Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Side 2
2
6
MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987.
Fréttir
Kaupin á Utvegsbankanum:
Boðið á móti Sambandinu
- fyrirtæki úr sjávarútvegi, versiun og þjónustugreinum ætla að bjóða í hlutabréf fyrir rúmar 700 milljónir
Um helgina áttu sér stað mikil
íundahöld og símaviðræður meðal
ráðamanna í sjávarútvegi, verslun
og þjónustugreinum, tmdir forystu
Kristjáns Ragnarssonar, formanns
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, um samstöðu við að bjóða á
móti Sambandinu í Útvegsbankann.
Á milli 20 og 30 fyrirtæki mimu nú
þegar vera tilbúin að slá til. í morg-
un hófst fundur þessara aðila um
málið. Þar verður endanleg ákvörð-
im tekin en talað er um að kaupa
hlutabréf fyrir rúmar 700 milljónir
króna. Á fundinum verður eirrnig
tekin ákvörðun um með hvaða kjör-
um þessir aðilar eru tilbúnir til
kaupanna.
Moðal þeirra sem að þessu standa
eru Verslunarbanki íslands. Guð-
mundur H. Garðarsson, bankaráðs-
maður í Verslunarbankanum, sagði
í samtali við DV að á fimdi banka-
ráðsins, sem haldinn var í gær, hefði
verið samþykkt að Verslunarbank-
inn tæki þétt í þessu.
Davíð Scheving Thorsteinsson,
formaður bankaráðs Iðnaðarbank-
ans, sagði að þar hefði þetta mál
ekki verið rætt nú en í vor, þegar
viðræður áttu sér stað milli Iðnaðar-
og Verslunarbanka um sameiningu
við Útvegsbankann, hefði Iðnaðar-
bankinn lýst þvi yfir að hann vildi
stefna að þessu.
„Og þaö vorum ekki við sem slitum
þeim viðræðum," sagði Davíð. Hann
taldi víst að bankaráð Iðnaðarbank-
ans væri enn sama sinnis.
Sofianias Cecilsson, formaður Fé-
lags fiskvinnslustöðva á íslandi,
sagði í samtali við DV að hann teldi
vandalaust að ná saman nægum
fjölda manna til að kaupa Útvegs-
bakann ef vilji væri fyrir hendi. Hins
vegar sagðist hann óttast að menn
væru orðnir of seinir. Hann sagði
ennfremur að nauðsynlegt væri að
fá nákvæmari upplýsingar um stöðu
bankans.
„Þótt Sambandið só tilbúið til að
ganga inn í sóðaskapinn þá vil ég
láta sópa áður en ákvörðun er tek-
in,“ sagði Soffanías.
,.Ég vona bara að okkur takist
þetta. Það er að vísu misjafht hljóð-
ið í mönnum en málið ætti að skýrast
á fúndinum í dag. Meira get ég ekki
sagt um þetta á þessari stundu,“
sagði Kristján Ragnarsson, formað-
ur Landssambands fslenskra útvegs-
manna, í samtali við DV.
-S.dór
A sjöunda þúsund manns létu fara vel um sig á tónleikum í bliðskaparveðri i Kerinu Grimsnesi í gær. Þar komu
fram m.a. Kristján Jóhannsson, Kristinn Sigmundsson, Björgvin Halldórsson og Magnús Kjartansson. Tónleikapall-
urinn var á þremur gúmmíbátum á vatninu í botni Kersins, en hljómburðurinn var mjög góður.
Tónleikamir í Kerinu:
„Gekk stóikostlega vel“
- hagnaður ein og hátf milljón króna
„Þetta gekk í einu orði sagt stór-
kostlega. Við höfðum gert okkur vonir
um 3-4 þúsund manns en milli 6 og 7
þúsund voru þegar mest var. Veðrið
var eins og best varð á kosið og um-
gengni fólks alveg til fyrirmyndar.
Þótt ótrúlegt sé komum við öllu rusl-
inu, sem við tíndum eftir tónleikana,
í einn innkaupapoka. Hljómburðurinn
á tónleikunum var mjög góður,“ sagði
Guðmundur Kr. Jónsson, formaður
Héraðssambandsins Skarphéðins, sem
stóð fyrir tónleikunum í Kerinu í
Grímsnesi í gær.
„Hagnaður af þessu verður líklega
um ein og hálf milljón og þetta verður
til þess að HSK tekst að ná endum
saman eftir tapið á Þjórsárdalshátíð-
inni um verslunarmannahelgina sem
var um tvær milljónir króna. Allir
listamenn sem þama komu fram lögðu
fram sína vinnu endurgjaldslaust og
eigum við þeim mikið að þakka,“ sagði
Guðmundur.
Þótt mikil bílaumferð væri Grímsnes-
inu í gær gekk hún óhappalaust.
-BTH
Jónatan Þórmundsson:
Hefur ráðið aðstoðaimann
„Ég hef ráðið mér aðstoðarmann og
í dag tökum við til starfa en við reikn-
um með að í vikunni verði okkur
útvegað húsnæði," sagði Jónatan Þór-
mundsson sem skipaður var sérstakur
ríkissaksóknari 6. ágúst sl. til að fara
með mál sem tengjast gjaldþroti Haf-
skips hf.
