Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Side 37
ÞRIÐJUDÁGUR 25. ÁGÚST 1987.
T\-
- í einu af mest spennandi golfmóti sem fer fram fyrir norðan Alpafjöll
Það var glampandi sól kl. 15.30 og
spannan var komin í hámark á hin-
um skemmtilega Strandarvelli,
golfvelli Golfklúbbs Hellu. Mikið var
í húfi - bifreið var í verðlaun ef einn
af þrjátíu kylfingum, sem tóku þátt
í einu af mest spennandi golfmótum
landsins, næði því að fara „holu í
höggi“ á níundu braut. Brautin er
132 metra löng. Heimir Herbertsson
lamdi kúluna sína - hún þaut í gegn-
um loftið, skoppaði á flötinni og
hafnaði aðeins 2,30 m frá holunni.
Á sama tíma og Heimir sló kúluna
var faðir hans, Herbert Guðmunds-
son, á fullri ferð á áttundu braut.
Hann sýndi létta sveiflu með fimmtré
sínu - lamdi kúluna í öðru höggi.
Kúlan skoppaði eftir bautinni, inn á
flötina og síðan beint ofan í holuna.
„Þetta er eitt af bestu höggum mín-
um í golfíþróttinni. Sannkallað
sjónvarpshögg," sagði Herbert sigri
hrósandi. Hann fór 237 m langa braut
á tveimur höggum, sem er frábær
árangur. Kúla Herberts var 121 m
og eitt fet frá holunni þegar hann sló
kúluna beint ofan í hana.
Já, spennan var í hámarki. Margir
snjallir kylfingar sýndu listir sínar
og komu fyrir ótrúlegustu atvik.
Mótið sem fór fram á Strandarvelli
- einum af skemmtilegustu golfvöll-
um landsins - var hið árlega „Flipp-
open“, mót starfsmanna Frjálsar
fjölmiðlunar, sem er talið mest
spennandi golfmót norðan Alpafjalla
ár hvert. Ævintýramót, sem fáir vilja
missa af. Glæsileg verðlaun voru í
boði. Jöfur tilkynnti fyrir mótið að
Hér á myndinni má sjá keppendur í „Flipp-open“. Þeir standa við bifreiðina sem var í verðíaun fyrir holu i höggi
á niundu braut. Golfskáli Golfklúbbs Hellu er i baksýn.
sá kylfingur sem færi holu í höggi á
níundu braut fengi Skoda í verðlaun.
Bifreiðin stóð við hliðina á braut-
inni. Japis gaf útvarpstæki í verð-
laun. Þá voru einnig verðlaun i boði
frá Póstversjuninni Prima, Bolta-
manninum, Ástund, Sanitas, Arnar-
hóli og Arnarflug gaf sigurvegaran-
um flugfarseðil til meginlands
Evrópu.
Eins og undanfarin ár er ekki haft
hátt um árangur keppenda. En eitt
er víst að þeir léku mjög vel á Strand-
arvelli sem er mjög skemmtilegur
átján holu völlur í fallegu umhverfi.
dór Bragason, Kristján Már Unnarsson og Geir Þórðarson.
„Þeir síðustu verða alltaf fyrstir," var kjörorð þeirra kylfinga sem voru
ræstir siðast út. Hér eru þrir af þeim fjölmörgu keppendum sem léku fing-
rum framm i „Flipp-open.“ Kristján Jónasson, Ragnar Sigurjónsson,
keppnisstjóri, og Sigurdór Sigurdórsson. Þeir félagar, sem gengu undir
nafninu „þúfnabanarnir" - sýndi snjalla takta. Ragnar fékk Flipp-verðlaunin
fyrir ævintýralegasta höggið i keppninni.
3X
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Ronald ReaganJ,
er yfir sig stoltur af syni sínum,
Ron, þessa dagana. Strákurinn er
sem kunnugt er balletdansari af
lífi og sál og hefur hingað til ekki
fengist til að gera nokkuð annað.
En nú hefur Ron verið boðið aðal-
hlutverk í nýrri kvikmynd sem
fjallar um líf og starf Freds Ast-
aire, stepparans mikla, sem er
nýlátinn. Ron á að leika Fred sjálf-
an og líst honum sjálfum svo vel
á boð þetta að allt lítur út fyrir að
hann muni taka því. Ronald pabbi
er svo spenntur fyrir þessu að
hann hvetur son sinn með ráðum
og dáð til að taka hlutverkinu.
Steven
Spielberg
er ákveðinn maður ef svo ber
undir. Hann þarf, eins og aðrar
stjörnur, vitanlega dagheimili fyrir
barn sitt. En Steven vill ekkert
þurfa að fara langar vegalengdir
með son sinn heldur hafa hann í
næsta nágrenni við vinnustað
sinn. Eins og skiljanlegt er sparar
það tíma og fyrirhöfn og er að
öllu leyti hagstæðara. Steven hef-
ur farið fram á það við Universal^V
kvikmyndaverið að það komi upp
dagheimili fyrir stjörnuforeldra.
Nú hefur hann fengið ósk sína
uppfyllta og geta þvi öll stjörnu-
börnin verið saman að leika sér á
meðan foreldrarnir vinna fyrir
börnum og búi.
<.)
Bruce
Springsteen,
söngvarinn ágæti, er sælkeri með
afbrigðum. Hann fer út að borða
á degi hverjum og stundum oftar
en einu sinni. í uppáhaldi hjá
honum er ítalskur matur. ítalskt
pasta fær hann hreinlega til að
borða á sig gat. Mikið kryddaðt%-,
matur á upp á pallborðið hjá
Bruce en hann er lítið gefinn fyrir
salat eða annan mjög hollan mat.
Nautasteikur, þá vel pipraðar, eru
lika í sérstöku uppáhaldi. Öllu
saman skolar hans svo niður með
bjór. Eftirlætiseftirrétturinn er ban-
anaís með heitri súkkulaðisósu
og rjóma.