Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1987.
Spurningin
Lesendur
Hlustarðu á klassíska
tónlist?
Ásmundur Jóhannesson: Nei, ég get
nú ekki sagt að ég geri það neitt
sérstaklega en mér þykir þó gaman
að hlusta á hana.
Sigríður Ingvarsdóttir: Nei, ég hef
ekkert vit á tónlist og er alls ekki
músíkölsk. Ég hlusta frekar á léttari
lög, karlakóra o.s.frv.
Kristófer Bjarnason: Nei, mér finnst
hún einfaldlega leiðinleg. Ég hlusta
aðallega á popptónlist.
Guðjón Sigurbjörnsson: Já, aðallega
á sunnudögum á Rás 1. Annars
hlusta ég á alls kyns tónlist og mest
held ég upp á Louis Armstrong.
Bflamál Jóns Baldvins
Margrét hringdi:
Nú er alltaf verið að vandræðast út
af þessum bílamálum ráðherranna
okkar.
Jón Baldvin hefur sagt að hann ætli
ekki að fá sér ríkisbíl og bílstjóra.
Hann hefúr verið að gefa sig út fyrir
að vera sparsamur, spara fyrir þjóðina
og fá fína ímynd sem fjármálaráð-
herra. Því hefúr hann útlistað í öllum
blöðum og fjölmiðlum að hann ætli
að fá sér Citroen bragga. Ódýrt og
sparsamt eins og matarbókhaldið
hennar Bryndísar upp á 26 þúsundin
sem öll þjóðin hlær ennþá að.
En það er nú ekki allt svona slétt
og fellt. Fjölskyldan á Vesturgötunni
ekur nefnilega um á þessum svakalega
fína Patrol Nissan jeppa, sjálfskiptum
og með öllum græjum.
Mér finnst eins og fjölmiðlar séu að
leyna þessu því alltaf er verið að tala
um braggann hans Jóns Baldvins o.s.
frv. en aldrei minnst á þennan rosalega
jeppa sem ég veit fyrir víst að er ríkis-
bifreið sem keypt var í síðustu ríkis-
stjóm.
Þetta væri svo sem allt í lagi ef Jón
hefði ekki verið með svona leikara-
skap og gæfi sig út fyrir að vera að
spara fyrir þjóðina.
Ragnheiður Stephensen: Já, stund-
um hlusta ég á fjölskylduplötusafnið
af klassík en annars hlusta ég mest
á dægurlög.
Jón F. Arason: Já, ég geri það. Ég
hlusta þá bæði á klassík á plötum og
í útvarpi. Karl Orff er í mestu uppá-
haldi hjá mér.
Bréfritara finnst skrítið að ekki skuli vera hægt að kaupa áfengi út á
greiðslukort i áfengisverslunum ÁTVR en aftur á móti er þaö ekkert mál í
fríhöfninni og á vínveitingahúsum.
Áfengi út á greiðslukort:
„Hróplegt ósamræmi“
Magnús skrifar:
Mér fannst það nokkuð skrítin lesn-
ing á lesendasíðu DV fyrir skömmu
að sjá forstjóra ÁTVR segja að sam-
kvæmt þeim reglum sem þeim em
settar þá megi þeir ekki selja áfengi
út á greiðslukort.
Hvemig er það þá með fríhöfhina
og vínveitingahús. Þar má greiða fyrir
áfengi með greiðslukortum. Það er
meira að segja svo í fnhöfhinni að þar
má ekki greiða með ávísunum heldur
bara greiðslukorti eða peningum.
Mér er spum hvort það sé þá ólög-
legt hjá fríhöfninni og vínveitingahús-
unum að taka við greiðslukortum fyrir
áfengi? Hvemig getur ein reglan gilt
hér og önnur þar. Mér finnst þetta
alveg hróplegt ósamræmi en svona er
öll áfengislöggjöf íslendinga, gjörsam-
lega óskiljanleg.
Kann einhver textann?
Lesanda langar til að læra textann
viö lagið „Vertu sæl, mín kæra“ sem
Raggi Bjama söng á sínum tíma.
B.E. hringdi:
Það er einn texti sem mig langar svo
til að læra og vil ég biðja DV um að
aðstoða mig við að hafa uppi á ein-
hverjum sem kann hann.
