Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð I lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Svavar hættir Svavar Gestsson hættir sem formaður Alþýðubanda- lagsins. Hann mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs á landsfundi í haust. Minnt er á, að endurnýjunarreglur flokksins gera ekki ráð fyrir, að menn sitji þar í embætt- um lengur en þrjú kjörtímabil eða sex ár, en Svavar hefur setið í sjö. Undantekning frá reglunni kom til greina. Svavar hafði vafalaust hugleitt að sitja lengur. Þá sagði Svavar í viðtali við DV í gær, að þeir, sem mest hefðu dregizt inn í deilur í flokknum, eigi að víkja. Meginmálið erþó, að Svavar Gestsson stendur á rústum Alþýðubandalagsins. Svavar er vel gefinn. Hann hefur yfirleitt sett sig vel inn í mál. Þegar hann varð ráðherra, lagði hann mikla vinnu í skoðun mála. En ráðherradómurinn varð honum ekki til framdráttar. Stjórnin, sem hann sat í, missti tökin á verðbólgunni. Þetta vita landsmenn. Þeir hafa því hikað við að kjósa slíkt yfir sig að nýju. Undir stjórn Svavars hefur Alþýðubandalagið verið sundraður flokkur. Hann hefur enga leið fundið til að safna flokksmönnum undir merki sitt. Flokkurinn sam- anstendur af mörgum klíkum, sem oft berast á bana- spjót. Deilurnar hafa að miklu verið fyrir opnum tjöldum. Þessi svokallaði verkalýðsflokkur hefur misst allt jarðsamband. Verkafólk lítur á flokkinn sem sam- safn sérvitringa, manna sem ekki skilja, hvaða lífs- gæðum fólkið sækist eftir. Flokkurinn hefur yfirleitt sett sig upp á móti þeim framförum, sem mestu skipta þjóðarbúið, og því verið afturhaldsflokkur í raun. Messíasarstælar formannsins hafa ekki hrifið fólk, svo sem í sjónvarpi. Þannig hefur sú spurning vaknað í formennskutíð Svavars, hvort slíkur flokkur ætti yfirleitt framtíð í nýtízkulegu þjóðfélagi. Rætt hefur verið um tilvistar- kreppu flokksins. Þá var rothögg á formanninn, þegar Alþýðubandalagið galt afhroð í síðustu kosningum. Einkum var sögulega mikið áfall, er flokkurinn varð minni en Alþýðuflokkurinn. Alþýðubandalagið gæti með sama framhaldi orðið minnsti þingflokkurinn. Einnig gæti það klofnað, líkt og gerðist um bróðurflokk þess í Finnlandi. Eftir kosningar og Varmalandsfund flokksmanna hafa sumir þeirra sent frá sér greinargerð- ir með hörðum árásum hver á annan. Allt þetta hefur almenningur séð, og vegur flokksins ekki vaxið við. Þá er óséð, að stefni í nokkrar sættir milli klíknanna, svo ólíkar sem þær eru. Svavar Gestsson hefur haldið frið við flokkseigenda- félagið og oft rekið erindi þess, svo sem í deilum um Þjóðviljann. Það er ekki affarasælt gagnvart almenningi. Þetta ber að sama brunni. Ekki væri ástæða fyrir Svavar að þrauka lengur við formennsku. Reynslan er ólygnust um, að honum hefur mistekizt. Hvað tekur við? Ekkert bendir til, að deilur klíkn- anna í flokknum séu til lykta leiddar eða verði það frekar, þótt Svavar sé út úr myndinni. Ólafur Ragnar Grímsson mun gefa kost á sér til formennsku. En hann er auri ataður af margra ára deilum í flokknum. Ekki er líklegt, að sú kenning hins fráfarandi formanns verði samþykkt almennt, að þeir skuli víkja, sem mest hafa dregzt inn í innanflokksdeilurnar. Líklegast er, að átök- in á landsfundinum verði hörð. Ekki verður séð, hver getur það, sem Svavar getur ekki, sameinað þetta lið af viti. Haukur Helgason „Mjög margar einmenningstölvur standa ónotaðar mestan hluta vinnudagsins. Kannanir á nýtingu þeirra sýna að þær eru ekki notaðar nema hálfan annan klukkutíma á dag.