Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987. Spumingin Spurt í Kringlunni: Heldurðu að þú komir til með að versla hér í framtíðinni? Halldóra Ingibergsdóttir: Það hugsa ég og jafnvel frekar en niðri í bæ. Þetta er ægilega flott. fínt og glæsi- Kristinn Guðmundsson: Já. að ég komi til með að gera það alveg jafnmikið og annars staðar. Mér líst æðislega vel á þetta. Jennv Björk Róbertsdóttir: Já. alveg eins. Mér líst vel á staðinn og það er meira spennandi að labba um hérna en niðri í bæ. Marinó Birgisson: Já, það hugsa ég. Þetta er þægilegt og einfalt. Hér get- ur maður fengið allt sem maður þarf; föt og mat. Ég hugsa að ég sleppi því alveg að fara niður í bæ. Þó á maður eftir að kanna verðlagið. Sísí Þorgeirsdóttir: Já, ég reikna með því. Þetta er huggulegt og það er þægilegt að hafa þetta allt á einum stað. Kristinn H. Skarphéðinsson: Nei, aldrei. Þetta er okurbúlla og hér er lítið til nema einhverjir fataleppar. Ég kem til með að halda mig við gamla góða Laugaveginn í framtíð- inni. Lesendur BJórmálið: „Bjórínn aðeins á vínveitíngahús“ Áhugamaður um bætta vínmenn- ingu skrifar: Síðan 1979, þegar þáverandi fjár- málaráðherra, Sighvatur Björgvins- son, leyfði íslendingum sem voru að koma frá útlöndum að kaupa bjór í fríhöfninni, hefur ekkert markvert verið gert í bjórmálinu. Eins og kunnugt er máttu fyrir þann tíma aðeins flugáhafhir og sjómenn sem voru að koma erlendis frá taka með sér bjór inn í landið. Málið hefur nú verið fært til og frá á Alþingi án nokkurrar viðunandi niðurstöðu og þingmenn hafa ekki einu sinni leyft þjóðinni að greiða atkvæði um málið. Nú hefur núverandi fjármálaráð- herra, Jón Baldvin, sem jafnframt er yfirmaður ÁTVR, gefið til kynna í fjölmiðlum að hann ætli að beita sér fyrir því á næsta þingi að hið svokallaða bjórfrumvarp fari í gegn. Ef frumvarpið verður samþykkt þýð- ir það að leyfð verður framleiðsla innanlands á áfengum bjór fyrir inn- anlandsmarkað og sala á almennum markaði þ.e. í áfengisútsölum og á þeim stöðum sem hafa vínveitinga- leyfi. Aftur móti langar mig, sem áhuga- mann um bætta vínmenningu, að beina þeirri áskorun til núverandi fjármálaráðherra, Jóns Baldvins og dómsmálaráðherra, Jóns Sigurðs- sonar, að þeir beiti sér fyrir því sem allra fyrst að sala á áfengum bjór verði leyfð á öllum stöðum sem hafa vínveitingaleyfi, þá á ég bæði við léttvínsleyfi og fullt áfengisleyfi. Þegar maður kemur inn á þessa vín- veitingastaði þá er þar selt létt vín og sterkt vín ffá 12% og upp í og yfir 40% að styrkleika. Það er því einkar skrýtið að þama skuli ekki vera leyfð sala á bjór sem er fyrir neðan þessi styrkleikamörk. Það þarf þá ekkert frekar að selja bjórinn í áfengisversluninni til að byrja með. Ég held að með þessari lausn, þ.e. a.s. að leyfa sölu á bjór eingöngu á vínveitingastöðum, sé farið að fullu eftir löggjöfinni fyrir utan alla heil- brigða skynsemi sem segir manni að þetta sé ofur rökrétt því þegar leyfi fyrir víni yfir 40% er fyrir hendi er fáránlegt að leyfa þá ekki það veik- asta. Inn á vínveitingastaðina eru aldurstakmörk og áhyggjuefnið um að unglingamir leggist í bjórinn er þar með úr sögunni. Með innlendri bjórframleiðslu skapast líka at- vinnutækifæri og margir möguleikar opnast á því sviði. Því skora ég á þá ráðamenn á Alþingi sem hafa með þessi mál að gera að prufa þessa lausn til að byrja með. alveg hryllilega illa undir hálendisferðalög búnir.