Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1987.
25
Fólk í fréttum
Jón R. Ragnarsson rallökumaður
hefur verið í fréttum DV en hann
sigraði í Ljómarallinu.
Jón Rúnar er fæddur í Samtúni 10
í Reykjavík 12. desember 1945 og
ólst upp í foreldrahúsum. Hann var
í ellefú sumur í sveit á Hofsnesi í
Öræfum hjá Bjama Sigurðssyni og
Lydíu Pálsdóttur. Jón var í námi í
Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði
en fór 15 ára að læra rakaraiðn hjá
Kristjáni Jóhannessyni og lauk þar
sveinsprófi 1964. Hann vann að rak-
arastörfum í 10 ár og var síðast með
eigin stofu sem hann rak með Garð-
ari ScHeving á Suðurlandsbraut 10.
Jón stofhsetti Bílaryðvöm í Skeif-
unni 17 1970 ásamt Bimi Jóhannes-
syni, sem þeir hafa rekið ásamt
Bílaleigunnunni BJ síðan 1982. Jón
heíúr keppt í rallakstri síðan 1975,
Jon R. Ragnarsson
fyrst með Ómari Ragnarssyni, og
tekið þátt í 50-60 keppnum.
Kona Jóns er Petra Baldursdóttir,
verkstjóra á Hjalteyri í Eyjafirði,
Péturssonar og konu hans, Svein-
bjargar Hansdóttur Wium. Böm
þeirra em Sveinbjörg, gift Emi Eng-
ilbertssyni, vélfræðingi hjá Eim-
skipafélaginu, Rúnar nemi, sem
hefur verið aðstoðarmaður föður
síns í rallinu, og Baldur nemi.
Systkini Jóns em Ómar fréttamað-
ur, giftur Helgu Jóhannsdóttur,
Eðvarð, aðalgjaldkeri Kaupfélagsins
og verðandi útibússtjóri Samvinnu-
bankans á Höfn í Homafirði, giftur
Jóhönnu Magnúsdóttur kennara.
Ólöf kennari, gift Ólafi Jóhanni Sig-
urðssyni vélvirkja, Guðlaug hús-
móðir, býr í Svíþjóð, gift Sigurjóni
Leifssyni matreiðslumanni, og Sig-
urlaug húsmóðir, gift Hrafni
Magnússyni sjómanni.
Foreldrar Jóns em Ragnar Eð-
varðsson, bakari og nú öryggisvörð-
ur í Rvík, og Jónína Rannveig
Þorfinnsdóttir kennari .
Faðir Jóns, Ragnar, er sonur Eð-
varðs, bakarameistara í Rvík,
Bjamasonar, formanns í Rvík, Gísla-
sonar. Meðal systkina Eðvarðs em
Anna, gift Erlendi Þórðarsyni, presti
í Odda, og Sigríður, móðir Bjama
Jónssonar listmálara. Móðir Ragn-
ars var Sigurlaug Guðnadóttir, b. á
Óspaksstöðum í Hrútafirði, Einars-
sonar, og konu hans Guðrúnar
Jónsdóttur. Meðal systkina Sigur-
laugar vom Einar, prófastur í
Reykholti, faðir Bjama, fram-
kvæmdastjóra Byggðastofriunar, og
Guðmundar, forstjóra Skipaútgerð-
ar ríkisins. Annar bróðir Sigurlaug-
ar var Jón, prestur og skjalavörður,
faðir rithöfundanna Guðrúnar, Ing-
ólfe, Torfa og Eiríks.
Móðir Jóns, Jónína, er dóttir Þor-
finns, múrara í Rvík, bróður Guð-
brands á Prestbakka, fóður Ingólfe,
forstjóra Útsýnar. Þorfinnur var
sonur Guðbrands, b. á Orustustöð-
um, Jónssonar og Guðlaugar Páls-
dóttur. Móðir Jónínu er Ólöf, systir
Bjama, hugvitsmanns á Hólmi, Run-
ólfedóttir, b. í Hólmi í Landbroti,
Bjamasonar, b. í Hólmi, Runólfeson-
ar, bróður Þorsteins, afa Jóhannesar
Kjarvals, og Eiríks Sverrissonar
sýslumanns, langafa Eggerts Briem
í Viðey, föður Eiríks, fv. forstjóra
Landsvirkjunar.
