Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. Fréttir Fiskmarkaðimir í Hafnarfirði og Reykjavík: Veltan orðin 230 milljónir - hlutur markaðanna er rúmar 9 milljónir króna Um átta þúsund tonn hafa verið seld hjá fiskmörkuöunum frá þvi að þeir tóku til starfa. Markaðurinn í Hafharfirði og Faxamarkaðurinn í Reykjavík hafa selt, frá því að þeir tóku til starfa, rúm átta þúsund tonn af-fiski. Verð- mæti aflans hjá mörkuðunum er 230 milljónir króna. Báðir markaðimir taka 4% í sölulaun, er þeirra hlutur því rúmar 9 milljónir króna. Fiskmarkaðurinn í Hafharfirði hóf starfsemi 15. júní og Faxamarkaður- inn viku síðar. í Hafharfirði hafa verið seld rúm fimm þúsund tonn og meðalverð þar er 28,73 kr. Faxa- markaðurinn hefur selt tæp þrjú þúsund tonn, meðalverð þar er 28,33 kr. Fiskmarkaðurinn hefur því feng- ið 5,9 milljónir í þóknun en Faxa- markaðurinn 3,3 milljónir króna. í samtölum við framkvæmdastjóra beggja markaðanna kom fram að nokkuð er um að skip sem venjuleg- ast sigldu með aflann hafa landað undantekningarlítið á mörkuðunum frá því að þeir tóku til starfa. Ef sala á mörkuðunum helst svip- uð því sem verið hefur þá koma markaðimar tveir til með að selja um 40 þúsund tonn af fiski á ári. Verðmæti aflans yrði nærri 115 milljónir króna. Söluþóknun þeirra á einu ári yrði um 45 milljónir króna. Við markaðina starfa 19 manns, 10 í Hafnarfirði og níu við Faxa- markaðinn í Reykjavík. Bjami Thors, framkvæmdastjóri Faxa- markaðarins, sagði að of snemmt væri að segja til um hvemig salan ætti eftir að þróast. Markaðimir yrðu að hafa starfað í tólf mánuði áður en hægt væri að segja til um hvemig þeir stæðu sig miðað við markaði erlendis. Hann sagði að í dag mættu þeir seljendur sem sigla með aflann fá tvöfalt hærra verð erlendis til að siglingin borgaði sig. Við siglingu þarf að taka tillit til lýmunar, tíma og kvótataps. Við gámaútflutning mætti leggja 20 til 25 krónur á hvert kíló til að sala í gámum skilaði því sama og að selja á mörkuðunum hér heima. -sme Mikill áhugi á komu Vigdísar Jón G. Haukaaon, DV, Færeyjum „Það er mikill áhugi fyrir komu forseta íslands, frú Vigdísar Finn- bogadóttur til Færeyja. Færeyingar þekkja allir Vigdísi," sagði Atli Dam, lögmaður Færeyinga, við DV í morg- un. Vigdís Finnbogadóttir er fyrsti þjóðhöfðinginn sem kemur í opin- bera heimsókn til Færeyja en Margrét Danadrottning er sögð koma til Færeyja á fjögurra ára fresti. Atli Dam sagði að Vigdís færi um allar eyjamar og margt yrði skoðað. „Hún lendir á flugvellinum í Vogum og þar verður margt manna að taka á móti henni, en ef hún hefði komið siglandi til Þórshafhar hefðu örugg- lega þúsundir manna tekið á móti henni á hafharbakkanum." Að sögn Atla er ár síðan hann bauð Vigdísi í þessa opinberu heim- sókn til Færeyja. „Okkur var það mikil ánægja þegar hún þáði boðið strax,“ sagði Atli. Kosningamar fá mesta umQöllun Jón G. Haukæcn, DV, Ftereyjum; Kosningar í Færeyjum, sem fara fram 8. september, um tvo fulltrúa á danska þingið fá mesta umfjöllun í blöðum og útvarpi í Færeyjum þessa dagana. Lítið hefur verið minnst á komu Vigdísar í fjölmiðlum í gær og í morgun en Jögvan Arge frétta- maður útvarps segir að