Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGUST 1987.
15
Fagra Reykjavík
Þessa stundina blessar sólin okkur
dag eftir dag. Á sama tíma mega
aðrar þjóðií í næsta nágrenni þola
rigningu og slæmt veður eins og t.d.
frændur okkar á Norðurlöndum.
Þetta minnir okkur á það að allir
geta ekki verið sólarmegin í lífinu í
einu. Þar skiptast á skin og skúrir
eins og sagt er. Við látum eitt og
fáum annað í staðinn. Þegar gengið
er í sumar meðfram tjöminni, sem
er perla borgarinnar, hafa orðin
„Fagra Reykjavík" oft komið í hug-
ann, en skiptum við þar alltaf til
góðs?
Tjörnin
Leiða má hugann að því hvemig
tjömin var þegar Ingólfur Amarson
leit hana fyrstur manna fyrir meira
en 1000 árum. Þá var stutt fjara eða
eiði á milli hennar og sjávar, þar sem
nú er Austurstræti og Hafnarstræti.
Lítill lækur rann úr tjöminni en sjó-
birtingur og áll gekk þar um, sér-
staklega á flóðinu. Þá rann lækurinn
úr sjónum inn í tjömina og bar með
sér saltan sjó og margt æti.
í dag er öldin önnur og hluti tjam-
arinnar hefur verið fylltur upp smátt
og smátt. Að þessu leyti er hún ekki
svipur hjá sjón en heldur samt feg-
urð sinni. Einnig er miklu vatni í
dag veitt frá henni t.d. á flugvallar-
svæðinu. Þetta vatn rann áður i
norður í tjömina, en fer í dag um
skurði í Skerjafjörð.
Margt ber því að varast ef okkar
fallega tjöm á að halda sér. Hana
má helst ekki skerða og tryggja þarf
að í hana renni gott vatn en með
því móti endumýjast hún og hreins-
ast.
Ráðhúsið
Talað er um að byggja nýtt og
smekklegt ráðhús á homi tjamar-
innar við Tjamargötu og Vonar-
stræti. Þetta er að mörgu leyti góð
hugmynd og vel að henni unnið. Bjó
ekki Ingólfur Amarson einmitt
Kjallarinn
Lúðvík Gizurarson
hæstaréttarlögmaður
þarna eða svo segja sumir? Þetta
þarf samt að athuga vel.
Hugmynd hefur komið fram um
að rífa Miðbæjarskólann og setja
ráðhúsið þar. Þetta ætti að skoða
vel. Tjömina má ekki skerða nema
allir aðrir kostir hafi verið athugað-
ir og þeim hafhað.
Fuglarnir
Á hverjum degi leggja margir bæj-
arbúar leið sína meðfram tjöminni
og skoða fuglana, en þeir em mikið
yrkisefhi fyrir hugann og opna okk-
ur nýjan heim, ef vel er að gáð og
skoðað er af áhuga og nokkurri
þekkingu.
Fyrir þá má margt nýtt gera, en
tekið skal fram að þakka má góða
vörslu tjamarinnar, opna vök fyrir
fugla að vetri með volgu vatni og
fleira. Mér dettur fyrst í hug meira
vatn eða rennsli. Það ætti að koma
frá Háskólasvæðinu eða Umferðar-
miðstöð. Þetta má vera hreint kalt
vatn eða afrennsli frá húsum, þ.e.
notað heitt vatn. Ef tjömin við Nor-
ræna húsið fengi nægt hreint kalt
vatn mætti hafa í henni bleikju og
silung, ef það þætti til skemmtunar,
en í dag er vatnið í þessari fallegu
tjöm fult þar sem rennsli í hana er
of lítið.
Varphólma vantar alveg í minni
tjömina eða þá sem kölluð er syðri
tjömin. Það væri til aukinnar prýði
að hafa þar fuglavarp og geta má
þess að fjölbreytni í varpi vex þegar
fuglar eiga um nýja kosti að velja.
Niðurlag
Þetta eru stutt skrif á sófríku
sumri um „Fögru Reykjavík". Þar
er margt gert til bóta á hverjum
degi. Við búum i betri og enn fall-
egri borg en áður.
En betur má gera. Nýjar og nýjar
hugmyndir verða að koma fram.
Beðið er um meira rennsli í tjömina,
nýjan varphólma í suðurtjöm og
smábleikjur fyrir framan Norræna
húsið.
Lúðvik Gizurarson
„Þegar gengið er í sumar meðfram tjörn-
inni, sem er perla borgarinnar, hafa orðin
„Fagra Reykjavík“ oft komið í hugann,
en skiptum við þar alltaf til góðs?“
** w mn i
HMb inm
.iSfWNPí! I! («<> .
m $asíœsím$:~-.
„Varphólma vantar alveg í minni tjömina eða þá sem kölluð er syðri tjörnin."
Landbúnaðavmafían
Undanfarið hefur hver höndin verið
uppi á móti annarri í umræðum um
landbúnaðarmál í fjölmiðlum. Sú
umræða er á svipuðum grundvelli
og bjórmálið fræga þar sem einn
segir bjórinn góðan og gildan en
annar segir að bjórinn eigi að banna,
afþvíbara.
Ritstjóri DV skrifaði nokkra leið-
ara í röð í vor og kallaði landbúnað
í núverandi mynd þjóðaróvin eitt,
tvö og þrjú. Síðan hafa verið að birt-
ast kjallaragreinar eftir bændur og
aðra misvel hnútum kunnuga menn
um landbúnað og einn er með og
annar á móti eins og gengur.
