Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1987, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987. 15 Stríðið á kartöflumarkaðnum Ég hef orðið var við mikinn mis- skilning í sambandi við sölumál kartaflna og ekki síst varðandi Kart- öfluverksmiðju Þykkvabæjar hf. í Þykkvabæ og Þykkvabæjarkartöfl- ur hf. í Garðabæ. Vil ég nú reyna að varpa einhverri birtu á nokkrar staðreyndir til að auðvelda fólki að skilja og fylgjast með atburðarás og mynda sér skoðun. Sölukerfið Frá því að ég hóf kartöflurækt 1978 hafa verið deilur um hvemig bæri að koma kartöflum á markað. Skuggi Grænmetisverslunar land- búnaðarins grúfði yfir með einokun- araðstöðu sína án teljandi áhrifa kartöflubænda. Meginreglan var sú að birgðir voru mældar á haustin og síðan gátu ræktendur selt eftir prósentuhlutfalli. Um þetta stóðu oft á tíðum harðar deilur. Smærri fram- leiðendur vildu tiyggja sig gagnvart þeim stærri. Kartöflurækt hefúr alltaf verið opin öllum og er það enn enda sýnir það sig að í dag, þegar kvótastefha í hefðbundnum landbúnaði er marga að drepa, íreistast menn til að ná aukinni hlutdeild í kartöfluræktinni. Stefha Landssambands kartöflu- bænda hefur verið að prósentuhlut- fall gildi fyrir alla, hvar á landi sem þeir búa. I umræðum er búið að fara hring eftir hring í leit að réttlátara sölukerfi en það hefur ekki fundist enn, þ.e. félagslegt kerfi. Landssam- tök karöflubænda eru valdalaus og þarf enginn að hlusta á þau eins og dæmin sanna. Einu sjáanlegu mark- miðin í dag fyrir samtökin eru. a. Véttvangur skoðanaskipta. b. Fylgjast með kartöflubirgðum í landinu til að fyrirbyggja óþarfa innflutning. c. Útreikningar kartöfluverðs til viðmiðunar. Ef kartöflubændur ná ekki að standa saman um sölumál þá er ekki staðið saman um verðlagsmál, það er eins víst og sól rís og sól sest. Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hf. Allt frá stofhun Kartöfluverk- KjaUaxiim Tryggvi L. Skjaldarson kartöflubóndi í Þykkvabæ smiðju Þykkvabæjar hefur rekátur- inn gengið illa og ef ekki hefði komið til stórfelldur stuðningur ríkisins í gegnum árin væri verksmiðjan löngu farin á hausinn. I upphafi voru allir hluthafar jafn- ir og allir áttu að láta jafht í verk- smiðjuna. Fljótlega kom í ljós að meira fé þurfti og fór þá í gang hlutafjársöfhun og í boði var að sala til verksmiðju færi eftir eign hluta- fjár. Á þessum tíma (og reyndar enn) var ég á móti þessari aðferð og lagði til að allir félagamir gæfu verk- smiðjunni afgangskartöflur næstu árin til að hjálpa henni að rétta úr kútnum. Tillögunni var hafnað. Næstu árin á eftir og reyndar enn ganga hlutabréfin kaupum og sölum milli bænda í Þykkvabæ. Sumir hafa alveg hætt þátttöku, aðrir standa í stað. Margir hafa aukið hlutaeign sína jafht og þétt, bæði með kaupum bréfa þeirra sem hætta og þegar hlutafé er aukið. Þetta liti ágætlega út ef mennimir hefðu staðið undir þessu sjálfir. Verksmiðjan hefur fengið milljónatugi gefins og lang- mest frá ríkinu. Þá hafa kartöflur, sem fara í verk- smiðjuna, ekki verið dregnar frá kartöflubirgðum sem ætlað er að fara ferskar á markað. Þeir sem ekki juku hlutafjáreign eða hættu hafa mátt þola skerðingu á sölu kartaflna af þessum sökum. í tíð einokunar Grænmetisv. land- búnaðarins til 1985 er þetta mögu- lega sakhæfur þjófhaður. Meirihluti kúgaði minnihluta sér til hagsbóta. Þykkvabæjarkartöflur hf. Þann 15. janúar 1986 tilkynntu Þykkvabæjarkartöflur, Garðabæ, til skráningar vörumerkið „Þykkva- bæjar“ (þetta rauða fallega). Gallinn var bara sá að vörumerkið var búið að vera til í eigu Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar í mörg ár, hannað fyr- ir verksmiðjuna á sínum tíma. Og