráku hin enska þjálfara sinn, Peter Keeling. Verður fróðlegt að sjá hvort þessi brottrekstur hressir eitt- hvað þá Suðumesjamenn. Á fimmtudagskvöld mætast síðan Valur og Völsungur og Víðir og KR. Verða það án efa hörkuleikir en öll þessi lið hafa verið að gera jafiitefli í innbjTðis leikjum sínum að undan- fömu. -SMJ Sammy Lee til Spánar Sammy Lee, sem virðist nú vera öllum glevmdur eftir frækinn feril hjá Liverpool og nokkra landsleiki í kjölfar þess, er nú búinn að undir- rita tveggja ára samning við spánska 1. deildarliðið Osasuna frá Pampl- ona. Lee sem varð tvisvar Evrópumeist- ari með Liverpool lék með QPR á síðasta ári. Þrátt fyrir að hann vekti mikla athygli fyrir baráttu og þrek hjá Liverpool virtist allur vindur úr honum þegar hann fór þaðan. -SMJ Sammy Lee. • Þetta eru leikmenn úrvalsliðanna tveggja sem glimdu í Þorlákshöfn í gærkvöldi, - DV-menn vitanlega sigurreifir. DV-mynd GUN DV-lið 10. umferðar Ámí Stefánsson, Þór, vamarmaður K § Gíslí Heíðarsson, Víði, markvörður HenningHenn- ingsson, FH, vamarmaður Sœvar Jónsson, Val (2), vamar- maður Ágúst MárJóns- son, KR(3), vamannaöur sSlil'P Jónas Róbertsson, Þór, miðjumaður PálmiJónsson, FH, soknarmaður Pétur Amþórsson, Prara (6), miðju- maður AðalsteinnAðal- stemBs., Völsungi, miðjumaður HulldórÁskuls- son,Þ6r(5), aóknannaður Hiynur Birgisson, t>ór, sóknarmaður DV leggur Síðumúla- pressuna Sá merkisviðburður átti sér stað í Þorlákshöfn í gærkvöldi að knatt- spymulið DV sigraði Síðumúlapress- una, úrval Þjóðviljans og Tímans, með 6 mörkum gegn 4. Leikurinn var tvísýnn frá upphafi og var framganga leikmanna með vasklegasta móti. Úrslit réðust enda ekki fyrr en á síðustu mínútum. Heimamenn í Þorlákshöfn búa ákaf- lega vel, - eiga þeir glæsilegan grasvöll en sá galli er á gjöf Njarðar að ekkert er kappliðið. Var rimman því kærkom- in knattspymufíklum staðarins sem fjölmenntu til að þeyta hom. Eftir leikinn var kappmönnum beggja liða fylgt um staðinn þar sem Einar Sigurðsson, skipstjóri og odd- viti, rakti sögu bæjarins í stuttu máli. -JÖG/SMJ Breyttir leikdagar Leik Víkings og Breiðabliks sem átti að vera næsta laugardag hefur verið flýtt og verður hann fimmtudaginn 23. júlí kl.20. Þá hefur leikdegi á leik Stjörnunnar og Aftureldingar í 3. deild verið breytt og verður leikurinn 24. júlí kl. 20. • Guðbjörn Tryggvason verður i banni gegn Fram á sunnudaginn kemur. Miklar annir h|á aganefnd KSI Fundur var hjá aganefiid KSÍ í gærkvöldi og voni þá eftirtaldir leikmenn dæmdir í eins leiks bann sem tekur þegar gildi: Ámi Sveins- son, Stjömunni, Baldur Guðnason, Þór, Guðbjöm Tryggvason, fA, Ingi Sigurðsson, ÍBV, Páll Guðmundsson, Selfossi, Valur Ragnarsson, Fylki, Hreiðar Hreiðarsson, Ár- roðanum og Hjördís Olfarsdóttir, KA. Þá voru tveir leikmenn dæmdir í tveggja leikja bann, þeir Kristján Magnússon, Hetti, og Grétar Guðlaugsson, Skallagrími. -SMJ Hófkeppm eftir26ára fjarveru! Nokkrir gamalkunnir fijálsíþróttakappar mættu til keppni á íþróttavellinum í Keflavík síðastliðinn föstudag og náðu athyglisverðum árangri. f 40 ára flokki sigraði Trausti Sveinbjöms- son, FH, í 100 m hlaupi á 12,1 sek. og einnig í 800 m hlaupi á 2:17,0 mín. í kúluvarpi í 35 ára flokki kastaði EHas Sveinsson, KR, 12,59 m og 40,88 m í kringlukasti. f 45 ára flokki kastaði ólafúr Unnsteinsson, HSK, 36,48 m í kringlukasti. í 50 ára flokki kastaði Jón H. Magnússon, ÍR, 50,24 m í sleggjukasti og Bjöm Jóhannsson, UMFK, 42,80 m. í 55 ára flokki kastaði Ólafúr Þórðar- son, ÍA, 12,11 m í kúluvarpi og 36,00 m í kringlukasti. Einar Ingimundarson, UMFK, kastaði 35,66 m í sleggjukasti í 60 ára flokki. Einar hefúr ekki keppt síðan 1961 eða í 26 ár. -ÓU Pedro Delgado frá spáni glúnir hér við Luis Marrera, fiá Kólumbíu, um forystuna í Toui- de France reiðhjóla- keppninni Delgado leiðir nú keppnina og klaiðist því gula forystujakkanum þegar fök- amir verða stignir í 21. þætti hennar. Flestir tclja að Delgado hafi sigur þegar upp verður staðið en um slíkt er í raun ógerlegt að spá. Keppnin er án efa ein sú erfiðasta sem fram fer í heiminum í íþróttinni og hellast ófáir úr lestinni. Á meðal þeirra kempur í allra fremstu röð. Símamynd/Reuter MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987. 