Rússar fá lambakjöt og við borgum
bændum 28 milljarða til að geta selt
þeim það, sennilega til þess að geta
keypt áfram kjöt af bændum. Við
hendum nautakjöti á haugana. Á
sama tíma hikar fólk við að hafa
nautakjöt og kindakjöt oftar en raun
ber vitni í matinn af því það er svo
dýrt út úr búð. Það er erfítt að
ímynda sér hverjum er akkur í þessu
bruðli.
Það sem er skrítnast er að þrátt
fyrir ítrekuð skrif DV og fréttir al-
mennt af landbúnaðarmálum gerist
ekkert, enginn stór „staðreynda-
kastljósþáttur" sést, það gerist
ekkert nema að mismunandi stórum
fullyrðingum er skellt framan í les-
endur kjallaragreina. Það segir sig
alveg sjálft að það leysir ekki vand-
ann. Og þá er eðlilegt að maður
spyrji: Af hveiju? Hvaða svör hafa
verið gefin í öskuhaugmálinu eða
Rússlandsmálinu sem hægt er að
kalla viðunandi?
Ekkertsvar
Það þarf ekki endilega að vera svo
KjáUaiinn
Magnús Einarsson
nemi
að allt sé í kaldakoli í landbúnaðar-
málum eða allt sé fullkomið. Er ekki
eðlilegt að fólk setji spurningar við
eitt og annað í landbúnaðarmálum,
sem og öðrum málum, og vænti þess
að fá svar? Það er ekki endilega
verið að gagnrýna hvert skúmaskot
í hverju fjósi á landinu þó að spurt
sér hvort 28 milljörðum sé varið á
réttan hátt.
Það er eins og það sé alltaf hægt
að dreifa allri heilbrigðri umræðu
með þvi að draga hveija sauðkind
ofan af fjalli og blanda í málið þar
til enginn sér neitt nema jarmandi
vitlausar rollur bítandi gras út um
allt.
Auðvitað hefur átt sér stað jákvæð
þróun í landbúnaðarmálum. Fiskeldi
og loðdýrarækt hefur eflst mikið en
á sama tíma er til of mikið af rollum
og beljum. Eitt tekur við af öðru og
það gerist sjaldan í einu vetfangi.
Púkalabbarnir
Þetta er kannski svolítið svipað
með tískuna, að buxur með „feitum
lærum“ seljast betur eitt árið og þó
að buxurnar með „mjóu lærin" séu
ennþá til á lager þá seljast þær verr
og eru settar á útsölu og restinni
síðan hent. Eftir hálft ár ganga flest-
ir í buxum með „feit læri“. nema
púkalabbamir. í þessari stöðu er frá-
leitt að setja upp búð sem selur
eingöngu buxur með „mjó læri“ og
reisa jafnvel nýjar verksmiðjur sem
framleiða slíkar buxur. Svoleiðis
bisness dettur upp fyrir og almanna-
rómur gerir jafiivel góðlátlegt grín
að. Þessu eru Islendingar samt stolt-
ir af og við gerum flotta vegi að
....það er sjaldgæft að lagt sé út i
sem er löngu farin úr tisku.“
auglýsingaherferð til að auglýsa vöru
„Hvaða svör hafa verið gefin í öskuhauga-
málinu eða Rússlandsmálinu sem hægt er
að kalla viðunandi?“
hverju krummaskuði og bóndabýli í
afdal sem framleiðir nautakjöt og
lambakjöt og mjólk og smjör og yfir-
leitt allt það sem veldur vandræðum
á lager einhvers staðar i Reykjavik.
Það er e.t.v. ekki skrítið þótt fólk
vilji kanna þetta ofurlítið og velta
því fyrir sér hve lengi það eigi að
borga fyrir framleiðslu sem það þarf
að kaupa dýrum dómum og borga
fyrir framleiðslu sem fer í mink fyrir
slikk, til útlanda fyrir slikk og á
haugana fyrir ekki neitt nema flutn-
ingskostnað.
Undantekningin sem sannar
regluna
Stundum er hægt að kaupa bux-
umar með „mjóu lærin“ eftir að þær
fóru úr tísku en það er sjaldgæft að
lagt sé út í auglýsingaherferð til að
auglýsa vöru sem er löngu farin úr
tísku. Það líður venjulega dágóður
tími þar til tískuhönnuðimir gefa
aftur grænt ljós. Auglýsendum
lambakjöts finnst þetta lögmál harla
lítis virði og hafa ítrekað verið und-
antekningin sem sannar regluna.
Lambakjöt er selt niðurgreitt á
einn eða annan hátt af kaupendum
sem síðan er talin trú um að þeir
kaupi hagstætt.
Það hlýtur að vera kominn tími
til að taka þessi mál fastari tökum
í fjölmiðlum. Það er nauðsynlegt að
skoða nokkur mál alveg ofan f kjöl-
inn, s.s. 28 milljarðana til Rússanna,
öskuhaugana, minkinn o.s.frv. án
þess endilega að draga eitthvert eða
mörg fjós á Snæfellsnesi inn í deil-
umar.
Er ekki eðlilegt að biðja um ítar-
lega útekt og útskýringar á þessu?
Magnús Einarsson