það sem meira var að stjóm verk- smiðjunnar hafði ekki hugmynd um þetta einkaframtak fyrr en bent var á hvað væri að ske. Og það var gert áður en kærufrestur rann út. Snemma vors 1986 heldur stjóm verksmiðjunnar fund og samþykkir að Þykkvabæjarkartöflur hf. fái að halda helmingseign í vörumerkinu vegna þess að fyrirtækið kostar aug- lýsingar á framleiðslu verksmiðj- unnar að hálfu. Fyrirtækið má ekki nota merkið á vörur sem gætu verið í samkeppni við verksmiðjuna. Um þennan gjafasamning vissu hluthaf- ar almennt ekki fyrr en löngu síðar. Morgunblaðið greinir frá því í júlí 1986 að Þykkvabæjarkartöflur í Garðabæ ætli að hefja pökkun og dreifingu á ferskum kartöflum og hafi gert samning við 10 framleið- „Ég hef aldrei farið fram á að Þykkvabæjarkartöflur hf. tækju eina einustu kartöflu frá mér. endur í Þykkvabæ. Uppskerutíma- bilið á undan dreifði fyrirtækið fyrir Pökkunarstöð Þykkvabæjar sem starfaði stutt. Þessa 10 framleiðend- ur þjónustaði fyrirtækið vel og neytendur fengu góða vöru hjá Þykkvabæjarkartöflum. Vörumerk- ið „Þykkvabæjar" var sett á fersku kartöflumar og kom þá upp sú skrítna staða að aðrir framleiðendur í Þykkvabæ stóðu frammi fyrir því að selja ferskar kartöflur í sam- keppni við vörumerki sem þeir áttu sjálfir. Þar að auki hljóta ferskar kartöflur að vera í samkeppni við forsoðnar sem fyrirtækið dreifir fjTÍr verksmiðjuna. Er líða tók á vetur var ljóst að fyrirtækið gat arrnað meim en ætlað var í fyrstu og tók til við að bjóða einum og einum framleiðanda samn- ing. I lok janúar 1987 var haldinn stormasamur hluthafafundur í kart- öfluverksmiðjunni. Áður, nánar tiltekið 14. janúar 1987, segir Garða- bæjarfyrirtækið upp samningi við kartöfluverksmiðjuna. Þann 20. jan- úar, sex dögum síðar, er undirritaður nýr samningur og þá er aðalbreyt- ingin sú að Garðabæjarfyrirtækið kaupir af verksmiðjunni á föstu verði og ræður sjálft álagningu í stað þess að vera upp á prósentu. Sjálf- sagt gert báðum til hagsbóta, en mikið lá á, það er víst, þetta er gert rúmri viku fyrir hluthafafund þrátt fyrir að frestur til nýrra samninga hafi verið a.m.k. 30. dagar. Það kann að vera tilviljun að við- skiptamenn Garðabæjarfyrirtækis- ins, landsliðsmennimir í kartöflu- rækt, era margir hverjir með stærstu hluthöfum í verksmiðjunni en alla- vega atvikaðist það svo á hluthafa- fundinum að tillaga um að sækja einkaeignarrétt kartöfluverksmiðj- unnar á vörumerkinu fyrir dómstól- um náði ekki fram að ganga heldur tillaga stjómarformanns um að fela stjóminni að vinna í málinu og vmn- ur hún enn og gengur þunglega. Útilokað er að fá verksmiðjuna til að vinna fyrir sig kartöflur. þó gieiðsla bjóðist við dymar, jafnvel l'egar verksmiðjan er ekki rekin með fullum afköstum. Samningur ríð Þykkvabæjarkartöflur hf. kemur í veg f>TÍr það. Vinnslan í verksmiðj- unni fer eftir sölugetu einkafyrir- tækis í Garðabæ. Einar Páll Svavarson, framkvstj. hjá Þykkvabæjarkartöflum hf., talar um ríkisstyrkta fyrirtækið Ágæti í DV 28.8. sl. Hann ætti að ganga hægt um gleðinnar dyr. Einar Páll talar líka um að ég kvarti undan þvi að Þykkvabæjar- kartöflur kaupi ekki mínar kartöfl- ur. Ég hef aldrei farið fram á að Þykkvabæjarkartöflur hf. tækju eina einustu kartöflu frá mér. Að lokum. Þegar Þykkvabæjar- kartöflur hf. boðuðu til fundar kvöld eitt um daginn kl. 20 og tilkjmntu mönnum boð um sölusamning með umhugsunarfresti til miðnættis varð mér endanlega ljóst að þar fóra menn sem kunna sitt fag, verðugir fulltrúar einkaframtaks. Leiki þeir sína leiki. Ég leik mína. Tryggvi L. Skjaldarson „Ef kartöflubændur ná ekki að standa saman um sölumál þá er ekki staðið saman um verðlagsmál, það er eins víst.. Verið