“ Á stuttu pilsi og há- hæluðum skóm um landið Grímur skrifar: Ég hef verið á ferðalagi um okkar blessaða land upp á síðkastið og nú verð ég að fá útrás og kvarta aðeins. Ekki alls fyrir löngu tók fjölskyld- an sig upp og ákvað að fara í Landmannalaugar. Við vorum á sæmilega vel útbúnum bíl og gekk allt stóráfallalaust fyrir sig enda vegurinn ekkert tiltakanlega slæm- ur þangað upp eftir. Það em helst ámar sem heft geta för. I Landmannalaugum var auðvitað allt fullt af útlendingum sem nú tröllríða landinu svo að ekki verður þverfótað fyrir þeim. Margir hverjir af þeim sem koma sjálfir með bílana sína til landsins og ferðast á þeim um hálendið em alveg hryllilega undir hálendisferðalög búnir. Fyrir utan það að þeir kunna hreinlega ekki að aka á malarvegunum okkar. Við ákváðum að fara Fjallabaks- leið nyrðri til baka og á leiðinni rákumst við á einn Þjóðveijann sem búinn var að pikkfesta bílinn sinn úti í á þannig að vatnsborðið náði upp á miðjar hurðir. Samt var ekki tiltakanlega mikið í ánni og yfir hana vom grunn vöð þar sem litlir fólksbílar gátu auðveldlega farið yfir og gerðu bara með því að athuga aðeins áður hvemig landið lá í stað þess að æða beint út í. Það em sorglega mörg dæmi um þennan sama æðibunugang. Það ætti í alvöru að huga að einhverju eftirliti með þessum útlendingum sem ryðjast inn í landið og vita ekk- ert á hveiju þeir eiga von og hvað þeir gera. Gott dæmi er franska kon- an sem ofanritaður hitti í sömu ferð þar sem hún var að klöngrast upp að Ófærufossi í þröngu, stuttu pilsi og háhæluðum skóm! Nú er ég ekki að segja að allir séu svona en þess em bara svo mörg dæmi og mér hefur heyrst á hljóðinu í íslendingum að þeir séu orðnir ansi langþreyttir á þessum útlend- ingum alls staðar. Ég held að íslend- ingar séu bara þannig þjóð að þeir vilja vera út af fyrir sig á sínu eigin landi, lausir við allan átroðning og það að þurfa að vera með eitthvert kurteisishjal við annarra landa fólk. íslensk tunga: „Bömin læra það sem fyrir þeim er haft“ Hrólfur skrifar: stiýkja það sem öðrum er kærast, ur. Þegai- sá er fjarri sest hitt að, íslensk tunga er sú drottning scm móðurmálið. tröllheimskan og óvirðingin viö mál- flestir mörlandar beygja sig fyrir Slysaleg stafsetning stingur í augu ið. með líku lagi og rakkar fyrir fótura en hitt ærir þenkjandi menn þegar Þaðsemermæltogritaðíliölmiðl- húsbónda sinna. h'tilhugsunbýraðbakiorðum. Verst um fellur síst í grýttan jarðveg í Vont hlýtur því að teljast þegar er þegar skriffinnar kunna ekki að vitund arftakanna. Bömin læra það hinir, smáfurstamir, eru komnir út tjá sig. sem fyrir þeim er haft. á ritvöllinn, hampandi skriffærum Taka á fram úr kompunni kvikindi sem gagnast þeim aðeins til að húð- nokkurt sem gegnir nafiiinu metnað- Það er hætt viö að þessir tveir frægu skallar, Yul Brynner og Telly Savalas, myndu missa mikið af sínum sjarmör ef þeir færu í geislameðferð. Árangursrík geislameðferð fyrir skalla Fyrrverandi skalli, 8343-4058 hringdi: Ég vil endilega vekja athygli á þjón- ustu sem ég held að fáir viti um. Það var þannig að ég var orðinn mjög þunnhærður, hreinlega kominn með skalla, þegar að ég fyrir hálfú ári fór að sækja geislameðferð fyrir skalla í Heilsulínunni á Laugarveginum. Nú er ég kominn með allan hárvöxt- inn aftur og það mikinn að þeir sem ekki hafa séð mig lengi halda að ég sé kominn með hártopp. Meðferðin er sársaukalaus og tekur 5 til 6 mánuði. Þetta var tvímælalaust peninganna virði og ég vil endilega benda þeim sem eiga við sama vandamál að stríða á þessa lausn. MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987. 