“ Enginn árangur? Efasemdir um arðsemi tölvuvæðingar Söluskattur var nýverið lagður á tölvur og tölvukerfi. Það mun hækka söluverð tölvubúnaðar. Þess- ar aðgerðir hafa ekki mælst vel fyrir. Til dæmis hefur Skýrslutæknifélag íslands gagmýnt skattlagninguna. Iðntæknistofiiun hefur einnig bent á að hækkað verð á tölvubúnaði vinni gegn hagræðingu í íslenskum fyrir- tækjum. Þessir aðilar hafa mikið til síns máls. Þeir benda á að söluskatt- urinn komi verr við tæknivædd fyrirtæki en hin sem eru lítið tölvu- vædd. Kostnaður við tölvukerfin er hlutfallslega hærri hjá tæknivædd- um fyrirtækjum en öðrum fyrirtækj- um. Af þeim sökum er rökrétt að ætla að söluskatturinn komi verst við fi-amsæknustu fyrirtækin. En skila fyrirtæki sem kosta mestu til fjárfestinga í tölvum og tölvukerfum betri árangri en þau sem eru minna tölvuvædd? f þessari grein er bent á að tölvuvæðing íjölmargra fyrir- tækja hefur alls ekki skilað árangri í samræmi við tilkostnað. Einhliða umræða um tölvur Á undanfömum árum hefur tölvu- væðingin hér á landi gengið yfir eins og tískufyrirbæri. Umræða um tölv- ur, tölvutækni og upplýsingar heíur verið einhliða. Hún hefúr verið sam- felldur lofsöngur um hina nýju tækni og þá ótæmandi möguleika sem menn hafa talið blasa við okkur í upplýsingatækni. Þegar hin fjár- hagslega hlið tölvudæmisins er gerð upp kemur þó margt óþægilegt í ljós. Mörg fyrirtæki hafa á undanfömum misserum orðið gjaldþrota hér á landi. Flest þeirra hafa þó verið þokkalega vel tölvuvædd. Mörg fleiri hafa auk þess lent í miklum rekstrarerfiðleikum. Tölvuvæðingin býður stjómendum fyrirtækja og stofnana upp á hraða og góða upp- lýsingamiðlun, stuttar boðleiðir og sveigjanlega stjómun. Þessir kostir nútíma upplýsingatækni hefðu átt að auðvelda fyrirtækjum að laga rekstur sinn hratt og auðveldlega að breyttum forsendum. Einhver misbrestur hefur orðið á því. Lítill afrakstur af tölvuvæð- ingu Ekki hafa verið gerðar kannanir hér á landi á því hvaða árangri tölvuvæðingin hefur skilað. Hins vegar hafa nýlega verið gerðar um- fangsmiklar kannanir á þessum málum í Bandaríkjunum. Niðurstöð- ur þeirra komu mörgum á óvart þegar þær vom birtar 1986. Sam- kvæmt þeim hefur framleiðni í skrifstofustörfum í Bandaríkjunum ekki aukist í tvo áratugi þrátt fyrir að óhemju miklu fiármagni hafi ver- ið eytt í að tölvuvæða skrifstofustörf þar í landi. Fátt bendir til þess að íslensk fyrirtæki getið státað af skárri árangri. Sennilega er árang- urinn enn rýrari hér á landi. Talið Kjallaiinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur er að kostnaður við rekstur og við- hald tölvukerfa hér á landi sé tæplega lægri en 3.500 miljón krónur á ári. Það verður að telja mjög vafa- samt að tölvuvæðingin hafi skilað fyrirtækjum hér á landi árangri í samræmi við þá fjárhæð. Ástæður fyrir lélegum árangri í Bandaríkjunum greinir menn á um ástæður þess að jafnlítill árangur hefur náðst með tölvuvæðingunni