Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Síða 17
MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987. 17 Skelfilegt ástand malawega Malarvegir víða á landinu hafa ve- rið í hraklegu ástandi í sumar. Sá sem þetta ritar ók hringveginn um miðjan júlí og í hverjum mánuði frá í mars hef ég farið landleiðina sunn- an jökla milli Reykjavíkur og Austurlands. Fyrr á árum var þetta vissulega enginn skemmtiakstur og nú lengjast smám saman bundin slit- lög sem gerbreyta ástandinu til hins betra. Á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða er það þó tæpur helming- ur vegarins sem kominn er með bundið slitalag, nær samfellt vestan Víkur en slitrótt og einbreið akrein víðast austar. Háskalegir og ófærir vegir Á þessu suipri hafa malarvegimir, um 400 kílómetrar samtals á um- ræddri leið, verið í slíku ástandi að ólýsanlegt er fyrir þá sem ekki hafa reynt það sjálfir. Holóttir em þeir víðast hvar milli kanta, víða með djúpum og hættulegum grópum, slit- lag nánast horfið, nema á köflum er malarhröngl án nokkurs bindiefnis, oft mismunandi gróf jökulurð. Til upplyftingar fyrir ökumann og far- þega em „þvottabretti" hvarvetna þar sem skilyrði em til að þau mynd- ist, í brekkum og á söndum _og við jökulár þar sem hreyfir sand. Á völd- um stöðum standa grjót- og kletta- nibbur upp úr veginum, einkum í brekkum og undir skriðum þar sem ökumanninum er órótt vegna ytri aðstæðna en þama bætast björg- in við sem þræða verður fram hjá. Matthíasi Á. boðið í hringferð Haldi menn að þetta sé ýkjustíll þá er það mikill misskilningur. Ég gæti lýst hér kafla eftir kafla sem fellur undir ofangreindar skilgrein- ingar og bætt mörgu við, eins og t.d. ræsunum, þar sem engin merki er að finna við skörð í veginn, en ein- hver góðfús vegfarandi hefur KjaUarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið Viðhald malarveganna útundan Stjómvöld hafa sem kunnugt er verið iðin við að skera niður fjár- magn til vegamála, eins og á öðrum sviðum samneyslu. Ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar hafði gott veganesti frá Alþingi um að hækka framlög til vegamála upp í 2,4% af þjóðartekjum. Þá leiðbein- ingu notaði hún til að halda í þveröfuga átt og endaði í ár í botni Bæta verður þjónustuna strax Vegagerð ríkisins er ekki bara framkvæmdaaðili til að standa fyrir útboðum, misjafnlega vel lukkuðum. Hún á einnig að vera þjónustuaðili við vegfarendur og leitast við að tryggja að vegir séu færir sumar sem vetur. Til þess þarf fjármagn sem ríkisstjóm hverju sinni og meirihluti hennar á Alþingi skammtar. En það þarf líka hugsun og vilja varðandi nýtingu þessa fjármagns. Þar geta „Hálfófærir malarvegir eru í senn stór- hættulegir og taka auk þess gífurlegan toll í sliti á bifreiðum, toll sem lands- byggðarfólkið greiðir öðrum fremur.“ kannski lagt steinvölu til aðvör- unar! Hér er heldur ekki verið að fjalla um þá kafla sem verið er að búa undir klæðningu og menn aka á grófu hröngli mánuðum saman. Því taka menn með þögninni, enda búið að upplýsa mig um að þetta eigi að vera svona af tæknilegum ástæðum. Nei, hinir vantrúuðu á malbikinu syðra verða einfaldlega að leggja upp í ferð til að sannreyna þetta, fremstur í flokki auðvitað sam- gönguráðherrann, Matthías Á. Mathiesen, sem ég býð hér með upp í ferð allan hringinn í hæfilega fjöðr- uðum vagni, drif á öllum hjólum. I aftursætinu gætu þeir svo verið, vegamálastjórinn okkar, Snæbjöm Jónasson, og Flosi Ólafsson dálka- höfundur sem nýlega hefur skrifað hugvekju um malarvegina, auk þess hestamaður eins og ráðherrann og getur létt mönnum í skapi. Vasapel- ann skiljum við hins vegar eftir heima, hann gæti brotnað í hrist- ingnum. með 1,4% sem niðurstöðu. Tillögu minni um að taka hluta af lækkandi bensínverði beint í vegaframkvæmd- ir var hafnað þótt