Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Qupperneq 33
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGtJST 1987.
33'
Fólk í fréttum
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
hefur verið í fréttum DV vegna um-
ræðna um sölu Útvegsbankans.
Jón Sigurðsson er fæddur 17. apríl
1941 á ísafirði og lauk fil. cand. prófi
í þjóðhagfræði og tölfræði frá Stokk-
hólmsháskóla 1964, M. Sc. Econ. í
þjóðhagfræði frá London School of
Economics 1967. Jón var hagfræð-
ingur við Efnahagsstofnun
1964-1967 og deildarstjóri hagdeildar
Efhahagsstofriunar 1967-1970. Hann
var hagrannsóknastjóri 1970-1971
og forstöðumaður hagrannsókna-
deildar Framkvæmdastofnunar
, ríkisins 1972-1974 og forstjóri Þjóð-
hagsstofhunar 1974-1987. Jón var
fastafulltrúi Norðurlanda í fram-
kvæmdastjóm Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins í Washington 1980-1983 og
varafulltrúi íslands í stjóm Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins frá 1974. Hann var
fúlltrúi íslands í stjóm Norræna
fjárfestingarbankans frá 1976 og
stjómarformaður frá 1984. Jón var
fulltrúi íslands í hagþróunar- og
hagstjómunamefnd OECD frá 1970.
Hann varð þingmaður Reykvíkinga
fyrir Alþýðuflokkinn 1987 og við-
skiptaráðherra í núverandi ríkis-
stjóm.
Kona Jóns er Laufey Þorbjamar-
dóttir, stúdent frá MA 1962, útgerð-
armanns á Grenivík, Áskelssonar,
og konu hans, Önnu Guðmunds-
dóttur ljósmóður. Böm þeirra eru
Þorbjöm, Sigurður Þór, Anna Krist-
in og Rebekka.
Bræður Jóns em Þórir mennta-
skólakennari og Guðmundur,
héraðslæknir á Seltjamamesi.
Foreldrar þeirra em Sigurður
Guðmundsson bakarameistari og
bankagjaldkeri á Isafirði og kona
hans, Kristín Guðjóna Guðmunds-
dóttir.
Föðursystkini Jóns: Jón, skrif-
stofustjóri í viðskiptaráðuneytinu,
Steingrímur, prentsmiðjustjóri í
Rvík, Haraldur ráðherra, Ketill,
kaupfélagsstjóri á Isafirði, Þórir,
kennari á Hvanneyri, Þorlákur,
skipstjóri í Boston, Unnur, kona
Bjama Ásgeirssonar, sjómanns á
ísafirði, Þóra, hjúkmnarkona í Rvík
og Ása, bankastarfsmaður í Rvík.
Móðursystkini Jóns: Guðmunda,
dó ung, Jóhann Sigurður og Gísli
Hoffinann, sjómaður á Isafirði.
Faðir Jóns, Sigurður, var sonur
Guðmundar, prests í Gufudal, Guð-
mundssonar, bóndasonar á Stóm-
Giljá í Þingi, Eiríkssonar, b. á
Stóm-Giljá, Jónssonar. Guðmundur
á Stóm-Giljá var kominn af Stóm-
Brekkuættinni í Fljótum í móðurætt
og lést ungur. Móðir Guðmundar var
Kristjana Jónsdóttir, b. í Meðal-
heimi á Ásum, Einarssonar. Móðir
Sigurðar, Rebekka, var dóttir Jóns,
alþingismanns á Gautlöndum í Mý-
vatnssveit, sem Gautlandaættin er
kennd við, og vom þrír synir Jóns á
Gautlöndum alþingismenn og urðu
tveir af þeim ráðherrar. Dóttursonur
Jóns á Gautlöndum var Steingrímur
Steinþórsson forsætisráðherra. Fað-
ir Jóns á Gautlöndum var Sigurður,
b. á Gautlöndum, Jónsson, b. á Mýri
í Bárðardal, forföður Mýrarættar-
innar, Halldórssonar. Móðir Re-
bekku var Sólveig Jónsdóttir, prests
í Reykjahlíð í Mývatnssveit, Þor-
steinssonar, forföður Reykjahlíðar-
ættarinnar. Sigurður, faðir Jóns, og
Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri
em þremenningar frá Jóni í Reykja-
hlíð.
