Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1987, Síða 30
42 MÁNUDAGUR 17. ÁGÚST 1987. RÍKISSPÍTALAR LAUSAR STÖÐUR Barna- og unglingageðdeildin við Dalbraut Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og meðferðarfulltrúar óskast til starfa nú þegar. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 84611. Reykjavík 17. ágúst 1987. RÍKIS SPÍTAL AR LAUSAR STÖÐUR LANDSPÍTALI Aðstoðarmenn óskast á skurðdeild Landspítalans sem fyrst. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 29000-508 eða 487. Reykjavík 17. ágúst 1987. Frétdr______________________________________________________pv DV í Ásbyigi: Kamrarnir verða að fá sína viðaivöm Jón G. Haukssan, DV, Aknreyri; „Kamramir í Ásbyrgi eru vinsæl- ustu samkomuhúsin á staðnum," segja landverðimir Sigrún Kristín Barkar- dóttir og Kristinn Garðarsson. Samkomumar em ekki margmennar. Á þær fer fólk yfirleitt eitt í einu. En samkomuhúsum þarf að halda við. „Kamramir verða að fá sína viðar- vöm,“ sagði Kristinn og hamaðist við að bera pinotex á einn kamarinn i Ásbyrgi. Sigrún gaf honum ekkert eft- ir með pensilinn. Þau sögðu að yfir 3 þúsund manns hefðu gist í Ásbyrgi í sumar en þús- undir hefðu lagt leið sína þangað. „Flestir em hér daglangt." Umgengnin? „Hún er góð. Það em mest sígarettu- stubbar og tappar af dósagosi sem þarf að þrífa upp eftir fólk,“ sögðu landverðimir Kristinn og Sigrúm Pinotex á kamrana í Asbyrgi, vinsælustu samkomuhús staðarins, að sögn landvarðanna, Sigrúnar Kristínar Barkardóttur og Kristins Garðarssonar. DV-mynd JGH RÍKISSPÍTALAR LAUSAR STÖÐUR ÖLDRUNARLÆKNINGADEILD Hjúkrunardeiidarstjóri óskastá öldrunarlækningadeild 1 nú þegar. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til starfa á sömu deild. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda- stjóri, sími 29000-582. Reykjavík 17. ágúst 1987. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: LAUSAR STÚÐUR VIÐ FRAM- HALDSSKÓLA: Viö Vélskóla Islands er staða kennara í rafmagnsfræði laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 24. ágúst. Menntamálaráðuneytið Nauðungaruppboð annað og síðara sem auglýst var í 41., 47. og 54. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Undralandi, Mosfellsbæ, þinglesinn eigandi Ásgeir Ásgeirs- son o.fl., fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 fimmtudaginn 20. ágúst nk. kl. 16.00 og verður síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun upp- boðsréttarins. Uppboðsbeiðendur eru Jón Bjarnason hrl., Jón Eiríksson hdl., Sigurður G. Guðjónsson hdl., Gunnlaugur Þórðarson hrl., Jón Egilsson hdl., Búnaðarbanki Islands, Veðdeild Landsbanka íslands, Sveinn H. Valdimarsson hrl., Árni Einarsson hdl., Hallgrimur Geirsson hrl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Kristinn Hallgrímsson lögfr., Andri Árnason hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. ______________________Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu Nauðungaruppboð annað og síðara sem auglýst var í 19„ 30. og 34. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Goðatúni 1, n.h., Garðakaupstað, þinglesinn eigandi Hall- grímur Rögnvaldsson, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 fimmtu- daginn 20. ágúst nk. kl. 14.45 og verður síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttarins. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Garða- kaupstað, Veðdeild Landsbanka Islands og Guðjón Á. Jónsson hdl. ____________________Bæjarfógetinn í Garðakaupstað DV á Vopnafirði: Guð blessi þig Jón G. Hankssan, DV Aknreyri; Strákamir í unglingavinnurvni á Vopnafirði taka vel á móti blaða- mönnum. „Guð blessi þig“ stóð á skilti f\TÍr ofan þá þar sem þeir voru að snyrta lóðina við kirkju Vopnfirðinga. „Við verðum fermdir næsta vor þannig að það má segja að við séum að þrífa lóð kirkjunnar fyrir ferming- una,“ sögðu þessir hörkupiltar. Þeir sögðust vinna fjóra tíma á dag í unglingavinnunni og sjaldnast sleppa hinum víðfræga svarta poka frá sér. „Hann er ómissandi í starfinu." Ingunn Tryggvadóttir hjá Hraðfrysti- stöðinni á Þórshöfn. „Ég kvíði fisk- leysi í vetur.“ DV-mynd JGH DV á Þórshöfn: SlæmtaðStak- fellið kemur ekki með fisk til okkar Jón G. Hauksson, DV, Akureyri; „Mér líst illa á þessa breytingu sem gerð hefur verið á Stakfellinu í frystitogara. Þetta kemur illa niður á okkur fólkinu sem vinnum í frysti- húsinu og ég kvíði fiskleysi í vetur,“ sagði Ingunn Tryggvadóttir, fisk- vinnslukona í Hraðfrystistöðinni á Þórshöfn. Ingunn sagði mér að undanfarið hefði verið nóg að gera þar sem margir hefðu verið í sumarfríi í frystihúsinu og eins vegna þess að keyptur hefði verið afli af tveimur togurum, öðrum frá Vopnafirði og hinum frá Siglufirði. „Ég byrja að vinna klukkan átta á morgnana og er yfirleitt til sjö á kvöidin. Það er mikið að gera núna en framtíðin er ekki björt.“ Þeir létu skiltið tala, þessir Vopnfirðingar. Allir 13 ára og eiga að fermast næsta vor. Því er vissara að hafa lóö kirkjunnar vel snyrta. DV-mynd JGH DV á Kópaskeri: Hoppað úr gallanum Jón G. Haukssan, DV, Aknreyri; Þessar gúmmíbuxur á Kópaskeri, með vegleg stígvél í skálmunum og merktar sextíu og sex gráðunni, bentu óneitanlega til að komið væri kaffi og vinnu lokið í bili. Þegar kaffitíminn er alltaf of skammur skiptir hver mín- úta máli. Best er þá að hoppa úr göllunum og koma sér heim á leið. Áð hika er sama og tapa. En á meðan blasa auðvitað herlegheitin við þeim sem eiga leið framhjá og er með myndavél á lofti. Þegar kaffitíminn er alltaf of skammur er besta ráðið að hoppa úr göllunum. DV-mynd JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.