Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987. 7 Fréttir Arnarflugsvél ekur upp aö rananum eða landgöngubrúnni sem sumir vilja raunar kalla „spena“. Enn er þröngt um Fríhöfnina, en hún á eftir að stækka verulega. stofuganginum er funda- og nám- skeiðaherbergi fyrir um 20 manns og taldi Pétur að það yrði mikið notað. Mjkil fjölgun farþega Út um gluggann á skrifstofu flug- vallarstjórans sést út á flugvélahlað- ið og flugvélamar þar sem þær tengjast rönunum eða landgöngun- um. Pétur upplýsir að fyrstu 7 mánuði þessa árs hafi jafnmargir farþegar ferðast um Keflavíkurflugvöil og árið 1983. Aukningin á milli ára mið- að við 7 fyrstu mánuði ársins 1986 er um 25 %. Sagði Pétur að það mætti ekki tæpara standa með að taka nýja flugstöð í notkun, auk þess sem gamla flugstöðin hefði tæpast verið mönnum bjóðandi og varla get- að þjónað sem alþjóðleg flughöfn. Þetta gamla andlit íslands að um- heiminum verður afhent Bandaríkja- mönnum næstu daga og munu þeir þá taka gömlu flugstöðna í þjónustu sína. Allir millilandafarþegar fara hins vegar um nýju flugstöðina sem svo mikið hefur verið lagt í. -ój Þannig er umhorfs i VlP-stofunni fyrir heldri gesti og tignarmenn. DV-myndir S ST. FRANCISKUSSPÍTALINN I STYKKISHÓLMI VILL RÁÐA SJÚKRAÞJÁLFARA til starfa við sjúkrahúsið hið allra fyrsta. Góð íbúð er til staðar og einnig leikskóli. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 93-81128. íbúar við Safamýri mótmæla bankabyggingu: „Byrjunin á að eyði- leggja grænu svæðin“ - segir formaður húsféiagsins „Það voru allir íbúamir sammála um að mótmæla þessari fyrirhuguðu byggingu á vemduðu grænu svæði á þennan hátt. Við erum núna að safna undirskriftum í næstu húsum sem við munum afhenda á borgar- ráðsfundi í hádeginu á þriðjudag," sagði Sigurgeir Björgvinsson, for- maður húsfélagsins að Safamýri 52j56. Ibúamir í efstu blokkinni í Safa- mýri hafa málað orðsendingu á bakhlið bílskúra sinna. Þar stendur: „Orðsending: Vemdum svæðið. Stoppum fyrirhugaðar byggingar á flötinni.“ Með þessu vilja íbúamir mótmæla þeirri ákvörðun borgar- yfirvalda að leyfa Iðnaðarbankanum að byggja á grænu svæði á milli Safamýrar og Miklubrautar. „Það var vist tekin ákvörðun um þetta á 201 árs afmæli borgarinnar og við erum mjög óhress með hana. En Davíð gerir bara það sem honum hentar og þetta er bara byrjunin á að eyðileggja grænu svæðin sem Birgir ísleifúr skildi eftir í borg- inni,“ sagði Sigurgeir. Sigurgeir sagði að íbúamir óttuð- ust að þetta kæmi til með að hafa veruleg óþægindi í fór með sér, auk þess sem þetta spillti umhverfinu. „Þetta em bara fyrstu viðbrögð okk- ar til að vekja athygli á málinu og það er táknrænt að við málum staf- ina með grænu. Ég veit ekki hvert verður framhaldið en við ætlum okk- ur ekki að láta þetta gleymast og svo koma bara skurðgröfur einhvem daginn," sagði Sigurgeir Björgvins- son. Ingimundur Sveinsson, varafor- maður skipulagsnefiidar Reykjavík- urborgar, sagði mörg ár síðan Iðnaðarbankinn hefði fengið vilyrði fyrir lóð á þeim stað sem nú ætti að fara að reisa bygginguna á. Fyrir nokkrum árum hefðu verið lagðar fram teikningar sem hefðu þótt of stórar en núna væm þær minni í sniðum. Einnig sagði Ingimundur að þeir hefðu fengið umsögn frá umferðarsérfræðingum og að þessi bygging myndi ekki skapa umferðar- vandamál. „Það er ekki vinnandi vegur fyrir okkur að kynna fyrir íbúum bygg- ingar sem á að reisa í nágrenninu. Ef okkur berast einhver mótmæli verður fjallað um þau og málið skoð- að aftur,“ sagði Ingimundur Sveins- son. -JFJ Ff.