Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1987. 13 Okuikailinn Flugleiðir Gluggar skriístofu Flugleiða í New York skarta skrautlegum aug- lýsingaspjöldum. Þau sýna lág fargjöld sem ætlað er að laða að ferðamenn - þ.e. alla nema íslend- inga! Mér hentaði vel að bóka samdæg- urs, enda um kvöldflug að ræða, og á einu spjaldinu stóð að verðið væri $ 199 aðra leið. Reyndar var verið að auglýsa verð fyrir ferð alla leið til Lúxemborgar, með millilendingu í Eeflavík, og mér hlýnaði um hjartarætur við þá tilhugsun að geta gefið Flugleiðum ferðina frá Islandi til Lúxemborgar. Það mundi spara þeim heilmikið umstang, ásamt mat og drykk, og gefa þeim tækifæri til að selja sætið aftur. Aldrei eru við- skipti eins ánægjuleg og þegar allir þykjast hafa grætt, sem reyndar er homsteinn frjáls markaðskerfis. En til þess kom þó aldrei að allir brostu því stúlkan í afgreiðslunni var fljót að benda á þá staðreynd að maðurinn væri íslendingur og ætti sem slíkur aðeins völ á dýrustu fargjöldum. í þessu tilfelli var verðið $ 329, eða 65,3% hærra en útlending- ur í næsta sæti greiddi fyrir sömu ferð - auk 2200 km flugferðar (ásamt mat og drykk) í ábót. Þetta óréttlæti var erfitt að gleypa hrátt. „En hvað ef ég kaupi miða til Lúx og fer einfaldlega frá borði i Keflavík og læt ykkur fljúga með autt sæti yfir hafið?“ spurði téður. Svarið var kalt: „Þá fljúga töskumar áfram til Lúxemborgar. Það er KjáUaiinn Jóhannes Björn Lúðvíksson rithöfundur, New York óheimilt að bóka þær til íslands á þessum miða.“ Okrið útskýrt Ég trúði varla mínum eigin eyrum en eins og ferðavanir Islendingar geta ímyndað sér þá var þetta von- laust stríð. Þrautalendingin var að spyrja um „stand-by“ far sem, því miður, var aðeins fyrir útlendinga. Stúlkan, sem var þýsk og greinilega dálítið þreytt á Islendingum sem er óljúft að borga átthagaskattinn orðalaust, útskýrði að ástæðan fyrir þessari einkennilegu verðskrá - þar sem minna kostar meira - væri sú að íslendingar ættu ekki annarra kosta völ en nota Flugleiðir en ákveðin sæti til Lúxemborgar myndu standa auð ef ekki væri sleg- ið af verðinu á seinustu 48 tímunum fyrir flug. Þessi ágætu rök, sögð í bamslegri einlægni, gerðu þó ekkert til að bæta heimilisbókhaldið hjá mér. Hugsum okkur hliðstætt dæmi þar sem rútuferð á milli Reykjavíkur og Homafjarðar kostar 1000 kr. Rútan stoppar í Vík í Mýrdal en þeir sem ætla þangað verða að borga 1650 kr. (Það er aðeins ein rúta sem fer í Mýrdalinn en það er hægt að fljúga til Hafnar.) Ef einhver kaupir miða alla leið til Homafjarðar og fer frá borði í Vík þá neitar bílstjórinn að afhenda honum töskumar sem em kirfilega læstar í farangursgeymsl- unni!! Þetta er auðvitað fáránlegt dæmi en svona em Flugleiðir búnar að fara með okkur öll þessi ár. I herkví hárra fargjalda Það hlýtur að vera eitthvað meira en lítið bogið við okkur íslendinga, að við skulum láta þetta ástand við- gangast í marga áratugi. Árið 1981 benti Steingrímur Hermannsson (þá samgöngumálaráðherra) á þá stað- reynd að við værum „í herkví hárra fargjalda". Á þeim tíma borguðu ís- lendingar