Afmæli
Rafn I. Jensson
Rafh Ingólfúr Jensson vélaverk-
fræðingur, Sunnuflöt 37, Garðabæ,
er sextugur í dag. Hann fæddist á
Hafranesi við Reyðarfjörð en fluttist
á fjórða árinu með foreldrum sínum
til Hafharfjarðar. Rafn lauk stúd-
entsprófi frá MR 1948 og fyrrihluta-
prófi í verkfræði frá HÍ 1952. Hann
tók síðan próf í vélaverkfræði frá
DTH í Kaupmannahöfn 1955. Hann
hefur verið verkfræðingur hjá ís-
lenskum aðalverktökum og hjá
Einarsson og Pálsson, verið meðeig-
andi og verkfræðingur hjá Trausta
hf. og rekið eigin verkfræðistofu frá
1968. Hann hefúr verið kennari við
TÍ og við verkfræði- og raunvísinda-
deild HÍ.
Árið 1959 giftist Rafh Luisu
Bjamadóttur meinatækni frá
ísafirði, f. 11.1.1931. Foreldrar henn-
ar, sem báðir em látnir, vom Bjami
Magnús, netagerðarmeistari á
ísafirði, Pétursson, og kona hans,
Herdís, dóttir Jóhannesar jámsmiðs
í Hnífsdal Elíassonar.
Rafri og Luisa eiga tvær dætur.
Auður, f. 31.3. 1960, lærir vélaverk-
fræði í Álaborg. Sambýlismaður
Auðar er Stefán Stefánsson líffræð-
ingur en hann starfar við fiskeldis-
stöð í Hirtshals á Jótlandi. Þau eiga
eina dóttur, Völu Dögg, f. 23.1.1981.
Yngri dóttirin, Herdís Björg véla-
verkfræðingur, f. 1962, starfar á
verkfræðistofu föður síns.
Rafh á sex systkini: Guðný, f. 1924,
var gift bandarískum manni, Thom-
as Brennan, sem nú er látinn.
Eignuðust þau þijú böm. Helga, f.
1926, er giift Óskari Halldórssyni,
starfemanni hjá Brunabótafélagi ís-
lands, og eiga þau sjö böm. Einar
Vilhelm, vélsmiður hjá Vélsmiðju
Homafjarðar, f. 1930, er giftur Eddu
Hjaltested og eiga þau átta böm.
Sigurður, vélstjóri hjá Eimskipafé-
laginu, f. 1932, er giftur pólskri konu,
Martissu. Guðbjöm Níels húsgagna-
smiður, f. 1934, er giftur Guðrúnu
Pálsdóttur og eiga þau fjögur böm.
Yngst systkinanna er svo Valfríður,
gift Bandaríkjamanni, Philip Pow-
ers. Hún á þrjú böm með fyrri manni
sínum sem er látinn.
Faðir Rafhs var Jens, sjómaður og
síðar húsvörður í Hafnarfirði, f. 1896,
d. 1975. Föðurafi Rafns var Runólf-
Rafn Ingólfur Jensson vélaverk-
fræðingur.
ur, verkamaður, Jónsson. Móðir
Rafiis er Björg, f. 1901, Einarsdóttir,
kennara á Fáskrúðsfirði Borgfjörð,
Sigurðssonar, trésmiðs á Isafirði,
Andréssonar, prests fFlatey, Hjalta-
sonar. Móðir Sigurðar var Margrét
Ásgeirsdóttir, b. og hreppstjóra á
Rauðamýri á Langadalsströnd, Ás-
geirssonar, af Amardalsættinni.
Rafn og Luisa munu taka á móti
gestum á afmælisdaginn á heimili
sínu að Sunnuflöt 37, Garðabæ, frá
kl. 17.
