Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1987. UtLönd Pershing 11 dönsku kosningabaráttunni Deila hefur nú komið upp i Danmörku vegna yfirlýsing- ar talsmanns jafnaðarmanna um afstöðu utanríkismála- nefndar þingsins til Pershing I kjarnafiauganna í Vestur-Þýskalandi. Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, setti skilyrðislausan trúnað gagnvart Nató ofar öllu öðru og krafðist þagnar um viöhorf dönsku stjórnarinn- ar til Pershing I kjarnaflauganna þar til Kohl kanslari hefði tekið ákvörðun. Haukur L. Haukæon, DV, Kaiipmanuahö&u Ákvörðun Helmut Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands, um að fjarlægja 72 Pershing I kjamaflaugar, svo að þær hindri ekki samningaumleitanir stórveldanna á sviði niðurskurðar kjamavopna, kom eiginlega á ská inn í dönsku kosningabaráttuna, alla vega hvað Uffe Ellemann-Jens- en utanríkisráðherra varðar. Fyrir ákvörðun Kohls hafði hann í blöðum skammast út í Lasse Budtz, vamarmálatalsmann jaihaðar- manna, fyrir að hafa talað opinskátt í viðtali við málgagn kommúnista um að utanríkismálanefhd þingsins væri á einu máli um að eldflaugam- ar yrðu fjarlægðar. Þar með fannst utanríkisráðherranum að Lasse Budtz ryfi þagnarskylduna um störf utanríkismálanefridarinnar og að hann gengi erinda kommúnista. Engar yfirlýsingar Samkvæmt utanríkisráðherranum áttu engar yfirlýsingar um málið að opinberast fyrr en Vestur-Þjóðverjar hefðu sjálfír tekið ákvörðun í mál- inu. Vildi ráðherrann ekkert gefa út á kjamaflaugamar vegna þagnar- skyldu sinnar og hefur því staðið verr í málinu með tilliti til kosninga- baráttunnar. Jafhaðarmaðurinn sagðist alltaf hafa ætlað að fylgja málinu eftir, ekki síst vegna þrýstings vestur- þýskra jafhaðarmanna á Kohl, og sagði opinberlega eftir fund vamar- málanefndar að viðhorf ríkisstjómar Dana væm ekki svo ólík viðhorfum jafhaðarmanna í málinu. Trúnaður gagnvart Nató Fyrir fundinn í vamarmálanefnd hafði Knud Östergaard, formaður öiyggisnefhdar þingsins, sagt opin- berlega að fjarlægja ætti kjama- flaugamar svo að þær hindmðu ekki samninga austurs og vesturs. Samkvæmt tveimur ónafhgreind- um ráðherrum hafa vinstri menn og íhaldsmenn f ríkisstjóminni deilt um þiýstingsmöguleikana í kjama- flaugamálinu. Vildu íhaldsmenn sýna friðarvilja sinn með því að styðja brotttöku flauganna opin- berlega á meðan Uffe Ellemann setti skilyrðislausan trúnað gagnvart Nató ofar öllu öðm og krafðist þagn- ar um málið. Ásakar hann enn fremur Lasse Budtz um að nota ör- yggismál í innanríkisdeilunni og spila þannig rússneska rúllettu. Ósamlyndi um öryggismál Deilan milli Uffe Ellemann og Lasse Budtz þykir á ný hafa skapað ósamlyndi milli ríkisstjómarinnar og stjómarandstöðunnar um fram- tíðarþróunina í danskri öryggispóli- tík og deyfa vonir þær sem í þinginu vom um sameiningu í öryggisnefrid þingsins sem eftir kosningar átti að hefja störf á ný í ljósi samningaum- leitana stórveldanna. Formaður öryggisnefiidarinnar, sem var stofnuð 1985 til að ná sam- einingu á þingi um öryggismál, er þó ásamt Niels Helveg Petersen, formanni róttækra vinstri manna, bjartsýnn á komandi störf nefhdar- innar. Samningaumleitanir stórveld- anna muni eyða að miklu ágreiningi stjómar og stjómarandstöðu í ör- yggismálum. Kallarhann skærumar milli Uffe Ellemann og Budtz storm í kosningavatnsglasinu. Væntir hann breiðrar samvinnu í nefhdinni eftir kosningamar án þeirra neðan- málsgreina sem Danir em frægir fyrir vegna minnihluta ríkisstjómar- innar í öryggis- og utanríkismálum á þingi. Tákn harðn- andi afstöðu Lorraine Phyllis Cohen gengur úr réttarsalnum i Penang á þriðjudag eftir að hafa hlotið dauðadóm fyrir eiturlyfjasmygl. Símamynd Reuter Dómur féll á þriðjudaginn í máli stjómvalda í Malaysíu á hendur Lorraine Phylhs Cohen og sonar hennar, Aaron Shelton. Lorraine var þar dæmd til dauða fyrir smygl á eiturlyfjum til landsins en Áaron fékk vægari dóm, eða lífstíðar fang- elsisvist. Talið var að það magn af heróíni, sem Aaron hafði í fórum sínum, hefði getað verið til eigin nota og var það metið honum til málsbóta. Hins