Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1987.
Frjálst.óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRjALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFÚR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Skólahaldið
Um þessar mundir eru skólarnir að hefja starf sitt
að loknum sumarleyfum. Fréttir hafa borist af því að
illa gangi að manna kennarastöður og þá einkum í dreif-
býlinu. Nú mun vera meira en nóg af kennaramenntuðu
fólki í landinu svo að sjálfsagt ráða kjörin og launin
miklu um þessa manneklu í stéttinni. Vonandi er að
úr rætist. Endurtekning á þeim átökum, sem brotist
hafa út í verkföllum og vinnustöðvunum kennara und-
anfarna vetur, leiða ekki til þeirrar festu og aðhalds
sem nauðsynlegt er skólastarfinu, enda bitnar styrjald-
arástand í skólum landsins fyrst og fremst á þeim sem
síst skyldi.
Engum blandast hugur um að skólakerfið þarfnast
endurnýjunar og uppstokkunar. Grunnskólastigið hefur
ekki verið endurskoðað eins og til stendur samkvæmt
lögum, framhaldsskólastigið er algjörlega í lamasessi
og hangir raunar í lausu lofti. Vandamál háskólastigs-
ins hrópa að úr hverju því skúmaskoti sem Háskóli
Islands verður nú að búa við vegna þrengsla og öng-
þveitis eftir að öllu skólafólki er beint til háskólanáms
langt umfram getu og þarfir. Þessi misskilda lotning
fyrir háskólagráðum er komin út öfgar, sér í lagi þegar
ekkert er gert til að Háskólinn sé því hlutverki sínu
vaxinn að taka við flóðbylgju nýrra stúdenta ár hvert.
Stúdentsmenntunin er raunar að verða eitt stærsta
og alvarlegasta gatið í menntakerfinu. Kröfur virðast
minni, þekking takmarkaðri og árangurinn virðist
mældur í magni en ekki gæðum. Stúdentspróf er að-
göngumiði að háskóla- og framhaldsnámi án þess að
þorri þeirra, sem skríður gegnum þau próf, hafi tileink-
að sér námsgetu eða sjálfsaga til að stunda akademískt
nám. Allir eru samt reknir í þessa skólagöngu því að
launakjör og starfsskilyrði eru í vaxandi mæli háð því
að fólk ljúki háskólanámi. Á meðan standa iðnskólar
tómir og auðn blasir við í ýmsum starfstéttum sem ella
nýttust vel bæði þegnum og þjóðfélagi.
Þetta á rætur sínar að rekja til ráðleysisins á fram-
haldsskólastiginu. Ætti það að vera forgangsverkefni
hjá nýjum menntamálaráðherra að gera gangskör að
því að móta einhverja vitræna stefnu í framhaldsnámi:
endurskoða fj ölbrautanámið, hrista upp í menntaskóla-
náminu og brjóta upp úrelta og gamaldags oftrú á gildi
stúdentsprófa sem í alltof mörgum tilvikum hafa enga
þýðingu fyrir námsmanninn aðra en skírteini upp á að
hann þurfi að læra meira eða byrja á því að læra.
Það sama gildir raunar um grunnskólann. Þar er
verið að halda börnum og unglingum við nám og
kennslu sem stuðlar að meðalmennsku og hefur hana
að leiðarljósi. Sveigjanleikinn er nánast enginn og í
heild er það skólakerfi fjarstæðukennt og fráhrindandi
sem lætur vel gefna nemendur sitja við tossanám löngu
eftir að þroski þeirra og geta krefst fleiri viðfangsefna
og skjótvirkari leiða til aukinnar menntunar. Hvers
vegna þarf að binda nemendur í árganga? Hvers vegna
má enginn taka grunnskólapróf eða framhaldspróf nema
eftir tilskilinn aldur?
Það vantar allan metnað, sveigjanleika og aðlögun
í menntakerfið. Námið er ekkert annað en undirbúning-
ur fyrir lífið og sá undirbúningur verður að laga sig
að einstaklingunum en ekki kerfinu. Það er kominn
tími til að færa skólakerfið að nútímanum nemendanna
vegna. Þegar allt kemur til alls þá eru skólarnir til
þess að nemendurnir hafi gagn af þeim.
Ellert B. Schram
SjáHstæðismenn
og Útvegsbankinn
í bók Matthíasar Johannessen rit-
stjóra um Ólaf Thors, fyrrverandi
forsætisráðherra, koma fram viðhorf
þessa leiðtoga Sjálfstæðisflokksins
varðandi nauðsynleg áhrif Sjálf-
stæðisflokksins í bankakerfinu. En í
bréfi til bróður sins lýsir Ólafur
Thors áhyggjum sínum yfir því að
sjálfstæðismenn verði sviptir yfir-
ráðum yfir bönkunum. I augum
forystumanna Sjálfstæðisflokksins
er einn homsteinninn í valdakerfi
flokksins áhrif hans í bankakerfi
landsins.