Aðstoðarmaður Jónatans verður
Tryggvi Gunnarsson, 33 ára lögfræð-
ingur. Tryggvi útskrifaðist úr laga-
tekur til starfa í dag
deild Háskóla íslands árið 1982 og
hefúr undanfarin ár stundað fram-
haldsnám í eignarétti í Noregi.
„Síðustu daga hef ég sótt þýskt-
íslenskt málþing í refsirétti en því er
nú lokið og þar með get ég snúið mér
óskiptur að því að kynna mér gögn í
Hafskipsmálinu. Það má segja að þeg-
ar húsnæði er fundið verði komið á
laggirnar eins konar stofnun fyrir
þetta sérstaklega skipaða ríkissak-
sóknaraembætti og við ráðum líklega
mann í ritarastarf.“
Jónatan mun áfram gegna stöðu
deildarstjóra lagadeildarinnar í vetur
þrátt fyrir þetta umfangsmikla starf
sem hann á fyrir höndum en sagði
hann að eitthvað myndi hann þó
minnka við sig i kennslu og verkefnum
þar.
-BTH
Skyttumar
fengu auka
verðlaun
„Myndin fékk fyrstu aukaverðlaun,
var við það að fá aðalverðlaun en
náði því ekki. Hún var, má segja, í
íjórða sæti og ég get ekki annað en
verið ánægður með það,“ sagði Friðrik
Þór Friðriksson kvikmyndagerðar-
maður.
Mynd Friðriks Þórs, Skytturnar, var
til sýningar á alþjóðlegu kvikmynda-
hátíðinni í Locamo í Sviss. Þar atti
hún kappi við 18 kvikmyndir með fyrr-
greindri niðurstöðu. Kvikmyndin, sem
fékk gullverðlaun, var frá Portúgal,
silfrið fór til Taiwan og bronsið hirtu
Sovétmenn. „Menn spáðu Skyttunum
bronsinu enda átti enginn von á að
sú portúgalska myndi verða meðal
þeirra efstu. Hins vegar eru hinar
tvær, frá Taiwan og Sovétríkjunum,
mjög góðar,“ sagði Friðrik.
Aðspurður sagði Friðrik að mikið
hefði verið spurt um myndina og við-
brögð við henni verið mjög góð. „Það
er ýmislegt í gangi, ýmsar samninga-
viðræður. Áhuginn kemur aðallega frá
Evrópu en einnig hafa Austur-
landabúar sýnt henni áhuga. Ég hef
alltaf gert mér góðar vonir um að selja
myndina út og þær hafa svo sannar-
lega ekki minnkað,“ sagði Friðrik.
- Hvað þýðir þessi niðurstaða fyrir
þig?
„Hún þýðir það fyrst og fremst að
ég er kominn á blað í evrópskum kvik-
myndaheimi. Þetta er mjög gott
persónulega, maður kynnist öðrum
leikstjónun mjög vel og lærir af þeim.
Einnig er gaman að fá uppörvun og
hrós frá mönnum eins og ungverska
leikstjóranum Szabó,“ sagði Friðrik
Þór Friðriksson.
-JFJ
Ný reglugerð um eriendar lántökur:
Alveg
ófram-
kvæmanleg
Reglugerð um umdeildan skatt á skila inn öllum samningsskjölum í
erlendar lántökur, sem er liður í Seðlabankaíslandsinnanfimmdaga
fyrstu aðgerðum ríkisstjómarinnar, sé samningurinn ekki gerður með
var gefin út í morgun. milligöngu banka. Umsvifamiklir
Komið heíúr fram í DV að fjöl- kaupsýslumenn, sem rætt var við í
mörg fyrirtæki hafa sent ríkisstjóm- morgun, segjast sjá fram á fjölmarg-
inni og fjármálaráðherra bréf þar ar ferðir í bankann vegna þessa og
sem gerðar eru athugasemdir við halda því raunar fram að skatt-
þe6sa gjaldtöku og beðið um undan- heimta með þessum hætti sé ófram-
þágur. Ekki virðist hafa verið tekið kvæmanleg.
tilUt tál þessara athugasemda en þó Gert er ráð fyrir að tekjur af þess-
aagði fjármálaráðherra í viðtali við um skatti verði 60 milljónir það sem
DV fyrir nokkru að undanþágu- eftir er ársins en sem nemur 230
beiðnir yrðu skoðaðar eftir að milljónum á heilu ári.
reglugerðin hefði séð dagsins ljós. Skatturinn skal greiddur af erlend-
Ljóst er að þessi reglugerð verður um lántökum, fjármagnsleigu,
mjög umdeild. Vandséð er hvemig kaupleigu, samningum um kaup eða
komist verður hjá ringufreið þegar leigu á vöru, vinnu eða þjónustu.
skatttakan verður framkvæmd þar Sama gildir um hvers konar reikn-
sem hún nær til nálægt allra er- ingsviðskipti til lengri tíma en 60
lendra viðskipta sem ekki eru daga. Skatturinn er 1-3% af láns-
staðgreidd. upphæðinni eftir lánstíma
Er lán- eða leigutökum gert að -ES