Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. 31 Sandkom Utvarpsstríð Útvarp á vinnustöðum mælist misvel fyrir hjá vinnukaup- endum og vinnuseljendum. Á sumum stöðum banna vinnu- kaupendur algerlega útvarps- hlustun. Annars staðar er hún leyfð og þá með ýmsum til- brigðum. Á sumum stöðum er einn beljandi á línuna og ann- ars staðar hefur fólk fengið eymahlífar með útvarpshátöl- urum þar sem h ver og einn ræður því hvort hann hlustar á útvarp eða ekki. En þetta er ekki allt því eftir að útvarpsstöðvum fjölgaði eru víða deildar meiningar um á hvaða stöð skuli hlustað og fer það eftir aldri og smekk, jafnvel hinum hégómlegustu viðhorfum eins og skyldleika við einhvem útvarpsfálkann. Eymahlífaútvarp er óvíða enn svo fullkomið að hægt sé að velja á milli stöðva og ekki er hollt að hafa nema eina stöð á í einu þar sem er opið útvarp. Ágreiningur um útvarps- stöðvar hefur valdið alvarleg- um vinnustaðadeilum og það svo að sálarheill sumra vinnu- seljenda er í húfi. Þannig berast nú fregnir af sálfræði- legum útvarpsveikindum hjá sumum starfsmönnum Granda hf. en þar munu einhver dular- full öfl ráða því að Stjarnan gellur í eyrum manna sem vilja heidur heyra í Bylgj- unni, Rás 2 eða gömlu guf- unni. Til greina kemur nú að úr þessu sálarstríði verði bætt með því að skipta yfir á trúar- stöðina Alfa. Draugarfrá Alþingi Sveitarstjórinn á Höfn í Homafirði, Hallgrímur Guð- mundsson," er ekkiyfir sig hrifinn af nýjum sveitar- stjómarlögum frá Alþingi, einni helstu afurð Alexanders Stefánssonar fyrrum félags- málaráðherra. Sérstaklega er honum uppsigað við héraðs- nefndir „sem enginn veit hvað W / Alexander Ólafsvikingur henti barn- Inu með baúvatninu þegar hann ætlaði að hvitskúra sveitarstjórnar- lögin, eða svo segir sveitarstjórinn á Höfn. eiga að gera“ og þann hégóma að leyfa smásveitum að kaila sig bæi með bæjarstjóra sem telji það helstan kost að eiga greiðari aðgang að verk- smiðjuframleiddum vínanda. Hallgrímur segir að lögin skapi meiri vanda en þau leysi og tefji fyrir bráðnauðsynleg- um endurbótum á íslenskri héraðsstjóm. Lögin „em eitt asnastrik", segir sveitarstjór- inn, „hvorki fugl né ftskur og gera lítið annað en að vekja upp óþarfa drauga sem erfitt verður að kveða niður." „Endurbætur á sveitarstjóm- arstigi em engu að síður sjálfsagðar," segir Hallgrímur í grein sinni í Eystra-homi. „Þar ber þó að fiýta sér hægt og kasta ekki barninu út með baðvatninu." Þessi sveitar- stjóri er greinilega ekki í aðdáendaklúbbi Alexanders Ólafsvíkings. Mjólkurgerlar Mörgum finnst það skjóta skökku við að reka umsvifa- mikinn mjólkuriðnað til þess að gerilsneyða mjólkina og selja hana svo í pappafemum sem ekki er hægt að opna án þess að krafla upp stútinn með því að stinga misjafnlega gerl- uðum fingri ofan í hann og jafnvel mjólkina líka þegar verst tekst til. Sumum dettur í hug að lækna- stéttin reki umbúðagerðina en það em náttúrlega eintómir hugarórar óvandaðra geml- inga og áreiðanlega þeirra sömu sem halda því fram að tannlæknar reki ónafngreinda bitafiskverkun fyrir vestan sem framleiðir mestu tann- garðsbijóta vestan Alpafjalla. Vandamáiið er auðvitað fólgið í því að hollustuvemdin notar ekki mjólk og borðar ekki bitafisk að vestan. Þetta hefur því gersamlega farið fram hjá réttum yfirvöldum. Nýtt vandamál Það á ekki af nýju flugstöð- inni okkar að ganga - eða í hana að ganga - því að nú þykjast vísir menn hafa upp- götvað að útihurðir Leifs- stöðvar em eiginlega alls ekki útihurðir heldur innihurðir. Sérkennilegur vandi steðjar því að gestum og gangandi þegar kólnar í veðri því að til þess að hurðimar opnist þurfa þær að nema tiltekinn líkams- hita þess sem að þeim gengur. Lofthiti má ekki falla mikið og varla má frysta svo að hurðimar nái