Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987. Heilbrigðismál í sveita síns andJitis Ólafía Margrét Guðmunds- dóttir Menntun Ljósmóðir, Ljósmæðraskóla fs- lands Staða Ljósmóðir, Sjúkrahúsi Suður- lands, Selfossi Starfssvið Fæðingarhjálp. Umönnun sæng- urkvenna fyrir og eflár fæðingu og umönnun ungbama fyrstu vikuna eftir fæðingu. Það besta Það besta við starfið er að það er ákaflega gefandi. í flestum til- vikum er það mjög ánægjulegt að taka á móti heilbrigðum bömum og taka þátt í gleði foreldranna. Það besta við að vinna starfið hér er að við erum mjög sjálfetæð- ar og höíúm allt í okkar höndum. Svo höfúm við afskaplega góða mæðraskoðun hér við heilsugæsl- una en lykillinn að góðri feðingar- hjálp er einmitt góð mæðraskoðun. Það versta Það vereta við þetta starf er tví- mælalaust vaktavinnan sem kemur niður á tengslum við fjöl- skylduna og öllu félagslífi. Svo er auðvitað alltaf mjög erfitt þegar upp koma vandamál sem ekki verður ráðið við. Til dæmis þegar grípa verður inn í feðingu með keisaraskurði eða á annan hátt, séretaklega ef það gerist í skyndi. Draumurinn Draumurinn er að ljósmæður geti orðið sjálfstæðari inni á stofh- unum og ég vona að það verði með þeirri breyttu menntun sem komin er. Þá myndi ég einnig óska þess að þáttur ljÓ8móður í heilsugæslu gæti orðið meiri en nú er. Til- hneigingin hefur verið sú að útiloka þær frá heilsugæslunni á þeim forsendum að staríssvið þeirra sé svo lítið að ekki taki því að ráða þær. Hins vegar tel ég starfaviðið geta verið mun víð tækara en nú tíðkast, mun meira en fæðingarhjálpin ein. Raunar geta Ijósmæður komið inn allt frá fyrstu mánuðum meðgöngu og hafa að minnsta kostí jafn mikla menntim í meðferð og eftirliti með ungbömum og hjúkrunarfræðing- ar. „Þau tvö vandamál, sem ef til vill hafa einna mest áhrif á líf aldr- aðra hér á landi í dag, eru annars vegar að við erum ekki búin að mæta þörfinni fyrir sjúkrarými og hins vegar að við skulum ekki hafa tekið upp reglulegar læknisskoð- anir fyrir aldraða, eins og við höfum fyrir börn,“ sagði Hrafn Pálsson, deildarstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu, í viðtali við DV. Hrafn hefur fjallað mikið um málefni aldraðra í starfi sínu og var beðinn um að skýra ofurlítið frá stöðu þeirra mála í dag. Sjúkrarými að koma „Það er viða sjúkrarými í upp- byggingu núna,“ sagði Hrafn, „og ef til vill verður staðan í þeim efn- um orðin nokkuð góð eftir tvö eða þrjú ár. Má þar nefna svonefnda B-álmu Borgarspítalans, D-álmuna í Keflavík, hjúkrunarhúsnæði á Egilsstöðum, Isafirði, Sauðárkróki, Akranesi og víðar. Nú eru í gangi um sextíu verkefni sem að ein- hverju leyti eru á okkar hendi í byggingu steinkumbaldanna sem .. .og að það sé enn virtir þjóðfélagsþegnar. „Verðum að fá folk til að njóta ellinnar“ svo oft eru nefndir. Vandamál þetta er því tímabundið en á meðan það hefur ekki verið leyst erum við að kúldrast með fólk allt of lengi á dvalarheimilum, langt fram yfir það þegar fólkið þarf sjúkrapláss.“ Breytt hugarfar „Öldrunarskoðunin er hins vegar á frumstigi og mun erfiðara vanda- mál því þar er við mörg samtvinnuð vandamál að glíma. Við verðum að finna leið til að glíma við þetta egóíska stolt íslendinga sem knýr þá til að láta sig hafa óþægindi og veikindi tímunum saman í stað þess að leita sér aðstoðar heilbrigð- isstétta og heilbrigðiskerfisins um leið og óþæginda verður vai t. Við þurfum í þessum efnum að breyta hugarfari eldra fólks. Við verðum að fá það til að njóta ellinn- ar eins og unnt er, selja íbúðina og eignirnar, koma sér fyrir og nota það sem búið er að öngla sam- an í lífinu í stað þess að vera að spekúlera í arfinum fyrir krakk- ana. Það er angi af sama meiði að fá fólk til að láta fylgjast með heilsu- fari sínu. Við ættum í raun að kalla þá sem lokið hafa ævistarfinu til læknisskoðunar reglulega, eins og við gerum með böm; láta fólkið finna að okkur er ekki sama hvern- ig því líður, láta það finna að það er enn virtir borgarar þessa sam- félags. Með slíkum skoðunum má finna heilsubrest mun fyrr en nú er raunin og koma í veg fyrir að fólk veikist að óþörfu." Heimaþjónusta „Ég verð einnig að segja eins og er að mér þykir heimaþjónusta við aldraða og heimahjúkrun þeirra ekki búa við nógu mikla uppörvun frá kerfinu. Þar fer fyrsta forvarn- arstarfið fram og með því má ekki aðeins bæta hag aldraðra mjög heldur jafnframt spara kerfinu töluverða fjármuni. Það er hins vegar svo margt