Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987. SKAMMTÍMAVISTUNIN ÁLFALANDI 6 Starfsmann vantar í eldhús frá 1. ágúst. Um er að ræða hlutastarf á vöktum. Upplýsingar veitir forstöðu- maður í síma 32766. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: LAUSAR STÖÐUR VIÐ FRAMHALDSSKÓLA: Við Iðnskólann í Reykjavík er laus kennarastaða í dönsku. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands, Akranesi eru lausar kennarastöður í stærfræði, eðlisfræði og efnafræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 1. ágúst. Menntamálaráðuneytið SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir júnímánuð 1987 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ. m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. ágúst. 20. júlí 1987 Fjármálaráðuneytið LANDSPÍTALINN Eftirtalið starfsfólk óskast til starfa á bráðamóttöku- deild á Landspítalanum sem fyrirhugað er að opna í september nk. Hjúkrunardeildarstjóra, hjúkrunarfræðingar og sjúkra- liðar. Deildin verður opin allan sólarhringinn alla daga vik- unnar. Undirbúningsnámskeið verður haldið fyrir starfsfólk áður en deildin opnar. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 29000 - 485 eða 484. Reykjavík, 22. júlí 1987 RÍKISSPÍTALAR LAUSAR STÖÐUR Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, meðferðarfulltrúar svo og starfsfólk í eldhús og ræstingu óskast til starfa nú þegar á barna- og unglingageðdeildina við Dal- braut. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 84611. Ritari óskast til starfa á birgðastöð Ríkisspítala. Upplýsingar gefur forstöðumaður birgðastöðvar, sími 671362. Kópavogshæli Deildarþroskaþjálfar óskast til starfa á vinnustofum Kópavogshælis og á deildum. Sjúkraliðar óskast til starfa við Kópavogshæli bæði í afleysingar og til frambúðar. Starfsfólk óskast nú þegar til sumarafleysinga og til frambúðar til starfa á deildum Kópavogshælis. Upplýsingar um ofangreind störf veitir framkvæmda- stjóri eða yfirþroskaþjálfi í síma 41500. Reykjavík, 22. júlí 1987 Sandkom Kaldhæðni örlaganna Eins og marga rekur sjálf- sagt minni til stóð SÁÁ fyrir happdrætti eigi alls fyrir löngu. Happdrættið hefur löngum reynst félaginu drjúgt við tekjuöflun en nú gekk sal- an heldur treglega. Segir sagan að fáir vinningar hafi gengið út og eini bílavinning- urinn sem komið hafi á seldan miða hafi farið til starfsmanns ákveðinnar ríkisstofnunar. Sá mun vera sölumaður Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins sem óhjákvæmilega tengist óbeint starfsemi SÁÁ. Víða eru gróð- ursvæðin Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndagerðarmaður er um þessar mundir upptekinn við vinnu á nýjustu kvikmynd sinni, í skugga hrafnsins. Myndatökur hafa farið fram hér og þar um landið og nú nýverið var kvikmyndafólkið í Vík í Mýrdal. Voru aðkomu- menn búnir að fara með sitt hafurtask niður í fjöru við sandgræðsluna þegar oddvit- inn á staðnum birtist og spurði hvort þeir hefðu leyfi til að vera þarna. Kom á daginn að ekki hafði verið talað við Magnús Kjartansson tónlistarmaður vlll ekki veröa eins og hvert annað húsgagn á Hótel Sögu og hyggst þvi leggja land undlr fót. Maggiaf Sögu Nú virðist allt stefna í að Magnús Kjartansson tónlist- armaður hverfi frá Hótel Sögu næsta vetur en þar hefur hann skemmt gestum við góðan orðstír. Ekki er ljóst hvað Magnús ætlast fyrir en gár- ungarnir segja að hann hafi viljað fyrir alla muni losna til að verða ekki eins og eitthvert húsgagn á Hótel Sögu. Segir sagan að hann hafi ekki viljað enda uppi sem einhver Raggi Bjama á Sögu, hvað sem það þýðir nú! neinn um leyfi til að kvik- mynda á staðnum. Verið er að græða upp sandlendið og heimamönnum