og raun ber vitni. Ein af þeim ástæð- um sem menn nefiia er að óarðbær vinna á skrifstofum hafi aukist. Með óarðbærri vinnu er meðal annars átt við ýmiss konar skýrslugerð sem opinberir aðilar leggja í síauknum mæh á herðar fyrirtækja. Einnig er nefnd vinna sem fyrirtækin hafa skapað sér sjálf með tölvuvæðing- unni. Enn einn þáttur sem dregur úr afrakstri tölvuvæðingar er léleg nýting á tölvunum. Mjög margar ein- menningstölvur standa ónotaðar mestan hlua vinnudagsins. Kannan- ir á nýtingu þeirra sýna að þær eru ekki notaðar nema hálfan annan klukkutima á dag. Það jafhgildir 20% nýtingu. Kaup á einmennings- tölvum hafa undanfarin misseri hkst tískufaraldri. Fróðir menn telja að nú hafi liðlega 10 þúsund einmenn- ingstölvur verið seldar hér á landi. Undanfarið ár hafa sennilega ekki færri en 4 þúsund nýjar tölvur verið teknar í notkun. Það má hveijum manni vera ljóst að þessi tæki skila ekki öll eigendum sínum arði. Óhagkvæm sjálfvirkni á skrifstofum Mörg verkefiú, sem tölvur leysa, hafa í raun skapað ofnotkun. Til dæmis um það má nefiia ritvinnsl- una. Hún er eitt af vinsælustu verkefnunum sem leyst eru með ein- menningstölvum. Ritvinnsla skilar vissulega vönduðum skjölum. Þau kosta hins vegar ótrúlega oft meiri vinnu en ef þau hefðu einfaldlega verið vélrituð auk þess að meira er nú „framleitt“ af skýrslum og skjöl- um en fyrir tíma ritvinnslunnar. Þeirri skoðun vex fylgi að sjálfvirkni á skrifstofum hafi þegar á heildina er litið skilað takmörkuðum ágóða. Margir ráðgjafar telja að til þess að tölvuvæðing geti skilað teljandi ár- angri þurfi að endurskoða fiá grunni starfshætti í fyrirtækjum áður en ný tölvutæki eru tekin í notkun. Stjórnendur hægfara Með því að nota tölvutæknina má breyta stjómskipulagi einkafyrir- tækja og opinberra stofnana. Hin nýja upplýsingatækni gerir stjóm- endum mögulegt að fylgjast milli- liðalaust með fjármálum, fram- leiðslu, sölumálum og öðrum þáttum sem máli skipta í rekstri fyrirtækja. Þetta jafngildir því einfaildlega að nútímatækni geri mönnum kleift að fækka yfirmönnum í fyrirtækjum. Enn hefur orðið óverulegur árangur við að minnka yfirbyggingu fyrir- tækja í okkar heimshluta. Sérfræð- ingar telja til dæmis að 20% til 30% af stjómendum bandarískra fyrir- tækja sé ofaukið. Máh sínu til stuðnings vitna þeir til japanskra fyrirtækja sem hafa mun færri stjómendur. Þetta bendir til þess að stjómendur fyrirtækjanna hafi al- mennt ekki enn náð að tileinka sér hina eðlislægu kosti tölvuvæddrar upplýsingavinnslu. Einnig virðast þeir hika við að beita aðgerðum til hagræðingar ef þær raska stöðu nánustu samstarfsmanna þeirra. Því má líkja við eins konar samtrygg- ingu. Hennar gætir ekki þegar komið er út fyrir veggi skrifstof- anna. Ekkert bendir til þess að hér á landi hafi náðst skárri árangur við að einfalda stjómskipulag fyrirtækja með tölvunotkim. Menn haífa hingað til verið uppteknir af því að reyna að fækka skrifstofustúíkum en hafa látið yfirmennina í friði. Stefán Ingól&son ,,Þegar hin fjárhagslega hlið tölvudæm- isins er gerð upp kemur þó margt óþægilegt í ljós. Mörg fyrirtæki hafa á undanförnum misserum orðið gjaldþrota hér á landi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.