Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Qupperneq 22
22
örlítið brot af þeim kiljum sem eru á markaðnum. Vönduð bókmenntaverk og afþreyingarbækur.
KILJfiN,
komin til að vera?
Tíðarandi
„Ég bíð spennt eftir
hverri nýrri bók
um ísfólkið. Sú saga
er í uppáhaldi hjá
mér. Ég hef fylgst
með henni í mörg
ár og þykir mér
alltaf jafngaman að
henni. Maður er
farinn að þekkja
sögunasvo vel..
Rétt fyrir jólin rjúka
íslendingar upp til
handa ogfóta-
æða eins og óðir
menn í bókabúðir
og birgja sig upp
af bókum. Réttara
sagt birgja sig upp
af gjöfum til vina
og vandamanna -
bókagjöfum. Þetta
er eittafþessum
séríslensku fyrir-
bærum. Allir ætla
að eyða jólafríinu „í
ró og næði og lesa
góða bók“. Bók-
menntaþjóðin í
hnotskurn.
Vandaðar bækur, rándýrar,
seljast best. Helst með gullbrydd-
ingum. „Vönduð bók er góð gjöf,“
segir máltækið. En þarf bókin að
vera eitthvað verri þótt hún sé
ekki í mjög vönduðu bandi?
Kannski í pappírskilju. Þarf að
véra* eitthvað verra að lesa góða
bók á öðrum tíma en í kringum jól
og áramót? Eða verra að gefa bók-
argjöf til dæmis á sumrin?
Vitaskuld les fólk töluvert á öðr-
um tímum en í kringum jólahátíð-
ina. Mikið selst af tímaritum,
erlendum sem innlendum. Tímarit-
um sem fjalla um allt milli himins
og jarðar. En í flestum tilfellum eru
það dægurmál af léttara taginu sem
þar eru reifuð. Með undantekning-
um þó. Eins og nokkur þeirra
vandaðri tímarita sem eru á mark-
aðnum þar sem fjallað er um
alvarleg málefni.
Blöð sem birta þýddar ástar- og
spennusögur eru feikivinsæl. Þau
hafa verið gefin út í mörg ár hér
við miklar vinsældir. Þessi rit eru
seld í flestum sölutumum - sem og
„sjoppubækurnar" svokölluðu, það
er að segja bækurnar um ísfólkið,
Morgan Kane, Rauða ástarserían
og fleiri. Þessar bækur seljast
grimmt, segja útgefendur. Og eig-
endur söluturna taka í sama
streng. Fólk bíður spennt eftir
hverri nýrri bók í bókaflokknum
um Isfólkið.
Um hvað fjalla þær?
Það er ekki nema von að fólk,
sem þekkir ekki til þessara rita,
spyrji: „Hvað er svona spennandi
við bækumar? Um hvað fjalla þær
eiginlega?"
Tökum dæmi um ísfólkið títt-
nefnda. Bókaflokkurinn hefur
verið gefinn út i ellefu ár. Og koma
sex bækur út á ári. Þetta er ættar-
saga. En sagan hófst á fjórtándu
öldinni og er nú komið fram á þá
tuttugustu. Um nítján hundruð og
tíu. Ættarhöfðinginn seldi sál sína
djöflinum. Ein manneskja í hverri
kynslóð hefur einhverja yfirnáttúr-
lega eiginleika - og getur gert
ýmislegt við hugarorkuna. Sagan
er eftir norsk-sænskan höfund.
Bókin kemur út sama dag hér á
landi og á öðrum Norðurlöndum.
En hveijir lesa þessa bækur?
Hverjir fara í næsta sölutum og fá
sér lestrarefni?
Ellý Gísladóttir, tuttugu og fjög-
urra ára, er ein þeirra sem lesa og
kaupa mikið af „sjoppubókmennt-
um .
„Ég bíð spennt eftir hverri nýrri
bók um ísfólkið. Sú saga er í uppá-
haldi hjá mér. Ég hef fylgst með
henni í mörg ár og hef alltaf jafn-
gaman af að fylgjast með. Maður
er farinn að þekkja söguna svo
vel. Annars les ég nú margt annað.
Eins og til dæmis Rauðu seríuna,
Kent-söguna og fleiri sakamála- og
ástarsögur. Talsvert fæ ég lánað
en ég hef gaman af að safna þeim
sögum sem ég hef mest fylgst með.
Ég byrjaði að lesa þessar bækur
og sögur þegar ég var smástelpa.
En ég kaupi aldrei þessi sögublöð
sem seld eru í sjoppum," segir Ellý.