fjölmiðlamir taki við sér á morgun og á fimmtu- daginn vegna komu Vigdísar. „Kosningamar fá mestu umfjöll- unina núna,“ sagði Jögvan við DV í morgun. Sex flokkar em í fram- boði. Líklegastir sigurvegarar em Sambandsflokkurinn og Fólkaflokk- urinn en jafhaðarmenn em líka sterkir. Þeir tveir fulltrúar Færeyinga sem nú sitja á danska þinginu em óli Breckmann ritstjóri og Pauli Ellefs- en, formaður Sambandsflokksins. Forsetaveður Ján G. Hauksacn, DV, Færeyjum Veðurstofan í Færeyjum lofaði í morgun forsetaveðri þegar forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, kæmi til Færeyja á fimmtudaginn. „Það verður gott veður, því lofa ég, sannkallað forsetaveður," sagði starfsmaður veðurstofunnar við DV í morgun. Leiðindaveður er nú í Færeyjum, þungbúið og rok. 1 gær hellirigndi. Loðnuverðið: Ekki dregur saman hjá deiluaðilum - mjölverð mjakast upp á við á heimsmarkaði Fundur yfimefiidar Verðlagsráðs sjávarútvegsins um loðnuverð var ár- angurslaus í gær og ber mikið á milli kaupenda og seljenda. Að sögn Bened- ikts Valssonar hjá Þjóðhagsstofhun, sem er oddamaður nefndarinnar, hefur ekkert dregið saman hjá deiluaðilum á þeim þremur fundum sem haldnir hafa verið. Samkvæmt útreikningum Þjóðhags- stofriunar frá í sumar var gert ráð fyrir að rekstur loðnubræðslnanna yrði á núlli á þessari vertíð ef loðnuverðið yrði 1277 krónur á tonnið. Seljendur, sjómenn og útgerðarmenn vildu þá fá 1900 krónur fyrir tonnið sem er meðal- verð síðustu loðnuvertíðar. Benedikt Valsson sagði í samtali við DV í gær að verð á loðnumjöli hefði heldur mjakast upp á við á heims- markaði frá því í fyrra. Þá var verðið frá 5,70 og upp í 5,80 dollarar fyrir prótíneininguna en nú er verðið 6,50 og upp í 6,60 dollarar. Á móti kæmi síðan lækkun dollarans. í júlí í fyrra var dollarinn á 41 krónu en er nú kominn niður í 38,84 krónur. Þetta er um það bil 5% lækkun. Verð á lýsi hefur eitthvað mjakast upp að undanfömu en erfitt að segja til um hve mikið þar sem ekkert lýsi hefur verið selt frá íslandi í marga mánuði. Birgðir em engar til í landinu. Það er því útlit fyrir að enn um sinn verði karpað um loðnuverðið í yfir- nefhd Verðlagsráðs sjávarútvegsins. -S.dór Gestkvæmt hefur verið á sýningunni Veröld ’ 87 að undanförnu og hefur aðsókn farið fram úr björtustu vonum Herférð fyrir hreinlæti í Árbæ Lögreglan í Árbæ hefúr nú hafið aðgerðir til að fegra borgina. Hún fer þannig fram að lögreglumenn aka milli sölutuma í hverfinu um það leyti sem þeim er lokað og benda eigendum á allt ruslið sem er í kringum staðina. Með þessu vilja lögreglumenn stuðla að hreinni borg. -PLP Veröld ’87 Um 20 þúsund gestir Um 20 þúsund manns munu vera búin að sjá sýninguna Veröld’87 og virðist ekkert lát vera á aðsókn, sam- kvæmt upplýsingum frá skipuleggj- endum sýningarinnar. Um sexleytið á sunnudag höfðu komið um 6 þúsund manns þann daginn og sagði talsmað- ur Kaupstefiiunnar að við lægi að vísa þyrfti fólki frá, svo mikil var örtröðin. Aðsóknin hefúr svo haldið áfram eftir helgi. Þetta mun vera einhver besta að- sókn sem sýning af þessu tagi hefur fengið frá upphafi, að sögn Kaup- stefiiumanna. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.