Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. 23 Fréttir Unglingadeildir slysavamafélaganna þinga á Egilsstöðum Undirstaða björgunar- sveitanna á íslandi Anna íngólfedóttir, DV, EgSsstöðum; Þrátt fyrir að farið sé að kólna á nætuma lágu nær áttatíu unglingar í tjöldum í Atlavík um síðustu helgi. Hópur þessi kom víða að af landinu í þeim tilgangi að hittast og gera góða hluti saman. Þama fór nefni- lega fram landsmót unglingadeilda Slysavamafélags Islands. Þetta er í annað sinn sem slíkt landsmót er haldið. Helgi Kristinsson, formaður ungl- ingadeildar Gró á Egilsstöðum, var inntrn- frétta af starfi unglingadeild- anna á landinu. Hann sagði að alls væm starfandi tíu unglingadeildir og tilgangurinn með starfi þeirra væri sá að þjálfa ungt fólk til björg- unarstarfa. Þeir sem vilja starfa með deildunum þurfa að vera á aldrinum 13-18 ára. Áhugasemi og vilji er það sem heldur krökkunum í deildunum. Haldnir em fundir, námskeið og þess háttar og þurfa krakkamir að koma á þessa fundi og vera viðbúnir því að mæta hvenær sem er. Baldur Pálsson umdæmisstjóri, Helgi Kristinsson, formaður unglingadeildar Gró á Egilsstöðum, og Hrafnkell Kárason tengiliður. Þegar krakkamir ná átján ára aldri ganga þeir inn í slysavamafé- lagið í sínu byggðarlagi og taka þá í fyrsta skipti þátt í reglulegu leitar- starfi. Á mótinu nú um helgina, en ungl- ingadeild Gró skipulagði það og undirbjó, var meðal annars haldinn fyrirlestur um skyndihjálp. Einnig fluttu formenn deildanna skýrslur og ráku starfið í sinni deild í hnot- skum. Meginmál mótsins var skipulögð leit að fimm mönnum sem týndir vom í fjalli rétt ofan við bæinn Haf- ursá í Vallahreppi. Bmgðust leitar- menn vel við og virtist leit öll hin skipulegasta. Að sögn Hrafrikels Kárasonar, tengiliðs unglingadeildar Gró, er brýn þörf fyrir unglingadeildir. Þær reka starfið áfram og em það sem mesta rækt þarf að leggja við, nefrii- lega undirstaða björgunarsveitanna á Islandi. SJALFSA FGREIÐSLA Allan sólarhringinn, - alla dagaí i I ' I nœsta Hraðbanka getur þú: 1. Tekið út reiðufé, allt að tíu þúsund krónum á dag. 2. Greitt gíróseðla t.d. orkureíkninga og símareikninga, með peningum eða millifærslu af eigin reikningi. y 3. Lagt inn peninga og millifært af sparireikningi á tékkareikning eða öfugt. 4. Fengið upplýsingar um stöðu tékkareiknings og sparireiknings. Opið allan sólarhringinn! M Feð bankakort í hendi ertu kominn með lyklavöldin að hvaða afgreiðslustað Hraðbankans sem er. Hraðbankinn er sjálfsafgreiðslubanki þar sem þú sinnir algengustu bankaerindum þínum á þeim tíma sólarhringsins sem hent- ar þér best. Þú borgar ekkert aukalega því nú hefur færslugjaldið verið fellt niður. ......... ""...J—r - þegar þér hentar best! Afgreiðslustaðir Hraðbankans: Landsbankinn: Hótel Loftleiðum, Borgarspítala, Breiðholti, Akureyri. Búnaðarbankinn: Austurstræti, Landspítala,Hlemmi, Kringlunni. Sparisjóðurinn í Keílavík, Sparisjóður vélstjóra, Borgartúni. Samvinnubankinn, Háaleitisbraut. Útvegsbankinn, Hafnarfirði. SPRON, Skólavörðustíg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.