Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. 13 ______________________________________ Neytendur Lög um eftiriaun til aldraðra Tiyggingamál: Hverer réttur okkar? Greinar um tryggingamál birtast að á neytendasíðunni á þriðjudög- um. Það er Margrét Thoroddsen sem sér um þennan þátt. Hún svarar einnig fyrirspumum ef einhverjar kynnu að berast. Utanáskriftin er DV,c/o Margrét Thoroddsen, Þver- holti 11, Reykjavík. Lífeyriskerfi það, sem við búum við í dag, er tvíþætt, annars vegar sú grunntrygging sem almannatrygging- ar veita og hins vegar greiðslur lífeyr- issjóða sem miðast við þau réttindi er fólk hefur öðlast vegna greiðslu ið- gjalda af atvinnutekjum. Þegar lög um almannatryggingar voru sett árið 1946 voru lífeyrissjóðir aðeins fimmtán. Innan vébanda þess- ara sjóða voru starfsmenn ríkis, nokkurra bæjarfélaga, banka og ein- staka s^ærri fyrirtækja í atvinnu- rekstri. En með þróun efnahags- og atvinnumála á íslandi hefur þeim sí- fellt fjölgað þannig að nú eru þeir orðnir nálægt hundrað talsins. Einn er sá lífeyrissjóður sem ég hef orðið vör við að mörgum er ekki kunn- ugt um. Það er eftirlaunasjóður aldraðra sem stofhaður var með lögum árið 1971. Þá náðu lögin reyndar að- eins til aldraðra félaga í stéttarfélög- um sem áttu skamman starfstíma. En í árslok 1979 voru sett ný lög um eftirlaun til aldraðra í stað hinna eldri. Höfðu þau í för með sér mikla réttarbót, þar sem þau náðu til manna úr fleiri starfsstéttum, svo sem þeirra sem stunda sjálfetæðan atvinnurekst- ur og launþega sem hafa lítið eða ekkert greitt í lífeyrissjóð. Með lögum um eftirlaun til aldraðra var sett á stofn umsjónarnefhd eftirla- una sem annast framkvæmd þessara laga. Hún er til húsa að Suðurlands- braut 30, Reykjavík, og veitir Jóhanna Ámadóttir henni forstöðu. Þangað er best að fólk snúi sér til að leita upplýs- inga um rétt sinn og leggja inn umsókn. Þeir sem búa úti á landi geta einnig snúið sér til umboðsmanna Tryggingastofhunar ríkisins. Bætur þær, sem greiddar eru sam- kvæmt lögum um eftirlaun til aldr- aðra, eru ellilífeyrir, makalífeyrir og örorkulífeyrir. Bamalífeyrir er ekki greiddur. Mim ég nú gera grein fyrir þeim skilyrðum sem þarf að uppfylla: Ellilífeyrir 1. Umsækjandi sé fæddur árið 1914 eða fyrr. 2. Að hann sé orðinn sjötugur að aldri og hættur störfum. Maður, sem orð- inn er 75 ára, á þó rétt á eftirlaun- um, þó hann sé enn í starfi. 3. Umsækjandi þarf að eiga að baki a.m.k. 10 ára starfstíma eftir 55 ára aldur og hafa hvert þessara ára áunnið sér a.m.k. 1/25 úr stigi sem jafhgildir um það bil tveggja vikna starfi. Réttindin em miðuð við launatekjur skv. skattaframtali og reiknast þau í stigum aftur í tímann frá 55 ára aldri. Makalrfeyrir Makalífeyrir er greiddur mökum þeirra sem létust eftir árslok 1969 a.m. k. sextugir að aldri og sem höfðu öðlast a.m.k. 5 ára réttindatíma eftir 55 ára aldur. Það er rétt að taka það fram að umsækjandi um makalífeyri má vera á hvaða aldri sem er en hinn látni þarf að vera fæddur 1914 eða fyrr. Örorkulífeyrir er aftur á móti bundinn þvi skilyrði að umsækjandi eigi rétt á örorkulíf- eyri úr lífeyrissjóði og er því aðeins verið að auka rétt þeirra sem lágan lífeyri hafa. Þó lögin um eftirlaun til aldraðra hafi verið mikil réttarbót er þó hópur fólks, sem fætt er 1915 eða síðar, sem hefúr ekki lífeyrisréttindi. Þegar lögin voru upphaflega sett árið 1971 var gert ráð fyrir að þeir sem fæddir eru eftir 1914 myndu vera búnir að ávinna sér rétt með lífeyrisgreiðslum þegar að því kæmi að þeir kæmust á eftirla- unaaldur. Raunin hefur orðið önnur því það var ekki fyrr en árið 1980 að samþykkt voru lög um skyldutrygg- ingu lífeyrisréttinda. Auk þess er annar hópur. sem ekki hefur nein réttindi til eftiflauna, og það eru heimavinnandi húsmæður. Byggist það á því að þær greiða hvorki iðgjöld til lífeyrissjóða né telja fram til skatts. Oft hafa verið uppi raddir um að þessi hópur öðlaðist svipuð rétt- indi en þvi miður hefur það ekki enn náð fram að ganga. Æskilegt væri þvi að lögin um eftir- laun til aldraðra væru endurskoðuð með tilliti til þessara tveggja hópa. Rabarbarinn góður í fleira en sultuna Hægt er að nota rabarbara með góðu móti í ýmislegt fleira heldur en gömlu góðu sultuna, sem er ómissandi á hverju heimili. Rabarbarasulta passar alveg sérstaklega vel með steiktu lambakjöti, ef menn vilja borða sultu á annað borð. Rabarbari hentar einnig vel í alls konar pæ og tertur. Gjaman er hann þá notaður með hlaupi, annaðhvort búnu til úr matarlími eða hlaupi í pökkum. Þá verður að velja fallegustu leggina, grannur, -fallega rauður vínrabarbari hentar t.d. mjög vel í tertu sem við sáum í norsku blaði nú nýlega. Þetta er sannkölluð krásaterta sem við leyfum okkur að birta hér: 1 dl möndlur 2 dl hveiti 100 g smjörl. örl. vatn 1 matsk. sykur Fylling: 1 kg rabarbari 2 dl vatn 4-5 blöð matarlím Mýljið smjörið saman við hveitið og malaðar möndlumar. (Þær em malað- ar í möndlukvöm með hýðinu). Hnoðið deigið rösklega saman og látið bíða í klst. í kæliskápnum. Klæðið þá pæform innan með deiginu og bakið botninn við 200°C hita í ca 15-20 mín. Þvoið rabarbarann og skerið hann í 3 cm langa bita. Látið suðuna koma upp á vatni og sykri og látið rabarbar- ann drekka sykurlöginn í sig þar til hann er orðinn meyr. Látið þá safann renna vel af rabarbaranum og raðið stykkjunum á bakaðan botninn. Mæ- lið hve mikill safi er eftir, leggið matarlímið í bleyti. Látið suðuna koma upp á saftinni, bætið svo matar- líminu út í. Saftinni er hellt varlega yfir rabarbarann þegar hún er rétt aðeins byrjuð að stííha. Kakan er kæld, síðan skreytt með þeyttum rjóma. Berið fram með þeyttum ijóma eða mjúkum vanilluís. -A.BJ. Veljið fallega rauða rabarbaraleggi i þessa gómsætu tertu. L.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.