Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. 11 Utlönd Neitar aðild Juan Ponce Enríle, öldungadeildarþingmaður og einn hörðustu andstæðinga Corazon Aqu- ino, forseta Filipseyja, hefur nertað alfaríð að hafia átt hlut að uppreisnartilrauninni, sem gerð var gegn henni í síðustu viku. Enrile sagði jaihframt að Aquino gæti sjálfri sér um kennt, því byltingartilraunin væri bein afleiðing af stjómarháttum hennar. Leiðtogar uppreisnarmanna úr röðum kommúnista á Filipseyjum sögðu í gær að þeir myndu nú sæta færis og herða aðgerðir sínar gegn stjóm og her landsins, meðan enn ríkit upplausn og óvissa eftir byltingartil- raunina. Sem kunnugt er fór byltingin út um þúfur og hafa byltingarmenn ýmist verið handteknir eða hraktir Allir fórust Talið er að áttatíu og þrír hafi farist í flugslysi skammt undan vesturströnd Thailands í gær- morgun. Slysið varð þegar Boeing 737 þota frá Thai Airways var í aðflugi að flugvelli á eyju skammt frá ströndinni. Haft er eftir embættismanni á svæðinu að svo virðist sem flugmenn þotunnar hafi beygt af leið til að forðast árekstur við aðra flugvél. Hafi þeir við það misst stjóm á þotunni, sem sjónarvottar segja að hafi steypst í hafið. Að sögn yfirvalda var önnur þota, frá flugfélaginu Dragon Air, sem er starfrækt í Hong Kong, á lokaað- flugi að sama flugvelli á þessum tíma og áttu þotumar að lenda með mínútu millibili. Er talið að nærri hafi legið árekstri á milli þeirra, en ekki var í gær ljóst hvort það var vegna mistaka flugmanna, flugumferðarstjómar eða af öðrum orsökum. í felur. A sunnudagskvöld réðst hópur vopnaðra manna, sem talið er að hafi verið skæmliðar kommúnista, inn í birgðastöð stjómarhersins í Manila, höfuðborg landsins, og sprengdu þar í loft upp bensínbirgðir. Stjómarhermenn, sem tryggir reyndust ríkisstjóm- inni, unnu að því yfir helgina að hreinsa upp eftir átökin. Talið er að meir en fjömtíu hafi fallið og um tvö hundr- uð og sjötíu hafi særst í bardögunum, sem vom hinir verstu á Filipseyjum frá því síðari heimsstyrjöld lauk. í fyrstu var talið mögulegt að einveijir hefðu komist lífs af úr flugslysinu og vom bátar þegar sendir á slys- stað. Grunnt er á þeim slóðum sem þotan hrapaði á og stóð annar vængur hennar upp úr sjónum. Að sögn björgunarmanna fiindust engir á lífi á slys- stað, en hins vegar fundust þegar átta lík. Sjötiu og fjórir farþegar vom um borð í vélinni, og níu manna áhöfn. Hún var á leið frá borginni Songklha í suð- austurhluta Thailands, til Phuket, sem er baðstranda- reyja við suð-vesturströnd landsins. Þrjátíu og sjö af farþegum þotunnar vom útlendir ferðamenn, þar af þrír frakkar, þrír japanir, tveir banda- ríkjamenn, einn ítali og þrjátíu kínverjar. Atta ára dóm Liðlega fimmtug þýsk kona, Margaret Hoeke, fymim ritari forseta V-Þýskalands, var í gær dæmd til átta ára fangelsisvistar fýrir njósnir í þágu Sovétmanna. Hoeke var fundin sek um landráð af dómstól í Bonn, og sagði dómarinn, Klaus Wagner, að hún hefði verið sérlega hættulegur njósnari og sérlega mikilvæg fyrir sovésku leyniþjónusutuna, KGB, vegna stöðu sinnar. Hoeke var ein margra einmana kvenna í lykilstöðum, sem sovéska leyniþjónustan fékk til liðs við sig með því að stofna til ástarsambanda milli kvennanna og leyni- þjónustumanna. Aðgerð þessi var kölluð „hunangsgildran" og hafa konumar, sem urðu fyrir þessu, verið nefndar „njósnar- ar einmanaleikans“. Meðal þeirra upplýsinga sem talið er að Hoeke hafi afhent KGB vom leyndarskjöl sem lutu að umræðunni innan Atlantshafsbandalagsins um staðsetningu kjam- orkuvopna í evrópu árin 1982 og 1983. Dómstóllinn sem í gær fjallaði um mál Hoeke féllst ekki á þá kröfu saksóknara í málinu, að dæma bæri konuna í ellefu ára fangelsi. Segir í dómsorði