Hverjir kaupa bækurnar?
Hvað segja kaupmenn? Hverjir
kaupa þessar bækur?
Þeir kaupmenn, sem ég hafði sam-
band við, voru á einu máli um það
að fólk á öllum aldri og af „öllum
gerðum“ kaupi ritin. Útgefendurn-
ir tóku undir það.
Þær bækur, sem hafa verið á boð-
stólum í söluturnum hingað til,
hafa verið heldur léttvægar að
innihaldi - afþreyingarefni svo til
eingöngu. Litlar bækur sem þægi-
legt er að stinga í töskuna og grípa
til hvar og hvenær sem er.
„Ég les hvar sem er. í strætó, í
hádeginu, bara þar sem mér hent-
ar. Það er einmitt mikið atriði hve
þægilegt er að vera með bækurnar
á sér. Svo eru þær líka mjög ódýr-
ar,“ heldur Ellý áfram.
En undanfarin misseri höfum við
séð dálitla þróun í þá átt að gefnar
séu út „vandaðri" bókmenntir í
þessu þægilega formi, kiljuformi.
Þetta er nýtt hér á landi. Erlendis
eru „vandaðar" bóímenntir, skáld-
sögur og önnur bókmenntaverk svo
til eingöngu gefm út i kilju. Hér á
landi hefur því verið öfugt farið
eins og að framan er lýst. „Vandað-
ar“ bækur skulu vera í hörðu og
fallegu bandi - sem og allar bækur
sem gefnar eru til jólagjafa. Samt
eru útgefendur farnir að þreifa fyr-
ir sér i pappírskiljuútgáfu.
Færa jólabókamarkaðinn
Útgefendumir sjálfir voru spurð-
ir hvert markmiðið væri með þeirri
útgáfu?
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987.
„Ég býstfastlega
við því að kiljuút-
gáfa færist í vöxt -
og er alveg sjálf-
sagt að beina þeim
inn á sölutuma ef
hægt er. Bóksala
hefur gengið vel
síðastliðin tvö ár og
er eðlilegt að sölu-
hæstu bækumar
hverju sinni verði
gefnar út í kilju ...“
- Jörundur Guðmundsson hjá
bókaforlaginu Svart á hvítu segir
að meginmarkmiðið með þessari
útgáfu sé að færa jólabókamarkað-
inn á allt árið, dreifa sölunni og
auka hana.
Svart á hvítu hóf rekstur árið nítj-
án hundruð áttatíu og eitt og hefur
verið þar starfandi almenn útgáfa,
fornritadeild, alfræðideild og nú
kiljudeild. „Það er heilmikil vinna
framundan hérlendis í að byggja
upp kiljumarkað líkt og þekkist
erlendis. Á vegum bókaforlagsins
hafa komið út fjórar bækur. Við
reynum að hafa eins mikla breidd
í útgáfunni og mögulegt er - bæði
vandað lesefni og létta afþreyingu.
Viðtökurnar hafa verið vonum
framar en við þurfum að selja
heilmikið til að þetta gangi. Nú
þegar höfum við boðið upp á nýjar
þýddar bækur, sem hafa kannski
fengist hér í verslunum á frummál-
inu, og hefur verðið verið það
sama. Það verður að teljast gott.
En ég vil geta þess að hér er um
mjög vandaðar þýðingar að ræða,“
segir Jörundur.
Kiljur bókaforlagsins Svart á
hvítu hafa fengist í söluturnum
jafnt sem bókabúðum. En eiga fag-
urbókmenntir heima í söluturnum?
- „Ég er alveg á því að góðar
bækur eigi líka að vera til í sjopp-
um. Fólk á að eiga greiðan aðgang
að hverju því lesefni sem það kýs.
Þeir sem vinna mikið eiga kannski
ekki svo auðvelt með að fara í
bókabúðir eða á bókasöfn. í næsta
mánuði byrjum við svo með áskrift.
Bjóðum upp á pakka á afsláttar-
verði,“ segir Jörundur.
Þeir sem ferðast erlendis hafa
örugglega tekið eftir því að í hverj-
um söluturni og blaðasölu er
talsvert úrval af kiljum. Þá er yfir-
leitt um að ræða metsölubækur og
aðrar nýútkomnar bækur. Sérstak-
ir sölulistar hanga hvarvetna uppi
og velur fólk sér oft bækur eftir
þeim.
Koma góðum bókmenntum
til fólksins
Mál og menning hefur starfrækt
Islenska kiljuklúbbinn á annað ár.
Svo til einungis er hægt að nálgast
bækurnar í áskrift. Og er þá um