Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. Utlönd Umsjón: Halldór Valdimarsson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir Pólskir flóttamenn valda ítölum erfiðleikum Dýrafórnir og djöfladýrkun í kirkjum Kúbana í Florida Þúsundir Pólverja streyma nú til Ítalíu og biðja um hæli sem pólití- skir flóttamenn. Veldur þetta ítölsk- um yfirvöldum miklum vandræðum og haft hefur verið samband við pá- faríki vegna þessa. Ný passalög gera Pólverjum auð- veldara að fara úr landi og koma allt að níutíu Pólverjar nú á degi hverjum til Ítalíu. Fæstir þeirra segj- ast vilja vera um kyrrt á Italíu. Af efnahagsástæðum vonast þeir til að komast áfram til Bandaríkjanna, Kanada eða Ástralíu. Vegna þess hve fáir flóttamann- anna uppfylla þau skilyrði sem þarf til þess að geta flokkast undir pólit- íska flóttamenn og vegna þess árafjölda sem það tekur að afgreiða umsóknimar hafa yfirvöld á Ítalíu farið þess á leit við flóttamennina að þeir endurskoði afstöðu sína. Tíu þúsund flóttamenn Frá áramótum hafa um tíu þúsund Pólverjar komið til Ítalíu. Margir þeirra óttast að þeim verði sagt að snúa aftur heim þar sem þeir geti ekki sannað að þeir séu ofsóttir eða að þeir óttist ofeóknir. Itölsk yfirvöld hafa þó ákveðið að senda þá ekki aftur heim heldur veita þeim ferða- mannadvalarleyfi. Amintore Fanfani, innanríkisráð- herra ítalíu, hefúr sagt að fólk megi ekki ímynda sér að hver sem er geti fengið hæli á ítalíu og hefur beðið pólsk yfirvöld og ítalskar velferðar- stofnanir um að láta það berast. Frásagnir pílagríma Margir Pólveijanna hafa lagt leið sína til Latina sem er lítil borg sunn- an við Róm. Flóttamannabúðir Sameinuðu þjóðanna þar eru þegar troðfullar og þurft hefur að neita flóttamönnum um vist. Þar voru um tíma fimmtán hundruð manns en gert er ráð fyrir að sjö hundruð manns dvelji í búðunum. Nokkrir þeirra Pólverja, sem dvelja í Latina, segjast hafa heyrt pólska pílagríma segja frá borginni er þeir sneru heim eftir fund með páfa sem er pólskur. Haft er eftir einum flóttamannanna að páfi þurfi sjálfur að tilkynna að hann sé mót- fallinn því að Pólverjamir yfirgefi heimaland sitt, annars muni milljón- ir þeirra bíða eftir því að fá að komast úr landi. Prestur einn, er í ferð sinni til Póllands í júni síðastliðnum hvatti páfi landsmenn, sem í þúsundatali flýja nú til Ítalíu, til þess að gefa ekki upp vonina um breytingar í Póllandi. Hér sést páfi faðma Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu. Símamynd Reuter aðstoðar flóttamenn í Latina, segir ritara páfa hafa hringt til sín og til- kynnt að páfi sé ekki hrifinn af því sem er að gerast. Sofið í kirkjunni Fyrir stuttu leituðu fimm hundruð pólskir flóttamenn skjóls í kirkju þessa prests og fyrir nokkrum vikum höfðust hundruð Pólverja við fyrir utan kirkjuna. Sváfú þeir þar í farar- tækjum sínum og tjöldum og treystu á velvild staðarmanna sem sumir hverjir eru famir að spyrja hvers vegna Pólverjamir komi til Latina. í borginni og héraðinu umhverfis em þijátíu og þijú þúsund atvinnulaus- ir. Þegar staðarmenn virða fyrir sér Pólveijana hanga aðgerðarlausa á götuhomum hafa þeir á orði að verk- smiðjumar hans Jaruzelskis hljóti að vera orðnar tómar þar sem pólski vinnukrafturinn sé kominn til Ítalíu. Margir flóttamannanna em ungt fólk sem vonast eftir betra lífi en því sem býðst í Póllandi. Skyndilega hafi orðið miklu auðveldara að fá vegabréf og vegabréfeáritanir og því hafi þeir tekið þá ákvörðun að yfir- gefa landið. Jóhannes Páll páfi II. hefúr nýlega sagt að flóttamennimir ættu ekki að