forsjál við vegabréfsáritun til „Frans“ „Mál þetta hetur af miklum myndarskap verið kynnt i fjölmiðlum af is- lenska utanríkisráðuneytinu og ætti ekki að fara framhjá neinum." Nýlega var ég staddur í Afríkuríki einu og þurfti nauðsynlega að kom- ast þaðan til Barcelona á Spáni. Ég var með bókun til Barcelona en flug- vélin var yfirbókuð og ekki mögu- leiki á sæti. Nú voru góð ráð dýr þar sem ég stóð á yfirfullum, heitum og þrúgandi flugvellinum í þessu ljarlæga landi. Ég sá á brottfarartöfl- unni að auglýst var flug til Marseille í Frakklandi eftir klukkutíma. Fékk ég því farmiða mínum breytt þannig að ég komst með vélinni til Mars- eille. Var ég hinn ánægðasti þá stundina því oft hef ég ferðast í gegn- um Frakkland, bæði með lest og akandi, og sá því auðvelda leið að skjótast með lest frá Marseille til Barcelona á fáeinum klukkustund- um. Þegar flugið var hálftiað til Marseille rann allt í einu upp fyrir mér ljós. Ég hafði lesið einhveija auglýsingu frá franska sendiráðinu í Reykjavík um að menn þyrftu vega- bréfsáritun til þess að komast inn í þetta merka land. Hana hafði ég ekki, enda hafði ég ekki ætlað mér upphaflega að koma við í Frakk- landi. Atvikin réðu því að svo varð KjaUaiinn Friðrik Á. Brekkan blaðafulltrúi þótt stutt yrði dvölin í það skipt- ið. Kom ekki til mála Þegar komið var á flugvöllinn leit ég yfir hópinn og allir flugu í gegnum passaskoðun nema ég sem fór strax til lögreglunnar og tilkynnti að ég væri ekki með visa í passanum og spurði hvort hægt væri að gefa mér visum í fimm til sex klukkutíma, visum sem myndi duga mér lestar- ferðina til Spánar. Nei, takk, það kom ekki til mála og var settur um mig vörður og þrammað í gegnum passaskoðunina, fram hjá öllum far- þegum og niður að farangursband- inu, hvar ég sótti tösku mína, og var ég beðinn um að velja mér flugvél í einhverja átt sem fyrst í burt frá þessu fyrirheitna landi. Ég leit á brottfaratöfluna en úrvalið var nú ekki glæsilegt. Ég gat farið til Rio de Janeiro í Brasilíu. til Khartoum í Súdan eða til Madrid á Spáni. Ég ákvað að taka Madrid og þá var þrammað með mig undir vemd að afgreiðsluborði Air France þar sem afgreiðslumaðurinn seldi mér dýr- asta fargjald, sem til var hjá þeim, til Madrid, og það með skrúfuvél. álíka og Fokker Friendship, í þokka- bót. Ég sá auglýstar fjögurra daga pakkaferðir til Madrid frá Marseille á helmingi þess verðs sem ég greiddi en með hótelgistingu innifalda, auk morgunverðar. Misindismenn Þama var mér ekki gefið tækifæri til þess að íhuga málið né velja. Þama gafst mönnum tækifæri til þess að sýna vald sitt og hrokinn fékk útrás. Það er leitt að vita til þess og hörmulegt að misindismenn af öllu tagi skuli hafa öðlast greiðan aðgang að Frakklandi, sem á marg- an hátt er hið ágætasta land, og að þar skuli þeir hafa framið mörg hermdarverk. Við skulum passa okkur á formsatriðunum. Sjáið til þess að þið hafið visum frá franska sendiráðinu í passanum ykkar þótt þið ætlið alls ekki til Frakklands. Það getur néfhilega vel verið að ykkur langi allt í einu þangað til þess að skipta um umhverfi þegar þið erað einhvers staðar í Evrópu. Forðumst það að gefa Frökkum tækifæri til að varpa hroka sínum á okkur, það er óþarfi. Það kostar aðeins eina heimsókn í franska sendiráðið að koma í veg fyrir það. Mál þetta hefur af miklum myndar- skap verið kynnt í fjölmiðfum af íslenska utanríkisráðuneytinu og ætti ekki að fara fram hjá nein- um. Friðrik Á. Brekkan „Við skulum passa okkur á formsatriðun- um. Sjáið til þess að þið hafið visum frá franska sendiráðinu í passanum ykkar þótt þið ætlið alls ekki til Frakklands.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.