Móðir Jóns, Kristín, er dóttir Guð-
mundar Hilaríusar, sjómanns á
ísafirði, Halldórssonar. Kristín var
komin af Amardalsættinni og var
hún þremenningur við Jakob
Bjömsson orkumálastjóra. Móðir
Kristínar var Guðrún Friðriksdóttir,
b. á Hrafhseyrarhúsum við Amar-
fjörð, Jónssonar, prests á Hrafnseyri,
Ásgeirssonar, prófasts i Holti í Ön-
undarfirði, Jónssonar, bróður
Þórdísar, móður Jóns Sigurðssonar
forseta. Kristin, móðir Jóns, var
fimmmenningur við Jóhannes Nor-
dal seðlabankastjóra frá Jóni
Ásgeirssyni, afa Jóns forseta, og
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra.
fimmmenningur við Matthías Á.
Mathiesen samgöngumálaráðherra
frá Matthíasi Þórðarsyni á Eyri í
Seyðisfirði, afa Jóns prests á Hrafns-
eyri, en afi Matthíasar á Eyri var
Olafur Jónsson á Eyri, langafi Jóns
forseta.
AfmæH
Magnus Magnusson
Magnús Magnússon, skipstjóri og
útgerðarmaður, Langeyrarvegi 15,
Hafharftrði, verður áttræður í dag.
Magnús fæddist að Efri-Flankastöð-
um í Sandgerði. Faðir hans, sem var
sjómaður, dmkknaði áður en Magn-
ús fæddist. Magnús var hjá móður
sinni til fimm ára aldurs en fór þá í
fóstur að Vallarhúsum að Miðnesi
til hjónanna Margrétar Þórarins-
dóttur og Jóns Ólafssonar. Þar var
hann til ellefu ára aldurs en þá fór
hann aftur til móður sinnar. Magnús
fór nítján ára gamall í Sjómanna-
skólann og lauk þaðan prófi 1930.
Þegar Magnús var þrettán ára gam-
all hóf hann sinn sjómennskuferil
og sautján ára varð hann formaður
á Barðanum frá Ólafsvík sem gerður
var út frá Sandgerði. Hann hefur
síðan verið skipstjóri á ýmsum bát-
um og má þar t.d. nefna mb. Soffiu
frá Sandgerði, mb. Auði GK, mb.
Hafdísi GK, mb. Öm Amarson GK
og Hafrúnu GK. Magnús gerði út
trillu nú síðustu ár og sótti á henni
þar til í fyrra.
Kona Magnúsar var Kristín
Magnúsdóttir, f. 26. 4. 1913, d. 24. 2.
1967. Faðir hennar var Magnús, b.
í Efri Hömrum í Holtum, Bjömsson-
ar, Snæbjömssonar sem var síðasti
ábúandinn í Trausthólshólma í
Þjórsá. Móðir Kristínar var Stefanía
Ámundadóttir, b. í Bjólu í Rangár-
vallasýslu, Filippussonar.
Magnús og Kristín eignuðust tvö
böm, Magnús rafvirkja, f. 23.8.1942,
en hann er kvæntur Kristínu Jóns-
dóttur bankastarfsmanni, Hafdísi
skrifstofustjóra, f. 6.7. 1937, en hún
er gift Hjörleifi Bergsteinssyni vél-
virkja. Stjúpdóttir Magnúsar er svo
Bára Guðmundsdóttir kennari, f.
27.6. 1936, en hennar maður er Jón
Gíslason skipstjóri.
Magnús átti tvo bræður. Annar
þeirra, Einar Helgi, dó nýfæddur en
Magnús Magnússon, skipstjóri og
útgerðarmaður.
hinn, sem einnig hét Einar Helgi, f.
8.2. 1902, lést í hárri elli 1985. Var
hann b. að Klöpp í Sandgerði.
Faðir Magnúsar hét Magnús, son-
ur Einars Vigfússonar og Helgu
Bjömsdóttur en móðir hans var
Snjáfriður, dóttir Einars Guðmunds-
sonar og Ragnhildar Jónsdóttur.
Magnús ætlar að taka á móti gest-
um á heimili dóttur sinnar á Flóka-
götu 4 eftir kl. 16. á afmælisdaginn.
80 ára
Kristinn J. Guðmundsson sjómað-
ur, Ásgarði 53, Reykjavík, er 80 ára
í dag.
Margrét Lárusdóttir, Langanes-
vegi 17A, Þórshöfn, er 80 ára í dag.
70 ára
Sigríður Sigurðardót.tir, Ásbyrgi,
Gerðahreppi, er 70 ára í dag.
Guðný Sigfríður Jónsdóttir,
Krummahólum 6, Reykjavík, er 70
ára í dag. Hún verður að heiman.
Jón V. Bjarnason, Valþjófsstað II,
Fljótsdalshreppi, er 70 ára í dag.
Ágústa Þorkelsdóttir, Helgugötu
1, Borgarnesi, er 70 ára i dag.