Nú á síðustu dögum rifjast þessi
ótti Ólafs Thors upp og ljóskastarinn
beinist að þessu atriði í stefhu Sjálf-
stæðisflokksins vegna umræðna um
Útvegsbankann. Verði ekki gengið
að kauptilboði 33 aðila, hverra for-
svarsmenn eru liklega allir í flokks-
ráði Sjálfstæðisflokksins að mati
Alberts Guðmundssonar, lætur for-
sætisráðherra, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, liggja að því að stjómar-
slit verði.
Sala Útvegsbankans
Margar ríkisstjómir hafa haft
raun af málefnum Útvegsbankans.
Árið 1981 var ákveðið að ríkissjóður
legði Útvegsbankanum til 500 millj-
ónir króna vegna slæmrar fjárhags-
stöðu hans. Fyrrverandi ríkisstjóm
ákvað að taka á ríkissjóð skuldir
Útvegsbankans nær 800 milljónir
króna, auk skuldbindinga hans
vegna lífeyrisréttinda.
Eftir japl og jaml og fuður var
ákveðið að gera bankann að hlutafé-
lagi og bjóða hlutabréfin á almenn-
um markaði. Sambandið kom og
lagði fram kauptilboð og borgaði, en
þá tóku hjólin heldur betur að snú-
ast hratt. Og nú er nauðsynlegt að
hafa nokkur atriði í huga:
KjáHaiiim
Guðmundur G.
Þórarinsson
alþingismaður fyrir
Framsóknarflokkinn
ins. Þá fara menn að sjá margt í
málinu í nýju ljósi og viðbrögð
formanns Sjálfstæðisflokksins og
forsætisráðherra landsins að taka
á sig nýja mynd.
um. í samfélagi aukinnar
samkeppni geta menn farið úr
einum banka í annan sem betur
fer, ef þeim líkar ekki. -1 Banda-
ríkjunum er það nær daglegt
brauð að bankar fari á hausinn.
Illa rekinn banki fer á hausinn.
Kaup á banka, þar sem sam-
keppni ríkir, er engin trygging
fyrir auðæfum. Rekstur Útvegs-
bankans á undanfömum árum
ætti að sýna mönnum það. Tapið
í fyrra var 183 milljónir króna.
5) Sleppumyfirlýsingumsjálfstæðis-
manna og framsóknarmanna um
málið. Hvað segja þeir, sem utan
við deiluna standa, en bera mikla
ábyrgð?
Fjármálaráðherra, Jón Baldvin
Hannibalsson: „Tilboð sem ekki
er hægt að hafna.“
Viðskiptaráðherra, Jón Sigurðs-
son: Sáttaleið: Gera Búnaðarban-
kann að hlutafélagabanka og
samvinnumenn gætu keypt meiri
hluta í honum.
Formaður Borgaraflokksins, Al-
bert Guðmundsson: Hlutabréfin
voru til sölu á almennum markaði
og SÍS hefur keypt. Geri engan
greinarmun á SIS klikunni og
hinni klíkunni.
Hvorugur A-Jónanna hefur
áhyggjur af kaupum Sambandsins.
Viðskipta-Jón undirstrikar málið
með því að vilja selja Sambandinu
meiri hluta í Búnaðarbankanum, en
því fylgdu meiri umsvif Sambandsins
í bankakerfinu en kaupum á Útvegs-
bankanum.
Enginn þessara þriggja aðila getur
talist stuðningsmaður Sambandsins.
Allir bera þeir mikla ábyrgð í stjóm-
kerfi landsins. Viðbrögð þeirra eru
ljós.
Hvað er þá Sjálfstæðisflokkurinn
að fara? Hver er skýringin á við-
brögðum forsætisráðherra landsins?
Valdatafl
Líklega eru viðbrögð Ólafs heitins
Thors, sem fram koma í bók Matthí-
asar ritstjóra, lykillinn að gátunni.
Rauði þráðurinn í valdakerfi Sjálf-
stæðisflokksins er að halda yfirráð-
um í peningakerfi þjóðarinnar.
Ólafur Thors lýsti áhyggjum sínum
yfir því, að sjálfstæðismenn yrðu
sviptir yfirráðum sínum yftr banka-
kerfinu. Þó núverandi formanni
Sjálfstæðisflokksins verði ekki líkt
við þennan mikla foringja á hann
þó eitt sameiginlegt með honum: Orð
beggja spegla þennan nagandi ugg,
að Sjálfstæðisflokkurinn verði svipt-
ur yfirráðum sínum í bankakerfinu.
Þess vegna dugar ekki minna á þess-
um örlagatímum en að flokksráð
Sjálfstæðisflokksins (að mati Alberts
Guðmimdssonar) grípi inn í og
tryggi með samtökum yfirráð flokks-
ins yfir Útvegsbankanum. Stjómar-
slit liggja við ef fléttan mistekst.
