Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1987, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987. Kvilanyndahús Bíóborg Angel Heart Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15 Arizona yngri Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Moskítóströndin Sýnd kl. 7 og 9. * Krókódíla Dundee Sýnd kl. 5 og 11.05. Bíóhúsið Bláa Betty Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bíóhöllin The Living Daylights Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Morgan kemur heim Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Innbrotsþjófurinn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn Allir á vakt Sýnd kl. 5, 7 og 11. Morguninn eftir “r Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Blátt flauel Sýnd kl. 9. Háskólabíó Herdeildin Sýnd kl. 7, 9.05 og 11.15. Bönnuð innan 16. ára. Laugarásbíó Gustur Sýnd kl., 7, 9 og 11. Meiriháttar mál Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Martröð á Elmstraeti Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Regnboginn Á eyoieyju Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15. . Haettuástad Sýnd kl. 3.10, 5.10, 9.10 og 11.10. Dauðinn á skriðbeltum Sýnd kl. 9.05 og 11.05. Á toppinn Sýnd kl. 3.05, 5.05 og 7.05. Gullni drengurinn Sýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15. Þrir vinir Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15. Herbergi með útsýni Sýnd kl. 7. Kvikmyndasjóður kynnir Punktur, punktur, komma, strik Dot, Dot, Comma, Dash Leikstjóri: Þorsteinn Jónsson. • Sýnd kl. 7. Stjörnubíó Haetturlegur leikur Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Wisdom Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Heiðursvellir Sýnd kl. 5. Sýnd laugardag kl. 3. Bönnuð innan 14 ára TÆKI- FÆRIN eru óteljandi r 1 smáauglýsingum. DV Smáauglýsinga- siminn er 27022. LUKKUDAGAR 22. júli 69177 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800. Vinningshafar hringi i síma 91-82580. Kvikmyndir lii Unga parið í myndinni Witchboard á eftir að sjá eftir því að hafa brugðið á leik með öndunum. Dulmagnaður leikur - í Laugarásbíói á næstunni Laugarásbíó tekur brátt til sýn- inga bandaríska hrollvekju frá kvikmyndafyrirtækinu Samuel Goldwyn Company og viðfangsefnið er íslendingum ekki alls óþekkt fyr- irbæri enda fjallar myndin um dulmagnaðan leik skyldan þeim er við köllum andaglas sem raunar er af flestum álitið hinn besti sam- kvæmisleikur. Myndin ber nafnið Witchboard og höfundur handrits og leikstjóri er Kevin Tenny. Hún segir írá því þeg- ar ungt par, Jim, leikinn af Todd Allen, og Lina, sem leikin er af Taw- ny Kitaen, flytja inn í nýtt hús í smábænum Fairfield. Þau halda reisugilli og bjóða til sín fjölda gesta fyrsta kvöldið í nýja húsinu. Þar er þessi leikur, Witchboard (sem réttast væri kannski að kalla andaborð), dreginn fram og fyrr en varir fara undarlegir hlutir að gerast í húsinu. Illir andar láta heldur betur á sér kræla og lífi þeirra sem þátt taka í leiknum er ógnað. Ekki verður frek- ar fjölyrt um hvemig endirinn er. Todd Allen, sá sem fer með annað aðalhlutverkið, fer í þessari mynd með sitt stærsta hlutverk til þessa. Áður hefur hann farið’með auka- hlutverk í kvikmyndunum Sil- verado, Mask og Uncommon Valor og kannast bíóáhorfendur hérlendis eflaust við hann úr þeim því þær tvær fyrmefndu fengu góða aðsókn hér á sínum tíma. Tawny Kitaen, sú sem fer með hitt aðalhlutverkið, öðlaðist fyrst frægð fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþátta- röðinni Califomia Girls. Hún fór einnig með eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Bachelor Party þar sem hún lék á móti Tom Hanks. Leikstjórinn og höfundur hand- ritsins, Kevin Tenny, er ungur leikstjóri og nýútskrifaður úr kvik- myndaskóla hlaut hann Emmy verðlaun fyrir þátt sinn í kvikmynd- inni War Games árið 1982 sem efnilegur leikstjóri. Ein kvikmynda hans, The Book of Joey, vakti mikla athygli fyrir fáum árum. í þessari mynd fæst hann í fyrsta skipti við hrollvekjusögu og fróðlegt verður að sjá útkomuna. -BTH A ferðalagi Hengifoss, Hengifossá, Hengifossáivatn í norðanverðum Fljótsdal í Norður- Múlasýslu fellur Hengifossá fram af brúnum. Áin, sem fær nafn sitt af vatnsfallinu, er fremur vatnslítil en fossinn þess hærri og telst hann sá þriðji hæsti á landinu, 118 metrar. Svo haldið sé áfram að rekja ætt og ósa fossins þá rennur Hengifossá úr Hengi- fossárvatni á Fljótdalsheiði og fellur að endingu í Lagarfljót innanvert. Líklega hefur sá sem réði Hengifossnafninu viljað kalla Lagarfljót „Hengifossfljót", - en ekki fengið. Áður en að Lagarfljóti er komið fellur Hengifossá niður þar sem Litlanessfoss heitir og eru þar skoð- unarverðar stuðlabergsmyndanir. Um fossbrún Hengifoss segir í Landið þitt ísland: „í fossbrúninni eru nokkur blágrýtislög en milli þeirra röndótt millilög, sum þeirra fagurrauð að lit. Neðan blágiýtislaganna er þykk sandsteins- myndun sem veðrast fyrr en blágrýtið og veldur því eiginlega fossmynduninni. I sandsteininum er allmikið um tijástofria af kulvísum trjám, einkum barrtijám, sem bera vitni um hlýtt loftslag hér á landi á síðari hluta tertiertíma." Segir einnig að skáldið, náttúruskoðandinn og hugsjónamaðurinn Jónas Hallgrímsson hafi ranns- akað surtarbrandinn í gilinu á ferðum sínum um landið. Til að komast að Hengifossi þarf að ganga spöl frá þjóðveginum. Þegar lítið er í ánni er mann- gengt á bak við fossinn og er þar að finna hellis- skúta. Hengifoss í Hengifossá er þriðji hæsti foss landsins, 118 metra hár. Útvarp - Sjónvarp Bryndís lætur lukkuhjólið snúast í kvöld. Stöð 2 kl. 20.15: Ráðhevrafmin stjómar Strætis- vögnum Reykjavíkur Þáttur Bryndísar Schram, Happ í hendi, verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld en þátturinn er á dagskrá hálfs- mánaðarlega á móti þættinum Allt í ganni. í kvöld fær hún til liðs við sig þijá starfsmenn Strætisvagna Reykjavík- ur, Óla, Biyndísi og Einar. Óli vinnur á verkstæðinu, Biyndís ekur leið 13, við skulum vona að það verði henni ekki fjötur um fót, og Einar ekur leið 16. Þau munu sem endranær láta örlög- in ráða ferðinni og ef heppnin er með þeim má búast við að heimilistækjum á þeirra heimilum fjölgi til muna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.