Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. 7 Fiskmarkaður Norðuriands hf.: Atvinnumál Salan fer öll fram í gegnum tölvur Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyii; „Þetta er íyrsti fiskmarkaðurinn með þessu fyrirkomulagi sem tekur til starfa enda sniðinn eftir okkar að- stæðum sérstaklega," sagði Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Norðurlands hf., sem tekur til starfa í næsta mánuði. „Þessi markaður fer allur fram í gegnum tölvunet okkar,“ sagði Sig- urður. Hann sagði að stjómstöðin yrði til húsa á Akureyri og þangað til- kynntu seljendur um afla, aflamagn, aflasamsetningu, veiðidaga, löndunar- höfii og löndunardag. Á hádegi hvem dag em síðan sendar upplýsingar um tölvunet markaðarins til væntanlegra kaupenda um það sem á boðstólum er þann daginn og frameftir degi geta síðan kaupendur gert tilboð í aflann í gegnum tölvur sínar. Stjómstöð tölvunetsins er á Akur- eyri en tölvur verða einnig á Þórshöfh, Húsavík, Grenivík, Dalvík, Hrísey, Ólafsfirði, Siglufirði og Sauðárkróki. Þegar menn á þessum stöðum fara að bjóða í aflann hafa þeir allar upplýs- ingar á tölvuskermi fyrir framan sig og geta fylgst með þeim boðum sem þegar hafa komið i aflann og geta hækkað boð sín eftir því sem líður á daginn, fram að þeim tíma að lokað er fyrir tilboð. Ef einhver kaupandi kaupir allan afla af skipi mun hann geta ráðið lönd- unarhöfri en ef um hluta aflans er að ræða landar viðkomandi skip í sinni heimahöfri og kaupandi sækir aflanp þangað. Sigurður P. Sigmundsson sagði að markaðurinn tæki til starfa síðari hluta septembermánaðar. Hluthafar í Fiskmarkaði Norðurlands em ýmsir aðilar á Norðurlandi sem fást við út- gerð og vinnslu, auk þess sem Akur- eyrarbær á þriðjung hlutafjár. Viðtalið____________________ Flestum hnútum kunnugur -segir Hannes Hauksson, nýráðinn framkvæmda- stjori Rauða krossins „Ég er búinn að starfa hjá Rauða krossinum sem deildarstjóri fjár- máladeildar frá árinu 1983 og því flestum hnútum kunnugur hér,“ sagði Hannes Hauksson, nýráðinn framkvæmdastjóri Rauða krossins. Hannes var ráðinn þegar Jón Ás- geirsson ákvað að láta af störfum eftir áralangt, farsælt starf hjá Rauða krossinum. Hannes tekur formlega við starfinu 1. október en er í rauninni þegar sestur í fram- kvæmdastjórastólinn þar sem fyrir- rennari hans er í sumarfríi. „Það er í mörg hom að líta í þessu starfi. Við erum aðilar að alþjóðleg- um samtökum Rauða krossins og við tökum þátt í starfi Almannavama. Þar fyrir utan störfum við að ýmsum sérverkefhum. Á landinu em 48 Rauða krossdeildir með 20 þúsund félagsmönnum og við hér á skrifstof- unni erum með eins konar sam- hæfingar- og þjónustumiðstöð fyrir deildimar svo það er í ýmsu að snú- ast.“ Hannes nefhdi sem föst verkefhi sjúkraflutninga, rekstur sjúkra- heimilis og nú síðast húsnæði að Tjamargötu 35 sem notað væri til að reka unglingaathvarf. „í athvarfið leita unglingar sem eiga við ýmis vandamál að stríða. Oftast em það erfiðar heimilisað- stæður, ofbeldi og óregla á heimilum. Athvarfið hefur verið rekið í hátt á annað ár og þangað hafa leitað 120 einstaklingar á aldrinum 11-18 ára. Athvarfið hefur greinilega sannað tilverurétt sinn, það em því miður margir unglingar sem þurfa á ein- hveijum samastað að halda þegar verulega bjátar á heima fyrir.“ Hannes Hauksson er 29 ára gam- all. Hann útskrifaðist úr viðskipta- deild Háskóla íslands árið 1982 og fór hann þá að starfa hjá verktaka- fyrirtækinu Hegranesi en réðst sem fyrr segir til Rauða krossins árið eftir. Hannes er kvæntur Hjördísi Hannes Hauksson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri Rauða krossins. DV-mynd JAK Gunnarsdóttur og eiga þau fimm ára gamla dóttur. Helstu áhugamál Hannesar em stangaveiði, skotveiði og útivera. „Ég reyni að komast einu sinni eða tvisvar í lax á sumrin og svo fer ég gjaman á rjúpu á vetuma. Við hjón- in höfum aðgang að tveimur sumarbústöðum sem við reynum að notfæra okkur eftir bestu getu. Mér finnst gott að losna úr ysnum í höf- uðborginni og slaka á í sveitinni enda var ég mikið í sveit sem bam og hálfgert náttúmbam. Það er bara verst að ég verð að fara með símann með sér ef ég fer úr bænum vegna tengslanna við Almannavamir," sagði Hannes Hauksson, sem kveið því ekki að takast á við nýtt starf. „Starfið leggst mjög vel í mig. Sam- starfsfólkið er mjög gott og hæft og við ætlum okkur stóra hluti.“ -ATA Það nýmæli verður tekið upp hjá fiskmarkaði Norðurlands, sem opnaður verður innan tiðar, að fisksaian fer öll fram í gegnum tölvur. f JL-BYGGINGAVÖRUR TEPPADEILD UTSSLA-NEI! LÁGT VERfi - IÁ! Við höldum ekki útsölu. En með hagstæðum innkaupum reynum við að hafa vöruverð alltaf sem lægst. 495 Madras 100% zinthetic................kr. Meriden 50% polyprop, 50% polyamid .. kr. Sandra 50% polyprop, 50% polyamid.....kr. Turbo 50% polyprop, 50% polyamid......kr Cadis 100% polyamid..................kr. per m 640 665 665 760 785 per m2 per rrri per mz per mz Tweed 50% polyprop, 50% polyamid kr. X \JsJ per mz Rosanne 100% polyamid........kr. 875 per mz 1.185 Shadows 100% polyamid....... kr. Greiðslukjör gerast varla betri RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND. per m FTHl BYGBlNEAýQRPBl Hringbraut 120, sími 28600, og Stórhöfða, simi 67100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.