Magnús Már Lárasson
Magnús Már Lárusson, fyrrv. há-
skólarektor, er sjötugur í dag. Hann
fæddist í Kaupmannahöfn en fluttist
ungur með foreldrum sínum til ís-
lands. Magnús tók stúdentspróf frá
MR 1937 og var við guðfræðinám
við Kaupmannahafnarháskóla
1937-38. Hann lauk síðan guðfræði-
prófi frá HÍ1941. Hann var kennari
við MA frá 1941-44 en hóf kennslu
við guðfræðideild HÍ 1947 og varð
guðfræðiprófessor 1950. Auk þess
kenndi hann við Flensborgarskól-
ann og Kennaraskólann. Hann var
prestur á Breiðabólsstað á Skógar-
strönd 1941 og á Skútustöðum við
Mývatn 1944-49. Hann var gistipró-
fessor við guðfræðideild háskólans í
Uppsölum 1963-64 og við lagadeild
háskólans í Lundi 1966. Hann var
skipaður prófessor í sagnfræði við
Hl 1968 og kjörinn rektor Háskólans
1971 en lét af rektorsstörfum 12.
október 1973. Magnús fékk lausn frá
prófessorembætti 1. október 1974
vegna afleiðinga augnsjúkdóms.
Magnús Már hefúr gegnt fjölda
trúnaðarstarfa af ýmsum toga. Hann
hefur fjórum sinnum verið forseti
guðfræðideildar HÍ, verið skipaður
í Skálholtsnefnd, verið í stjóm Hins
íslenska fomleifafélags, setið í verð-
launanefhd Gjafar Jóns Sigurðsson-
ar, verið skipaður í ömefnanefnd
ríkisins, verið varamaður í stjóm
Handritastofnunar íslands, setið í
Ámanefnd og í skiptanefnd hand-
rita. Hann hefur verið kirkjuþings-
maður, er heiðursfélagi Félags
norrænna fræða og félagi í Vísinda-
félagi Islendinga. Hann er heiðurs-
doktor frá lagadeild háskólans í
Lundi og guðfræðideild Háskóla ís-
lands.
Árið 1941 giftist Magnús Már
Maríu, f. 19.2.1917, Guðmundsdóttur
b. í Sandvík í Norðfjarðarhreppi,
Grímssonar. Böm þeirra Magnúsar
em: Monika, f. 1942, gift Adólf
Adólfesyni, bæjarstjóra í Bolungar-
vík. Þau eiga fjögur böm. Allan
Vagn, héraðsdómari í Ámessýslu, f.
1945. Hann er giftur Margréti Guð-
mundsdóttur húsmóður og eiga þau
Qögur böm og eitt bamabam. Sess-
elja, húsmóðir, f. 1950, gift Arsæli
Kjartanssyni flugmanni, og þau eiga
eitt bam. Jónas Bjöm, læknir, f.
Magnús Már Lámsson.
1952, giftur Katrínu Guðmundsdótt-
ur tölvufræðingi. Þau eiga þrjú böm.
Yngstur er svo Finnur, f. 1956, en
hann er að skrifa doktorsritgerð í
þjóðháttafræði. Kona hans er Karen,
sænsk hjúkrunarkonam, og eiga þau
tvö böm. Finnur og Karen búa i
Svíþjóð.
Foreldrar Magnúsar vom Jónas
Magnús Lárusson, gistihússtjóri á
Akureyri, síðast í Rvík, og kona
hans, Ida Maria, dóttir Carls
Gustavs Gullströms, b. í Austur-
Gautlandi í Svíþjóð. Faðir Magnús-
ar, Jónus, var sonur Lárusar,
kaupmanns í Ólafsvík, Jónassonar.
70 ára
Guðfinna Vilhjálmsdóttir, Hjalla-
seli 55, Reykjavík, er 70 ára í dag.
Rósa Magnúsdóttir, Suðurgötu 7,
Miðneshreppi, er 70 ára í dag.
60 ára______________________
María Anna Lund, Háleitisbraut
34, Reykjavík, er 60 ára í dag.
Geirlaug Jónsdóttir, Ásgarði,
Reykholtsdal, er 60 ára í dag.
50 ára________________________
Sólveig Rósa Jónsdóttir, Lauf-
brekku 1, Kópavogi, er 50 ára í dag.
