Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. Elvar Halldórsson, elnn starfsmanna Vatnsveitunnar, meö unga sem mávurinn hefur drepið. DV-mynd JAK Mávurinn vargur í véum Tjamarinnar: Linnulaus dráp á stálpuðum andarungum -keyrir fuglinn í kaf og rífúr á hol „Það gengur alveg fram af manni að horfa upp á þettasagði Stefán Þorvarðarson, starfsmaður Vant- sveitu Reykjavíkur, í samtali við DV, en hann og aðrir starfsmenn borgar- innar, sem undanfarið hafa unnið við endurbætur við Tjömina, hafa orðið vitni að linnulausu drápi svartbaks og sílamávs á stálpuðum andarungum á Tjöminni. Stefán og félagar hans sögðu að þeg- ar þeir hófu störf við endurbætur á Tjamarbakkanum í sumar hefðu að minnsta kosti 50 til 60 kollur verið á Tjöminni með unga en nú sæjust un- gamir varla lengur. „Mávurinn veiðir endumar þannig að hann kertTur fjúg- andi af þeim aftanfrá og steypir sér síðan yfir fuglinn, keyrir hann í kaf og heldur honum í kafi þar til hann er orðinn dasaður. Þá rífur mávurinn fuglinn á hol,“ sögðu starfsmenn Vatnssveitunnar. Kváðust þeir hafa hirt mörg hræ af mávinum sem þeir telja að hafi drepið tugi eða jafnvel hundruð unga. Töldu þeir nauðsynlegt að grípa til einhverra aðgerða gegn mávinum og sögðust furða sig á því að ekki skuli leyft að skjóta þá eða eita fyrir þá. -ój ______________________Fréttir Lrfeyrissjéðimir: Sannfærður um að sam- komulag næst segir Sigurður E. Guðmundsson „Það má ef til vill segja að menn hafi flýtt sér um of í bjartsýni á dögun- um að lýsa því yfir að samkomulag væri á næsta leiti. Hitt er annað að ég er sannfærður um að samkomulag mun takast milli landssambanda líf- eyrissjóðanna og ríkisins um skulda- bréfakaupin. Það tekur einhvem tíma ennþá þannig að ég þori ekki að segja til um hvenær það verður,“ sagði Sig- urður E. Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Húsnæðisstofhunar ríkisins, í samtah við DV. Sigurður sagði að unnið hefði verið að ákveðinni hugmynd varðandi lausn málsins. Var hún kynnt félagsmála- ráðherra í gær en verður lögð fyrir stjóm Húsnæðisstofriunar í dag. f næstu viku er svo fyrirhugaður fundur fulltrúa lífeyrissjóðanna og ríkisins og ekki ótrúlegt að þá verði tíðinda að vænta. í síðustu viku var unnið að ákveðn- um útreikningum hjá Húsnæðisstofn- un um hugsanlega vaxtahækkun eldri skuldabréfa. Að sögn Sigurðar hefur sú hugmynd nú verið lögð til hliðar en unnið að ýmsum öðrum hugmynd- um varðandi vaxtagreiðslumar eins og áður sagði. -S.dór Allar bjorgunar- sveitir á einni æfingu Gert er ráð fyrir að um 250 bjöig- og skiptir þá engu hvaða björgunar- unarsveitarmenn víðast hvar af samtökum sveitimar tilheyra. landinu taki þátt í samæftngu Að sögn forráðamanna æfingar- Landssambands Hjálparsveita skáta innar miöast hún við landbjörgun á Möðrudalsöræfum um niestu helgi. og verður kappkostað að hafa verk- Slíkar samæfingar em reglulegir efnin fjölþætt þannig að öll björgun- viðburðir og skiptast aðildarsveitir arþjálfim fái notið sín. Landssambandsins á um að halda þær. Að þessu sinni er samæfingin Björgunarsveitir eiga að mæta í í höndum Hjálparsveita skáta í Möðrudal eigi síðar en klukkan Reykjadal, Aðaldal, á Fljótsdals- fimm á laugardagsmorgun og er héraði og á Fjöllum. áætlað að æfingunni Ijúki um miðj- Öllum björgunarsveitum á landinu an dag á sunnudag. hefur verið boðið til æfingarinnar -ATA I dag mælir Dagfaii_____________ Uppreisnaröflin Atburðir á Filippseyjum eru oft og iðulega í fréttum vegna þess að þar eru menn ýmist að efha til upp- reisna eða bæla niður uppreisnir. Þar virðist lenska, í hvert skipti sem óánægja brýst út, að safna liði og æsa til uppreisnar og er svosum ekki vitlausari aðferð heldur en hver önn- ur. Annars staðar fella menn