Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1987, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1987. 29 <• Hvernig á að velja sér eiginmann? Hvemig eigið þið, stúlkur, að velja ykkur heppilegan eiginmann? Ef þið kynnist manni sem ykkur þykir spennandi eru til fljótlegar aðferðir til að finna út hvort það sé þess virði að eyða tíma í hann. Aðferðirnar em amerískar og er að finna í bók sem nefnist „How to Marry the Man of Your Cho- ice“ eða í lauslegri þýðingu „Hvemig ná á í mann við sitt hæfi“. Gluggum í þessa skrýtnu bók, svona til gamans. Fyrsta ráðleggingin, sem gefin er í bókinni, er að varast beri að „kyssa froskinn". Betra sé að spyrja manninn hinna ýmsu spum- inga um líf hans og atferli. Þannig sé hægt að komast að öllu um hann á ömggan og skjótan hátt. Á meðan þú ert að kynnast mann- inum skaltu reyna að tala sem mest um hann en minna um sjálfa þig, það er nægur tími til þess. Spyrðu hann strax um öll hans tak- mörk og viðhorf. Þú getur til dæmis spurt: Trúirðu á himnaríki og hel- víti? Hversu oft ferðu í leyfi? Og hvert þá og hve lengi? Hvaða skoð- anir hefurðu á fóstureyðingum og svo framvegis. Einnig er mikilvægt að fræðast um fortíð hans sem og nútíð, for- vitnast um æsku hans, skólaárin, hvenær hann fór fyrst út með stúlku og hveijir vinir hans vom. Þegar málin em rædd skaltu ekki gleyma að fá fram viðhorf hans til fjármála, kynlífsmála, stjóm- og Nauðsynlegt er að fá viðhorf hans til fjármála og þá skaltu skrá allt niður sem hann segir um málið. trúmála. Það em allt fjögur mikil- væg atriði í lífi hvers manns og áríðandi að viðhorf væntanlegs pars eða hjóna séu þau sömu eða svipuð til þessara málaflokka. Annað skapar alvarlega árekstra. Þá skaltu fræðast um matarvenjur hans, áhugamál, hvort hann sé hlynntur gæludýrum eða ekki og ýmislegt annað sem kannski virkar smávægilegt en er í rauninni mjög mikið atriði. Eftir nokkurn tíma, þegar þú hefur kynnst manninum betur og getað lætt ýmsum spurningum að honum, skaltu setjast niður og fara yfir spumingar og svör. Varastu að hafa það of áberandi að þú sért beinlínis að „kynna þér hann og hans skoðanir". Reyndu að fara svolítið fínt í þetta en skráðu svör- in niður eftir hvert skipti sem þið hittist. Þannig verður auðveldara að fara yfir heildarsvörin í lokin og vega og meta eftir aðstæðum. Þá höfum við skyggnst dálítið inn í þessa ráðgjafabók og verður hver og einn að dæma eins og honum hentar. „Allt er nú gefið út“, gæti verið gagnrýni DV. Þúsundir Am- eríkana hafa keypt bókina og þá örugglega farið eftir henni. Verði þeim bara að góðu og það er von- andi að allt hafi farið að óskum. Hingað til „hafa hlutirnir bara þró- ast“ segja fróðir menn um málið. en Kaninn getur verið svolítið sér- stakur og gleypir gjarnan við bókum líkum þessum. Sviðsljós Burt Reynolds Frank Sinatra er alveg yfir sig hissa á sjón- varpsstöðinni bandarísku CBS. Forráðamenn stöðvar- innar höfðu ráðgert að fram- leiða sjónvarpsþætti um ævi Franks Sinatra. Nokkrir leikar- ar höfðu verið nefndir til að leika söngvarann, þar á meðal Robert De Niro og Bruce Will- is. Þeir höfðu þó, einhverra hluta vegna, báðir lýst því yfir að áhugi hjá þeim væri alls ekki fyrir hendi. Nú er svo komið að sjónvarpsstöðin hefur hætt við framleiðslu þáttanna. Skýringar þeirrar ákvörðunar liggja ekkert á lausu en eins og segir þá varð Frank sjálfur svekktur. , .Látúns- barkiim“ sló í gegn á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri „Stundum „fíla“ ég þetta í botn, stundum ekki,“ sagði „látúnsbark- inn“ eini og sanni, Bjami Arason, er hann hafði komið fram í göngu- götunni á Akureyri síðastliðið laugardagskvöld. Unglingadans- leikurinn var að sjálfsögðu haldinn í tilefni hundrað tuttugu og fimm ára afmælis Akureyrar og Bjami var eini „aðkeypti" skemmtikraft- urinn sem þar kom fram og hann sló í gegn. Unglingarnir troðfylltu göngu- götuna fyrir framan sviðið þegar „látúnsbarkinn“ þeyttist þar um og kirjaði hvert lagið á fætur öðru með sinni djúpu rödd. Ungar stúlk- ur vom þar í miklum meirihluta og létu ófriðlega á milli þess sem þær tóku undir sönginn af krafti. Þegar Bjami hafði lokið söng sín- um kallaði liðið: „Réttó, réttó.“ Bjarni kom fram aftur og aukalag- ið var gamalt Presleylag sem tekið var með tilþrifum. Á eftir þurfti Bjarni að gefa aðdá- endum sínum eiginhandaráritanir og var þröng á þingi því stelpurnar vildu komast i nálægð við goðið mikla. Það var þá sem Bjarni sagði að hann „fílaði“ þetta stundum og stundum ekki og hann bætti svo við: „Jú, það er alveg helvíti gaman að þessu.“ Bjarni „látúnsbarki" gefur eiginhandaráritanir. fékk fína gesti í kvöldverð fyr- ir skömmu. Það er svo sem varla i frásögur færandi nema vegna smágríns sem átti sér stað það kvöld. Þegar gestun- um var þoðið inn í hús leikar- ans fylgdi þeim lítill brúnn hundur. Burtvarðnú hálfhissa en sagði ekki orð. En hann varð þeim mun meira undr- andi þegar einn gesturinn lét hundinn setjast við kvöld- verðarborðið. Enn sýndi hann stilli sína. Þegar hundurinn gerði svo þarfir sínar á gólfið missti Burt þolinmæðina og öskraði á gestina: „Sjáið þið ekki hvað hundurinn ykkar hefur gert á gólfið." - „Okkar, við héldum að þetta væri hundurinn þinn, Burt minn." Þar með kom það í Ijós að hér var um óboðinn gest ná- grannans að ræða. Madonna v * gefur fólki nú það holla ráð að hætta að mala í bílasíma meðan það keyrir út um borg og bí. Hún lenti nefnilega í því um daginn að vera að * masa í símann undir keyrslu og keyrði þeint á húsvegg. Þar með ákvað hún að fjar- lægja bílasímana úr bílunum sínum þremur og láta öll símt- öl bíða bangað til í hús er komið. Agætt hjá söngkon- unni. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.