Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. 21 Iþróttir Stund hefndar framundan? - landsleikur við A-Þjóðverja á Laugardalsvelli á morgun DV-mynd Brynjar Gauti íslenska ólympíulandsliðið í knatt- spymu mun etja kappi við það a-þýska á morgun. Heíst viðureign þjóðanna klukkan 18 og verður án efa hatramm- lega barist. I minni ófárra er leikur okkar manna við þá a-þýsku í vor sem leið. Þá urðu strákamir undir, 0-6. Nú er sannarlega færi á að rétta úr kútnum og láta mótheijana fá það óþvegið. „Ósigurinn gegn A-Þjóðveijum situr vitanlega í mönnum. Við munum leggja okkur fram við að bæta íyrir hann,“ sagði Guðmundur Steinsson, fyrirliði íslenska ólympiuliðsins, á blaðamannafundi í gærkvöldi. „Allur hópurinn mun leggja sig fram við að ná hagstæðum úrslitum. And- inn er góður og við erum samhentir. Það er raunar mitt álit að sú samstaða hafi komið fram í þeim leikjum sem við höfum spilað til þessa.“ Þótt ólympíulandsliðið í knatt- spymu búi sig nú af kappi undir erfíðan leik við A-Þjóðverja mega sumir okkar manna hugsa um annað en knattspymu. Þeir Ormarr Örlygsson, Viðar Þor- kelsson og Guðni Bergsson lesa nú allir af kappi undir próf. Þurfa þeir að þreyta slík á allra næstu dögum. Er rétt eins gott að spjara sig á þeim vettvangi með líku lagi og á kapp- vellinum. Sjálfeagt er þessi staða táknræn fyrir hvemig saman rekast heimar knattspymunnar og daglega amst- ursins. Okkar piltar eru jú allir áhugamenn ef frá er talin fallbyssan Guðmundur Torfason. -JÖG Sigfried Held landsliðsþjálfari sagði hins vegar að úrslit leiksins lægju undir framgöngu manna í leiknum sjálfum. „Við höfúm möguleika ef leikmenn einbeita sér í 90 mínútur," sagði Held á fundinum. „Að sjálfeögðu var ég mjög vonsvik- inn með leikinn gegn A-Þjóðveijum nú í vorhélt hann áfram, „en ef við gefum andstæðingnum sífellt færi, með líku lagi og þá, verður okkur vitanlega refeað. Ég get aðeins aðstoðað menn við að stíga á bak hest- inum, þeir verða síðan sjálfir að sjá um reiðina." Þess má geta að lið A-Þjóðverja er mjög sterkt og leikreynt. Þeir hafa mikið glímt að undanfömu. Verið í keppnisferðum lungann úr þessu ári og jafnan staðið sig með prýði. Þá eru í leikhópnum fjölmargar kempur sem spilað hafa a-leiki f>TÍr hönd þjóðar sinnar, meðal annarra menn sem öttu kappi við ísland hér i vor. Forsala aðgöngumiða á sennu þjóð- anna hefet klukkan 10 á leikdag. -JÖG Ormarr, Viðar og Guðni á kafi í prófiim j Vona að fólk flykkist á völlinn „Ég vona að fólk flykkist á völlinn og hjálpi íslenska liðinu að hefna ófar- anna frá því í vor. Það særði óneitan- lega stolt okkar að tapa fyrir A-Þjóðverjum með þeim hætti sem enn er flestum í fersku minni. Nú veit ég að leikmenn munu berjast og leggjast . á eitt um að gera sitt besta.“ Þetta sagði Ellert B. Schram, for- maður KSÍ, á fundi með blaðamönnum í gærkvöldi. „Það er enginn vafi,“ hélt hann áfram, „að frammistaða leikmanna í þessum ólympíuhópi mun hafa mikil áhrif á val A-landsliðsins fyrir leikina gegn Norðmönnum nú seinna í þessum mánuði." -JÖG MEIRIABYRGÐ! 10.000króna tékkaábyrgð, gegn framvísun bankakorts. F § ra rá 1. september 1987 hækkar tékka- ábyrgðin úr 3.000 krónum í 10.000 krónur á hvern tékka, - gegn framvísun banka- korts. Á bankakortinu eru tvö öryggisatriði sem þurfa nauðsynlega að koma heim og saman þegar tékki er innleystur, til þess að við- komandi banki eða sparisjóður ábyrgist hann: 1115 0000 0003 3081 ~~~ r«*>MCAHflÚMSR, 7I7S 9955-iOOé I2I053 - 519 JÖNÍKA JÓHANNSOðTTlR «U>WDr 01/89 Rithandarsýnishorn, Númerba 2. Númer bankakortsins. Meiri ábyrgð með bankakorti - því máttu treysta! Alþýðubankinn, Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Samvinnubankinn, LJtvegsbankinn, Verzlunarbankinn og Sparisjóðirnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.