þurfa að snúa aftur til Póllands gegn vilja þeirra. í ferð sinni til Pól- lands í júní síðastliðnum hvatti páfi landsmenn sína til þess að trúa á að betri framtíð bíði Póllands og gefa ekki upp vonina um breytingar. kaþólskra dýrðlinga. Trúarbrögð þessi eiga uppmna sinn á Kúbu, meðal afriskra þræla af Yoruba- ættbálki. Þeir vom neyddir til að taka rómversk- kaþólska trú en lö- guðu hana að sínum gömlu trúar- brögðum með því að láta fyrri guði sína renna saman við dýrðlinga nýju kirkjunnar. Santeria breiddist síðar út til bæja og borga á Kúbu og barst til Florida með fyrstu hópum kúbanskra útlaga á sjötta áratug þessarar aldar. Santeria á sér þannig svipaðan uppruna og voodoo, tilbeiðsla fomra afrískra anda, sem ástunduð er á Haiti. Bæði þessi trúarbrögð byggja mikið á dýrafómum, töfralyfjum og illum álögum. Hauslausir skrokkar Þótt leiðtogar santeria safnaða segi frásagnir af dýrafómum og öðr- um athöfhum þeirra ýktar er ekki erfitt að finna það sem sögumar byggja á. Þeir sem búa meðfram Miami-ánni hafa lengi kvartað um hauslausa skrokka af geitum, svínum, hönum og hænum, sem fljóta í ánni á leið til sjávar. Klerkar santeria segjast hins veg- ar slátra þessum dýrum á mannúð- legan hátt. Segjast þeir ætla að halda slátmn þeirra áfram þrátt fyrir bann stjómvalda og telja sig hafa heimild til slíks meðan trúfrelsi ríki í Banda- ríkjunum. Segjast þeir eiga sér fylgismenn í öllum þjóðfélagsstigum og ætla að nota sér áhrif þeirra eftir mætti. Santeria er ekki lengur takmarkað við Florida því að trúarbrögð þessi hafa þegar gert vart við sig í New York, New Jersey og á einstöku stað i Mið- og Suður-Ameríku. í bakherbergjum einkaheimila í Litlu Havana í Miami safna hvít- klæddir kúbanskir prestar söfriuðum sínum saman við kertaljós og fóma geitum, grísum og hönum. Slátrun fómardýra er grundvallaratriði í trúarbrögðum þessa fólks, santeria, sem er sambland voodoo og ka- þólsku, upprunnið á Kúbu. Að sögn yfirvalda munu um fimmtíu þúsund kúbanskir innflytjendur í Florida ástunda þessi trúarbrögð og þótt athafnir þeirra hafi til þessa farið fram fjarri augum hins almenna borgara verða þær nú mun opin- berari þar sem söfnuðurinn hefúr byggt sér kirkju og ætlar að sækjast eftir viðurkenningu á trúarbrögðum sínum. Þessi nýja kirkja hefur vakið upp miklar deilur í Florida sem einkum snúast um dýrafómir santeria-safri- aða. Djöfladýrkun Andstaeðingar santeria halda því fram að söfiiuðurinn ástundi djöfla- dýrkun, þar séu ástundaðar pynting- ar á dýrum, svartigaldur og jafiivel mannát. Þess hefur verið krafist að kirkju safnaðarins verði lokað eða söfiiuð- inum forboðið að slátra fómardýrum sem raunar er ólöglegt, að mati sak- sóknara Floridafylkis. Saksóknar- inn kvað þó ekki sterkar að en svo að segja dýrafómir heimilar ef kjöt af dýrunum væri etið við athafn- ir. Á síðustu árum hefur lögreglan í suðurhluta Florida ráðist inn á heimili fjölmargra santeria-presta. Þar hefúr lögreglan stöðvað dýra- fómir, handtekið heilu söfiiuðina og ákært þá fyrir illa meðferð dýra. Santeria felur i sér dýrafómir, ástundaðar af söfnuði i Florida, sem byggir trúarbrögð sín á samblandi af Woodoo og kaþólskum sið. Hér er einn meðlimur safnaðarins við altari kirkju þeirra. Simamynd Reuter Andstæðingar santeria vilja þó ganga mun lengra til þess að uppr- æta trúarbrögð þessi enda segja þeir að ekki sé í raun um trúarbrögð að ræða, heldur hópa geðsjúkra ein- staklinga. Blanda Santeria er blanda af tilbeiðslu fornra afrískra guða og rómversk-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.