tvöfalt meira fyrir tveggja vikna „pakka“ til Kaupmannahafn- ar en Danir þurftu að borga fyrir sambærilegan „pakka“ til Reykja- víkur. Annað var eftir því. En svo heyrðist ekkert meir frá Steingrími eða öðrum ráðamönnum. Það sem gerir okur Flugleiða á íslendingum enn siðlausara er sú staðreynd að þær hafa alltaf bæði - beint og óbeint - verið studdar af íslenskum skattgreiðendum. Flug- leiðum hefur alla tíð verið úthlutað einokun sem er óbein peningagjöf frá þjóðinni (aðrir þegnar fengu ekki að nýta þessi tækifæri). Það er nær al- veg víst að Loftleiðir (mamma Flugleiða) fengu rífleg lendingarle>'fi í Bandaríkjunum á sínum tíma vegna aðstöðu sem öll íslenska þjóð- in gaf Bandaríkjamönnum hér á landi. Það var óbein gjöf þjóðarinn- ar. En gjafimar hafa líka komið í beinhörðum peningum. Fyrir nokkr- um árum, þegar samkeppnin yfir Atlantshafið keyrði um þverbak, hlupu íslenskir skattgreiðendur undir bagga með Flugleiðum og gáfu þeim mikið fé. Forstjóri félagsins var þá svo kurteis að koma fram í fjöl- miðlum og lýsa því j-fir að Flugleiðir væru að gera það fyrir þjóðina að taka við þessum peningum. Þær vildu allt eins fækka ferðum og starfsfólki. Rök forstjórans, að Flug- leiðum kæmi allt eins vel að herða sultarólina og fækka ferðum, voru auðvitað út í hött. Forsenda þess að vinna aftur tapað markaðshlutfall var auðvitað sú að hafa sem mest umsvif á þeim sama markaði. Svo hliðstæða sé nefrid þá hefur kaup- maður við Laugaveg sem hefúr opið 6 daga í viku, miklu betri aðstöðu til að keppa við Kringluna en annar sem aðeins getur h°ft opið þrjá daga í viku. Okrið burt! Þegar Eimskip var stofhað var það kallað óskabam þjóðarinnar. Flug- leiðir hafa þróast í dekurbarn þjóðarinnar. Dekurbamið hefur aldrei verið fyrirmynd frjálsrar sam- keppni. Dekurbamið er fyrirtæki sem græðir á einokun - fyririæki sem lætur Islendinga greiða niður ferðir útlendinga. Við höfum fætt og klætt kálfinn en hann refsar okkur fyrir ofeldið. Einokun leiðir af sér hroka og lak- an rekstur. Það er löngu tímabært - bæði efnahagslega og siðferðilega - að skapa samkeppni á sem flestum leiðum Flugleiða. Við eigum fiölda fólks sem getur gert eins vel og bet- ur en Flugleiðir. Þeirra vegna og okkar verðum við að slaka á höftun- um. Þá lækkar verðið og átthaga skatturinn hverfúr. Jóhannes Björn Lúðviksson. „Dekurbamið er fyrirtæki sem græðir á einokun - fyrirtæki sem lætur íslendinga greiða niður ferðir útlendinga.“ Hver á Þingvelli? Vorið 1985 eyddi ég nokkrum dögum í þjóðgarðinum á Þingvöllum við gönguferðir. Tilefnið var námskeið Náttúruvemdarráðs fyrir verðandi landverði þar sem verið var að æfa okkur í leiðsögn um friðlönd. Ég held að ég verði aldrei samur eftir þessa Þingvalladvöl. Þama var næstum ekkert fólk nema við, þessi 25 landvarðaefni. Þögnin, kyrrðin, víðáttan, fjallahringurinn um- kringdu okkur. Skógarkjarrið alls staðar og snjóhraglandi á jörðu. Ég upplifði kynngimagnaða náttúruna í öllu sínu veldi. Eyðibýlin gáfu stemmningunni dulúðugan blæ. Ein stórkostleg heild sem ég skynjaði af krafti sem ég vissi ekki að væri til. Þjóðgarðar Á Islandi em nú þrír þjóðgarðar, þ.e. í Skaftafelli, í Jökulsárgljúfrum og á Þingvöllum. Þingvallaþjóð- garður hefúr þá sérstöðu að vera undir beinni umsjá Alþingis en ekki Náttúruvemdarráðs eins og hinir þjóðgarðamir. Umdeilanleg ráðstöf- „Við eigum Þingvelli öll. Við þurfum öll að eiga þess kost að upplifa þá. Komandi kynslóðir líka. Það þarf að úthýsa þaðan aðskotahlutum eins og grenitrjám og vín- bar og gera sumarbústaðina að almenn- ingseign.