Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987. Spumingin Lesendur Á að banna bílaumferð um Laugaveg? Slysavamir: Lítil rannsókn á bflslysum styrksnefndar Guðni Sörensen hringdi: Ég vil þakka Hallgrími Einarssyni kærlega fyrir sokkana og finnst þetta skínandi gott uppátæki. Hins vegar vil ég að einhver meira þurfandi fái sokkana í hendur og bið því DV að afhenda Mæðrastyrksnefhd sokkana. Og sokkamir hafa nú þegar verið póstlagðir til Mæðrastyrksnefhdar á Njálsgötu 3 í Reykjavík. Eiríkur Sæmundsson: Laugavegur- inn á bara að vera fyrir gangandi. Þröng í Casablanca 2463-0472 hringdi: Við erum héma nokkur sem erum sammála Gunnari sem skrifaði um daginn. Við fórum á skemmtistaðinn Casablanca um helgina og fannst hrikalega margt fólk þar inni. Það var ekki síst mikið um yngra fólk, jafhvel undir lögaldri. Eftir að við höfðum norpað um hríð við barinn gáfumst við upp og fórum á Borgina. Eins og Gunnar sagði þá hefur öll aðstaða þar stórbatnað. Di- skótekið er nú mun betra og ekki of margt inni. Sigurlina Kristjánsdóttir: Á ekki að loka Laugaveginum fyrir bílaumferð, það er margt fólk sem kemst ekki í verslanir nema að fara á bílum alla leið. örvar Sigurðsson: Það er allt í lagi að loka Laugavegi fyrir bílaumfeð ef þeir setja þá nóg af bílastæðum að ofan og neðanverðu við Lauga- veginn. Lesanda finnst Borgin hafa batnað við minnkandi aðsókn Stirt stjómkevfi Lesandi skrifar: Það er ekki vinnandi vegur að fa afgreiðslu í skrifræðinu á sumrin. Ég lenti í því á dögunum að þurfa að ganga á milli nokkurra opinberra stofhana. Það var eins og við manninn mælt, horfnar voru þær gömlu geð- vondu sem annars einkenna stofhanir af þessu tagi, en í stað þeirra voru komnar broshýrar yngismeyjar, og sveinar jafhvel á stöku stað. Sá galli var þó á gjöf Njarðar að yngismeyjamar (og sveinamir) vom þó aðeins þama til að leysa af hólmi gömlu hexin sem munu væntanleg með lækkandi sól. Og þetta unga fólk hafði yfirleitt ekki hugmynd um í hverju starf þeirra var fólgið. Ég get svo sem vel skilið að gamlar og lúnar konur þurfi að taka sér hvíld yfir sumarmánuðina og að ekki er hægt að loka á meðan. En þarf kerfið að vera byggt á einhverjum geðþótta- ákvörðunum þeirra sem lengstan hafa starfsaldur? Er ekki hægt að setja þetta unga fólk inn í starfið sem það á að sinna? Spyr sá sem ekki veit. Hjörleifur Ólafsson varð fyrir svör- um hjá Vegagerðinni og hafði þetta um málið að segja: „Blindhæðir em fjölmargar í vega- kerfinu og alltaf spuming um hvað menn telja blindhæð. Við teljum blind- hæð vera þegar menn sjá ekki hvor annan í hundrað og fimmtíu metra fjarlægð hvor ffá öðrum miðað við að sjónhæðin sé í metra hæð. Allar slíkar hæðir hafa verið merktar sem slíkar með viðeigandi viðvömnarmerkjum og þeim verstu skipt í tvær akreinar. Stefnt er að því að skipta öllum blind- hæðum en þetta hefur alltaf verið spuming um fjármagn. Það er smám saman verið að breyta veginum eða gera aðrar ráðstafanir þar sem blind- hæðir em fyrir hendi. Svo er rétt að vekja alveg sérstaka athygli á því að á svonefhdum fjallveg- um - eða vegum um hálendið - er ekki um að ræða neinar viðvömnar- merkingar. Þar er sem sagt almennt gert ráð fyrir að ástand veganna sé slíkt að menn þurfi ætíð að hafa fyllstu aðgát.