Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Viðunandi vextir Samkomulag er líklega að takast um vaxtakjör á lánunum, sem Húsnæðisstofnun tekur hjá lífeyrissjóð- unum. Munu aðilar hafa orðið sammála um sjö prósent vexti. Áður hafði stofnunin boðið 6,25 prósent en lífeyr- issjóðirnir farið fram á 7,5 prósent. Þetta verður mikill léttir þeim 2600 mönnum, sem eiga óafgreiddar umsókn- ir um lán hjá Húsnæðisstofnun. Umsóknirnar hafa legið í allt sumar. Eins og kunnugt er gerir kerfið, sem gildi tók fyrir ári, ráð fyrir, að Húsnæðisstofnun taki lán hjá lífeyrissjóðunum og niðurgreiði síðan vexti af fé þessu til lántakenda hjá stofnuninni. Nokkur átök hafa þessu sinni staðið um hæð vaxta lána lífeyrissjóðanna og ekki að ástæðulausu. Sjóðirnir þurfa háa vexti af skuldabréfum þessum, til þess að þeir geti greitt sóma- samlegan lífeyri eldri félögum sínum. Deilt hefur verið um skilning á lögum um þetta at- riði. Þar segir, að vextir á lánum lífeyrissjóða til Húsnæðisstofnunar skuli vera miðaðir við þau kjör, sem ríkissjóður býður almennt á markaðnum. Vextir á spari- skírteinum ríkissjóðs eru 7,2-8,5 prósent. Því er aug- ljóst, að ekki er unnt að ætlast til, að lífeyrissjóðirnir fái miklu minna. Ríkið verður því að teygja sig í 7 prósent. Undir- strika verður, að landsfeðurnir eiga að sjálfsögðu að bera hag lífeyrisþega fyrir brjósti ekki síður en hús- næðiskaupenda. Ríkisstjórnin á ekki að reyna að klekkja á lífeyrissjóðum í samningum, þannig að lífeyr- ir verði skertur. Með sjö prósent vöxtum má ætla, að sómasamlega verði staðið að þessum málum á næst- unni. Þá vaknar sú spurning, hvort hækkun vaxtanna þýði, að Húsnæðisstofnun þurfi að hækka vexti þá, sem hún lætur húsnæðiskaupendur greiða af lánum sínum. En í raun er það ekki hin mikla niðurgreiðsla þessara vaxta, sem úrslitum ræður. Meginatriði er, að húsnæðis- kaupendur geti tekið nægilega stórt hlutfall kostnaðar að láni og til nægilega langs tíma. í húsnæðismálum almennt skiptir nú mestu, að húsnæðiskaupendur geti komið skammtímalánum sínum yfir í löng lán, sem svari sæmilega til þess, að byggt er til langs tíma. Vonandi verða nú í haust gerðar breytingar á hinu hripleka húsnæðislánakerfi, sem meðal annars hindra, að auðugt fólk noti það sem gróðaveg. Kerfið á að vera til styrktar hinum almenna kaupanda húsnæðis. Samn- ingar við lífeyrissjóði munu væntanlega þýða, að þúsundirnar, sem bíða, fá einhverja úrlausn og komast á blað með lánsloforð eftir langan tíma. En jafnframt hefur félagsmálaráðherra verið að lýsa greiðsluerfið- leikum annarra húsbyggjenda. Talið er, að síðastnefndi hópurinn þurfi 400-500 milljónir til að bjargast sæmi- lega úr sínum vanda. Búast má við, að það fé þurfi að koma á fjárlögum. Samkomulagið við lífeyrissjóðinu mun hafa orðið til á óformlegum fundum fulltrúa sambanda lífeyrissjóð- anna og fjármálaráðuneytisins. Einhverjir endar munu þó óhnýttir. En vel er, að tekist hefur að flýta þessu samkomulagi vegna mikillar þarfar. Kerfið er nógu slæmt, þótt viðbótarbiðtími komi ekki til. En eftir bíða ótal verkefni í húsnæðismálum, verkefni sem heldur mega ekki bíða. Samkomulagið virðist viðunandi fyrir báða aðila. Ekki er frágangssök að hækka eitthvað útlánavexti Byggingarsjóðs ríkisins, reynist þess þörf. Vextir hafa farið hækkandi á markaðnum að undan- förnu. Haukur Helgason ■ IL iÆsK * jh * CTpTa. .. •*< ISstaðuðHh MQHr, < iú. ■ Á yaaMHB <■ ' > M- W ^ j MBmmi. ... Jp-:í f ■pjUl# 'Jw/,-í'ÆL ^ 1 1 Jvl- M t Jt" ik ■ ¥ „Á ekki Sjálfstæóisfiokkurinn frekar samleið með íslenskum getraunum, 1 X 2?