Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987. Fréttir______________________________________________rx Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, í Ólafsvík: „Erum saman komin til að minnast fortíðar" Vigdís Finnbogadóttir gengur ásamt fylgdarliði að minnismerki um drukknaða sjómenn. DV-myndir Brynjar Gauti Ólafsvík skartaði sínu fegursta þeg- ar frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, sótti Ólafsvíkinga heim á laugardaginn. Veðrið var með ein- dæmum gott, sólskin, hiti og logn. Á laugardaginn hófst átta daga löng dagskrá þar sem Ólafsvíkingar halda upp á það að í ár eru liðin 300 ár frá því að Ólafsvík var gerð að löggiltum verslunarstað. Aðaldagar dagskrár- innar var á laugardag er frú Vigdís Finnbogadóttir kom í opinbera heim- sókn. Mikill mannfjöldi tók á móti forsetanum og fylgdarliði við komuna til Ólafsvíkur. Við sýslumörkin Jóhannes Ámason, sýslumaður Snæfells- og Hnappadalssýslu og bæj- arfógeti í Ólafsvík, kona hans, fhi Sigrún Sigurjónsdóttir, sýslunefnd, ásamt mörgu fleira fólki tók á móti forsetanum og fylgdarliði við sýslu- Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtiyggó (%) hæst Sparisjóösbækur ób. 14-15 Lb.Sp, Ub.Bb, Ab Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 15-19 Úb 6 mán. uppsögn 16-20 Ib.Vb. Úb 12 mán. uppsögn 17-26.5 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 25.5-27 Ib.Bb Ávísanareikningar 4-15 Ab.lb, Vb Hlaupareikningar Innlán verðtryggð 4-8 Ib.Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 - Allir 6 mán. uppsögn Innlán meo sérkjörum 3-4 14-24.32 Ab.Úb Úb Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 5.5-6,5 Vb.Ab Sterlingspund 7,5-9 Vb Vestur-þýsk mork 2.5-3,5 Vb Danskar krónur 8.5-10 Vb ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennir víxlar(forv.) 28-28.5 Lb.Bb Viöskiptavixlar(forv.)(1) 25-26 eóa kge Almenn skuldabréf 29-31 Úb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir HlaupareikningarMirdr.) Útlán verðtryggo 30 Allir Skuldabréf Aö 2.5árum 8-9 Lb.Vb, Sb.Ab Til lengri tima Útlán til framleiðslu 8-9 Lb.Vb. Sb.Ab Isl. krónur 25-29 Úb SDR 7.75-8 Bb.Lb, Úb.Vb Bandarikjadalir 8.5-8.75 Bb.Lb, Úb.Vb Sterlingspund 10-10.75 Sp Vestur-þýsk mörk 5.25-5.75 Ub Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 3.5 5-6.75 Dráttarvextir 40.8 VÍSirÖLUR Lánskjaravísitala ágúst 1743 stig Byggingavísitala ágúst 321 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði9%1.júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestini arfélaginu); Ávöxtunarbréf 1,1995 Einingabréf 1 2.216 Einingabréf 2 1.311 Einingabréf 3 1,375 Fjölþjóðabréf 1,030 Kjarabréf 2,211 Lífeyrisbréf 1.114 Markbréf 1.101 Sjóösbréf 1 1.086 Sjóðsbréf 2 1.086 Tekjubréf HLUTABRÉF 1.202 Soluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr. Eimskip 273 kr. Flugleiðir 190 kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 116 kr Iðnaðarbankinn 140 kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn —.123 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavixla gegn 25% ársvöxtum, Samv.banki 25% og nokkrir sparisj. 