ríkis- stjómir með því að greiða þeim ekki atkvæði í kosningum. Þetta var reynt líka í kosningum á Filippseyj- um lengi vel. Einkum í tíð Markosar, sem stundaði bílífi og auðsöfhun og mátti ekki vera að því að sinna þegn- um sínum. En það var alveg sama hversu óánægjan var útbreidd og hversu margir greiddu atkvæði gegn Markosi, alltaf komu fleiri atkvæði upp úr kössunum sem studdu hann. Þetta þóttu lýðsræðisleg úrslit og viðunandi þangað til það uppgötvað- ist að Markos hafði menn á sínum snærum sem stjómuðu kosningun- um og laumuðu atkvæðaseðlum í kjörkassana eftir þörfum án þess að kjósendur kæmu þar nálægt. Þetta var auðvitað mjög þægileg aðferð fyrir Markos og dugði honum til valda og mannaforráða, allt þar til stuðningsmenn hans gleymdu að setja nógu marga atkvæðaseðla í kassana og talningin fór úr skorðum. Þá komst Aquino til valda og Mar- kos flúði land. Síðan þessi örlagaríku mistök áttu sér stað í kosningunum á Filippseyj- um hafa ýmsir fylgismenn Markosar verið iðnir við ýmiss konar uppreisn- ir. Venjulega em uppreisnaröflin kennd við Enrile sem er ráðherra í stjóminni og sá sem bælir þær niður heitir Ramos og mun líka vera í rík- isstjóminni. Allavega er hann yfhmaður alls herafla landsins og þekkir því með nafni þá sem hann lætur drepa í uppreisnunum þegar þær em bældar niður. Aquino for- seti er yfirleitt stödd í forsetahöll sinni þegar uppreisnir bijótast út og sendir út fréttatilkynningar ótt og títt um að hún sé enn á lífi. Dagfara hefur stundum dottið í hug að það gæti verið tilbreyting hér í grámyglunni á íslandi ef við gætum komið okkur upp svipuðum uppreisnum og þeir á Filippseyjum. Fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins geta verið í hlutverki Markosar en þeir sitja í hálfgerðri útlegð, hundfúlir yfir þeim lýðræðis- legu örlögum að vera útskúfað frá ríkisstjóm. Þorsteinn er hins vegar Aquino, ömggur í höllinni sinni. Og svo væri Steingrímur í gervi Enrile, sem sigaði alls kyns uppreisnaröflum á Þorstein, óróaseggjum eins og Sambandinu og Kristjáni hjá LÍU og gera Þorsteini lífið leitt. Stein- grímur er, eins og Enrile, frústrerað- ur yfir því að vera ekki aðalmaður- inn í stjóminni og skipuleggur því skæruhemað á hendur forsætisráð- herra. Þorsteinn hefur svo flokksr- áðið til að vemda sig, alveg eins og Aquino hefur Ramos og herinn til að gæta forsetahallarinnar. Þor- steinn hringir í flokksráðið þegar eitthvað bjátar á og biður um aðstoð og verst grimmilega með einhuga flokksráð á bak við sig sem veit upp á hár hvað Þorsteinn á að segja þegar ráðist er á hann. Nú er Steingrímur nýbúinn að siga Sambandinu á Þorstein. Næst verð- ur það sennilega verkalýðshreyfing- in sem gerir uppreisn og svo koll af kolli og á meðan sitja Markosamir, Matthías Bjama, Sverrir og Ragn- hildur og gráta sínum krókódílstár- um þegar Þorsteinn lendir í þrengingum. Svo ekki sé nú talað um Albert sem liggur með her manns í leyni og skýtur grimmt úr launsátr- inu. Haldið þið það væri nú ekki mun- ur, ef öll þessi óróaöfl gripu til alvöruvopna og gerðu tilraun til al- vöruuppreisnar eins og þeir gera á Filippseyjum? Já, pólitíkin hér heima er hálflit- laus og hverdagsleg meðan enginn grípur til vopna eða falsar atkvæða- seðla til að halda völdunum. Sambandið hefur hótað málsókn ef það fær ekki Útvegsbankann en það er það lengsta sem menn ganga í uppreisnarátt - hóta málaferlum! Dagfari leggur til að starfsmennimir í Útvegsbankanum fari að dæmi þeirra í útlöndum og leggi einfald- lega undir sig bankann. Þeir em hvort sem er inni í honum fyrir - loki og hleypi ekki öðrum inn. Þeir geta lokað Matthías Bjama inni með sér líka. Það væri uppreisn sem segði sex! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.