“ KjaUariim Ingólfur Á. Jóhannesson landvörður un en á sér þá sögulegu skýringu að Þingvallaþjóðgarður var stofn- settur löngu á undan hinum þjóð- görðunum. Sem stofnun hefur garðurinn -þar úr jafrimiklum fjár- munum að spila og Náttúmvemdar- ráð til allrar sinnar starfsemi (sem er að vísu ekki mjög mikið). Þingvellir Þingvellir em auðvitað sögustað- ur, mesti sögustaður þjóðarinnar. Þar hvílir þinghelgi yfir öllu. Þing- vellir em líka náttúrufræðilegt undur. Landrekskenningin liggur þar flöt fyrir fótum manna. Þing- vallavatn er stærsta stöðuvatn á landinu. Alls konar fjölbreytilegur gróður sést og smáundur náttúmnn- ar em á hverju strái. Þingvellir em líka túristastaður. Kannski ekki allur þjóðgarðurinn, heldur aðallega lítið svæði í kringum þingstaðinn og byggingamar á völl- unum þar fyrir neðan. Þingvellir em seldir útlendingum í neytendaum- búðum, Gullfoss-Geysishringnum alræmda. Túrisminn laðar mann ekki til Þingv'alla. En það er svo sem fleira sem stingur þar í augu: útlend tré. sumarbústaðir forréttindastétta sem hindra umferð um vatnsbakkann á stóm svæði. vínveitingahús. Er nokkur hætta á því að við glötum Þingvöllum? Framtíð Þingvalla Undanfarið hefúr verið unnið að áætlanagerð um framtíð Þingvalla og sýnist sitt hverjum. Helgarpóstur- inn gerði t.d. grín að þessu í fyrirsögn sem hljóðaði eitthvað á þá leið hvort pakka ætti Þingvöllum í plast. Eig- andi Valhallar klagaði undan því að ..Þingvallarómantíkin" >töí út- dauð ef þessar tillögur næðu fram að ganga og Valhöll og vínbarinn rifin. Veitingahúsakóngurinn upp- lifir rómantík greinilega öðmvísi en ég! Það er auðvitað skiljanlegt að for- réttindastéttir rilji ekki gefa neitt eftir af því sem þær hafa fengið. hvort sem það er hótel í hjarta mesta helgistaðar þjóðarinnar eða sumar- bústaðir á sama stað. I tillögunum er gert ráð fyrir byggingu aðalþjón- ustumiðstöðvar vestan Almannagjár og tjaldsvæða i útjaðri þjóðgarðsins. Meginþema þeirra er að auðvelda aðgang almennings að garðinum og auka á friðun hans og vemd, jafnvel að stækka hann vemlega og bæta úr því sem skaðað hefur verið. Við eigum Þingvelli öll. Við þurf- um öll að eiga þess kost að upplifa þá. Komandi kynslóðir líka. Það þarf að úthýsa þaðan aðskotahlutum eins og grenitijám og vínbar og gera sumarbústaðina að almenningseign. Við þurfum að vemda Þingvelli og njóta þeirra. Við þurfum að umgang- ast þá með virðingu. Einungis þannig fær kynngimagnaður helgi- dómur náttúm og sögu þjóðarinnar notið sín til fúlls og haft þau áhrif sem hver íslendingur á skilið að njóta. Ingólfúr Á. Jóhannesson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.