26%. unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. (2) Byggingarvlsitala var sett á 100 þann 1. júli, en þá var hún I 320. Hún verður framvegis reiknuð út mánaðarlega, með einum aukastaf. mörkin við Hítará klukkan fimmtán mínútur yfir níu á laugardagsmorgun. Bæjarfógeti og frú fylgdu síðan frú Vigdísi Finnbogadóttur og föruneyti til Ólafsvíkur. Þangað var komið fimmtán mínútur yfir ellefu. Við bæj- armörk Ólafsvíkur við Fossá tók bæjarstjóm Ólafsvíkur ásamt mökum á móti hinum tigna gesti. Við það tækifæri færði ung stúlka úr Ólafsvík forsetanum fagran blómvönd. Mikill fjöldi fagnaði forsetanum Síðan var haldið að húsi Lands- bankans í Ólafsvík en þar gisti forset- inn á meðan á heimsókninni til Ólafsvíkur stóð. Við hús Landsbank- ans höfðu safhast saman mörg hundruð manns og klöppuðu forsetan- um lof í lófa er hún steig úr bíl sínum. Frú Vigdís gaf sér góðan tíma til að ræða við fólkið sem komið hafði til að taka á móti henni. Bömin flykkt- ust að forsetanum og ræddi hún við þau góða stund. Mörg böm vom klædd í íslenska þjóðbúninga. Eftir að hafa heilsað Ólafsvíkingum og óskað þeim innilega til hamingju með afmælið hélt forsetinn á hátíðar- fúnd bæjarstjómar sem haldinn var í Pakkhúsinu. Pakkhúsið er elsta hús Ólafsvíkur, var það byggt árið 1844 og er nú langt komið með að færa húsið í sinn upphaflega búning. Sveinn Þór Elínbergsson, forseti bæj- arstjómar, stýrði fundinum. Eitt mál var á dagskrá fundarins flutt af öllum fulltrúum bæjarstjómar. Var þar sam- þykkt að í Pakkhúsinu skuli vera byggðasafh Ólafsvíkur. Jóhannes Ámason, bæjarfógeti og sýslumaður, kvaddi sér hljóðs á fundinum og færði hann fyrir hönd sýslunefndar Ólaf- svíkingum fagran fuhdarhamar. Hamarinn var skorinn út af Halldóri Sigurðssyni i Miðhúsum á Héraði. Var skorið í hann merki Ólafsvíkur og lét Jóhannes þau orð fylgja gjöfinni að merkið ætti ætíð að snúa rétt er ham- arinn væri notaður. Sveinn Þór Elínbergsson tók við gjöfinni og þakk- aði hann fyrir gjöfina fyrir hönd Ólafsvíkinga. Var fundi síðan slitið og notaði forseti bæjarstjómar hamar- inn við fundarslitin. Ljósmynda- og listasýning Að loknum fundi hélt forsetinn til hádegisverðar að Hótel Nesi ásamt öðrum gestum. Eftir hádegisverð opn- aði forsetinn sögu-, ljósmynda- og listasýningu í grunnskólanum. í sýn- ingarskrá myndlistarsýningarinnar segir: „I tilefhi af 300 ára verslunaraf- mæli Ólafsvíkur ákvað lista- og menningamefnd, í samráði við af- mælisnefnd, að bjóða myndlistar- mönnum að dvelja í Ólafsvík í sumar í styttri eða lengri tíma. Átta myndlist- armenn þáðu boð okkar og em myndimar sem þeir unnu hér til sýnis og sölu. Lista- og menningamefrid vill þakka myndlistarmönnunum fyrir þann áhuga sem þeir hafa sýnt Ólaf- svík.“ Á fyrstu fjömtíu mínútum sýningarinnar seldust 22 listaverk. Listamennimir sem gistu Ólafsvík í sumar vom: Alda Sveinsdóttir, Eygló Harðardóttir, Guðrún G. Gröndal, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Karl E. Vemharðss, Kristín Reynisdóttir, Sonja Hákansson og Þorbjörg Hö- skuldsdóttir. I ávarpi forseta við setningu sýning- arinnar sagði hún að nauðsynlegt væri fyrir okkur öll að varðveita hið gamla. „Við erum saman komin á þess- um fagra degi til að minnast fortíðar," sagði forsetinn. Auk myndlistar var sögu- og ljós- myndasýning. Á sögusýningunni var sagt frá verslun, samgöngum, sjávar- útvegi og mannlífi í Ólafsvík fyrr á tímum. Ljósmyndasýning