60 ára_________________________
Sigríður Theodóra Jónsdóttir,
Hraunbæ 86, Reykjavík, er 60 ára
í dag.
Sigurður Valgarð Jónsson, Fann-
arfelli 12, Reykjavík, er 60 ára í
dag.___________________________
50 ára
Þorvaldur Kjartansson rakari,
Akraseli 26, Reykjavík, er 50 ára í
dag.
Ragna Hjaltadóttir, Esjugrund 33,
Kjalarnesi, er 50 ára í dag.
Guðmundur Guðbergsson hús-
gagnasmiður, Svalbarða 6, Hafnar-
firði, er 50 ára í dag.
Ólöf Magnúsdóttir, Álfhólsvegi 42,
Kópavogi, er 50 ára í dag. Hún tek-
ur á móti gestum að heimili sínu í
kvöld,_________________________
40 ára_________________________
Sigríður Ragnardóttir, Brú 11, Jök-
uldalshreppi, er 40 ára í dag.
Örn Grundfjörð, Nóatúni 26.
Reykjavík, er 40 ára í dag.
Karl Jóhann Karelsson, Heiðar-
lundi ÍG, Akureyri. er 40 ára í dag.
Jón Guðmundsson, Krosseyrarvegi
8, Hafnarfirði, er 40 ára í dag.
Kristinn Friðriksson
Kristinn Friðriksson sjómaður,
Vallarbraut 15, Akranesi, er áttræð-
ur i dag. Kristinn fseddist á Grund
í Borgarfirði eystra. Kristinn missti
föður sinn þrettán ára gamall og
varð þá vinnumaður á Fljótsdals-
héraði hjá foðurbróður sínum.
Kristinn byrjaði ellefu ára að stunda
sjómennsku og hefur gert það nán-
ast óslitið síðan.
Kristinn fluttist til Seyðisfjarðar
árið 1934 og 1935 gifti séra Sveinn
Víkingur Kristin og Ágústu Gústafs-
dóttur sem er feedd 1913. Ágústa er
dóttir Gústafs Kristjánssonar í
Brekku á Djúpavogi og Jónínu Hjör-
leifsdóttur frá Núpi við Djúpavog,
en ýmsar sögur hafa verið sagðar
og skráðar af kröftum og knáleika
þeirra Núpsbræðra, Hjörleifs og Ein-
ars. Faðir Núpsbræðra var Þórarinn
sonur Ríkarðs Long sem Long-ættin
er komin út af, en bróðir Þórarins
var Jón faðir Ríkarðs mvmdhöggv-
ara.
Kristinn og Ágústa eiga sjö böm.
Elstur er Friðrik Eldjám sjómaður.
f. 1935, en harrn er giftur Þómýju
Elísdóttur, eftirlitskonu hjá Haraldi
Guðrún Sigurðardóttir, Lundum,
Stafholtstungum, er 40 ára í dag.
Rúnar Jóhannsson bifvélavirki,
Holtabrún 4. Bolungarvík. er 40
ára í dag.
Daði Ingimundarson skólastjóri.
Hjöllum 19, Patreksfirði. er 40 ára
í dag.
íris Gréta Valberg, Víðivangi 7,
Hafnarfirði. er 40 ára í dag.
Rúna Björg Jónsdóttir, Stóragerði
14, Hvolhreppi, er 40 ára í dag.
Böðvarssyni á Akranesi, þá Hlin
verslunarkona. f. 1937, gift Hreini
Jónssyni, starfsmanni hjá Ágæti, og
búa þau í Reykjavík, Hrefna kaup-
kona, f. 1940, gift Kenneth L. Tullen,
en þau búa í Mississippifylki í
Bandaríkjunum, Þórarinn sjómaður,
f. 1942, giftur Erlu Ármannsdóttur,
Hjördís, ræstingastjóri á sjúkrahús-
inu á Akranesi. f. 1944. gift færeysk-
um manni. Sigurði Henrikssen,
starfsmanni á Grundartanga, Gústaf
lestunarstjóri hjá SIF, f. 1949, giftur
Gyðu Guðjónsdóttur, hjúkruna-
rfræðingi á Landspítalanum. Yngst-
ur er Guðmundur viðskiptafræði-
nemi, f. 1958. en sambýliskona hans
er Linda Friðjónsdóttir.
Hálfbróðir Kristins var Ásgrímur
sem nú er látinn. Eftirlifandi kona
Ásgríms er Margrét Sigurðardóttir
sem nú býr ’ Kópavogi. Kristinn á
einnig tvær hálfsystur, Guðnýju
Friðriksdóttur. gifta Haraldi Guð-
jónssvmi, fyrrverandi leigubílstjóra
hjá Hrev’fli, og Sigríði Friðriksdótt-
ur. gifta Aðalsteini Sveinssyni
múrara.