Málið snýst þess vegna um valda-
tafl sem sjálfstæðismenn heyja undir
því yfirskini gagnvart þjóðinni að
þeir óttist að enda allir sem pakk-
húsmenn hjá Sambandinu.
Guðmundur G. Þórarinsson.
1) Vikum saman haföi verið reynt
að fá Iðnaðarbanka og Verslunar-
banka til að taka við Útvegs-
bankanum en án árangurs.
2) Vikum saman var reynt að sam-
eina Útvegsbanka og Búnaðar-
banka en án árangurs.
3) Mánuðum saman voru hluta-
bréfin til sölu, en án árangurs.
En þegar Sambandið keypti lýsa
sjálfstæðismenn því yfir, að það hafi
komið mjög á óvart, líkja kaupunum
við viðskiptabrellu og segjast ekki
hafa verið viðbúnir, heimta að kaup-
in verði gerð ómerk. Ein meginrökin
em þau, að ekki megi selja meiri
hluta bréfanna einum aðila, sem þá
fái einokunaraðstöðu.
33 aðilar
Ég ætla ekki á þessu stigi að ræða
hvort tilboð Sambandsins sé unnt
að skoða sem tilboð frá einum aðila.
Mér er Ijóst að um það eru skiptar
skoðanir. En lítum aðeins á tilboð
hinna. Svara þarf spumingunni,
hvort það sé frá einum aðila.
1) Aðilamir 33 koma fram sem einn
aðili. Tilboðið er eitt. Líta má því
á samband aðilanna sem félag,
þó óformlegt sé. Allavega hafa
aðilamir tekið sig saman um til-
boðsgerðina. Hringamyndun er
ekki rétta orðið en samtök sam-
stæðs hóps um að kaupa öll
hlutabréfin sem óseld em.
2) Tilboð aðilanna 33 virðist skilyrt.
Ráðherra er ekki unnt að taka
sumum tilboðunum en hafna öðr-
um. Taka ber öllum tilboðunum
eða hafna öllum. Líta verður því
á tilboðið sem eitt tilboð nokkurs
konar félagsskapar.
3) Albert Guðmundsson, fyrrum
þingmaður og ráðherra Sjálfstæð-
isflokksins, sem gjörþekkir inn-
viði flokksins, heldur að
forsvarsmenn aðilanna 33 séu all-
ir í flokksráði Sjálfstæðisflokks-
Einokunarstaða
í bankakerfinu
Fullyrðingar um að einn aðili nái
einokunaraðstöðu með kaupunum á
meiri hluta í Útvegsbankanum em
alvarlegar. Þær verður að bijóta til
mergjar. Slíkar fullyrðingar verður
að rökstyðja. Samþjöppun valds,
fjármagns eða þekkingar getur skert
frelsi og athafnir einstaklinga í þjóð-
félaginu. Slíkt ber að forðast. Á hinn
bóginn verða sömu lög að ná yfir
alla í landinu og ekki má ganga á
rétt neins með órökstuddu hugrenn-
ingamgli. Lítum á málið:
1) Útvegsbankinn og Samvinnu-
bankinn væm samanlagt með
rúm 18% af veltu bankakerfisins
miðað við innlán. Aðrir bankar
hefðu rúm 80% veltunnar. Erfitt
er að rökstyðja að þessi 18% veiti
einokunaraðstöðu, en ná svona
rétt til þess að nýta hagkvæmni
stærðarinnar í bankarekstri.
2) Samkeppni banka fer vonandi
vaxandi. Útibú annarra banka
hljóta áð rísa á Siglufirði og í
Vestmannaeyjum. Telja má eðli-
legt og æskilegt að samvinnu-
hreyfingin veiti einkabönkum og
ríkisbönkum nauðsynlega sam-
keppni með sæmilega öflugum
bankarekstri.
3) Óeðlilegteraðsjávarútvegurhafi
sérstakan banka, það er hættu-
legt bæði fyrir sjávarútveginn og
bankann. Útvegsbankinn er nú
með um 20% útlánanna til sjávar-
útvegsins. Með þróun fjármagns-
markaðar verður æ óeðlilegra að
hólfaskipta fjárfestingasjóðum og
bönkum eftir atvinnugreinum.
Þröskuldar hamla aðeins eðlilegu
og æskilegu flæði og standa í vegi
þróunar. Aðeins hluti bjóðend-
anna 33 er úr sjávarútvegi.
4) Sala á banka er ekki sala á inn-
stæðum viðskiptavina né kúnn-
„Líklega eru viðbrögð Ólafs heitins
Thors, sem fram koma í bók Matthíasar
ritstjóra, lykillinn að gátunni. Rauði
þráðurinn í valdakerfi Sjálfstæðisflokks-
ins er að halda yfirráðum í peningakerfi
þjóðarinnar.“