Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1987, Blaðsíða 40
F R
TTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1987.
r
i
Verkamannasambandið:
Verðum ekki í
samfloti með Al-
þýðusambandinu
- segir Guðmundur J.
„Verkamannasambandið verður
ekki í samfloti með ASÍ í komandi
kjarasamningum. Við verðum með
ráðstefnu á föstudaginn kemur. Þar á
ég von á að línumar verði lagðar fyr-
ir samninga og að við munum síðan
fara í kjarasamninga við Vinnuveiten-
dasambandið viku eða tíu dögum eftir
ráðstefnuna,“ sagði Guðmundur J.
Guðmundsson, formaður Verka-
mannasambands Islands, í samtali við
DV.
Guðmundur sagði að fljótlega eftir
ráðstefnuna yrði skipuð samninga-
nefnd og þar yrði fiskvinnslufólk
fjölmennt. Væri ætlunin að fá sem
'lf'flesta beint af frystihúsgólfinu og inn
á samningafund með stjóm sambands-
ins. Hann sagði mikla óánægju ríkja
hjá fiskvinnslufólki með kjörin. Starfs-
aldurshækkanir hefðu verið teknar af
þvi í síðustu kjarasamningum og eins
væri fólk orðið langþreytt á því að
vera alltaf haft í neðsta launaflokki.
„Sjómenn hafa fengið vemlegar
launahækkanir, fiskverð hefur hækk-
að á Bandaríkjamarkaði, saltfiskur
hefur hækkað enn meira og vinnuveit-
endur lýsa því nú yfir að þeir séu svo
^stondugir að þeir vilji kaupa banka.
Þegar allt þetta kemur saman hljóta
menn að vera tilbúnir að hækka kaup
fólksins sem skapar öll verðmætin, og
það verulega," sagði Guðmundur J.
Guðmundsson.
-S.dór
Oivaður maður stal bíl
Mikið ölvaður maður stal í gær-
kvöldi Volkswagen bifreið á Hafnar-
bakkanum á Sauðárkróki. Var það
um klukkan hálfníu að lögreglunni
var tilkynnt um ofsaakstur á götum
bæjarins. Var þar hinn ölvaði bíl-
þjófur á ferð.
Ökuferðina endaði maðurinn síðan
með því að aka á fiskkassastæðu og
*-Aíið það skemmdist bíllinn töluvert
mikið. Maðurinn slapp með skrekk-
inn. Lögreglan á Sauðárkróki segir
að maðurinn hafi verið blekfullur og
hafi hann enga stjórn haft á bílnum.
JVC
LOKI
Allt dettur nú pólitíkus-
unum í hug!
Hugsanleg „lausn“ Utvegsbankamálsins:
Ráðherra geri
tilboð sem
allir hafhi
- síðan efnt til lokaðs tilboðs í hlutabréfin
Salan á Útvegsbankanum er kom-
in í illleysanlegan hnút að því er
virðist. Jón Sigurðsson viðskipta-
ráðherra hefúr undanfama daga
leitað leiða til lausnar því en engin
þeirra virðist fær með góðu móti
ekki síst í Ijósi þeirra yfirlýsinga sem
formenn Pramsóknar- og Sjálfstæð-
isflokksins haia gefíð. Nú eru menn
að velta þeim möguleika fyrir sér
að gera aðilum sem boðið hafa í
hlutabréf Útvegsbankans þannig til-
boð að þeir geti ekki annað en
hafiiað því. Eftir það er hægt að
bjóða bréfin aftur út með þeim skil-
málum að tilboð í þau verði lokuð.
Ríkið geti þá tekið hvaða boði sem
er eða hafnað öllum.
Sú leið sem menn eru mest að velta
fyrir sér nú er að gera hverjum og
einum þeirra sem boðið hafa í bréfin
kost á að kaupa ákveðna upphæð
sem ríkið ákveður. Aðifamir eru 37,
það eru Sambandið og þrjú dóttur-
fyi-irtæki þess og svo aðilamir 33 á
hinum vængnum. Vitað er að þessu
myndu allir hafna. Þegar þeir hefðu
hafhað gæti Jón Sigurðsson ákveðið
að bjóða bréfin út aftur og hafa til-
boðin lokuð.
Þeir aðilar sera DV hefur rætt við
halda því fram að nær útilokað sé
fyrir fagráðherra eins og Jón Síg-
urðsson og raunar ráðherragengi
Alþýðuflokksins að ganga gegn vilja
forsætásráðherra i þessu máli. Þótt
lagalega séð só það viðskiptaráð-
herra sem tckur ákvörðun í málinu
þá sé hefð fyrir því í ölfum lýðræðis-
ríkjum að fagráðherrar gangi ekki
gegn eindregnum vilja forsætisráð-
herra.