samgönguráð- herrann hreyfði henni í ríkisstjóm. Þar lögðust þeir gegn henni fram- sóknarráðherramir og Þorsteinn Pálsson. Vegagerðin stýrir sjálf viðhaldi veganna og formlega séð koma þing- menn þar ekki nærri nema við að skammta heildampphæð. Undanfar- in ár hefur hún verið langt undir áætlaðri þörf til að halda malarveg- um i sómasamlegu ástandi. Þar við bætist að stjórnendur Vegagerðar ríkisins hneigjast til að klípa af við- haldsfénu í nýbyggingar vega og alveg sérstaklega i bundin slitlög, þ.e. svonefndar klæðningar, nú síð- ustu árin. Það er mannlegt og skilj- anlegt og gott ef þeir njóta ekki velvilja margra þingmanna í þeirri stefnu. En em ekki takmörk fyrir því hversu afrækja má malarvegina sem enn em mikill meirihluti af vegakerfinu í landinu? starfsmenn Vegagerðarinnar haft sín áhrif. Þeir hafa í mín eyru stað- hæft að viljinn til að sinna viðhaldi malarveganna sé takmarkaður. Ekki sé hugsað fyrir að vinna malar- efni til yfirkeyrslu í slitlag. Veghefl- amir em í lamasessi eða bundnir við klæðningar lungann úr sumrinu á sama tíma og vegfarendur slíta bíl- um sínum í ófæmnum. Reyndir hefilstjórar hlaupa úr störfúm í aðra og betur borgaða vinnu, kannski við að leggja úr marmara í Kringlunhi. Og svo rignir auðvitað ýmist of mikið eða lítið til að hægt sé að hefla! Það heyrir til undantekninga að sjá veghefil skarka á malarvegunum á þessu sumri, enda víða af engu efni að taka. Á leið frá Egilsstöðum um daginn suður um rakst ég á ein- mana hefil í vegkanti í Landbrots- hólum. Hann hafði komist yfir 2-3 km þann daginn. Yfir Mýrdalssand litlu vestar komst aumingi minn aldrei hraðar en í 25 km og þá ætl- aði allt að hristast í sundur. Gott að Katla bærði ekki á sér á meðan. Hvað gerir ríkisstjórnin? Ég fúllyrði að svona getur þetta ekki gengið lengur. Það væri sjónar- mið að þola ófæra vegi á köflum í 2-3 ár ef menn hefðu vissu fyrir að þá væri búið að leysa vandann og koma bundnu slitlagi á aðalleiðir. En málin standa ekki þannig. Sam- kvæmt vegaáætluninni frá 1983 ætluðu menn að vera langt komnir með „hringinn" árið 1994 en síðan hefur verið hamast við að skera fjár- magn til vegamálanna niður og þörfin fyrir aðgerðir er síst minni á innanhéraðavegum. Það er óforsvaranlegt með öllu við þessar aðstæður að láta malarvegina drabbast niður eins og gert hefur verið og skipta vegakerfinu nánast í svart og hvítt eftir því hvort um er að ræða malarveg eða veg með bundnu slitlagi. Hálfófærir malar- vegir eru i senn stórhættulegir og taka auk þess gífurlegan toll í sliti á bifreiðum, toll sem landsbyggðar- fólkið greiðir öðrum fremur. Ég hef mælt fyrir hækkun vegaflár á Alþingi árum saman og mun taka undir þá stefnu áfram meðan ég verð á þeim vettvangi. Þörfin er þar ótví- ræð, einnig til stórátaka f jarðganga- gerð sem hér hefur setið á hakanum alltof lengi. Ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar. sem settist á stóla í sumarb\Tjun. lofar átaki í vegamálum og til al- mennra samgöngubóta. Samt var það hennar fyrsta verk að leggja þungaskatt á bíla, ekki til að spýta f lófana í vegaframkvæmdum heldur til að hrifsa meira af umferðinni beint í ríkissjóð. Á næsta vetri kem- ur í ljós hver alvaran er á bak við orðin í stjómarsáttmálanum. Og þá verða líka þeir Matthías Á. og Flosi væntanlega búnir að aka hringinn og geta farið að telja holumar í malbikinu hér svðra og ná jafhvægi á sál og líkama á nýjan leik. Hjörleifur Guttormsson Náttúruvernd í Mývatnssveit: Yfirgengilegur túrismi „.. .byrjað var i vor á sérstökum aógeróum til verndar Dimmuborgum enda orðiö þar þvilíkt neyðarástand að til álita kom að loka borgunum fyrir allri umferð...