15 Spýtnabrak, steinsteypuhnullungar, glerbrot og bárujárnsrifrildi liggja eins og hráviði út um allt á homi Hverfisgötu og Frakkastígs og hafa legið þar lengi. Lesendur „Ljótt að sjá Aðalsteinn Gíslason hringdi: Vegna greinar í DV sl. þriðjudag um „botnlausan subbuskap" á homi Týsgötu og Skólavörðustígs vildi ég benda á enn eitt dæmið um svona ruslaragang og subbuskap. Þannig er að fyrir u.þ.b. þremur eða §órum mánuðum var húsið á hominu á Frakkastíg og Hverfis- götu, þar sem Sláturfélagið var áður með þvottahús, brotið niður. Þrátt fyrir allan þennan tíma sem liðið hefur síðan hefiir ekkert verið gert í því að hreinsa þetta upp og laga lóðina. Húsið liggur enn þá, allt sam- an í brotum, þama á sama stað. Það er alveg voðalegt að sjá þetta því þetta er svo ljótt á að líta þegar maður ekur Hverfisgötuna. Senni- legast er fólk samt bara orðið vant þessu og tekur varla eftir ástandinu lengur því ekkert er gert í málunum. Bréfritari vill að islendingar hætti þessari öfugþróun, leggi plastpok- ana til hliðar og gripi til bréf - pokanna. Plastpokar - plastfólk Bréfi skrifar: Við íslendingar erum alveg sér- stakir um svo margt. Þegar aðrar þjóðir eru að beijast við að losna við mengunarvaldinn plast þá erum við að hamast við að framleiða fleiri og fleiri plastpoka. Mig minnir að árið 1973, þegar Nix- on, þáverandi forseti Bandaríkjanna, kom fram í sjónvarpi og hvatti þjóðina til að spara í kjölfar olíukreppunnar þá hafi Bandaríkjamenn hætt að nota plastpoka og byijað að nota bréfþoka. Er það ekki öfugþróun að týnast í öllu þessu plasti? Væri ekki nær að verslanir hættu að nota plastpoka. Höfum við ekki bréfþokaverksmiðju nér á landi sem getur séð okkur fyrir nægum bréfþokum til allra nota. Burt með plastið. Upp með bréfpokana. Skiptínema- samtök á íslandi Einn i vandræðum hringdi: Ég er búinn að vera að reyna að hafa uppi á einhverjum skiptinema- samtökum hér á landi í nokkum tíma en ekkert gengur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eg finn ekkert í símaskránni og vil því hér með lýsa eftir þessum samtökum og biðja þau að gefa sig fram. Ég hef lúmskan grun um að fleiri séu í sömu kröggum og ég. Svar: DV athugaði málið og fann þrenn skiptinemasamtök; AFS, AUS og ASSE. Þau eru öll í símaskránni en sjálfsagt er að gefa nokkrar upplýsing- ar um samtök þessi hér. AFS eru til húsa að Hverfisgötu 39 og síminn þar er 25450. Skrifstofan er opin frá kl. 14 til 17 á daginn. AUS, alþjóðleg ungmennaskipti, eru að Mjölnisholti 14. Þar er opið frá 13 til 16 og síminn er 24617. ASSE í Nóa- túni 17 hefúr opið frá 13 til 17 og þar er síminn 621455. Á þessum skrifstofúm er hægt að fá allar nauðsynlegar upplýsingar um tilhögun ungmennaskipta og annað sem að þeim lýtur. Ferðaskrifstofa, Hallveigarstíg 1. Símar 28388-28580. 16 DAGA ÆVINTYRAFERÐ FRA 7. • 22. N0VEMBER FERÐATILHÖGIN: Þann 7. nóvember er flogið með þotu Flugleiða sem leið liggur frá Keflavík lil Orlando. í Orlando er dvalið á góðu hóteli. borgin könnuð og skemmtanalífið skoðað til 11. nóvember er sigling hefst. Þá er haldið til Miami á Flórída þaðan sem siglt er af '‘ðmeðhinu 23.000 tonna glæsiskemmtiferðaskipi NORDICPRiNCE sem e/ sannkallað fljótandi ævintýraland. niv næturklúbbum. spilasölum. verslunum. snyrtistofum. sundlaug, íþróttasal og mörgu fleiru. Siglt er á vit ævintýranna og næstu 10 daga er mannlífið og landslagið kannað á hinum rómantísku karabísku eyjum: StJhomas. Antigua, Barbados. Martinique og St. Maarten. Að lokinni ógleymanlegri siglingu er komið í höfn á Miami á Flórida laugardaginn 21. nóvember og flogið heim til íslands sunnudaginn 22. nóvember. íslensk fararstjórn og hægt er að framlengja ferðina að lokinni siglingu ef óskað er. DINERS CLUB EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.