bilið sem þarf að brúa og suma þætti er auðveldara að leysa en aðra. Núna er til dæmis í mikilli skoð- un hjá ráðuneyti og Trygginga- stofnun allt sem lýtur að dagvistun .. .aö kalla á fólkið einu sinni á ári i skoðun... aldraðra. Verið er að leita leiða til að auka bætur aldraðra svo að þeir geti fengið einhverja tilbreytingu að deginum án þess að afkoma þeirra skerðist. í þeim efnum er verið að ræða um fólk sem er á flöt- um lífeyri en ekki þá sem hafa verið ráðherrar eða bankastjórar og taka eftirlaun í samræmi við það. I þeim efnum þarf alvarlega að íhuga hvort ástæða sé til að hið opinbera bæti jafht kjör þeirra sem hafa ef til vill hátt á annað hundrað þús- und á mánuði í eftirlaun og þeirra sem ekkert hafa. Þessi mál blandast því öll mörg- um öðrum og það tekur sinn tíma að komast á ákvarðana- og fram- kvæmdastig í hverju þeirra.“ Hefur stórbatnaö „Staðan í málefnum aldraðra hef- ur hins vegar batnað stórlega síðan nýju lögin komu í gagnið, árið 1981. Samkvæmt þeim lögum starfar samstarfsnefnd sem er eins konar upplýsinga- og ráðgjafahópur fyrir ráðuneyti og ráðherra. Eitt mikil- vægasta verkefni þeirrar nefndar er, eins og kemur fram í fimmta lið Ijórðu greinar, að annast stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra og gera tillögur til ráðherra um út- hlutun úr sjóðnum. Þessi fram- .. .láta það vita að okkur er ekki sama... kvæmdasjóður er ákaflega örvandi afl í uppbyggingu húsnæðis og þjónustu. Tekjur hans koma af nef- skatti sem er eitt þúsund krónur á hvem vinnandi mann í landinu. Þrjátíu prósent af tekjum sjóðs- ins renna alltaf í hjúkrunarrými aldraðra enda er mikil uppbygging í þeim efhum víða um land. Síðan eru dvalarheimilismálin einnig studd, en í þeim efnum hafa margir skemmtilegir hlutir átt sér stað, til dæmis í minni kauptúnum landsins þar sem gjafir einstakl- inga, ómæld framlögð og vinna íbúa staðanna hafa rennt stoðum undir mjög gott starf. Það er til dæmis nokkuð algengt að bamlaus hjón gefi húsnæði til þessara nota.“ Heima við „Þessi þróun hefur orðið til þess að fólk fær að vera lengur heima við, ef ekki heima, heldur en áður. Þegar heimaþjónusta og heima- hjúkmn dugir ekki lengur til fær fólk að vera í heimasveit áfram, á litlum dvalarheimilum eða sambýl- um. Þá þarf það ekki að fara í burtu fyrr en þörf er á þungri hjúkmn. Þessar framkvæmdir hefjast ein- mitt oft með framlagi einstaklinga, einhverra primus motora. Ekki má heldur gleyma framlagi ýmissa að- ila, svo sem kvenfélaga, líknarfé- laga, Lions og Kiwanis, sem leggja fram ýmsa þjónustu. í tengslum við þetta starfa svo þjónustumiðstöðvar sem styrktar em af framkvæmdasjóðnum. Oft starfa þær til dæmis í tengslum við verndaðar þjónustuíbúðir. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að á þeim árum, sem liðin em frá því að þessi nýju lög urðu virk, hefur orðið gagnger bylting í uppbygg- ingu málefna aldraðra hérna. Þegar staðan er metin er oft vísað til þessara biðlista, þar sem skráð er fólk sem sótt hefur um þjónustu eða vistun. Síðasti slíkur listi, sem ég sá, gerður fyrir um tveimur árum, sýndi að 2500 manns væm á biðlista. Ég efa þó að það sé mark- tæk tala því flestir sem em á slíkum lista hafa sótt um fleira en eitt, jafnvel dæmi þess að sótt hafi verið um á sjö stöðum þannig að raun- vemlegur fjöldi einstaklinga er ekki nema hluti af því sem virðist vera.“ Hinn gullni meöalvegur „I þessum efhum eins og öðrum er ákaflega erfitt að finna hinn gullna meðalveg. Við reynum að læra af því sem gert hefur verið, höfum löggjöfina í sífelldri endur- skoðun með tilliti til þess sem betur mætti fara. Nú er til dæmis ætlun- in að taka tryggingalöggjöfina til gagngerrar endurskoðunar. Lög- gjöfinni um málefni aldraðra verður einnig breytt að einhverju. Ef við lítum á þessi mál í heild má segja að sú stefna sé ríkjandi að halda fólki heima, að reyna að draga úr vistunarþörfinni. Þar er verið að reyna að snúa þróun við því það hefur verið ákaflega í tísku að koma öldruðum fyrir á stofnun- um undanfarin ár. Við eigum að draga úr þessari geymslu á öldruð- um, gera þá virkari og athafnasam- ari og hafa þá á meðal okkar í þjóðfélaginu. Ég hef trú á að það sé þangað sem við stefnum með þeim lögum sem nú eru sett og þeirri endurskoðun sem stendur yfir. Við verðum enda öll að hafa trú á að það sem við fjöllum um stefni í rétta átt.“ Umsjón: Halldór K. Valdimarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.