Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. Erlend myndsjá Kvenleg áhöfn Merkur áfangi náðist í kvenrétt- indabaráttu í Astralíu síðastliðinn laugardag þegar breiðþota af gerð- inni DC-10 lenti á alþjóðaflugvellin- um í Sydney. Það merkilega við flugið var að áhöfn þotunnar var skipuð konum einum saman en þetta mun vera í fyrsta sinn sem slíkt ger- ist í flugsögu Ástralíu. Á meðfylgjandi mynd má sjá Lennie Sorenson flugstjóra, Dorothy Clegg og Carlene Cipriano aðstoðar- flugmenn fyrir framan þotuna á flugvellinum í Sydney. Þær stöllur flugu þotunni frá Hawaii. Atvik þetta hefði verið fullkomið hefði ekki svo slysalega tekist til að þotan sjálf ber karlmannsnafh. Eins og sjá má er hún nefhd Robert Gallaway en telja verður næsta ómögulegt að þar fari kvenvera. DV Trúboði laus Bandaríska hjúkrunarkonan og trú- boðinn Kindra Bryan lýsir hér reynslu sinni fyrir fréttamönnum en hún var tekin í gíslingu af uppreisnarmönnum í Mósambik þann 7. maí síðastliðinn og haldið í rúma tvo mánuði. Bryan er nú laus og heil heilsu. Sihan- ouk enn á férð Norodom Sihanouk prins, fyrrum þjóðhöfðingi Kambódíu, er um þessar mundir staddur í Peking þar sem hann ræðir við kínverska leiðtoga og félaga sína í kambódísku samsteypustjóm- inni. Prinsinn hélt óvæntan blaðamanna- fund á flugvellinum í Peking á laugar- dag og var greinilega mikið niðri fyrir. Af meðfylgjandi mynd má ráða að prinsinn hafi haft ýmislegt að segja og hafi lagt áherslu á orð sín. Huston og Bogart Bandaríski leikstjórinn John Hus- ton sést hér á mynd með gömlu stjöm- unni Humphrey Bogart. Myndin var tekin árið 1931 þegar þeir unnu að gerð myndarinnar „The African Queen“. Mynd þessi birtist í bók sem - Katharine Hepbum skrifaði um gerð kvikmyndarinnar. Huston lést í svefiii að morgni síðast- liðins föstudags. Nautahlaup í Mexíkó Árlegu nautahlaupi í bænum Tecata í Mexíkó er nú nýlokið. Hlaupið er nefht eftir Pamplonada-hlaupinu sem frægt er. Ellefú naut vom í hlaupinu að þessu sinni en enginn mun hafa meiðst. Madonna geffúr fé til eyðnirannsókna Bandaríska poppstjaman Madonna notaði tækifærið, þegar hún var stödd í París um helgina, til þess að afhenda forsætisráðherra Frakklands, Jacqu- es Chirac, hálfa milljón franskra franka sem verja á til eyðnirannsókna í landinu. Madonna hélt tónleika í París á laugardagskvöld að eitt hundrað þúsund aðdáendum viðstöddum. Væntanlega hefúr forsæ'tisráðherrann verið þar í hópi og ef til viU koma aðrir stjómmálaleiðtogar einnig á hljómleika stjöm- unnar framvegis ef von er á framlögum af þessu tagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.