Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1987. Úllönd Ekkert lát á árásum Byltingarverðir írans hafa gert árásir á fjögur olíuflutningaskip og eitt venjulegt flutningaskip á Persaf- lóa frá því í gær. íranskur hraðbátur réðst í nótt á flutningaskip frá Kýpur undan ströndun Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Árásin var gerð stuttu eftir árás á flutningaskip sem skráð er í Líberíu. Sú árás var gerð í Hormuzsundi. Engin slys urðu á mönnum og skemmdir aðeins smá- vægilegar. í gærkvöldi réðust bylt- ingarverðir á spænskt olíuflutninga- skip. írakar tilkynntu í morgun tíundu árás sína á flutningaskip á Persaf- lóa. Var skipið skammt undan ströndum írans er íraskar herflug- vélar gerðu árás á það. Bandaríkjamenn tilkynntu í gær að þeir myndu leggja áherslu á að banni við vopnasölu til írans yrði komið á hið fyrsta ef yfirvöld í Iran hefðu ekki samþykkt vopnahlésá- lyktun Sameinuðu þjóðanna fyrir fostudag. Járnbrautaiiest ók yfir mótmælanda Það atvik varð skammt frá San Francisco í Bandaríkjunum í gær að vopnaflutningalest ók yfir einn úr hópi mótmælenda sem reyndi að stöðva ferð lestarinnar. Maðurinn, Brian Willson, einn af helstu leið- togum þeirra sem berjast gegn vopnaflutningum til ríkja Mið-Amer- íku, missti fótinn og slasaðist alvar- lega á höfði. Mótmælendur komu í gær saman á brautarstöð í Concord í Kalifomíu, um fjömtíu mílur austur af San Fran- cisco. Héldu þeir þar mótmælafund vegna vopnaflutninga til Mið-Amer- íkuríkja og ætluðu að reyna að koma í veg fyrir að vopnaflutningalest, hlað- in búnaði frá vopnabirgðastöð banda- ríska sjóhersins í Concord, kæmist út úr brautarstöðinni. Raðaði fólkið sér á teinana og ætlaðist til þess að lestin næmi staðar. Þegar ljóst varð að lestin myndi ekki nema staðar véku mótmælendur úr vegi á síðustu stundu. Willson, sem varð of seinn til að stökkva, varð fyrir lestinni og féll niður á milli brautar- teinanna þar sem hann lá meðan lestin fór yfir hann. Willson missti hægri fót í slysinu, meiddist á vinstri fótlegg og hlaut al- varleg höfuðmeiðsl. Hann liggur nú á sjúkrahúsi og er talinn í lífshættu. Bandarísk freigáta fer fyrir lest olíuflutningaskipa frá Kuwait á Persaflóa. Símamynd Reuter Holly Raven, eiginkona Brian Willson, horfir skeHingu lostin á þegar lestin ekur yfir eiginmann hennar sem liggur milli teinanna. Sfmamynd Reuter Brian Willson, leiðtogi hópsins sem mótmælti vopnaffutningunum, heldur tölu skömmu fyrir slysið. Sfmamynd Reuter afsláttur á lambaframpörtum Ljúffengur biti á lágu verði Gerðu góð kaup þegarþú átt leið í næstu matvörubúð og fáðu þér lambaframpart frá Sláturfélaginu með 10% afslætti. < w _j 2 SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.