Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1987. 5 Engin drög liggja fyrir fiskveiðistefnu fýrir, því miður,'1 Halldór sagöi að eflir væri að ræða sagði Halldór Ásgríniason sjávarút- við hagsmunaaðila i sjávarútvegi, vegsráðherra á fundi með blaða- stjómmálaflokkaogstofiianirísjáv- mönnum í gær. Ráðherrann sagði arútvegi. Halldór sagði að ný fisk- að sjávarútvegsráðuneytið hefði veiðistefna yrði til meðferðar á fengið til liðs við sig Þjóðhagsstofn- Alþingi í haust og hann vonaðist til un, Raunvísindastofiiun Háskólans að hún yrði afgreidd fyrir lok nóv- og viðskiptadeild Háskólans til að ember. gera úttekt á efhahagslegu gildi nú- -sme Veiðivon Víðidalsá í Húnavatnssýslu: Lentu í mokveiði Silungsveiðin gengur víða vel þessa dagana og veiðimenn lenda í góðri veiði, bæði bleikju og urriða. Eitt er það veiðisvæði sem veiðimenn hafa mikinn áhuga á og það er svokallað silungasvæði í Víðidalsá í Húnavatns- sýslu. Við náðum í veiðimenn sem voru að koma þaðan. „Við fengum 44 bleikjur og einn sjóbirting, stærsti fiskurinn var fimm pund. Það var fluga og maðkur sem bleikjan tók, settum í helling í viðbót en hún tók grannt,“ sagði veiðimaður sem var að koma af silungasvæðinu í Víðidalsá í Húnavatnssýslu á laugardaginn. Mik- ið hefúr sést af bleikju þama á svæðinu, en hún hefur verið dyntótt að taka agn veiðimanna. „Við fengum 38 bleikjur á um tveimur tímum, tók þá í hveiju kasti og þetta var skemmti- legt. Það var sama hvaða flugu við settum á, fiskurinn tók alltaf, settum Veiðivon Gunnar Bender einu sinni beran öngul á og það var fiskur á um leið,“ sagði veiðimaðurinn í lokin. -G. Bender Hreinn Ágústsson og Jón Á. Hreins- son við 45 fiska veiöina á bökkum árinnar. DV-myndir Halldór Valgeröur F. Baldursdóttir með 46 og 12 punda laxa úr Austurá i Miðfirði, veidda á maðk fyrir nokkrum dögum. Miðfjarðará hefur gefiö 1055 laxa. DV-mynd Árni. Grímsá í Borgarfirði: Komin í 700 laxa Rúmlega 700 laxar hafa veiðst í Grímsá í Borgarfirði og veiðimenn, sem voru að koma úr henni, sögðu lít- ið af fiski. „Við fengum 12 laxa og við urðum ekki varir við mikið af fiski," sagði veiðimaður sem veiddi 2 laxa í ánni. Ármenn voru við veiðar á undan þessum veiðimönnum og fengu þeir 18 laxa. „Þetta gekk rólega hjá okkur og við sáum fisk en fengum engan til að taka, þó sáum við bæði laxa í efri og neðri fossinum, töluvert mikið,“ sagði veiði- maður sem var að koma úr Brynju- dalsá um helgina. „Fiskurinn vildi ekki taka fluguna hjá okkur og þó köstuðum við á 20 laxa í neðri fossin- um. Það eru komnir 60 laxar á land og þetta hefur verið reytingur í allt sumar, það sést í veiðibókinni,“ sagði maður sem hafði verið að veiða í Brynjudalsánni. Við fréttum að mikið væri um lax í Meðalfellsvatni en hann tekur illa. Fiskurinn stekkur víða í vatninu. Sil- ungsveiðin hefur gengið rólega en í júlí var veiðin víst mjög góð. Stærsti laxinn, sem veiðst hefúr ennþá, er 12 pund. -G. Bender Fréttir Hráolíuverð rokkar til og frá um 10% - frekar búist við hækkandi en lækkandi verði á næstunni Skráning á hráolíuverði sýnir að olíufatið hefur kostað 17,80-18,90 doll- ara allra síðustu vikumar en það var á um 20 dollara fyrir mánuði. Verðið breytist daglega og var til dæmis 18,85 dollarar fatið 18. ágúst, 17,80 dollarar 25. ágúst og svo aftur 18,65 dollarar 28. ágúst. Olíusöluríkin munu ráða ráðum sínum innan skamms í þeim tilgangi að ná verðinu aftvu í 20 doll- ara á fatið eða þar yfir. Verðið á unninni olíu og olíuvörum sveiflast ekki endilega í sama takt og verð á hráolíunni. Breytingar á því byggjast á fleiri forsendum, svo sem vinnsluverðlagningu og flutnings- gjöldum eftir magni og vegalengdum. Verð á þessum vörum breytist almennt ekki nálægt því eins ört og á hráol- íunni. Þegar hráolían var dýrust á árinu 1985 fór fatið upp í 30-31 dollara en þegar verðhrunið varð á fyrri hluta síðasta árs komst fatið niður í 10-11 dollara um skamman tíma. Frá því í september í fyrra og þar til í ágústlok núna hækkaði hráolíuverðið um 25% eða þar um bil. Sem fyrr segir mældist hækkunin meiri fyrir mánuði og stefiúr nú aftur í það horf ef olíusölu- ríkin ná saman um að lyfta verðinu á ný vfir 20 dollara á fatið. -HERB Laxveiði í Elliðaánum: Met borgarstjóra slegið „Það er ótrúlega skemmtilegt að krækja í þann stóra. Ég held svei mér þá að ég hafi séð þennan sama fisk þama fyrir u.þ.b. þremur vikum, svo hann hefur eflaust bara beðið eftir mér,“ sagði Atli Halldórsson sem um helgina náði á land stærsta laxinum sem veiddur hefur verið í Elliðaánum í sumar. Það var klukkan 16:45 á laugar- dagseftirmiðdag að laxinn beit á og var Atli í tuttugu mínútur að landa honum. Laxinn var veiddur á maðk í hyl sem er skammt fyrir neðan fé- lagsheimilið hjá Rafstöðinni. „Ég veit ekki hvemig borgarstjór- inn tekur þessum tíðindum, en hann hefur hingað til átt stærsta laxinn úr Elliðaánúm í sumar, sextán og hálft pund. Ætli endi ekki með því að ég verði að ganga í Framsóknar- flokkinn svo allt komi heim og saman,“ sagði Atli og hló KGK KJARAKAUP Frystiskápur 258 lítra Utborgun kr. 6000,- Mál: 189x59,5x60 Litir: Gulur og grænn. Rétt — verð kr. 47.600,- Láttu ekki þessi einstöku kaup fram hjá þér fara Utborgun 2.000,- E 601 gufugleypir Mál: 16x60x49 Litir: Brúnn, rauður og grár Rétt — verð kr. 8.900,- Einar Farestveit &Co.hf. Borgartúni 28, simar 91-16995,91-822900.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.