Ríkisstjómarfundur hófst í morg-
un en óvíst var talið að Útvegs-
bankamálið yrði þar á dagskrá.
-S.dór
Skákkapparnir ungu komu til landsins
á mótinu.
nótt og sjást hér á Keflavíkurflugvelli með verðlaunagripinn sem þeir unnu til
DV-mynd BG
Veðrið á morgun:
Víða rigning
á Suður- og
Vesturlandi
Það verður sunnan- og suðvest-
anátt um land allt. Víða rigning á
Suður- og Vesturlandi en þurrt að
mestu á Norður- og Austurlandi.
Fremur hlýtt verður þó á landinu
öllu. Hiti á bilinu 10 til 14 stig.
Hlýjast á Austfjörðunum.
SS ræður utiendinga:
„Skaplegra
fyrst það
eru Danir“
„Það er auðvitað ekki gott þegar
þarf að ráða erlent vinnuafl í stórum
hópum í íslensk fyrirtæki en mér finnst
þó skaplegra að þarna er um Dani að
ræða sem eru hvort eð er líkir íslend-
ingum að mörgu leyti,“ sagði
Guðmundur Þ. Jónsson, formaður
Landssambands iðnverkafólks, um
það að Sláturfélag Suðurlands hefur
nú ráðið 27 Dani, bæði ófaglært iðn-
verkafólk og sérmenntað kjötiðnaðar-
fólk í framleiðsludeildir og verslanir
fyrirtækisins og koma þeir fyrstu og
hefja störf í næstu viku.
„Það hefúr verið gríðarlegur skortur
á starfsfólki í sumar og þegar skóla-
fólkið fer i haust var um fáar aðrar
leiðir að ræða en að ráða erlendis
frá,“ sagði Teitur Lárusson, starfs-
mannastjóri SS. „Við fengum reynslu
af starfskröftum frá Norðurlöndum í
sumar og líkaði vel. Það er búið að
finna húsnæði fyrir hluta af hópnum
en fólkið hefúr undirritað ráðningar-
samning upp á sex mánuði til að byrja
með,“ sagði Teitur.
-BTH
Jón G.
vann
„Þetta gekk ekki nógu vel í gær,“
sagði Þröstur Þórhallsson skákmaður
í morgun, en hann teflir ásamt þremur
öðrum íslendingum á skákmóti Lloyds
bankans í London.
Þröstur tapaði í gær fyrir Indverjan-
um Anand sem er heimsmeistari
skákmanna 20 ára og yngri. Hannes
gerði aftur á móti jafútefli við enskan
skákmann og sama gerði Jón G. Við-
arsson. Jón er nú efstur þeirra félaga
með 2 vinninga eftir 3 umferðir, en
þeir Þröstur og Hannes eru með 1,5
vinninga og eru í miðjum hópi.
-oj
í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
Sigurvegar-
ar komnir
heim
íslenska sveitin í skólaskák grunn-
skólanema kom heim seint í gærkveldi
en sveitin vann nýlega Norðurlanda-
meistaratitil í þessum aldursflokki en
þetta er sveit Seljaskóla sem vann Is-
landsmeistaratitilinn í vor.
Hlutu strákamir 16,5 vinninga af 20
mögulegum og vom nokkuð ömggir
sigurvegarar á mótinu. Næstir í röð-
inni urðu Norðmenn með 14,5 vinn-
inga og Danir urðu í þriðja sæti með
12,5 vinninga. íslenska sveitin lagði
báðar þessar sveitir að velli, Danina
með 3:1 vinningi en Norðmenn með
2,5:1,5 vinningum. Þá vann sveitin
Svía með 3,5:0,5 vinningum, B-sveit
Finna með sömu vinningatölu, en rót-
burstaði aftur á móti A-sveit Finna
með 4 vinningum gegn engum.
í sveitinni em þeir Þröstur Ámason
sem teflir á 1. borði, Sigurður Daði
Sigfússon á 2. borði, Sæberg Sigurðs-
son á 3. borði, Snorri Karlsson á 4.
borði og varamaður er Kristinn Frið-
riksson. Vararstjórar í ferðinni vom
þeir Ólafúr H. Ólafsson og Guðmund-
ur Guðjónsson.
-ój
t
t
t
t
t
:
i
i
i
i
í