“ IVö hundruð og fimmtíu forsætisráheirar „í þessu ástandi ganga þessir flokkar í eina sæng og hvað skeður undir sænginni? Flestir búast við miklum hræringum þar og jafnvel að sænginni verði kastað niður á gólf fyrr en seinna" (Tilvitnun í grein mína DV 12.8) Það voru orð að sönnu að hrær- inga væri að vænta en varla var við því búist að þær kæmu svo snemma og væru svo snarpar, er raun ber vitni. Er engu líkara en sængin sé nú þegar komin hálf nið- ur á gólf. Hún er með ólíkindum staðan sem upp er komin vegna fyrir- hugaðrar sölu ríkisins á Útvegs- banka Islands. Ég lít svo á, að verið sé að selja banka í eigu þjóðarinnar. Því tel ég það sjálfsagða kröfu að lýðræð- islegum vinnubrögðum sé beitt og Alþingi verði kallað saman nú þeg- ar til þess að gefa kjörnum fulltrú- um fólksins í landinu tækifæri á að taka þátt í framvindu þessa máls. Ég vil í því sambandi minna á að árið 1983, þann 13. október, flutti Eiður Guðnason merkilega ræðu utan dagskrár, velstuddur af flokksbróður sínum og núverandi fjármálaráðherra, Jóni B. Hannib- alssyni, um það mikla hneyksli að þing skuli ekki hafa verið kallað saman fyrr en 210 dögum eftir þing- lausnir og 170 dögum eftir að þing var kjörið. í ljósi skoðana þeirra fóstbræðra tel ég mig eiga stuðning þeirra vís- an þegar ég hér með skora á ríkisstjórnina að kalla nú þegar saman þing. Ríkisstjórnin á hálum ís Það er alveg ljóst að ríkisstjómin er komin út á hálan ís með fyrir- hugaðri sölu Útvegsbankans. Tvö tilboð hafa borist í bankann, annað frá framsóknarmönnum og hitt frá sjálfstæðismönnum. Þessi tvö tilboð em við það að fella ríkisstjómina. I örvæntingu hugsa þeir sér nú að selja þeim aðila sem ekki fær Útvegsbankann, Búnaðarbankann til að kaupa sér fríð og aðeins lengra líf. Hvað myndi ske ef kratar byðu einnig í bankann? Samkvæmt ofangreindu yrði Kjallariim Ingi Björn Albertsson alþingismaður fyrir Borgaraflokkinn þeim væntanlega boðinn Lands- bankinn!! Þá væri komið að Borgara- flokknum að bjóða í og sennilega yrði honum þá boðið upp á Seðla- bankann. Nei takk, þetta em úrlausnir þeirra sem ekki þora að taka ákvarðanir. Það er ekki þetta sem fólkið í landinu vill. Það vill sjá röggsama stjórnendur sem standa og falla með ákvörðunum sínum. Þorir ekki að taka sjálfstæð- ar ákvarðanir Ég trúi því ekki að sjálfstæðis- menn séu ánægðir með formann sinn þessa dagana. Hann er talandi dæmi um stjórn- málamann sem ekki þorir að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Eftir krosspróf Þorsteins Páls- sonar er nú ljóst að við íslendingar eigum ekki lengur einn forsætis- ráðherra heldur um það bil 250. Og eru þá ekki völd Þorsteins kom- in niður í 1/250? Á ekki Sjálfstæðisflokkurinn frekar samleið með íslenskum get- raunum, 1x2? Hvernig skyldi næsta krossapróf þeirra sjálfstæðismanna vera? Hugsanlega eitthvað á þessa leið: Kæri flokksbróðir og samforsæt- isráðherra. Vinsamlegast krossaðu við það svar við eftirfarandi spurningum sem þér þykir líklegast að eigi við Sjálfstæðisfokkinn. a) Er Sjálfstæðisflokkurinn gras- rótarsamtök? b) Ef svo er finnst þér að flokkurinn skuli nefnast a) Sjálfstæði Grasrótarflokkur- inn. b) Samtök Grasrótarsinna. c) Nýi Grasrótarflokkurinn. og svo framvegis. Er ekki tilvalið fyrir slík grasrót- arsamtök að halda næsta lands- fund sinn í Kerinu? (Það er þó í kjördæmi formannsins.) Við lánum ríkinu fé Að lokum vil ég sem greiðandi til Lífeyrissjóðs Verslunarmanna mótmæla því hvernig sjóðurinn hyggst ráðstafa fé okkar sem í hann greiða. Fyrirhuguð kaup hans á hlutabréfum í Útvegsbankanum eru alls ekki með hagsmuni sjóðs- félaga í huga. Er ekki nóg að við þurfum að lána ríkinu fé með afarkostum þó ekki sé þar að auki verið að fjárfesta í vægast sagt vafasömum hlutabréf- um sem alls óvíst er hvort eða hvenær muni skila arði? Það er hlutverk Lífeyrissjóðsins að ávaxta fé meðlima sinna á sem skynsamlegastan hátt. Gleymið því ekki. Ingi Björn Albertsson „Eftir krossapróf Þorsteins Pálssonar er nú ljóst að við Islendingar eigum ekki lengur einn forsætisráðherra heldur um það bil 250. Og eru þá ekki völd Þor- steins kominn niður í 1/250?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.