“ Þessir þrælgóðu sokkar eru nú eign Mæðrastyrksnefndar. Sokkar til Mæðra- Jónína Pálsdóttir: Á eingöngu að nota Laugaveginn sem göngugötu. Guðrún Björnsdóttir hringdi: Ég var að lesa í DV þar sem Jóhann- es Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, segir að það sé víða pottur brotinn varðandi hreinlæti í matvælaiðnaði. Komið hafi í Ijós dæmi um saurkólígerla í matvælum sem seld væm á höfuðborgarsvæðinu. Mér finnst algjörlega forkastanlegt gagnvart neytendum að upplýsa ekki hvar þessi matvæli em seld. Þetta er til háborinnar skammar og ég á varla til orð yfir þetta. DV ætti að skera upp herör og draga þessi vandamál varð- andi matvæli ffam í dagsljósið. I beinu framhaldi af þessu má spyrja um þrifhaðinn hjá þeim sem eiga hunda - og þá ekki síst hjá þeim hundaeigendum sem starfa við mat- væli á einhvem máta. Þessi umræða er að vísu öll komin til vegna sýking- arinnar þama fyrir vestan en það má gjaman rannsaka þessi mál miklu betur. Oddný Guðrún Guðmundsdóttir: Það á alveg hiklaust að banna alla um- ferð, að hafa þetta göngugötu er mikið þægilegra fyrir fólkið. Áhugamaður um slysavarnir hringdi: Vegna fréttarinnar tíunda júlí þar sem skýrt var frá banaslysi á Sigöldu- vegi í Rangárvallasýslu við Þórisvatn - þar sem tvær bifreiðar skullu saman á blindhæð með þeim afleiðingum að farþegi í annarri biffeiðinni lést og annar liggur stórslasaður - langar mig að leggja spumingu fyrir Vegagerð- ina. Hefur Vegagerðin eitthvað sérstakt í huga - áætlanir eða annað slíkt - hvað viðkemur blindhæðum á malar- vegum úti á landi? Eru uppi áætlanir um að skipta blindhæðum eða gera eitthvað annað til vamar? Það má líka benda á annað í þessu sambandi - mikið misræmi er í slysa- rannsóknum. Látist fólk í flugslysi eða úti á sjó em sett upp sárstök réttar- höld. En látist maður í umferðarslysi fær almenningur ekkert að vita um orsökina og engin sérstök nefnd er látin fjalla um málið. Og einmitt þess vegna er ekkert gert í þeim málum til þess að koma í veg fyrir að sami at- burður endurtaki sig ekki. „Stefnt er að þvi að skipta öllum blindhæðum." Eru saurgerlar ein- hvers staðar til sölu? Lífeyrissjóðslánin: Klippið á vísitöluna 7702-8501 skrifar: Ég vil skora á ríkisstjómina að hjálpa nú þeim sem verst em settir í þjóðfélaginu. Þá á ég við að fella niður lífeyrissjóðslán hjá þeim sem ekki gátu látið lífeyrissjóðslánin fylgja með við sölu vegna reglna líf- eyrissjóðsins sem bönnuðu það á þeim tíma þótt nú sé búið að breyta því. Þetta fólk fékk sér lánuð veð til að flytja lánin á því reglumar leyfðu ekki annað. Nú hafa þessi lán hækkað gífur- lega og hækka enn og hjá þessu fólki er engin eign sem mætir hækkunum eins og er hjá þeim sem eiga eignir. Hvað er hægt að gera? M.k. mætti í þessum tilfellum klippa á vísitöluna ffá þeim tíma sem fólkið varð eigna- laust. Ég bið um svar frá einhverjum sem vit hefur á slíkum málum. Geta viðkomandi ekki farið í mál við lífeyrissjóðinn fyrir að banna það að lánið fylgdi við söluna á sínum tíma eða krafist einhverra úrbóta? Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.