Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1987. Iþróttir braut, Schmid á annarri og Harris á þeirri þ'riðju. Símamynd Reuter hlaup sem ilaupið“ iri í æsispennandi 400 m grindahlaupi varð heimsmeistari í 800 m hlaupi karla, hljóp á 1:43,06 mín. Bretinn Peter Elliot kom annar í mark á 1:43,41 mín. og Jose Luis Barbosa varð í þriðja sæti, 1:43,76 mín. • Bandaríska stúlkan Jackie Joyner- Kersee (25 ára) varð sigurvegari í sjö- þraut kvenna en hún náði ekki að setja nýtt heimsmet. Hún fékk 7.128 stig. Heimsmetið á hún sjálf - 7.158 stig. • Tatiana Samolenko frá Rússlandi varð sigurvegari í 3.000 m hlaupi kvenna á 8:38,73 mín. Önnur varð Maricica Puica frá Rúmem'u, 8:39,45 mín., og Ulricke Bruns frá A-Þýskalandi varð þriðja á 8:40,30 mín. -SOS Thon ístað Mattháus! Franz Beckenbauer, landsliðseinvald- ur Vestur-Þjóðveija í knattspymu, tilkynnti í gær 18 manna leikhóp sem mætir Englendingum í vináttulands- leik í Dússeldorf á miðvikudag í næstu viku. Ein breyting verður á hópnum frá síðasta landsleik sem var gegn Frökk- um. Olaf Thon kemur inn á nýjan leik og er honum ætlað að taka við hlut- verki Lothars Mattháus á miðjunni sem á við meiðsli að stríða. Thon, sem er 21 árs, hefur leikið 14 landsleiki. Landshópurinn lítur annars þannig út: Markverðir: Illgner og Immel. Vamarmenn: Buchwald, Frontzeck, Herget, Hörster, Kohler, Pfluegler og Reuter. Miðvallarmenn: Brehme, Dorfner, Rahn, Rolff, Thon og Wuttke. Sóknarleikmenn: Allofs, Littbarski og Völler. -JKS Við stefnum vitanlega að sigri - segir Guðmundur Torfason sem leikur gegn A-Þýskalandi í dag „Við stefhum vitanlega að sigri. Það væri furðulegt að spila á heimavelli án þess að reyna að vinna. Leikmenn munu berjast hver fyrir annan og spila með hjartanu. Ég er því hóflega bjart- sýnn.“ Þetta sagði „fallbyssan" Guðmundur Torfason í spjalli við DV í gær. Hann mun ganga til leiks í dag ásamt félögum sínum í íslenska ólymp- íuliðinu og etja kappi við A-Þjóðveija. Guðmundur er til alls vís. Hann hefur gert þijú mörk í síðustu þremur deildarleikjum með félagi sínu, Wint- erslag. Þá gerði kappinn tvö þrumumörk í síðasta leik sínum hér heima gegn Hollendingum. Hann var spurður að því hvort ekki ætti að beina fallbyssunni að a-þýska markinu og hleypa af með svipuðu lagi og þá. „Ég reyni að gera mitt besta," svar- aði kempan um hæl. „Ég vona að heppnin verði með okk- ur. Það skiptir engu hver eða hveijir gera mörkin. Ég játa þó að það er allt- af gaman að skora.“ - Það er trú margra að frekari und- irbúningur landsliðs leiði til vænlegri árangurs í keppni. Hver er þín skoðun í því máli? „Ég held að allir þeir sem spila með íslensku landsliði gefi sig í hvem leik. Vitanlega væri þó til bóta ef menn næðu frekar saman fyrir leiki. Ef hægt væri að ná saman góðum kjama, sem síðan myndi æfa og leika af meiri Guðmundur fagnar sigri með þeim hætU sem honum einum er lagið. krafti en nú tíðkast, myndi sú vinna skila sér í árangri. Mín skoðun er þó sú að íslenska landsliðið eigi að byggj- ast á atvinnumönnum. Þeir em að öllum jafhaði í mjög góðu keppnis- formi. - Nú hefur þú spjarað þig vel í Belgíu að undanfómu - er bjart framundan? „Þetta hefur gengið mjög vel, því er ekki að neita. Winterslag er þokkalegt lið og ætti að verða um miðja deild þegar upp verður staðið. Nýr þjálfari, sem tók við liðinu f>TÍr nokkrum vik- um, hefur þjappað okkur saman og í kjölfarið hefur siglt skipulegri leikur. Eins og málin standa nú hugsa ég hins vegar aðeins um landsleikinn gegn A-Þjóðveijum. Það er mér heiður að koma hingað heim og spila fyrir Island. Vissulega hætti ég stöðu minni í Winterslag fyrir bragðið - liðið leik- urytra á sama tíma og við hér heima. Ég tek hins vegar landsliðið fram vfir félagsliðið." -JÖG Langt kast í Firðinum Eggert Bogason keppti í kringlu- kasti í gærkvöldi og náði frábærum árangri. Fór mótið fram í Hafriarfirði. Kastaði Eggert 63,18 metra sem er fjórði besti árangur íslendings frá upp- hafi. íslandsmetið á Vésteinn Hafsteins- son og nemur það 67,20 metrum. -JÖG UTSALA A TEPPUM MIKIÐIIRVAL - VERD FRÁ KR. 290 PR. M*. TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN H/F, Siðumúla 23, Selmúlamegin. Simar 686260 og 686266. Nico Claesen á skotskónum Belgíumaðurinn Nico Claesen skor- aði tvö mörk fyrir Tottenham í gærkvöldi þegar félagið vann góðan sigur, 3-0, yfir Oxfoid. Clive Allen skoraði þriðja markið. Brasilíumaðurinn Mirandinha, sem Newcastle keypti á eina millj. sterl- ingspunda frá Sao Paulo, lék sinn fyrsta leik með félaginu gegn Nor- wich. Leiknum lauk með jafntefli, 1-1. Mirandinha sýndi snjalla takta. Wayne Biggins skoraði mark heima- manna á 72. mín. eða þremur mín. áður en Peter Jackson jafnaði fyrir Newcastle. John Fashanu skoraði tvö mörk fyr- ir Wimbledon, sem vann sigur, 4—1, yfir Charlton á heimavelli. Alan Cork og Vaughan Ryan skoruðu hin mörk- in. Stewart skoraði fyrir Charlton. Fjórir leikir fóru fram í 2. deild. Blackbum - Ipswich 1-0, C. Palace - Middlesborough 3-3, Millwall - Birm- ingham 3-1 og Shrewsbury - Reading 0-1. -sos • Hér á myndinni sést Moses (Lh.) kasta sér fram og tryggja sér sigur. Evrópu- meistarinn Schmid er t.v. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.