Þannig er að ég á lagið á ensku á
plötu með Jim Reeves og þar heitir
það „Adios, amigo“. Ég veit að Ragnar
Bjamason söng lagið á sínum tíma við
íslenskan texta sem byijaði svona;
„Vertu sæl, min kæra, og ég vil þakka
þér.“ Síðan kann ég ekki meira og
þótt ég eigi margar söngbækur og
vasasöngbækur, bæði nýjar og gaml-
ar, þá get ég hvergi fundið textann.
Ef einhver á upptöku með þessu lagi
á íslensku eða kann textann þá yrði
ég mjög fegin.
Bréfritari vill að Rafmagns- og Hitaveitan hætti við að aðskilja innheimtu á rafmagni og hita því þaö yrði til mikils óhagræðis fyrir notendur.
Aðskilnaður innheimtu fyrir raf og hita:
Fjölgið ekki
innheimtuaðilum
Guðmundur S. skrifar:
Það kom mér sannarlega spánskt
fyrir sjónir þegar ég las um það að
nú stæði til að aðskilja innheimtu-
reikninga fiá Rafmagnsveitunni og
Hitaveitunni.
Hingað til hefur maður getað greitt
þessa reikninga saman enda oftast
fengið þá senda heim í einu. Undanfar-
ið hefur þó borið á því að reikningam-
ir væm sendir í aðskildum umslögum.
Er kannski búið að aðskilja innheimt-
una nú þegar?
Þegar á allt er litið er það til tals-
verðra óþæginda fyrir greiðendur ef
aðskilja á þessa innheimtu sem svo
lengi hefúr verið sameiginleg. Hér
hlýtur einhver metnaður innan þess-
ara stofriana að stangast á og vilja
sennilega báðar stofnanimar hafa inn-
heimtu á hendi fyrir báða aðila.
Hér er þó um að ræða mál sem gjald-
endur em flestir sammála um að ekki
eigi að breyta. Innheimta á gjöldum
vegna rafrnagns og hita hefur verið
svo lengi sameiginleg hjá Rafmagn-
sveitunni og hefur komið sér það vel
að geta greitt báða reikninga í einu
að ekki verður við unað að þessi starf-
semi sé aðskilin með engum sannfær-
andi rökum.
Auðvitað verður komið með ein-
hveija röksemdafærslu fyrir því að
áfram geti menn greitt báða reikninga
í einu þótt þeir berist ekki á sama tíma.
Það er að vísu rétt en auðveldara er
að hafa stjóm á greiðslum með þeim
hætti sem nú er og geta lokið af þess-
um skyldu og tengdu greiðslum í sömu
ferðinni og heft síðan reikningana
saman.
Fáir em þeir sem notfæra sér
greiðslu gegnum greiðslukortakerfið
því það gefur ekki eins gott tækifæri
til að fylgjast nákvæmlega með
greiðslu og eins því hvaða dag maður
hefur hugsað sér að greiða þessa
reikninga. Það er ekki víst að alltaf
sé sami dagurinn hentugur til þess að
greiða.
f það heila tekið er það ekki til bóta
að aðskilja innheimtu á rafinagni og
hita og þess vegna væri óskandi að
ákvörðunin yrði dregin til baka nú
áður en innheimtumál klúðrast vegna
skyndiákvörðunar og alls ótímabærr-
ar og, það sem mikilvægara er, gegn
vilja langflestra greiðenda rafmagns
og hita.
Víst
kaffihús í
Margrét Þorgeirsdóttir hringdi:
Sl. miðvikudag kvartar Kópavogs-
búi yfir því að ekkert kaffihús sé í
Kópavogi. Ég er að opna kaffi- og
matstofu sem heitir Kínahofið að
Nýbýlavegi 20. Þar verður hægt að
fa kafíi, kleinur og smurt brauð á
daginn.
Ein úr Kópavogi hringdi líka:
eru
Kópavogi
Ég hringi út af lesendabréfi Kópa-
vogsbúa þar sem hann kvartar yfir
kaffihúsaleysi í Kópavogi. Nú er
búið að opna kaffihús og matsölu
sem heitir Lamb og fiskur á Nýbýla-
vegi. Ég kem þangað stundum og
firmst sá staður bjartur og hugguleg-
ur.