Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Síða 11
MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987. 11 Utlönd Bíllinn sem skæruliðarnir tveir ferðuðust i gjöreyðilagðist við sprenginguna. Símamynd Reuter Ödýru Glasgow-ferðirnar Þær byrja aftur frá og með 19. september. Starfsmanna- hópar sem fóru með okkur í fyrra og ætla aftur eru beðnir að panta sem fyrst. Sætaframboð er takmarkað. isienskur fararstjóri. 4 dagar, flug og gisting verð frá kr. 11.900.- ■ iiMW 1—1 IfcJli 1 c, i ncc i jmmi ■ mmmm bUfl3.r lUObl, SuLHRFLUO 22100,15331 Munið sólarlandaferðirnar Brottför í hverri viku. Rínarlönd: Helgarferðir 4 dagar frá kr. 11.600,- Leiðtogi námuverkamanna i Suður-Afriku, Cyril Ramaphosa til hægri, og meðlimur samtakanna, Marcel Golding, segjast vera reiðubúnir til viðræðna um hvernig unnt sé að minnka ofbeldið sem fylgir verkfallinu. Simamynd Reuter Verkfallið breiðist út Flest bendir nú til þess að víð- tækasta verkfall í sögu Suður-Afr- íku, sem staðið heíúr yfir í viku, breiðist út þrátt fyrir að hreyfing sé komin á samningaviðræður, að sögn leiðtoga samtaka námuverkamanna, Cyril Ramaphosa. Hann vildi þó ekki á fúndi með fréttamönnum í gær greina frá því til hvaða fyrirtækja frekara verkfall myndi ná. Hingað til hafa þrjú hundruð þúsund verkamenn lagt niður vinnu í kola- og gullnámum. Það kom þó fram að eitt stærsta námufyrirtækið vildi ræða um hvemig hægt væri að minnka of- beldi og hefðu samtökin sagst fús til viðræðna um það. Stöðugt hefur komið til átaka milli verkfallsmanna og öryggisvarða eða lögreglu. Hafa báðir aðilar sakað hinn um ofbeldi. Tvö hundruð manns hafa verið handtekin. Forystumaður samtakanna leggur þó áherslu á að ekki verði slegið af kröfunum um þrjátíu prósent launa- hækkun og betri vinnuskilyrði. Féllu fyrir eigin sprengju Tveir meintir skæruliðar Baska biðu bana er sprengja sprakk í bíl sem þeir ferðuðust í. Þykir víst að skæmliðam- ir, maður og kona, hafi ætlað að nota sprengjuna við tilræði í miðborg San Sebastian á Spáni. Rétt fyrir slysið hafði komið tilkynn- ing um væntanlega árás á skrifstofú hersins í borginni, aðskilnaðarsamtök Baska hafa nokkrum sinnum gert árás á skrifstofuna, síðast fyrir tveimur mánuðum. Hátíðahöld hafa farið fram að und- anfömu í San Sebastian og hefur komið til átaka á meðan á þeim hefur staðið. Aukinn viðbúnaður er nú í Madrid vegna sprengingarinnar í San Sebastian þar sem óttast er að sprengjuárásir verði gerðar þar. Þijá- tíu og einn maður hefur látist það sem af er þessu ári í árásum skæruliða Baska. ^SKÓMAGASÍN SÍÐUMÚLA 23

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.