því mjög sárt um að vel sé gengið þar um. Var kvikmyndfólkið beðið að ganga/keyra vel um, halda sig innan slóða og vera ekki með neina óþarfa umferð. Segir sagan að Hrafn hafi tekið vel í það og eftir það fylgst með umgengni samstarfsmanna sinna haukfránum sjónum. Er sagt að heimamenn hafi ekki kynnst betri sandgræðslu- verði. Varla hefur þessi stúlka taliö sig hafa náö ídansfélaga. Ekki dansað við sveppi Skemmtileg atvik koma oft fyrir í hinu daglega lífi og oft vilja gullkorn falla af munni fólks í öllu amstrinu. Nýlega átti sér stað skemmtiiegt atvik i kjörbúð í Reykjavík. Kona nokkur kom askvað- andi inn í verslunina og spurði heldur gustmikil hvar svepp- imir væru. Afgreiðslustúlkan vísaði konunni á sveppina og var þá spurð hvað sveppirnir kostuðu og hvort þeir væru á venjulegu verði. Áfgreiðslu- stúlkan upplýsti frúna um hvert verðið væri og sagði að það væri ofur venjulegt. Kon- an skoðaði nú sveppina í krók og kring og hafði síðan mikil og stór orð uppi um hve ljótir sveppirnir væru. Að það væri hreinlega skammarlegt að selja svo ljóta sveppi á venju- legu verði. Segir sagan að afgreiðslustúlkan hafi þá sagt án þess að hika: „Sveppir eru nú venjulega til átu en ekki til að dansa við.“ Við þetta tilsvar hvarf hinn væntanlegi sveppakaupandi tómhentur af vettvangi. Jón og framsóknar- stóryröin Oft hefur verið sagt að stjómmálin velji saman skrítna rekkjunauta enda vill það oft verða raunin. Stjórn- málamenn verða stundum að gera fleira en þeim þykir sjálf- um æskilegt eða gott og jafnvel kyngja ýmsum stór- yrðum frá fomri tíð. Eitt nýlegasta dæmið er stjómar- pörun Alþýðuflokks og Framsóknarflokks en eins og margsinnis hefur komið fram í fjölmiðlum hefur formaður Alþýðuflokksins ekki vandað framsóknarmönnum kveðj- umar. Má finna tilvitnanir eins og þá að „Framsóknarvist sé vondur kostur", „Gustuk ef við leystum Þorstein úr framsóknarfjósinu" og „Ég trúi því ekki upp á það ágæta fólk að það vilji sitja uppi með Framsóknarflokkinn í ríkis- stjóm í fjögur ár til viðbótar við þessi sextán. Lýðveldið er ungt og þolir ekki hvað sem er.“ Allt virðist nú fallið í ljúfa löð og Jón kominn í vist í framsóknarfjósinu til að láta lýðveldið ganga í gegnum eina þolraunina enn. Úkuprófs- raunir „Hvemig gekk í ökupróf- inu?“ „Ég féll. Á að fara aftur eftir 14 daga.“ „Heldurðu að það verði sami prófdómari?“ „Nei, hann losnar ekki af sjúkrahúsinu svo fljótt." Umsjón: Jónas Fr. Jónsson bendir til Grimseyjar Jón G. Haukssan, DV, Akureyii: Yst í Ólafsfjarðarmúla er útskot sem ferðamenn stansa gjaman á til að njóta útsýnisins. Frá Múlanum sést til Grímseyjar og langt norður í ballar- haf. Óvenjumargir ferðalangar hafa verið fyrir norðan í sumar. Þessi fjöl- skylda úr Kópavoginum varð á vegi DV á útskotinu í Múlanum. Faðirinn, Sighvatur Ellefsen, myndaði Grímsey en á meðan nutu mæðginin, Hanna Bjömsdóttir og Bjöm Sighvatsson, útsýnisins. A útskotinu yst í Ólafsfjarðarmúla og bent til Grímseyjar. DV-mynd JGH Litiö mal aö mala. Þær (óru lett meö aö bera gulu málninguna á kantana, Elín Sigriöur og Lautey Haflína. DV-mynd JGH DV á Ólafsfirði: Upp á kant við kant Jón G. Hauksaan, DV, Akureyri: Þær Elín Sigríður Rafnsdóttir, 12 ára, og Laufey Haflína Finnsdóttir, 13 ára, á Ólafsfirði segja að það sé ágætt starf að mála kantsteinana en eins og með öll störf geti það verið leiðinlegt til lengdar. Þá emð þið einfaldlega komnar upp á kant við kant, ekki satt? „Jú, það má segja það,“ svöruðu þær fliss- andi. Málningin er hefðbundin, þessi gula sem allir þekkja. Og kantamir vom við Ólafsgötu og aðalgötuna í bænum sem heitir einfaldlega Aðal- gata.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.