* ■VERNDUM GRCNfi SVÆ9Ð- STöPPUfi FýR^HUGAÐftR ByGGINGflR. íbúamir við Safamýri 52-56 hafa siður en svo farið dult með andúð sína á fyrirhugaðri byggingu Iðnaðarbankans. Þeir hafa málað mótmæli sín með grænu á bakhliðina á bilskúrum sinum. DV-mynd Sveinn Tuttugu og eins árs gamall og svertarstjóri „Bjartsýnn á starfið“ „Ég er ósmeykur við að takast á við þetta starf og mér líst mjög vel á það,“ sagði Guðmundur Birgir Hreiðarsson, nýskipaður sveitar- stjóri í Súðavík, en hann mun vera yngsti sveitarstjórinn á landinu, að- eins 21 árs gamall. „Ég býst við að starf sveitarstjóra sé með fjölbreyttari störfum á landinu. Og á svona litlum stað þarf sveitarstjórinn að stússast í öllum málum og helst að vera inni í öllu. En það eru margir til að hjálpa mér i gang héma, fyrrverandi sveitar- stjóri og hreppsnefndarmenn hafa verið mér mjög innan handar frá því' ég hóf störf hér 4. ágúst. Það er ekkert við starfið sem kem- ur mér sérstaklega á óvart, ég hafði kynnt mér í hverju störfin vrðu fólg- in svo ég rann ekkert blint í sjóinn með þetta." Guðmundur sagðist vera Sam- vinnuskólagenginn og ætti eitt ár eftir í stúdentinn en í Samvinnuskól- anum hefði hann fengið góða undirstöðumenntun f\TÍr þetta starf. Áður en hann gerðist sveitarstjóri á Súðavík starfaði hann við E.G. bíla- leiguna í Revkjavik en Guðmundur á hlut í þeirri bílaleigu. Guðmundur er innfæddur Revk- víkingur. Hvemig er fyrir borgar- bam að flvtjast búferlum í fámennið á Súðavík? „Mér líst ljómandi vel á að að vera fluttur hingað. Faðir minn býr hér og margt áf mínu skvldfólki. Svo var ég mikið hér á sumrin þegar ég var vngri þannig að Súðavík er ekk- ert ný fyrir mér. Ég flvt hingað með fjölskylduna. sambýliskonuna. Kristjönu Erlendsdóttur. og átta mánaða gamlan son. Hér finnst mér vera skemmtilegra andrúmsloft og fjölbreyttari lífshættir en í Revkja- vdk. Súðavdk er staður í uppgangi og þorpið hefúr alla möguleika til þess að vaxa. Það er töluverður áhugi hjá fólki að flvtjast hingað en hús- næðisekla'hefur valdið þvi að færri komast hingað en vilja. Brvmasta verkefrii hreppsins núna er þvi að bæta úr húsnæðisskortinum." Guðmundur sagði að íbúar í Súða- vdk hefðu verið 243 um áramótin og að íbúatalan hefði haldist nokkuð óbreytt siðustu tíu árin. ..Við finnum ekki fyrir neinni ein- angrun hér. það er stutt að fara til Isafjarðar og þaðan flugleiðis til Revkjavíkur ef áhugi er fynr þvi. En ég er mjög bjartsýnn bæði á starf og stað." sagði Guðmundur Birgir. ATA HJÓLBARDA VERKSTÆÐI, ATHUGIÐ! Til sölu sem ný affelgunarvél fyrir vörubíla. Til afhendingar strax! 96-21715.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.