vegar þótti ljóst að móðir hans hefði ætlað að selja heró- ín og hún því dæmd sem morðingi. Táknrænn dómur Dómamir yfir þeim mæðginum em táknrænir fyrir harðnandi afstöðu stjómvalda margra ríkja gagnvart þeim sem ástunda smygl og sölu á eiturlyfjum. Á þriðjudag lýsti forsæt- isráðherra Malaysíu, Datuk Seri Mahathir Mohamad, því yfir að land hans myndi meðhöndla þá sem stæðu í eiturlyfj aviðskiptum sem morðingja. „Lög okkar em hörð,“ sagði forsætisráðherrann, „en þessi óskapnaður er að eyðileggja ungl- inga okkar. Við lítum á þá sem dreifa eiturlyfjum sem eyðilegging- arafl í lífi þeirra, sem morðingja þeirra, og þeir verða meðhöndlaðir sem morðingjar.“ Útfendingar Það breytti afetöðu dómarans í málinu ekkert að Lorraine og Aaron em útlendingar, en þau em fiá Nýja- Sjálandi. Ekki er vitað hvort áfrýjun hefúr í för með sér mildun dómanna að einhverju leyti, né heldur hvort stjómvöldum á Nýja-Sjálandi tekst að hafa áhrif á endanlega dóma í Malaysíu. Bob Hawke, forsætisráð- herra Nýja-Sjálands, hefur þegar sagt að hann kunni að reyna að hafa áhrif á stjómvöld í Malaysíu en hann hefur ekki tiltekið með hvaða hætti. Raunar kann það að hafa áhrif til herðingar á dómum að sakfelldu em útlendingar. Stjómvöld kunna að vilja gefa fordæmi með dómum þess- um og fullnægingu þeirra, í þeirri von að það hafi neikvæð áhrif á til- raunir annarra útlendinga til þess að hagnast á innflutningi og sölu eiturlyfja. Ekkieinir Malaysíumenn em enda ekki einir um að bregðast hart við eiturlyfja- viðskiptum. Þess er skammt að minnast að dómstólar á Sri Lanka hafa undanfama mánuði dæmt nokkra eiturlyfjasala til dauða þótt þeim dómum hafi yfirleitt verið breytt í lífetíðar fangelsi við áfrýjun. ólíkt Sri Lanka, þar sem það hefur mildandi áhrif á dóma ef eiturlyfja- salar em jafiiframt háðir söluvöm sinni, taka dómstólar í Malaysíu ekkert tillit til slíks. Ljóst þykir að bæði Lorraine Cohen og sonur henn- ar, Aaron, em eiturlyfj aneytendur og hafa ætlað mikinn hluta eitur- Iyfjabirgða sinna til eigin nota. Það skipti hins vegar sköpum um örlög þeirra að á Lorraine fundust liðlega 140 grömm af heróíni en aðeins tæp- lega 35 grömm á Aaron. Dómari í málum þeirra var reiðubúinn að trúa því að minni skammturinn væri ætl- aður til eigin nota einvörðungu en ekki hinn stærri. Fylgst með Yfirvöld viða um heim, þar á með- al á Vesturlöndum, fylgjast nú mjög náið með framvindu mála í Malays- íu, á Sri Lanka og annars staðar þar sem mikilli hörku er beitt í barátt- urmi gegn eiturlyfjavandanum. Á Vesturlöndum hafa stjómvöld heykst á að beita mjög löngum fang- elsisdómum við brotum af þessu tagi og víða eru dauðadómar ekki heimil- ir að lögum. Þar þykir því ástæða til að sjá hvort árangur næst með þessum aðferðum og ef svo fer má búast við þyngingu dóma víða ann- ars staðar. Málum í þessum löndum verður sýnd enn meiri athygli fyrir þá sök að aðgerðir víða annars staðar hafa reynst árangurslausar með öllu. Eit- urlyfjavandamál hafa versnað fremur en skánað, bæði vegna auk- ins magns lyfja, svo og vegna þess að ný eiturlyf hafa náð fótfestu á mörkuðum, svo sem crack og fleiri. Víti til varnaðar Fátt virðist nú geta orðið þeim mæðginum Lorraine og Aaron til hjálpar. Svo virðist sem stjómvöld séu ákveðin í að nota mál þeirra sem víti til vamaðar og því verði dómun- um framfylgt. Lögfræðingar þeirra hafa þegar ákveðið að áfiýja dómunum og byggja vonir sínar um mildun á því að bæði séu þau forfallnir eiturlyfja- neytendur og þurfi læknisaðstoð en ekki refeingu. Lorraine Cohen sagði sjálf eftir að dómur féU að hún heföi átt von á þessu. Sagði hún að svo virtist sem Malaysíumenn nytu þess að hengja smáfólk eins og hana meðan stór- karlamir slyppu. Hún bætti síðan við að sér fyndist dómurinn yfir Aaron sérstaklega harður. Dómunum verður áfiýjað fyrir hæstarétti í Kuala Lumpur, höfuð- borg Malaysíu. Fari svo að áfrýjun- arkröfúm verði hafiiað verður Lorraine Phyllis Cohen hengd og sonur hennar fær að dúsa ævilangt í fangelsi. Umsjón: Halldór Valdimarsson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.