að mála- vextir hljóti að verka mildandi á dóm, einkum sú staðreynd að Hoeke hafi verið véluð af ástmanni sínum, sem var KGB njósnarinn Franz Becker. Hoeke var njósnari lengur en nokkur önnur af riturum þeim sem tekist hefur að sanna njósnastarfsemi á. Ho- eke hafði starfað á skrifstofu forseta V-Þýskalands í tíu ár, þegar Becker komst í ástarsamband við hana. Frá því samband þeirra hófet, árið 1968, hefur Hoeke haft aðgang að yfir seytján hundmð leyniskjölum vegna starfs síns, en ekki fylgir sögunni hversu mörg hún af- henti ástmanninum. Mótmæla uppgjöf Þúsundir verfcamanna í ísraelskum flugvéla- veifcsmiðjum mötmæltu ígær þvíað rikisstjóm landsins hefur gefist upp við framleiðslu á Lavi orustuþotum. Verkamennimir kveiktu í haugum af notuðum dekkj- um á aðalþjóðveginum milli Tel Aviv og Jerúsalem og lokuðu veginum milli borganna í nokkrar klukkustund- ir. Mikið umferðaröngþveiti hlaust af uppátæki þeirra og vegna þess misstu hundruð ferðamanna af flugvélum sínum og urðu strandaglópar í landinu. Verkamennimir höfðu hótað að koma í veg fyrir flug- tök og lendingar á alþjóðaflugvellinum í Tel Aviv, en féllu frá þeirri hótun sinni. Mótmælin enduðu friðsam- lega viðast hvar í landinu, eftir nokkurra klukkustunda þóf. Moshe Katzau, atvinnumálaráðherra ísrael, sagði i gær að ríkisstjóm landsins myndi gera allt sem i hennar valdi stendur til þess að finna nýja atvinnu handa þeim tvö þúsund og fimm hundruð verkamönnum sem sagt verður upp störfum vegna ákvörðunar ríkisstjómarinn- ar. Verkamennimir vom þó ekki einungis að mótmæla atvinnumissinum, heldur einnig því að þeim þykir skömm að því að hætta við framleiðslu á þotunum, sem hafa reynst mjög vel í reynsluflugi, vegna þrýstings frá Bandaríkj amönnum. Verslunarhúsnæði óskast - æskileg stærð 30-60 fermetrar. Upplýsingar í Versl. Ánar - sími 673860 SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Heildverslun óskar eftir skrifstofuhúsnæði. Upplýsingar i síma 623860. ÆGISBORG FÓSTRUR - STARFSFÓLK Fóstrur og starfsfólk óskast til starfa á dagheimilis- og leikskóladeildir Ægisborgar. Vinnutími eftir há- degi. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður og yfirfóstra í síma 14810. !3 11. Frá Menntaskólanum ^ íKópavogi Skólinn verður settur í samkomusal skólabyggingar- innar kl. 14. föstudag 4. september. Kennarafundur verður miðvikudaginn 2. september kl. 14. Skólameistari ÁGÆTU MÓÐU RMÁLSKENNARAR Nemendur 7., 8. og 9. bekkjar Grunnskólanum í Þor- lákshöfn vantartilfinnanlega kennara í íslensku, einnig kennslu 12 ára barna. Góð vinnuaðstaða, ódýrt hús- næði í boði og við erum aðeins í 50 km fjarlægð frá höfuðborginni. Vinsamlegast hringið og leitið upplýsinga hjá skóla- stjóra i símum 99-3910, 99-3621 og formanni skóla- nefndar í síma 99-3789. III REYKJKMIKURBORG Mr Aautein, Stödun ÚTIDEILDIN í REYKJAVÍK Við í útideild erum að leita að karlmanni til að sinna leitar- og vettvangsstarfi meðal barna og unglinga í Reykjavík. Um er að ræða tæplega 70% starf í dag- og kvöldvinnu. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun á félags- og/eða uppeldissviði, t.d. félagsráðgjafar, kennarar, uppeldisfræðingar o.fl. Nánari upplýsingar um starfið eru gefnar í sima 20565 milli kl. 13 og 17 virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. RÝMINGARSALA Nýir vörubílahjólbarðar. Mikil verðlækkun. 900x20 nælon frá kr. 8.500,- 1000x20 nælon frá kr. 10.500, - 1100x20 nælon frá kr. 11.500, - 1200x20 nælon frá kr. 12.500, - 1000x20 radial frá kr. 12.600,- 1100x20 radial frá kr. 14.500,- 1200x20 radial frá kr. 16.600,- Gerið kjarakaup. Sendum um allt land. BARÐINN HF., Skútuvogi 2 - Reykjavík. Sími 30501 og 84844.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.