“ Eftir nær fjögurra ára fjarveru úr heimahögum, m.a. við störf í Þjóð- garðinum í Skaftafelli, fékk ég „draumastarfið", landvörður á nátt- úruvemdarsvæðinu Mývatnssveit. Draumastarfið segi ég - síðastliðin ár hefur ferðamennskan vaxið svo mjög í Mývatnssveit að orð og tölur fá því lítt lýst. Á viðkvæmum stað, sem Dimmuborgir em, vom gestir sl. sumar 40-70 þúsundir manna, skv. áætlun hyggðri á talningu. Á tjaldsvæði hreppsins við Reykjahlíð vom gistinætur tæplega 23.000, þar af um 80% útlendingar. Náttúm- vættið Skútustaðagígar, 2000 ára gamlir gervigígar, er að troðast nið- ur, gígbarmarnir breikka ár frá ári þar sem mest er troðið. Skyldu þeir endast í 100 ár til viðbótar? Islenskar og erlendar ferðaskrifstofui' keppast við að selja aðgang að landi sem þær eiga ekkert í. Rembst er við að selja ferðamönnunum sem mest af vöm og þjónustu, hraði og erill ráða ríkj- um, þögnin er að deyja út. Lög um Mývatns- og Laxár- svæðið Árið 1974 vom sett lög um sérstaka náttúmvemd Mývatns og Laxár. Svæði þetta er afar sérstakt, ekki bara hérlendis, heldur í heiminum, og væri hér ekki mannvist og fjöl- breytt atvinnustarfsemi og landið mestallt að auki í einkaeign hefði það verið gert að þjóðgarði. Síðan lögin vom sett hefur verið gæsla á svæðinu, einkum með því að ekki sé tjaldað á víðavangi eða sofið í bílum utan tjaldsvæða. Fáein- ir göngustígar hafa verið merktir og byrjað var i vor á sérstökum aðgerð- um til vemdar Dimmuborgum enda orðið þar þvílíkt neyðarástand að til álita kom að loka borgunum fyrir allri umferð og vilja það margir, enda raunhæfasta friðunin. í lögun- um er beinlínis gert ráð fym- að þau Kjallarinn Ingólfur Á. Jóhannesson landvörður í Mývatnssveit verði bara framkvæmd „eftir því sem fé er veitt til á fjfirlögum”. Þetta merkir að fjársvelt Náttúruvemdar- ráð hefur lítið getað gert annað en að reka fólk inn á tjaldsvæði sem hreppurinn hefur kostað endurbæt- ur á. Stefnumörkun fyrir Mývatns- og Laxársvæðið er í molum. Hvað má og hvað má ekki? Á að vinna upp- byggingarstarf og fyrirbvggjandi staif? Náttúmvemd í Mývatnssveit er alvörumál og það má ekki fóma hér neinu á altari skammtímagróða. Nú er talað um að byggja hér tvö eða þrjú hótel á bökkum vatns og tjarna. Veit nokkm- hvaða áhrif þau hafa? Veit einhver hvort þarf að byggja þessi hótel? Hvort á brjóstvit framkvæmdamanna eða vemdun líf- ríkisins að ráða ferðinni? Það er alls ekki sjálfgefið að hver sem er geti flutt hingað hvern sem er. Þarf ekki ítölu á ferðamenn líkt og sauðfé? Það þarf líka að huga að atvinnu- málum með framtíðarlausn í huga. Margt í nútímalandbúnaði krefst gætni (dæmi: umferð um vatnið við veiðar þar sem til þessa hafa verið notaðir bensínmótorar) og enginn veit hvaða áhrif kísilgúrvinnlsn hef- ur haft á lífríkið né mun hafa. A.m.k. er alveg ljóst að hún hefði aldrei átt að hefjast en hún er hér og enn sem komið er hefur lítið handfast komið fram um hvemig leysa á það at- vinnuleysi sem verður þegar kísil- gúmámið verður lagt niður, annað en meiri túrismi. Hvað á að gera? Það vantar alvarlega meðvitund um hvemig samhæfa á landbúnað, iðjurekstur og ferðamennsku' að náttúmvemdinni. Ekkert má gera sem stefhir lífríkinu í voða. Þeir sem að ferðamennskunni standa ættu a.m.k. að skilja þetta - nema Mý- vatnssveit eigi að vera staðurinn sem tekur við fólkinu ofan af hálendinu, staðurinn þar sem hægt er að kom- ast á barinn eftir „útlegð frá sið- menningunni“, þar sem hægt verður að sjá á myndböndum fúglalíf, hóla, kletta og kjarr sem einu sinni var. Það verður jafnvel að fara að drífa í að gera þessi myndbönd! Alþingi, sem lögin setti, verður að tryggja að bmgðið sé hart við og stefna mörkuð. Verja mætti til þess eins og broti af því fé sem fór til að niðurgreiða kindakjöt á haugana. Ingólfur Á. Jóhannesson „íslenskar og erlendar ferðaskrifstofur keppast við að selja aðgang að landi sem þær eiga ekkert í... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.