Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987.
13
Fréttir
Sauðfé, sem étur salt á vegum og hreyfir sig hvergi, hlýtur aö enda
lifdagana sem grjótbarið saltkjöt. DV-mynd JGH
DY í Kelduhverfi:
Grjótbarið saltkjöt
Jón G. Hanksson, DV, Aknreyn;
Sauðkindur landsins láta sér ekki
nægja að bíta gras og annan gróður
heldur eru þær líka komnar á malar-
vegina. Þær sækja í saltið sem er í
rykbindingunni. Sumar eru svo
spakar að þær hverfa hvergi þótt
ekið sé að þeim með bensínið og bíl-
flautumar í botni. Svona sauðkindur
hljóta að enda sem saltkjöt - grjót-
barið saltkjöt.
____________________Viðtalið
„Með ferðabrans-
ann og Þingeying-
inn í bloðinu 4
- segir Knútur Óskarsson
„Ég ætlaði alveg að detta niður
af þreytu þrjá síðustu kílómetrana í
hálímaraþoninu, þetta var töluvert
erfiðara en ég bjóst við enda lengsta
vegalengd sem ég hef hlaupið í einu
á ævinni," sagði Knútur Óskarsson,
formaður Reykjavíkurmaraþons,
Knútur Óskarsson, formaður
Reykjavikurmaraþons og fram-
kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar
Úrvals, en að maraþoninu stóðu
Úrval, Flugleiðir, Reykjavikurborg
og Frjálsíþróttasamband íslands.
DV-mynd GVA
sem haldið var á sunnudaginn var í
fjórða skipti með mikilli þátttöku.
Hefur Knútur verið formaður mar-
þonsins frá því það var haldið í fyrsta
skipti.
Knútur er jafnframt framkvæmda-
stjóri ferðaskrifstofunnar Urvals
siðan í janúar á þessu ári. „Ég fór
að vinna í þessum málum þegar ég
starfaði hjá innanlandsdeild Úrvals
á árunum i kringum 1984. Þá var
ég staddur í Gautaborg þar sem frið-
arhlaup fór fram og við komumst
að þvi að þetta laðaði að fjölda er-
lendra ferðamanna. Þar sem innan-
landsdeildin annast móttöku
erlendra ferðamanna og spáir mikið
í hvemig hægt er að hafa ofan af
fyrir þeim á meðan þeir eru staddir
hér leist okkur vel á þá hugmvnd
að halda Reykjavíkurmaraþon."
Knútur er Þingeyingur. fæddur að
Laugum í S-Þingeyjarsýslu árið 1952
og er því 35 ára. Hann útskrifaðist
sem stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri árið 1973 og hóf sama
haust nám í viðskiptafræði við Há-
skólann en þaðan útskrifaðist hann
árið 1977. Hann starfaði hjá Ferða-
málaráði fram tií ársins 1979 en þá
hóf hann störf hjá innanlandsdeild
Úrvals og var þar til 1984. Frá ’84-'86
var hann framkvæmdastjóri Sam-
bands fiskvinnslustöðvanna en
síðasta haust hóf hann störf hjá
markaðsdeild Flugleiða þar til hann
var fluttur yfir í framkvæmdastjóra-
stöðu hjá Úrvali í janúar sl. Hann
er kvæntur Guðnýju Jónsdóttur
sjúkraþjálfara og eiga þau fjórar
dætur, 15, 8 og 3 ára og eina tíu
mánaða.
„Ég breytti þama til í tvö ár þegar
ég starfaði hjá sambandi fiskvinnslu-
stöðvanna. Þótt það væri þægilegt
starf kunni ég ekki almennilega við
mig í þessu, fannst. vanta hraða og
fjölbreytni sem ég var orðinn vanur
af fyrri störfúm. Þá komst ég að því
að ferðamannaþjónustan er bransi
sem fer ekki svo auðveldlega úr blóð-
inu þannig að ég dreif mig í þetta
af fullum krafti aftur og sé ekki eftir
því.“
Áhugamál Knúts eru eins og við
er að búast m.a. hlaup. „Ég hleyp
þetta 8 kílómetra í einu, 2-3 sinnimi
í viku, ég á heima í Mosfellsbæ og
þar em margar skemmtilegar
hlaupaleiðir. Síðan reyni ég að fara
norður í Þingeyjarsýslu á mínar
heimaslóðir og renna fyrir lax, a.m.
k. einu sinni á ári, í Reykjadalsá sem
rennur fram hjá Laugum. Ætli ég
sé ekki með Þingeyinginn í blóðinu
líka?“ sagði Knútur að lokum.