Ásbjörn Pétursson, Lindargötu 2,
Reykjavík, er 50 ára í dag.
Guðrún Guðmundsdóttir, Blöndu-
bakka 18, Reykjavík, er 50 ára í
dag.
Viðar Marmundsson, Svanavatni,
Austur-Landeyjahreppi, er 50 ára í
dag.
Rita Doris Sæmundsson, Melgerði
2, Kópavogi, er 50 ára í dag.
Sigrún Daviðsdóttir, Brekku-
hvammi 18, Hafnarfirði, er 50 ára
í dag.
Þómnn Sigurborg Pálsdóttir,
Rauðalæk 30, Reykjavík, er 50 ára
í dag.
Kristmann Hjálmarsson, Safamýri
61, Reykjavík, er 50 ára í dag.
40 ára________________________
Jónina B. Gisladóttir, Frostaskjóli
39, Reykjavík, er 40 ára í dag.
Valgerður Ingólfsdóttir, Baðsvöll-
um 8, Grindavík, er 40 ára í dag.
Jón Sigtiyggsson
Jón Sigtiyggsson, fy. aðlabókari
Iðnaðarbankans, Tómasarhaga 20,
Rvík, verður sjötugur í dag.
Hann er fæddur á Hömrum í Lax-
árdal í Dalasýslu og lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á
Akureyri 1941. Jón var cand. phil.
frá Háskóla íslands 1942 og hóf nám
í viðskiptafræði við Háskóla ísl. en
lauk ekki prófi. Hann var skattritari
í skrifstofu tollstjórans í Rvík
1941-1953 og aðalbókari Iðnaðar-
banka Islands hf. frá stofnun hans,
23. júní 1953. Jón hefur jafnframt
gegnt störfum skrifetofustjóra frá
upphafi og ennfremur störfum
bankastjóra í forföllum. Hann var
1954 skipaður í nefnd til að gera til-
lögur til viðskiptaráðuneytisins um
ráðstafanir til aukinnar sparifj;ir-
söfnunar í lemdinu. Jón hefúr starfað
mikið að félagsmálum og m.a. verið
í stjóm Breiðfirðingafélagsins í Rvík
og ritstjóri tímaritsins Breiðfirðings.
Kona Jóns er Halldóra Jónsdóttir,
sjómanns í Rvík, Kristmundssonar
og konu hans, Magneu Tómasdótt-
ur.
Systkini Jóns em Sigurbjörn Berg-
mann, aðstoðarbankastjóri Lands-
banka íslands, giftur Ragnheiði
Viggósdóttur, og Margrét Guðbjörg,
gift Eggerti Hjartarsyni, vélvirkja í
Kópavogi.
Foreldrar Jóns vom Sigtryggur
Jónsson, b. og hreppstjóri á Hrapps-
stöðum í Laxárdal, og kona hans,
Guðrún Sigurbjömsdóttir ljósmóðir.
Faðir Jóns, Sigtryggur, var sonur
Jóns, b. og hreppstjóra á Hömrum i
Laxárdal, Jónassonar, b. í Stóra-
Skógi, Jónssonar. Móðir Sigtryggs
var Ástríður Ámadóttir, b. í Kirkju-
hvammi á Vatnsnesi, Jónassonar.
Móðir Jóns, Guðrún, var dóttir Sig-
urbjöms, b. og söðlasmiðs á Svarf-
hóli í Laxárdal, Bergþórssonar, b. á
Hömrum í Laxárdal, Sigmundsson-
ar. Móðir Guðrúnar var Guðbjörg
Kristín Guðbrandsdóttir, b. á Sáms-
stöðum í Laxáidal, Halldórssonar.
Hann og kona hans, Halldóra
Jónsdóttir, ætla að taka á móti gest-
um á afmælisdaginn í Oddfellow-
húsinu, Vonarstræti 10, kl. 17.00 til
19.00.
Grímur Margeir Helgason
Grímur Margeir Helgason, for-
stöðumaður handritadeildar Lands-
bókasafnsins, Kambsvegi 23,
Reykjavík, verður sextugur í dag.