ekki hitageisl- uninni - þá opnast dymar bara alls ekki. Þetta gæti orðið merkilegur glundroði þegar fólk kemst hvorki inn í flugstöðina né út úr henni í gegn um dyrnar og það einmitt í köldustu og verstu veðrum. En auðvitað verður greitt úr þessu eins og öðra áður en það verður að meiri flækju en góðu hófi gegnir og hægt er að hafa mátulega gaman af. Kartöflukirkjugarður Það em ekki bara sumir Þykkvabæjarbændur sem hafa staðið í því að henda af- ganginum af kartöfluupp- skem sinni frá síðasta ári. Bændur á öðrum frægum kartöfiusvæðum hafa lent meira og minna í þessum hremmingum og líkiega er búið að henda þúsundum frek- ar en hundmðum tonna af rammíslenskumjarðeplum síðustu vikumar. En það em ekki allar kartöfl- ur eins hólpnar í dauða sínum og kartöflumar á Svalbarðs- strönd við Eyjafjörð. Þær ienda nefnilega í gryfju í Lauf- ási undir verndarvæng séra Bolla Gústafssonar, staðar- prests og kirkjuhaldara á þeirri sögufrægu jörð. Það má næstum því segja að óseljan- legar kartöflur nábúa hans lendi í vígðri mold og það er meira en hægt er að segja um kartöflumar sem seljast - alla vega svona beinlínis. Umsjón: Herbert Guðmundsson Spittararnir verða stundum að fá að anda róiega heima i hlaði. DV-mynd JGH DV á Raufarhöfn: Glæstir spíttarar Raufarhafiiarbúar eiga óvenju marga fallega og nýlega bíla. Það sem meira er, stunir þeirra eru sport- legri en gengur og gerist í ekki stærri bæjum en Raufarhöfn er. Þetta eru kerrur, spíttarar, sem ná sér vel á strik sé kraftur settur í bensínfótinn. En tæplega gerist það innan bæjarmarkanna, þar er lítið rúm fyrir hraðakstur og ekki má fara upp fyrir 90 annars staðar. Spítt- aramir eru samt fyrir augað, það er heila málið. JGH SENDILL ÓSKAST Sjávarútvegsráðuneytiö óskar að ráða sendil til starfa allan daginn. Nánari upplýsingareru veittar í ráðuneytinu að Lindar- götu 9, 101 Reykjavík. 1. september 1987. Sjávarútvegsráðuneytið Vinningstölumar 29. ágúst 1987. Heildarvinningsupphæð: Kr. 17.132.177,- 1. vinnlngur var kr. 10.792.512,- og skiptist hann á milii 2 vinningshafa, kr 5.396.256,- á mann 2. vlnningur var kr. 1.905.024,- og skiptist hann á 528 vinningshafa, kr. 3.608,- á mann 3. vinningur var kr. 4.434.641,- og skiptist á 18 401 vinningshafa sem fær 241 krónu hver Upplýsingasimi: 685111. SAUMUM STAFI í handklæði, rúmfatnað og fleira. Tilvaldar tækifærisgjafir. Þykk handklæði, stærð: 105x145 cm, verð kr. 590. Litir: drapp, grænt, blátt og bleikt. FJÖLBREYTT HANDKLÆÐAÚRVAL. ÚTSAUMUÐ VÖGGUSETT. Póstsendum. ^J^annprtiabcrBlunín (£rla l Snorrabraut 44 — pósthólf 5249 Sími 14290. LAUS STAÐA Staða ritara í sjávarútvegsráðuneytinu er laus til um- sóknar. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi góða íslensku- kunnáttu, svo og kunnáttu í ritvinnslu/vélritun. Einhver reynsla í almennum skrifstofustörfum er æski- leg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist sjávarútvegsráðuneytinu, Lindargötu 9, 101 Reykja- vík, fyrir 10. september nk. 1. september 1987. Sjávarútvegsráðuneytið STAÐA LISTRÁÐUNAUTAR Á KJARVALSSTÖÐUM Staða listráðunautar, sem jafnframt verður aðstoðar- forstöðumaður Kjarvalsstaða, er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna til fjögurra ára. Umsækjendur skulu vera listfræðingar að mennt eða hafa víðtæka þekkingu á myndlistarmálum og öðrum greinum er snerta starfsemi Kjarvalsstaða. Launakjör eru skv. kjarasamningum. Umsóknum, er greini menntun og starfsferil, sé skilað til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar á eyðublöð- um, sem þar fást, fyrir 1. október nk. Upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofum borg- arstjóra, Austurstræti 16, sími 18800. 31. ágúst 1987. Borgarstjórinn i Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.