-BTH
Þverá, Kjarrá 1555 laxar:
Um 35 punda lax er á
sveimi en tekur ekki
„Það hafa veiðst 1555 laxar í Þverá
og Kjarrá i sumar sem telst nokkuð
gott miðað við aðstæður og i ánum
er mikið af fiski víða,“ sagði tiðinda-
maður okkar er við spurðum um
ámar.
„í gærmorgun byrjaði að rigna
þama efra og það á eftir að hleypa lífi
í þetta í lokin en við veiðum í ánum
fram í ágústlok. Tveir nýir laxar veidd-
ust í Kjarrá í gærdag og það þýðir að
laxinn sé að ganga ennþá, 4 punda
fiskar. í Berghylnum eru ótrúlega
Veiðivon
Gunnar Bender
margir laxar, eða um 200 fiskar, segja
fróðir menn. Veiðimenn hafa séð
þama í lengri tíma boltafisk, um 35
pund, og hefur verið reynt við hann
en ekkert vill hann taka, er mjög var
um sig sá stóri.
Litla-Þverá hefur gefið mjög lítið í
sumar, eða aðeins 6 laxa, lítið sem
ekkert vatn er í henni. í síðasta holli
veiddust tveir 15 punda laxar og mikið
hefúr veiðst af 8 til 10 punda fiskum
í sumar. Sést hefur mikið af seiðum
víða í ánum, meira en undanfarin sum-
ur, sem veit á gott fyrir næstu sumur.
Þessi rigning, sem núna kom, hleypir
vonandi lífi í veiðina í lokin og fróðir
menn telja að áin -nái 1700 löxum,“
sagði tíðindamaður ennfremur.
Hafljarðará er komin í 454 laxa og
það byrjaði líka að rigna við ána í
fyrrinótt og veiðimaður, sem renndi í
gærmorgun, veiddi á stuttum tíma 4
laxa. Mikið er af fiski í ánni og er
hann víða.
Veiðimaður, sem var að koma úr
Straumfjarðará, veiddi á þrjár stangir
3 laxa og sagði mjög lítið af fiski í
ánni. „Einn og einn lax var í sumum
hyljum,“ sagði veiðimaðurinn og bætti
við; „Það eru komnir 110 laxar úr
ánni í allt sumar.“ Rólegt það.
Betri veiði núna en í fyrra í
Breiðdalsá
„Það er kominn 171 lax og veiðin
hefur verið frekar treg síðustu daga
vegna vatnsleysis, það hefur ekkert
rignt héma nýlega en mikið er af fiski
víða í ánni,“ sagði Skafti Ottesen á
Breiðdalsvík er við spurðum um Breið-
dalsá. 1 fyrra veiddust 158 laxar en
núna em komnfr 171 og menn spá vel
yfir 200 löxum. „Veiðimenn em að
reyna héma alla daga en fiskurinn er
tregur og tekur illa, þarf regn héma
eins og viða. Silungsveiðin hefúr verið
upp og niður, líklega komnir um nokk-
uð hundmð silungar fþað heila.“ sagði
Skafti í lokin.
-G.Bender
Hlöðver Vilhjálmsson er einn af þeim sem renndi fyrir fisk i Kjarrá í sumar
og hér hefur hann sett í lax og landaði skömmu seinna einum 12 punda.
DV-mynd G.Bender
BLAÐAUKI
ALLA LAUGARDAGA
BILAMARKAÐUR DV
er nú á fullii ferð
Nú getur þú spáö í spilin og valið þér bíl í ró og næði.
Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílaum-
boðum ásamt bílasmáauglýsingum DV býður þér ótrúlegt
úrval bíla.
Auglýsendur athugið!
Auglýsingar í bílakálf þurfa aö berast 1 síðasta lagi fyrir kl. 17.00
fimmtudaga.
Smáauglýsingar í helgarblaö þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga.
Síminn er 27022.