vakti ánægju gesta en þar var mikill fjöldi gamalla ljósmynda frá Ólafsvík, bæði af fólki, húsum og viðburðum. Veg og vanda af frágangi myndanna hafði Ævar Guðmundsson. Frú Vigdís Finnbogadóttir heimsótti síðan Dvalarheimilið Jaðar, en það er nýlegt heimili fyrir aldna Ólafsvík- inga. Forsetinn gaf sér rúman tíma til að tala við gamla fólkið og kunni það vel að meta heimsókn forsetans. Þegar forsetinn kom út aftur slepptu ungir drengir í Ólafsvík 300 bréfdúfum til heiðurs forsetanum. Gekk forsetinn til þeirra og þakkaði þeim kærlega fyrir. „Hvort þykir ykkur fallegra að segja kom þú sæll og kom þú sæl eða hæ hæ,“ spurði Vigdís bömin. Vom öll á einu máli um að kom þú sæll og kom þú sæl væri fallegra. Eftir atkvæða- greiðslu sem forsetinn stjómaði var samþykkt að nota orðin kom þú sæll og kom þú sæl hér eftir. Tívolí sem skátar höfðu sett upp var skoðað næst og reyndi forsetinn fyrir sér í bolta- kasti og vann hún til verðlauna sem hún eftirlét ungum dreng. Lagði blómsveig við minnis- merki um drukknaða sjómenn Næst fór forseti í Sjómannagarðinn en þar lagði hún blómsveig að minnis- merki um drukknaða sjómenn. Forseti gróðursetti síðan þrjár birkihríslur. Fékk hún böm sér til aðstoðar. Fyrstu hrísluna sagði hún drengina eiga, aðra stúlkumar og þá þriðju ættu ófæddir Ólafsvíkingar að eiga og væri það sameiginlegt verk drengja og stúlkna að gæta hríslunnar. Félagsheimilið tekið formlega í notkun Kvöldverðarboð í boði bæjarstjómar var næst á dagskrá forseta. Var kvöld- verðurinn haldinn í hinu nýja og glæsilega félagsheimili Ólafsvíkur. Alls var 140 manns boðið til kvöld- verðar. Að kvöldverði loknum tók frú Vigdís Finnbogadóttir félagsheimilið formlega í notkun. Sveinn Þór Elín- bergsson, forseti bæjarstjómar, flutti ávarp við upphaf samkomunnar og þakkaði hann öllum sem hlut hafa átt að byggingu félagsheimilisins. Kristj- án Pálsson bæjarstjóri sagði í sínu ávarpi að „eftir þrotlausa vinnu og það sem margir kölluðu draumsýn" væm Ólafsvíkingar og gestir nú saman komin í þessu glæsilega félagsheimili. Vigdís Finnbogadóttir lýsti félags- heimilið formlega opnað og sagði hún meðal annars við það tækifæri að hvert byggðarlag yrði að geta varð- veitt sérkenni sín og að því stuðli félagsheimili ekki síst. Allir þingmenn Vesturlands vom mættir í Ólafsvík og flutti Alexander Stefánsson Ólafsvík- ingum kveðjur þeirra. Ráðherramir Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson vom og viðstaddir. For- sætisráðherra flutti Ólafsvíkingum kveðju ríkisstjómar íslands. Jón Bald- vin Hannibalsson fjármálaráðherra tilkynnti að hann og Þorsteinn Páls- son hefðu ákveðið að félagsheimila- sjóður greiddi Ólafsvíkingum 2 milljónir króna á þessum tímamótum. Sóknarpresturinn í Ólafsvík, séra Guðmundur Karl Ágústsson, flutti hugvekju. Nokkrir aðrir gestir tóku til máls. Flutt var hljómlist, leiklist og sýndur dans. Þessi síðasti dagskrár- liður laugardagsins 15. ágúst var velheppnaður og vel sóttur af Ólaf- svíkingum sem og öll önnur atriði dagskrár dagsins. -sme Víglundur Jónsson, fyrsti og eini heiöursborgari Ólafsvíkur, býður forseta ís- Vigdís Finnbogadóttir þakkar drengjunum sem slepptu dutunum þrjú hundruð. lands velkominn til Ólafsvíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.