Harrn er fæddur á Leifsstöðum í
Vopnafirði og lauk kandídatsprófi í
íslenzkum fræðum frá Háskóla ís-
lands 1955. Grímur var kennari í
bama- og miðskóla Seyðisfiarðar
1948-1949 og kennari í Verzlunar-
skólanum 1957-1962. Hann var
starfsmaður í handritadeild Lands-
bókasafnsins 1962-1966 og hefur
verið forstöðumaður frá 1966. Hann
hefur skrifað greinar í Árbók Lands-
bókasafnsins og hefur m.a. gefið út
Handritaskrá Landsbókasafrisins,
m. aukabindi, ásamt Lárusi H.
Blöndal, Pontus rímur, í riti rímnafé-
lagsins X, Dæmisögur Esóps í
ljóðum, íslenzkar fomsögur, íslend-
ingasögur I-IX, ásamt Vésteini
Ólasyni, og sér nú um nýja útgáfu
af Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar.
Kona Gríms er Hólmfríður kenn-
ari Sigurðardóttir, verslunarmanns
á Raufarhöfn, Ámasonar og konu
hans Amþrúðar Stefánsdóttur. Böm
þeirra em Vigdís, kennari og rithöf-
Ólöf Sigfúsdóttir, Greniteigi 7,
Keflavík, er 40 ára í dag.
Einar Ólafsson, Blöndukvísl 20,
Reykjavík, er 40 ára í dag.
Sigríður Pétursdóttir, Jómkvísl 14,
Reykjavík, er 40 ára í dag.
Rut Jenny Hansen, Sundlaugavegi
14, Reykjavík, er 40 ára í dag.
Anna Þ. Pálsdóttir, Freyjugötu 21,
Sauðárkróki, er 40 ára í dag.
Björg Stefánsdóttir, Bakkavör 3,
Seltjamanesi, er 40 ára í dag.
Jóhannes Jóhannesson, Skaftahlið
15, Reykjavík, er 40 ára í dag.
undur, Sigurður tæknifræðingur,
Anna Þrúður sjúkraliði, Helgi Krist-
inn Islenskufræðingur, Grímur,
Hólmfríður og Kristján.
Systkini Gríms em Einar, fram-
kvæmdastjóri innanlandsflugs
Flugleiða og Unnur, verslunarmað-
ur á Seyðisfirði.
Foreldrar Gríms vom Helgi Krist-
inn, b. á Leifsstöðum í Vopnafirði,
Einarssonar, b. á Leifestöðum,
Helgasonar. Móðir Helga var Kristj-
ana Steinunn Jósefedóttir, b. á
Krossi í Ljósavatnshreppi í Suður-
Þingeyjarsýslu, Arasonar og
Guðnýjar Bjömsdóttur, b. á Ytri-
skál, Nikulássonar Buch.
Móðir Gríms var Vigdís Magnea
Grímsdóttir, b. í Hvammgerði í
Vopnafirði, Grímssonar, b. á Fljóts-
bakka í Eiðarþinghá, Grímssonar,
smiðs, söngmanns og b. í Leiðarhöfh,
Grímssonar. Móðir Vigdísar var
Margrét Sæmundsdóttir, b. í Víkur-
koti í Blönduhlíð í Skagafirði,
Ámasonar. Móðir Margrétar var
Sigríður Jónsdóttir og Ólafar
Bjömsdóttur, prests í Tröllatungu,
Hjálmarssonar.
Andlát
Andreas Lapas flugvirki, Fálka-
götu 8, lést á Heilsuvemdarstöð-
inni í Reykjavík 30. ágúst.
Ásgeir Guðmundsson frá Þorfinns-
stöðum, Kópavogsbraut 18, andað-
ist í Landspítalanum 29. ágúst.
Guðríður Sigurjónsdóttir, Hrafn-
hólum 6, Reykjavík, '.ést í Land-
spítalanum mánudaginn 31. ágúst.
Elsa Steinunn Sigurgeirsdóttir,
Hofsvallagötu 18, lést á Grensás-
deild Borgarspítalans 31. ágúst.