17 íþróttir Lárus spjarar sig Nóg að gera hjá Per Skárup - hjá Gladsaxe/HG í Danmörku Eins og kunnugt er er Daninn Per Skámp alls ekki hættur afskiptum sín- um af handknattleik þó að íslandsdvöl hans sé lokið. Skámp hefúr tekið að sér að þjálfa og leika með danska lið- inu Gladsaxe/HG og bíða Danir spenntir eftir því að sjá hvað hann hefúr lært á íslandi. Það er þegar ljóst að Skárup verður að leika stærra hlutverk með liðinu en hann ætlaði sér í upphafi. Aðalleik- stjómandi liðsins, Nils-Erik Winther, sem lék meðal annars nokkra lands- leiki á síðasta vetri, hefur yfirgefið Gladsaxe og leikur nú með svissneska liðinu Grasshoppers. Það er því ljóst að Skámp getur reynst erfitt að fylla það skarð sem Winthers skilur eftir sig. Hann getur þó hugsað gott til glóðarinnar því einn efnilegasti leik- maður Dana, Peter Jörgensen, leikur með liðinu. „Ég verð líklega að leika meira með liðinu en ég ætlaði mér,“ sagði Skárup í viðtali við Politiken. -SMJ Eusebio aðstoðar Dana hjá Benfica Einn frægasti knattspymumaður allra tíma er án efa portúgalski leik- maðurinn Eusebio. Hann hefur haft fremur hægt um sig síðan ferli hans lauk snemma á áttunda áratugnum. Nú hefúr hann hafið störf aftur fyrir lið sitt Benfica og er hann aðstoðar- þjálfari Danans Ebbe Skovdahl sem þjálfaði í Danmörk á síðasta ári. Hafa þeir tveir vakið mikla athygli bæði í Danmörku og Portúgal. „Miðað við það sem ég hef heyrt af Dönum og danskri knattspymu þá gat ég einskis óskað mér fremur en að fá danskan aðalþjálfara hér til Benfica," sagði Eusebio í viðtali nýlega. „Við komum til með að starfa mjög náið saman því ég þekki leikmennina og skapferli þeirra. Fyrstu vikumar mun ég miðla þeim fróðleik til Skovdahl," bætti Eusebio við en ekki er að efa að hinir fjölmörgu aðdáendui- sem hann aflaði sér á Laugardalsvelli 1968 munu fylgjast með honum i þjálfara- starfinu. -SMJ • Eusebio fékk mörg tækifæri til að gleðjast með Benfica og portúgalska landsliðinu á sinum tíma en nú er hann aðstoðarþjálfarr hjá Benfica. • Lárus Guðmundsson virðist ætla að gripa tækifærið með Kaiserslautern tveim höndum. • Per Skárup er þungt hugsi á þessari mynd enda í nógu að snúast hjá honum við að undirbúa keppnistímabilið. Sgurður Bjömsson, DV, V-Þýskalandi: Lárus Guðmundsson lék sína fyrstu leiki með Kaiserslautem nú um helg- ina. Kempan hefur átt við lítils háttar meiðsl að stríða á síðustu vikum en er nú að komast á skrið. Leikir Kaiserslautem komu til vegna æfingamóts þar sem Bayem Múnchen hafði sigur eftir að leggja bæði Köln og HSV að velli. „Keisarahöllin", lið Lárusar, glímdi einnig við HSV og Köln en tapaði báðum ieikjum, þeim fyrri 2-3 en þeim síðari 1-3. Lárus var ekki á skotskónum á mót- inu. Hannes Bonqartz, þjálfari Kais- erslautem, sagðist þó ánægður með Láms og frammistöðu hans í leikjun- um tveimur. Taldi Bonqartz að leikur Lárusar á mótinu gæfi fyrirheit um ágæt afrek á komandi keppnisári. -JÖG í æfíngaleikjum - spilaði sína fyrstu leiki með Kaiserslautem um helgina Lord Lichfield, hirðljósmyndari bresku krúnunnar. Lord Lichfield gerir miklar kröfur um mypdskarp- leika og gæði litsjónvarpstækis. Tatung uppfyllti kröfur hans og við treystum okkur hiklaust til að mæla með Tatung litsjónvarpstæki við þig. Tatung litsjónvarpstækin eru framleidd af verk- smiðju Tatung í Englandi sem er ein fullkomnasta litsjónvarpstækjaverksmiðjan I Evrópu. Gæðaeftir- lit er mjög strangt. Hvert einasta tæki gengur 1 sólarhring áður en það er endanlega afgreitt. Full- komin tölva skráir allar mælingar. Þetta tryggir þér vel stillt úrvals tæki. Vegna hagstæðra samninga getum við boðið Tat- 20" standard 20" fjarstýrt 22" fjarstýrt 22" stereo, fjarst. 26" fjarstýrt Fætur með hjólum og hillu fyrir video fylgja með. i kr. 7.000,- Staðgreitt kr. 36.940,- kr. 34.990,- kr. 41.980,- kr. 39.880,- kr. 44.130,- kr. 41.920,- kr. 49.990,- kr. 47.405,- kr. 58.130,- kr. 53.990,- Kynntu þér TATUNG, það margborgar sig. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Borgartúni 28 - sími 91-16995/91-6 22 900.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.