Faðir Kristins var Friðrik, b. á
Grund í Borgarfirði, Jóhannsson,
Einarssonar af Jökuldal. og Kristín-
ar Eldjámsdóttur, stúdents í Mikla-
garði í Evjafirði. Hallgrímssonar,
afabróður Jónasar Hallgrímssonar
skálds og Þórarins Kristjánssonar.
prófasts í Vatnsfirði. langafa Krist-
jáns Eldjáms forseta. Móðir Kristins
var Björg, dóttir Ásgríms b. á Gmnd
í Borgarfirði, Guðmundssonar. af
Galdra-Imbu-ætt, en Ásgrímur var
langafi Halldórs sjávarútvegsráð-
herra.
Andlát
Olafur Jónsson
Ólafur Jónsson læknir andaðist á
Landspítalanum mánudaginn 17.
ágúst sl.
Ólafur var fæddur í Skálavík í
Vatnsfjarðarsveit 4. september 1924.
Hann lauk læknisprófi frá Háskóla
íslands og lagði stund á lyflæknis-
fræði, aðallega í meltingarsjúk-
dómum, við Pennsylvaniuháskóla
1957-1958. Ólafur var aðstoðarlækn-
ir við McLaren General Hospital í
Flint í Michigan og var síðan styrk-
þegi og aðstoðarkennari í University
Medical Center í Norður-Karólínu.
Ólafur starfaði sem læknir í Reykja-
vík frá 1960 og var aðstoðarlæknir
við lyflæknisdeild Landspítalans og
kennari í lyflæknis- og lyflafræði við
Hjúkrunarskóla íslands.
Kona Ólafs er Drífa Garðarsdóttir,
útgerðarmanns á Patreksfirði, Ólafs-
sonar Jóhannessonar og konu hans,
Lauru Carlsdóttur Proppé, og eign-
uðust þau fjögur böm, Eddu, Ólaf,
Kristínu og Garðar.
Foreldrar Ólafe: Jón Benediktsson,
læknir í Rvík, og Kristín Ólafsdótt-
ir. Hálfbróðir Ólafe, sammæðra, er
Reynir Oddsson kvikmyndagerðar-
maður.
Faðir Ólafe, Jón, var sonur Bene-
dikts, prófasts á Grenjaðarstað,
Kristjánssonar, b. í Stóradal í Svína-
vatnshreppi, Jónssonar. Móðir
Benedikts var Sigurlaug Sæmunds-
dóttir, b. í Gröf í Víðidal, Jónssonar.
Ólafúr og Gunnar Bjamason ráðu-
nautur vom bræðraböm, frá
Benedikt á Múla. Föðuramma Ólafe,
seinni kona Benedikts á Grenjaðar-
stað, var Ólöf Ásta, föðursystir
Þórarins Bjömssonar skólameist-
ara, dóttir Þórarins, b. á Víkinga-
vatni, Bjömssonar, b. og smiðs á
Víkingavatni, Þórarinssonar, Ólöf,
systir Þórarins á Víkingavatni, var
móðir Sveins Víkings Magnússonar,
gestgjafa á Húsavík, afa Bjama Ben-
ediktssonar forsætisráðherra. Meðal
annarra afkomenda Víkingavatns-
ættarinnar vom rithöfundamir
Sveinn Víkingur Grímsson, síðast
biskupritari, og Ámi óla.
Móðir Ólafs, Kristín, var dóttir
Ólafe, b. í SkálaviVí Isafjarðardjúpi,
Ólafssonar, b. í Reykjarfirði, Jóns-
sonar, og Salvarar Kristjánsdóttur,
/
H
Ólafur Jónsson læknir.
af Eyrardalsætt í Isafirði. Móður-
amma Ólafe var Jóhanna Sigurborg
Þorleifsdóttir, b. í Kleifarkoti,
Helgasonar.
Ingunn Maria Friðriksdóttir,
Skriðustekk 3, lést í Landspítalan-
um að morgni 22. ágúst.
Jóhann Jóhannsson, hárskera-
meistari, Álfheimum 54, Reykjavík,
andaðist að heimili sínu 23. ágúst.
Ólafía Haraldsdóttir, Faxabraut 5,
Keflavík, andaðist í Sjúkrahúsi
Keflavíkur 22. ágúst.
Þorvaldur Teitsson frá Víðidals-
tungu, til heimilis að Framnesvegi
58B, Reykjavík, lést á Landspítal-
anum 23. ágúst.