Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. 19 Iþróttir ísEendingar mæta Rúss- um suður við Svartahaf - í EM-keppninni í knattspymu 28. október. Löng og erfið ferð „Það á eftir að verða mikill höfuð- verkuj" hjá okkur hvemig við eigum að fara til Sovétríkjanna þegar við mætum Rússum í Evrópukeppni landsliða 28. október. Leikurinn verður í Sevastopol, sem er á Krím- skaganum við Svartahaf," sagði Sigurður Hannesson, framkvæmda- stjóri KSÍ. Það er óhætt að segja að ferðin til Sevastopol er lengsta landsleikjaferð sem íslenska landsliðið í knatt- spymu hefur farið. Það er jafhlangt til Sevastopol frá Moskvu eins og frá Kaupmannahöfh eða London til Moskvu. Bein loftlína á milli þessara borga í Sovétríkjunum er 1.050 km. „Eg hef kannað lítillega hvemig væri besta að komast til Sevastopol. Það er þó ekki ljóst hvemig við för- um þangað. Leikmenn landsliðsins verða að koma saman í London eða Kaupmannahöfh og halda þaðan til Moskvu," sagði Sigurður. -SOS Þegar Sigumnsson leikur lausum hala erStuttgartí uppáhaldi - segir Franz Beckenbauer, einvaldur v-þýska landsliðsins f nýjasta hefti v-þýska íþróttatíma- ritsins Kickers er Arie Haan, þjálfari Stuttgart, í „beinni línu.“ Þar svarar hann spumingum fjöl- margra og er bjartsýnn á ágætt gengi sinna manna á yfirstandandi keppnis- ári. Við svör karls og spumingar lesenda er síðan fléttað fleygum orðum nafn- togaðra manna þar ytra um Stuttgart- kempumar. Á einum stað er kjamyrt setning kennd við keisarann sjálfan, Franz Beckenbauer, landsliðseinvald þeirra v-þýsku. „Þegar Gido Buchwald og Ásgeir Sigurvinsson leika lausum hala -... blessaður vertu - þá er Stuttgart-liðið í meira en litlu uppáhaldi hjá mér,“ segir keisarinn oger sjálfsagt ósáttur við að hafa ekki Ásgeir í sínum röð- um. Eins og alþjóð veit er okkar maður enn hrjáður af meiðslum en er allur að braggast. Verður Ásgeir sjálfsagt í eldlínunni eftir tvær eða þijár vikur með liði sínu Stuttgart. Ófáir spá fé- laginu sigri í Bundesligunni - sjálfri landsmeistarakeppninni í V-Þýska- landi. -JÖG Hörð baratta um UEFA-sæti! - á lokaspretti 1. Fi-amarai* tryggðu sér rétt til að leika í Evrópukeppni bikarhafa í knattspymu á næsta ári þegar þeir lögðu Víði að velli í mjólkurbikarúr- slitaleiknum, 5-0. Valsmenn eru komnir með aðra hönd á farseðilinn í Evrópukeppni meistaraliða. Það verður því hart barist um UEFA-sætið. Skagamenn, Þórsarar og KR-ingar berjast um það sæti jafiiframt þvi að Skagamenn og Þórsarar em enn moð í bnráttunni um íslandsmeistaratitilinn, ásamt Val og Fram. • Valsmenn em nieð 33 stig þogar tvær umferðir em eftir. Skagamenn 29, Framarar og Þórsarar 28 og KR-ingar 25. • I næstu umferð leika: KR- Valur, Akranes-Víðir, Þór-KA, Völsungur-Fram og Keflavík- FH. • í lokaumferðinni verða þessir leikir: Valur-Völsungur, Viðir-KR, KA-Akranes, FH-Þór og Fram- Keflavik. • KA hefur bjargað sér frá falli, er með 19 stig. Fjögur fólög eru í fallslaginum: Keflavík (17 stig), Völsungur (16), FH (13) og Víðir (11). -sos Landsliðskempan Ásgeir Sigurvinsson, fyrirliði Stuttgart í V-Þýskalandi. Bjöm var ekki valinn! Gyffi Kristjánsscn, DV, Akureyri: Það hefur vakið mikla athygli á Akureyri að Bjöm Axelsson var ekki valinn í sveit Golfklúbbs Ak- ureyrar sem á að keppa í sveita- keppni Golfsambandsins um næstu helgi í Leirunni. Bjöm er með lægstu forgjöf kylf- inga á Akureyri og hefur leikið sitt besta golf í sumar nú að und- anfömu. Þannig lék hann t.d. á Amór farinn í læknis- meðferð til V-Þýskalands • Amór Guðjohnsen. Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Amór Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspymu, fór í gær til V-Þýska- lands þar sem hann verður í læknis- meðferð næstu daga. Amór hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í læri. Hann mun fara í sömu meðferð og félagi hans, Stefan de Mol, sem hefúr náð sér góðum. Það eru þrír læknar sem sjá um Amór. Hann mun fara í vítamín- sprautukúr, nudd og sérstakar teygju- æfingar. Meiðsli De Mol voru verri pari Jaðarsvallar á móti fyrir rúmri viku og um helgina sigraði hann ömgglega í Ingimundarmót- inu - 36 holu opnu móti á Akur- eyri. Sveit GA skipa: Þórhallur Páls- son, Magnús Karlsson, Sverrir Þorvaldsson og Guðmundur Sigur- jónsson, en Guðmundur og Magnús keppa nú í fyrsta skipti í sveitakeppni fúllorðinna fyrir GA. en Amórs. Del Mol kom sem nýr maður frá V-Þýskalandi og er byijaður að æfa á fullu. Forráðamenn And- erlecht vona að Amór fái skjótan bata. -sos • Hallvar Thoresen. Thoresen ekki með gegn íslandi? „Ég er slæmur í hnéskelinni og það hefúr tognað á liðböndum," sagði norski landsliðsmaðurinn í knattspymu, Hallvar Thoresen, sem leikur með hollenska felaginu Eindhoven. Thoresen, sem hefúr átt við meiðsli að stríða á vinstra fæti, sagðist vera óviss hvort hann gæti leikið með norska landsliðinu gegn íslendingum í Reykjavík 9. september. „Það kemur í ljós á næstu dögum hvort ég get leikið í Reykjavfk,1' sagði þessi marksækni leikmaðin* Norðmanna. -sos íslendingar leika í Osló Norðmenn era hættir við að láta Evrópuleik sinn gegn íslendingum 23. september fara fram í Björgvin. Það var fyrirhugað að fara með landsleikinn þangað þar sem léleg aðsókn hafði verið á landsleikjum í Osló. Eftir að 22 þús. áhorfendur komu á landsleik Norðmanna og Svía í Osló á dögunum var ákveð- ið að leikurinn gegn íslendingum yrði í Osló. -sos Allen efstur áblaði Tottenhamleikmaðurinn Clive Allen er efstur á blaði hjá veð- mönguram í London yfir þá leikmenn sem spáð er að verði markahæstu leikmenn í ensku 1. deildar keppninni. Alan Smith, sem skoraði þijú mörk fyrir Arsen- al gegn Portsmouth sl. laugardag, er annar á blaði. Síðan koma John Aldridge, Liverpool, Waynne Clarke, Everton, Brian McClair, Man. Utd, Graham Sharp, Ever- ton, og Tony Cottee, West Ham. -sos Atli etur kappi við Skóarann Bgurðar Ejömæan, DV, V-Þýakalandi ! kvöld leika öll íslendingaliðin í BundesligunnL Spila þau á úti- völlum að þesau sinni. Stuttgart, lið Ásgeirs Sigurvins- sonar, mætir Werder Bremen. Uerdingen, félag Atla Eðvaldsson- ar, leikur hins vegar í Schalke en þar stendur ,JHaraldur Skóari“ undir markslánni. Þá etur Keis- arahöllin, lið Lárusar Guðmunds- sonar, kappi við Karlsruhe. -JÖG ...................

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.